Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍTALÍUHEIMSÓKN FORSETA Morgunblaðið/Emilía FORSETI íslands heimsótti Borghese-listasafnið í Róm í gærmorgun. Hér virða þau Ólafur Ragnar, Guðrún Tinna og Hervör Jónasdóttir, eiginkona Helga Ágústssonar ráðuneytisstjóra, fyrir sér höggmynd eftír Bernini af Davíð með slöngvivaðinn. Barentsráðinu og Norðurheim- skautsráðinu. Þetta væru nýjar stofnanir þar sem Norðurlöndin væru kjarninn, og fælu í sér sam- vinnu þar sem Rússland, Kanada, Bandaríkin og Evrópusambandið koma að ákvarðanatöku og stuðl- uðu að stöðugleika í Evrópu og að- lögun Rússlands að lýðræðislegum samskiptaháttum. Sagðist Olafur Ragnar hafa lagt áherslu á mikil- vægi þess að þjóðir í Suður-Evrópu litu ekki á þessa uppbyggingu svæðasambanda í norðurhluta álf- unnar sem eitthvað sem truflaði þróun í Evrópu heldur tækju henni með jákvæðum hætti. Sagði Olafur Ragnar að sér hefði þótt það merkilegt, að í við- ræðum sem hann átti við Luciano Violante, forseta ítalska þingsins, í gær hefði þingforsetinn tekið þetta mál upp og sagt að eftir viðræður sem hann átti við forseta finnska Opinber heimsókn forseta fslands til Ítalíu hófst formlega í gær Ný staða N-Evrópu rædd á fundi forseta Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Gríms- ---------------7---------7---------------- sonar, forseta Islands, til Italíu hófst form- lega á hádegi í gær þegar Oscar Luigi Scalfaro, forseti Italíu, tók á móti Olafí Ragnari í garðinum utan við Quirinale-höll í Róm. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgdist með athöfninni. DAGSKRÁ forseta ís- lands og fylgdarliðs hans í gær hófst raunar í Borghesa-listasafninu í Róm. Þar eru m.a. geymdar 2.000 ára gamlar höggmyndir en einnig málverk og höggmyndir frá 17. öld, en þá var safnið stofnað. Meðal höggmyndanna í safninu er stytta sem gerð var rúmum 200 árum eft- ir Krist, en endurbætt af Bertel Thorvaldsen þegar hann lærði höggmyndalist í Rómaborg. Eftir heimsóknina í safnið var ekið til Quirinale-hallar, sem er embættisbústaður forseta Italíu. Móttökuathafnir í hallargarðinum eru í mjög fosturn skorðum. Nokkru fyrir hádegi höfðu varðlið- ar stillt sér upp við rauðan dregil sem lagður hafði verið eftir endi- löngum garðinum. Var hluti varð- anna á hestbaki og hluti þeirra bar hljóðfæri. Klukkan 12 ók bifreið Ítalíufor- seta inn í garðinn. Scalfaro tók sér stöðu á enda dregilsins og verðirn- ir heilsuðu að hermannasið. Þrem- ur mínútum síðar ók bílalest Ólafs Ragnars í hlað. Þegar Borís Jeltsín Rússlandsforseti kom í opinbera heimsókn til Italíu í sumar notaði hann eigin bfl af rússneskri gerð og sá var svo stór að hann festist í hliðinu inn í garðinn. Bfll Ólafs Ragnars í heimsókninni er ítalskr- ar gerðar og greinilega nettari, því hann fór hindrunarlaust gegnum hliðið. Forseti íslands tók sér stöðu við hlið Scalfaros og eftir að varðlið- arnir höfðu heilsað honum lék lúðrasveitin þjóðsöngva íslands og Italíu. Að því loknu gengu forset- arnir eftir rauða dreglinum inn í höllina í fylgd varðliða en lúðra- sveitin lék mars á meðan. Scalfaro vill koma aftur til íslands Ólafur Ragnar og Scalfaro ræddust við í rúman klukkutíma og snæddu síðan hádegisverð með dætrum sínum, Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur og Mariönnu Scalfaro. Ólafur Ragnar sagði við Morgun- blaðið að viðræður þeirra Scalfaros hefðu verið mjög ánægjulegar og innihaldsríkar og gaman væri hve heimsókn hans til íslands fyrir tveimur áium hefði haft djúpstæð áhrif á hann. „Hann sagði mér að heimsóknin hefði opnað augu hans fyrir því hvað fámennar þjóðir geta haft ríkuleg áhrif á gang mála í Evrópu og víðar ef þær hafa pólitískan þroska, traust lýðræði og ríkan vilja til að láta að sér kveða. Hann lýsti vilja sínum til að koma aftur til Islands, eftir að hann yrði hætt- ur sem forseti, til að kynnast þess- ari þjóð betur,“ sagði Ólafur Ragn- ar og bætti við að hann mæti hug Scalfaros í garð Islendinga mikils, því Italíuforseti væri einn virtasti stjómmálamaður Evrópu á síðustu fjörutíu árum og hefði til að bera mildð víðsýni og ríka dómgreind. Ólafur Ragnar sagði að það hefði komið mjög skýrt fram hjá Scalfaro, að samvinnuferlið í Evr- ópu snerist ekki eingöngu um efna- hagsmál, myntbandalag og nýja gjaldmiðla, heldur ætti samvinna Evrópu fyrst og fremst að vera um samvinnu fólks, menningu og lýð- ræðislega umræðu. Ef samvinnan væri eingöngu embættismanna- samstarf og aðgerðir á sviði efna- hags- og peningamála myndi aldrei takast að festa frið og farsæld í álf- unni í sessi. Ný staða Norður-Evrópu Forsetarnir ræddu einnig um Rússland og vandamál sem Rúss; land skapaði fyrir Evrópu alla. I framhaldi af því ræddu þeir um hina nýju stöðu í Norður-Evrópu. Lýsti Ölafur Ragnar íyrir Scalfaro svæðasamböndunum þremur, sem þar hafa verið mynduð á þessum áratug: Eystrasaltsráðinu, AukabúnaðunÁlfelgurá Lanœrkr. 51000 Lancer 75 nestofi •oryggispuðar fvrlr okumann og farpega •Fjarstyrdar samlæslngar »ABS hemlakerfl •Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn •Rafhltun í framsætum •Rafstýrðir upphitaðlr útispeglar •Vindskeið o.m.fl. MfTSUBISHI LANCER kostarfrákr. 1.350.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.