Morgunblaðið - 06.11.1998, Side 27

Morgunblaðið - 06.11.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 27 ÍTALÍUHEIMSÓKN FORSETA OSCAR Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, bauð í gærkvöldi til kvöldverðar í Quirinale-höll í Róm til heiðurs for- seta Islands. I ávarpi sem Olafur Ragnar Grímsson flutti þar sagði hann að Scalfaro og fjölskylda hans hefðu eins og þúsundir Itala verið um langa hríð aðdáendur íslenskra sjávarafurða. Sagði Olafur Ragnar að Scalfaro yrði færður úrvals íslenskur saltfiskur að gjöf í dag þegar hann opnar málverkasýningu með verk- um Ijögurra íslenskra myndlistarmanna í Róm. Á myndinni þakkar Scalfaro Ólafi Ragnari fyrir saltfiskinn. Marianna Scalfaro, dóttir forseta Ítalíu, og Guðrún Tinna Ólafsdóttir standa við hlið þeirra. ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Oscar Luigi Scalfaro ræddust við í á aðra klukkustund í gær. þingsins og forsætisráðherra Finnlands hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að finna ætti leið- ir til að koma á samstarfi þjóð- þinga í Norður- og Suður-Evrópu svo þingmenn frá suðurhlutanum ættu þess kost að kynnast því af eigin raun hvernig þingmenn frá Norðurlöndunum og Eystrasalts- löndunum hugsuðu sér þróun Norður-Evrópu. Olafur Ragnar fjallaði einnig um svæðasamböndin þrjú og þýðingu þeirra í ræðu sem hann hélt í kvöldverðarboði Scalfaros í gær- kvöldi og í samtali við blaðamenn sagðist hann hafa ákveðið að leggja áherslu á þessi mál í Italíuheim- sókninni til að undirstrika að um væri að ræða nýjan veruleika í heimsmálunum í kjölfar loka kalda stríðsins. „I viðræðunum við Scalfaro forseta kom fram að ríkis- stjórn Italíu hefur ákveðið að kynna sér þessi þrjú ráð sérstak- lega, myndun þeirra og þróun og viðfangsefni og fylgjast rækilega með þeim. Og ég er sannfærður um það, að myndun þessara þriggja ráða er mjög veigamikill þáttur í utanríkisstefnu íslands og stöðu Islands í Evrópu á nýrri öld, og skapar okkur einnig tækifæri til að koma því áleiðis hvað okkar staða er mikilvæg. Það hefur stundum verið sagt að þegar kalda stríðinu lauk hafi hlutabréfin í ís- landi fallið mikið. En ég held einmitt að með því að draga fram staðreyndir um myndun þessara nýju bandalaga sé mönnum bent á að staða Norðurlandanna er ef til vill enn mikilvægari nú en á dögum kalda stríðsins," sagði Ólafur Ragnar. Sýning á íslenskri list að frumkvæði Italíuforseta Scalfaro hélt í gærkvöldi veislu til heiðurs Ólafi Ragnari. I ávarpi sínu við það tækifæn þakkaði for- seti Islands forseta Ítalíu fyrir hlý orð og fógur ummæh í samúðar- kveðju sem hann sendi við andlát Guðrúnar Katrínar Þorbergsdótt- ur. Sagðist Ólafur Ragnar vita að Scalfaro þekkti af eigin raun þá lífsreynslu að þurfa við fráfall eig- inkonu að fóta sig á ný í verkum og takti daglegs lífs. Ólafur Ragnar færði Scalfaro einnig þakkir fyrir það frumkvæði að færa til Rómar sýningu á ís- lenskri 20. aldar myndlist í tengsl- um við opinberu heimsóknina. Sú sýning er haldin í svonefndum Englakastala, Castel Sant’Angelo, og mun Scalfaro opna hana form- lega í dag. Þar eru sýnd verk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval, Gunnlaug Scheving, Kristján Da- víðsson og Helga Þorgils Friðjóns- son, en þeir Kristján og Helgi verða viðstaddir opnunina. Ólafur Ragnar hittir einnig í dag að máli nýjan forsætisráðherra ítala, Massimo D’Alema, og ræðir við Francesco Rutelli, borgarstjóra Rómaborgar, og Nicolu Mancino, forseta ítölsku öldungadeildarinn- ar. Samstarf við Vatíkan- ið vegna ársins 2000 KARL Sigurbjörnsson biskup ís- lands hitti í gær að máli Etcher- garay kardínála í Vatikaninu í Róm en hann sér um undirbúning Vatíkansins fyrir árið 2000, sem er heilagt ár hjá kaþólsku kirkjunni. Lýsti Karl vilja íslensku þjóðkirkj- unnar til að eiga samstarf við kaþ- ólsku kirkjuna um það hvernig þessara tímamóta verður minnst, og kynnti fyrir kardínálanum al- þjóðlega ráðstefnu sem áformað er að halda árið 2000 á Islandi um trú og vísindi. Karl er í Róm í tengslum við op- inbera heimsókn Ólafs Ragnars Grímsonar forseta Islands á Italíu og verður í fylgdarliði forsetans þegar hann heimsækir Jóhannes Pál páfa á mánudag. Trú á framtíðina Aformað er að halda alþjóðlega ráðstefnu á Islandi árið 2000 á veg- um kirkjunnar og Framtíðarstofn- unar undir yfirskriftinni „Faith in the future", sem hægt er að út- leggja bæði sem „trú á framtíðina" og „trú í framtíðinni“. Sagðist Karl hafa kynnt þessa ráðstefnu fyrir kardínálanum en þar á að fjalla sérstaklega um trú og vísindi og það hvernig þessir þættir geta tengst og unnið saman tii að hlúa að lífinu í framtíðinni. Akveðið hef- ur verið að kalla til samstarfs Al- kirkjuráðið og önnur alþjóðleg samtök sem þjóðkirkjan á aðild að, skóla, vísindastofnanir og fulltrúa annarra trúarbragða. „Við teljum að við Islendingar getum á þessu merkilega ári safn- að saman fólki sem hefur til að bera þekkingu og innsæi til að fjalla um þetta mál. Það eru að vísu ýmsir að hugsa á svipuðum línum en við höfum þá sérstöðu að vera friðsamt lítið land sem á ekki í stríði við neinn,“ sagði Karl. Carisma 1.6 lítra, 100 hestöfl og 1.8 lítra CDI, 125 hestöfl •örygglspúðar fyrir ökumann og farpega »ABS hemlakerfi •Fjarstýrðar samlæsingar •Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn •Rafstýrðlr upphitaðir útispeglar *Rafhltun í framsætum o.m.fl. MÍTSUEUSHl CARISMA kosfcrfrakr. Calant 2.0 lltra, 136 hestöfl og 2.5 lítra, 163 hestöfl •öryggispúðar fyrirökumann og farþega »ABS hemlakerfi •Fjarstýrðar samlæsingæ •Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn •Rafstýrðlr upphitaðlr útlspeglar •Rafhltuð sætl •15" álfelgur •Skrlðstllli o.m.fl. MÍTSUBISHIGALANT kostarfra kr. 1.565.000 ■ 2.055.000 Aukabúnaðun Alfelgurá Carisma kr. 62000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.