Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 31 Sindri Freysson fær Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Morgunblaðið/Árni Sæberg SINDRI Freysson og Auður Laxness að lokinni verðlaunaafhendingunni með bók Sindra, Augun í bænum. Skuggalegir menn sem bisa við legsteina SINDRA Freyssyni voru afhent Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax- ness í Þjóðarbókhlöðunni í gær. Verðlaunabókin, skáldsagan Augun í bænum, kom út samdægurs hjá Vöku-Helgafelli, sem stendur að verðlaununum í samráði við fjöl- skyldu skáldsins, og var höfundinum afhent fyrsta eintakið ásamt verð- launafénu, 500.000 kr., verðlauna- skjali og verðlaunapeningi. Fyrr á árinu var efnt til sam- keppni um besta handritið að skáld- sögu eða smásagnasafni og bárust ríflega 30 handrit, merkt dulnefni en rétt nafn höfundar fylgdi í lok- uðu umslagi. Dómnefnd valdi verð- launahandritið, en hana skipuðu Pétur Már Ólafsson, bókmennta- fræðingur og útgáfustjóri hjá Vöku- Helgafelli, Þorleifur Hauksson ís- lenskufræðingur og Valgerður Benediktsdóttir bókmenntafræð- ingur. I umsögninni segir að bókin sé í senn óvenjuleg og hefðbundin skáldsaga. „Hún er þroskasaga, ást- arsaga og saga um glæp og refsingu þar sem sannleikur og lygi togast á í huga lesandans. Höfundi tekst einkar vel að lýsa ást í skugga þröngsýni og einangrunar; ást sem er í senn sár, heit og forboðin. Þetta er snjöll skáldsaga, ski-ifuð í kröft- ugum stíl og nær að grípa lesand- ann föstum tökum.“ „I upphafí þessa árs, nánar tiltekið 8. febrúar sl., lifði íslenska þjóðin aldamót. Tuttugustu öldinni í ís- lenskum bókmenntum lauk með and- láti Halldórs Laxness, stærsta og fráneygasta rithöfundar þeirrar ald- ar. Svo stór var hann að ég fínn til feimni við að koma hér í dag og taka við verðlaunum sem veitt eru i hans nafni,“ sagði Sindri í ræðu við af- hendinguna, og kvaðst jafnframt feimni finna til mikils þakklætis. „Um leið minnist ég þess að Halldór benti okkur á að maður á aldrei að trúa um of á heiðursútnefningar, enda, eins og hann sagði við annað tækifæri: „Það eina sem lifír er vel skrifaður texti.“ En hvernig blasir landslag bók- menntanna við þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin inn í 21. öld ís- lenskra bókmennta með töskur sín- ar fullar af óskrifuðum texta? Það er eyðilegt um að litast, það eina sem greina má í fyrstu eru skuggalegir menn og skuggalegar konur í óða önn að höggva á legsteina. A einum legsteini segir að hér hvíli höfundur- inn, hann sé látinn. A öðrum segir að hér hvíli bókin, hún sé látin. A þeim þriðja segir að hér hvíli ljóðið, það sé látið, og á fjórða steininum er ekkert ski-ifað, því þar undir á sjálft orðið að hvíla. Við skulum vorkenna þessu önnum kafna fólki, því það stritar til einskis. A bak við það standa ljóðið og skáldsagan og smá- sagan hönd í hönd í þykkum bókar- kápum, sennilega vatnsheldum, og yfir öllu vakh- höfundurinn. Og höf- undurinn og ljóðið og skáldsagan og smásagan og bókin hlæja að þessu fólki sem bisar við legsteina fyi’ir of- an tómar grafir, hlæja dátt, hlæja lifandi hlátri." Verðlaunahöfundurinn er 28 ára að aldri og hefur áður sent frá sér ljóðabókina Fljótið sofandi konm-, sem kom út 1992, og smásagnasafnið Osýnilegar sögur, ári síðar. Hann er þriðji höfundurinn sem hlýtur Bók- menntaverðlaun Halldórs Laxness en áður þau verið veitt Skúla Birni Gunnarssyni og Eyvindi P. Eiríks- syni. Elsta stein- steypukirkja heims á Snæfellsnesi ÍSLENSK byggingararfleifð I eft- ir Hörð Ágústsson var formlega kynnt við athöfn sem Húsafriðun- arnefnd ríkisins efndi til í Iðnó í gær. Ávörp fluttu Þorsteinn Gunn- arsson formaður Húsafriðunar- nefndar, Hörður Ágústsson og Björn Bjarnason menntamálaráð- herra. Höfundurinn afhenti Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra fyrsta eintak bókarinnar, einnig Sturlu Böðvarsyni formanni Þjóð- minjaráðs og Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur safnstjóra Þjóð- minjasafns og þakkaði þeim ásamt, Þorsteini Gunnarssyni þeirra þátt í tilurð bókarinnar. I máli Harðar kom fram að íslensk húsagerðar- list er um margt einstök, m.a. hafi notkun steinsteypu til húsagerðar haflst fyrr hérlendis en erlendis. Hörður kvaðst vilja fullyrða að Ingjaldshólskirkja á Snæfellsnesi væri elsta steinsteypukii'kja í heimi, byggð 1903. Björn Bjarnason sagði í þakk- arávarpi sínu að þótt undirtitill Morgunblaðið/Kristinn Hörður Ágústsson afhendir Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra fyrsta eintak íslenskrar byggingararfleifðar I sem út kom í gær. bókarinnar bæri hógværð liöfund- arins glöggt vitni þá væri liann sannfærður um að hér væri komin á prent endanleg og afgerandi saga íslenskrar byggingarlistar og fáir myndu telja nauðsyn eða þörf að bæta þar nokkru við. I þessu fyrra bindi bókarinnar sem ber undirtitilinn Ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940 er ís- lensk húsagerðarsaga í tvær aldir rakin í ágripsformi. Fyrri tíma- rnörk eru miðuð við aldur elstu húsa hérlendis, en þau seinni við hernám Islands 1940 er rof urðu við aldalanga sjónlistahefð danska. Efni bókariunar er að mestu skipt eftir byggingarefni húsanna en ekki rakið í samfelldri tímaröð, en sérhver þáttur lýtur því lögmáli. Bókin er 435 blaðsíð- ur og í henni hátt í 800 ljósmyndir og teikningar. I seinna bindinu verður varðveislusögu þessarar hefðar gerð skil, athugað hversu henni hefur reitt af og hvað sé til úrbóta á því sem aflaga hefur far- ið. _ Útgefandi bókarinnar er Húsa- friðunarnefnd ríkisins og dreif- ingu annast Hið Islenska bók- menntafélag. Tveir eintals- þættir á sænsku TVEIR ungir leikarar, Anders Ohrström frá Svíþjóð og Hans Tórgarð frá Fær- eyjum, flytja tvo eintalsþætti fyr- ir íslenska áheyr- endur. Anders Öhrström flytur eintalsþáttinn „Orðið/Ordet“, sunnudaginn 8. nóvember kl. 20.30 í sal Leiklistarskólans og Hans Tór- garð flytur þáttinn „Lífskraft- ur/Livskraft“ í Norræna húsinu þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Leikið er á sænsku í báðum þáttun- um. Orðið er eintalsþáttur, sem er unn- inn úr smásögu eftir sænska rithöf- undinn Torgny Lindgren, og hefur smásagan komið út í íslenskiá þýð- ingu. Anders Öhrström hefíæ samið einleikinn og flytur hann jafnframt. Mállýskan og söguþráðuiinn endur- spegla sérkenni Norðlendinganna, íbúa N-Svíþjóðar, en form sýningar- innar er á köflum óraunsætt en sjón- rænt, segir í fréttatilkynningu. Orðið fjallai’ um krampakennda sjálfsvam- arhvöt mannsins, ást og þolinmæði. Anders Öhrström er við leiklistamám í Leiklistai'skólanum í Helsinki og lýkur prófi vorið 1999. Hann hefur leikið í mörgum nemendaleiksýning- um, m.a. Þremur systrum eftir Tsjekhov í leik- stjórn Kaisu Kor- honen. Orðið vai' frumflutt í febi-ú- ar 1998 í Leiklist- arskólanum sem sjálfstætt verk- efni. Lífskraftur er byggður á bréf- um sem hollensld listmálarinn Vincent van Gogh skrifaði. Van Gogh er ekki aðeins einn fremsti listmálari sem uppi hefur verið og goðsögn í listasögunni, heldui' er _ hann tákn „hins þjáða listamanns“. I leikþættin- um er reynt að finna hvað liggur á bakvið goðsögnina Vincent van Gogh. Hans Tórgarð er höfundur og flytjandi einleiksins. Lífskraftur vai' frumflutt í janúar 1998 í Helsinki á vegum Leiklistarskólans, sem sjálf- stætt verkefni. Það hefur verið flutt átta sinnum í Helsinki og í Færeyj- um. Hans Tórgarð er á fjórða ári í Leiklistarskólanum í Helsinki og lýkur námi næsta vor. Hans hefur tekið þátt í mörgum leiksýningum í Færeyjum með leiklistarhópnum Grímu. Hann hefur m.a. leikið í Kæru Jelenu sem Ingunn Ásdísar- dóttir leikstýrði í Færeyjum. Aðgangur er kr. 700. Anders Ohrström Hans Tórgarð Svanurinn hlýtur góðar móttökur í Þýskalandi SVANURINN eftir Guðberg Bergsson kom nýlega út í þýskri þýðingu Huberts Seelow hjá Steidl-forlaginu. Bókin hefur fengið góðar móttökur. Ritdómar hafa verið að birtast í dagblöðum og era þeir allir lofsamlegir. í einu stærsta dagblaði Þýskalands, Siidd- eutsche Zeitung, segh' m.a.: „Guð- bergi Bergssyni hefur tekist að skapa stórfenglega bók - Táknleikur höfuðskepnanna þriggja er aldrei ágengur, hann ljær texta Guðbergs lit og söguhetunni, barninu, áþreif- anleika. - Hinn mikli galdur í texta Guðbergs Bergssonar felst í því hvernig honum tekst að tæma heim litlu söguhetjunnar með ákaflega hlutkenndum hætti, kröftugum og oft beinlínis áþreifanlegum." í Die Welt segir í niðurlagi lof- samlegs ritdóms: „Guðbergur Bergsson segir með hljóðlátum og áhrifamiklum hætti frá stúlkubarni sem er að vaxa úr grasi og er í sál- rænni hættu. Vegna þess að hann hættii' á að taka þátt í umskiptunum milli hins raunsæislega og hins fjar- stæðukennda, eins og barnið sjálft, öðlast Svanurinn truflandi áhrifa- mátt sem minnir á æskuverk Car- sons McCullers og Trumans Ca- pote.“ Guðbergur Bergsson Ritdómari Ostthuringer Zeitung vitnar í ummæli Milans Kundera um bókina og segir: „Dögum saman eftir lestur Svansins var ég sem heillaður. í þessari bók munuð þið uppgötva mikinn evrópskan skáldsagnahöf- und, sem tekst með einstakri snilld að fanga í orð líf ungrar telpu. Mér fór eins og Milan Kundera eftir lest- ur hans á skáldsögunni." Þess má geta að önnur bók Guð- bergs Sú kvalda ást sem hugar- fylgsnin geyma er komin út eða væntanleg á mörgum málum. Svanurinn var fyrst gefinn út af bókaútgáfúnni Forlaginu og hiaut íslensku bókmenntaverðlaunin 1992. Frá Guðspeki- félaginu l.ngólfsstræti 22 Áskriftarsími Ganglera er 896-2070 Kynning á stefnu og starfi Guðspeki- félagsins, laugardaginn 7. nóvember kl. 15 í húsi félagsins að Ingólfsstræti 22. Guðspekifélagið er 122 ára félags- skapur, sem helgar sig andlegri iðkun og fræðslu. Félgið byggir á skoðana og trúfrelsi ásamt hugsjóninni um bræðralag alls mannkyns. Jakkapeysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60 sími 551 2854
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.