Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 33
Mike Mower heldur
fyrirlestur og tónleika
ÞVERFLAUTULEIKARINN
Mike Mower og píanóleikarinn
Tim Carey halda fyrirlestur og
tónleika á morgun, laugardag, kl.
14, í Tónastöðinni Skipholti 50d.
Á fyrirlestrinum verður fjallað
um nótnaútgáfu Mikes, Itchy
Fingers Publication, en útgáfan
gefur eingöngu út tónlist Mikes
fyrir þverflautu, saxófón og klar-
inett. Með þessari útgáfu reynir
hann að brúa bilið milli ólíkra
stíltegunda í tónlist, segir í
fréttatilkynningu.
Djassklúbburinn Múlinn
Sunnudagskvöld, kl. 22, leikur
Mike Mower djass í Múlanum,
ásamt Óskari Guðjónssyni saxa-
fónleikara, Eyþóri Gunnarssyni
píanóleikara, Matthíasi M.D.
Hemstock trommuleikara og Jóni
Rafnssyni kontrabassaleikara.
Tónleikar í Norræna húsinu
Tónleikar verða í Norræna hús-
inu mánudagskvöldið 9. nóvember
kl. 20.30. Þar leikur Mike Mower,
ásamt píanóleikaranum Tim Car-
ey, tónlist eftir sjálfan sig, Gers-
hwin, Poulanc ofl. Aðgangur er
ókeypis.
Ennfremur segir í kynningu, að
Mike Mower sé vel þekktur
flautuleikari og leiki auk þess á
saxófón og klarinett. Hann er for-
sprakki djass-saxófónkvartettsins
Itchy Fingers. Kvartettinn komið
fram á stærri djasshátíðum og
tónlistarhúsum í meira en 40 lönd-
um og unnið til fjölda alþjóðlegra
verðlauna og gefíð út fjórar
geislaplötur.
Mike Mower hefur komið fram
og leikið inn á plötur með mörgum
þekktum djass- og rokkhljómlist-
armönnum. Má þar nefna Gil
Evans, Tinu Turner, Floru Purim
& Airto Moreira, Paul Weller,
Ryuchi Sakamoto og Björk Guð-
mundsdóttur.
25 ár síðan Söngskólinn í Reykjavík hóf starfsemi sína
ÞESSIR söngvarar munu syngja við messur borgarbúa á sunnudag.
Morgunblaðið/Kristinn
Asdís Kalm-
an sýnir í
Frakklandi
NU stendur yfir sýning á olíumál-
verkum eftir Ásdísi Kalman í húsa-
kynnum Gelmer-Iceland Seafood,
Boulogne sur Mer í Frakklandi.
Þetta er fyrsta málverkasýningin
sem fyrirtækið heldur, en fyrirhug-
aðar eru fleiri sýningar, þar sem
fyrirtækið hyggst kynna íslenska /
franska listamenn fyrir breiðum
hópi viðskiptavina og starfsfólki
fyrirtækisins, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Ásdís Kalman stundaði listnám
við Myndlistaskólann í Reykjavík
1984-86 og Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1984-88 og hefur sótt
námskeið í Vence í Suður-Frakk-
landi.
Hún hefur haldið einkasýningu í
Ásmundarsal, Bókakaffí og tekið
þátt í samsýningum í Frakklandi og
á Islandi.
Verkin eru flest unnin á síðast-
liðnu ári en nokkur verk eru eldri.
----------------
Minningar-
fyrirlestur
Jdns Sig-
urðssonar
DR. Wendy Childs mun halda
Minningarfyi-irlestur Jóns Sigurðs-
sonar á vegum Sagnfræðistofnunar
Háskóla íslands í Hátíðarsal í Aðal-
byggingu laugardaginn 7. nóvember
kl. 14. Fyiárlestur sinn nefnir hún:
„Unto the costes colde“: English
relations with Iceland in the
fifteenth century."
Dr. Childs er helsti sérfræðingur
Breta um ensk-íslensk samskipti á
15. öld, á „ensku öldinni“ sem pró-
fessor Björn Þorsteinsson nefndi
svo. Hún er doktor frá Cambridge
og „reader" í miðaldafræði við há-
skólann í Leeds. Meðal rita Wendy
Childs eru „Anglo-Castilian Trade
in Later Middle Ages, (Manchester
UP, 1978) og „Commerce and Tra-
de“ í New Cambridge Medieval Hi-
story, VII, c. 1415 - c. 1500 (1998).
Hún hefur birt fjölda greina í tíma-
ritum og bókum.
------♦-♦-♦-----
■ SAFN gyðinga í New York sýn
ir nú verk eftir listamanninn Ben
Shahn, í tilefni þess að 100 ár eru
liðin frá fæðinguhans. Verkin
eru fengin úr einkasöfnum víða
uin heim, m.a. frá Japan og úr
Páfagarði, en 22 ár eru liðin frá
því að verk Shahns voru síð-
ast sýnd. Verkin á sýningunni
eru frá 1936-1965 og er aðalá-
herslan lögð á verk frá eftir
stríðsárunum þar sem hann sæk-
ir yrkisefnið í biblíuna og goð-
og helgisagnir.
I TILEFNI af því að 25 ár eru
liðin siðan Söngskólinn í Reykja-
vík hóf starfsemi sína, munu
nemendur skólans syngja ein-
söng og dúetta á sunnudaginn,
við guðsþjónustur í öllum kirkj-
um Reykjavíkurprófastsdæmis
eystra og vestra í Reykjavík, auk
Fríkirkjunnar.
Sigurlaug Knudsen, sópran,
syngur einsöng við guðsþjónustu
í Arbæjarkirkju. Guðbjörg R.
Tryggvadóttir og Lovísa Sigfús-
dóttir, sópran, syngja einsöng í
Fella- og Hólakirkju. í Grafar-
vogskirkju syngur Margrét
Árnadóttir, sópran, og í Selja-
kirkju Soffía Stefánsdóttir,
mezzósópran. Hjálmar P. Péturs-
Kirkju-
söngur á
afmælis-
ári
son, bassi, syngur við guðsþjón-
ustu sem útvarpað verður frá
Breiðholtskirkju og Sigrún
Pálmadóttir, sópran, syngur ein-
söng í Hallgrímskirkju. I Lang-
holtskirkju syngja þær Guðríður
Þ. Gísladóttir, sópran, og María
Mjöll Jónsdóttir, mezzósópran,
dúetta. Þóra Gylfadóttir, sópran,
syngur í Áskirkju og Jónas Guð-
mundsson, tenór, í Dómkirkj-
unni. Helga Kolbeinsdóttir, sópr-
an, verður einsöngvari í Bústaða-
kirkju og Þóra Björnsdóttir,
sópran, í Neskirkju. Guðbjörg R.
Þórisdóttir, sópran, og Sigurlaug
Jóna Hannesdóttir, mezzósópran,
leiða safnaðarsöng í Laugarnes-
kirkju og syngja jafnframt dúett.
í Háteigskirkju syngur Hrólfur
Sæmundsson, baríton, Elísa Sig-
ríður Vilbergsdóttir, sópran, í
Grensáskirkju og Brynhildur
Björnsdóttir, sópran, í Fríkirkj-
unni.
Námskeið um
trúarlíf í sögu
og samtíð
ENDURMENNTUNARSTOFNU
N Háskóla Islands gengst fyrir nám-
skeiðinu „Leit og svör: Um trúarlíf í
sögu og samtíð“ og hefst það mið-
vikudagskvöldið 11. nóvember og
verður fjögur skipti. Leiðbeinandi
verður dr. theol. Sigurbjörn Einai-s-
son, fyrrverandi biskup Islands.
I fréttatilkynningu segir: „Trú er
gildur og áberandi þáttur í mannlegu
lífi fyrr og síðar. Hvers hafa menn
leitað í bæn sinni og trúarathöfnum
og hvaða svör hafa menn fundið við
þeim spurningum, sem lágu þeim á
hjarta? Hvað má læra nú á tímum af
því, sem menn hafa talið sig reyna á
þessu sviði?“ Um þetta verður fjallað
í þessum fjórum erindum út frá
kristnum heimildum og viðhorfum.
Sköllótta
söngkonan í
uppfærslu
Verzlinga
LISTAFÉLAG Verzlunarskóla ís-
lands frumsýnh' leikritið Sköllótta
söngkonan, (La Cantatrice Chauve),
eftir Eugene Ionesco, í hátíðarsal
skólans, í kvöld kl. 20. Leikritið er i
þýðingu Bjarna Benediktssonar.
Leikstjóri er Guðmundur Ingi
Þoi'valdsson, en hann er nýútskrifað-
ur úr leiklistarskóla Islands, og er
þetta fyrsta verkið sem hann leik-
stýrir. Að öðru leyti sjá nemendur
skólans um uppsetningu verksins,
Leikarar eru úr röðum Verzlinga.
Leikritið er skrifað árið 1950, á
hápunkti „absurdismans". Um er að
ræða kómíska ádeilu á leiðinlegt, til-
breytingalaust heimilislíf þar sem
fólk þekkist varla innan sömu fjöl-
skyldu.
Önnur sýning verður laugardag-
inn 7. nóvember. Sýnt verður
fímmtudaginn 12., fóstudaginn 13. og
laugardaginn 14. nóvember.
-------♦-♦-♦------
Nýjar bækur
• MEÐ framtíðina að vopni -
Saga Iðnn emahreyfingarinnar í
100 ár er eftir Helga Guðmundsson
trésmið og rithöf-
und, en hann var
sjálfur á vett-
vangi um tíma,
varaformaður og
formaður Iðn-
nemasambands-
ins, í Iðnfræðslu-
ráði, síðar í for-
ystusveit bygg-
ingarmanna,
blaðamaður og
ritstjóri. Þjóðvilj-
ans.
Bókin fjallar um samtök iðn-
nema, verkmenntun og skoðana-
skipti. Þetta er m.a. saga margra
kynslóða iðnaðarmanna, sem á
námsárunum hafa reynt að hafa
áhrif á þá sem með völdin fóru á
hverjum tíma, ekki síst á Alþingi,
einnig saga af lífskjörum og fjöl-
þættu félagslegu bardúsi iðnnema,
hvað þeir sögðu, um hvað þeir
skrifuðu og fluttu einlægt sömu
rökin: ef menntun okkar er van-
rækt, mun þjóðinni illa farnast, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Sumarliði Isleifsson, járniðnaðar-
maður og sagnfræðingur, er
myndaritstjóri verksins.
Útgefandi er Mál og mynd. Bók-
in er 316 bls. í stóru broti með um
250 ljósmyndum. Prentun: Prent-
smiðjan Viðey. Bókband: Flatey.
Verð: 6.00 kr
-------♦-♦-♦------
Nýjar bækur
• GESTABOÐ Babettu er eftir
Karen Blixen í þýðingu Ulfs Hjörv-
ar sem einnig ritar eftirmála.
Prófastsdætur
tvær í litlu þorpi í
Noregi ákveða að
halda minningar-
hátíð um föður
sinn. Til veislunn-
ar koma dyggir
fylgismenn pró-
fastsins, þjakaðir
af trúarsetningum
Og lífsleiða. Ba- Karen
bette, frönsk elda- Biixen
buska þeirra systra, annast veisluna
og tekst með töfrum matseldar sinn-
ar að kalla fram mildi og gleði í
þrúguðum sálum veislugesta.
í kynningu segir: „Gestaboð Ba-
bette er eitthvert mesta meistara-
verk Karenar Blixen. Hún lætur
sér ekki eingöngu nægja að segja
góða sögu; hún teflir saman á listi-
legan hátt andstæðum öflum tilver-
unnar, en fellir auk þess inn í frá-
sögnina þungar örlagaspurningar,
sem menn leita sífellt svara við.“
Útgefandi er Bjartur. Bókin er
180 bls., prentuð íprentsmiðjunni
Gutenberg. Kápugerð annaðist Snæ-
bjöm Arngrímsson. Verð 2.980 kr.
Ráðabrugg tvíburanna
KVIKMYMHR
Bfóhöllin, Kringlnbíó
FORELDRAGILDRAN „THE
PARENT TRAP“ ++
Leikstjóri: Nancy Meyer. Aðalhlut-
verk: Dennis Quaid, Natasha Ric-
hardson, Lindsay Lohan. Wait Disn-
ey. 1998.
SVOKALLAÐAR strákamynd-
ir voru mjög í tísku fyrir nokkrum
árum, komu líklega í kjölfar „St-
and By Me“. Þær sögðu frá uppá-
tækjum drengja og fengu stúlkur
litlu ráðið í þeim. Síðan hafa
nokkrar stelpumyndir litið dags-
ins ljós og notið vinsælda eins og
„My Girl“ þar sem hlutverkunum
er snúið við og strákar fá ekki að
koma nærri nema í aukahlutverk-
um.
Rómantíska gamanmyndin For-
eldragildran eða „The Pai'ent
Trap“ er af þeim meiði. Hún er
endurgerð myndai' frá árinu 1961
og segir frá tvíburasystrum sem
skildar voru að í æsku þegar for-
eldi'ar þehra hættu saman en
kynnast aftur fyrir tilviljun þegar
þær eru tólf ára og einsetja sér að
koma foreldrum sínum saman svo
úr verði ein fjölskylda á ný.
Hér er á ferðihni mynd sem ætl-
uð er fyrir alla fjölskylduna og
blandar saman gamni og alvöru í
hæfílegum hlutfóllum. Dennis Qu-
aid og Natasha Richardson em í
hlutverkum foreldranna og Lindsay
Lohan fer með hlutverk beggja tví-
buranna. Myndin er reyndar full-
löng, tveir tímar, sem gerir að verk-
um að teygist óþarflega mikið á fi’á-
sögninni og hún er of létt gaman til
þess að skýra þessa furðulegu ráða-
gerð skynsamra foreldra að taka
einfaldlega til sín hvort sinn tvíbur-
ann eftir eitthvert minniháttar rifr-
ildi. Þá er ákveðin væmni fyrir
hendi en á móti kemur ansi
skemmtileg verðandi sljúpmóðh',
sem er skass mikið.
Helsti kosturinn við myndina er
unga leikkonan Lohan sem er
hnellin í tvíburahlutverkunum,
annars vegar sem amerísk sveita-
stúlka og hins vegar sérlega fáguð
Lundúnamær. Hún fer vel með
hvoru tveggja og tæknilega er ekki
hægt að sjá að um sömu ungu
leikkonuna er að ræða.
Arnaldur Indriðason