Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fræðibækur,
orðsnilld og
gamansögur
frá Hólum
PAÐ kennir ýmissa grasa í bókaút-
gáfu Hóla nú fyrir jólin. Gísli Jónsson
íslenskufræðingur sendii- frá sér bók-
ina Kappar og kvenskörungar - Ævi-
„I stuttum, kjarn-
miklum og afar
hnitmiðuðum
texta dregur Gísli
upp ógleyman-
lega mynd af 49
fommönnum,
konum og körl-
um,“ segir í
kynningu. I eftir-
mála eru tekin
saman víðfræg
vísdómsorð fom-
manna. Fjöldi
teikninga Krist-
ins G. Jóhanns-
sonar prýðir bók-
ina. Einnig verð-
ur sagan um Tit-
anic-slysið, Sú
nótt gleymist
aldrei, eftir Walt-
er Lord, endurút-
gefin í þýðingu
Gísla.
Bók um boxið
eftir Bubba Morthens og Sveiri Agn-
arsson er ein af bókunum sem Hólar
gefa út. I bókinni verður fjallað um
Muhammad Ali, Prinsinn, Mike Ty-
son, Holyfield og Oscar de la Hoya.
Sögð er saga boxins frá upphafi, regl-
ur íþróttarinnai- útskýrðar, fjallað
um fordóma í boxinu og spillingu.
Gunnar Dal hefur valið 200 fleygar
hugsanir og vísdóm Einars Bene-
diktssonar í bókinni Orðsnilld. Fleyg
orð úr ljóðum Einars Benediktsson-
ar.
Bjami Stefán Konráðsson hefur
safnað öðm sinni saman skagfirskum
kveðskap í Skagfirsk skemmtiljóð II.
Bestu barnabrandaramir - brjálað
fjör er þriðja bindi bókaraðar er
börnin taka saman. Hér er raðað
saman gamansögum eins og bömin
vilja hafa þær, segir í kynningu frá
útgefanda.
Hæstvirtur forseti. Gamansögur
af íslenskum alþingismönnum em
eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón
Hjaltason. Hér segir frá ótal alþing-
ismönnum, lífs og liðnum, stráka-
pörum þeirra, mistökum og glæsi-
stundum.
þættir fommanna.
Einar
Benediktsson
Frá Guðspeki-
félaginu
l/igólfsstræti 22
Askriftarsími
Ganglera er
896-2070
Kynning á stefnu
og starfi
Guðspekifélagsins
laugardaginn 7. nóvember
kl. 15.00 í húsi félagsins
í Ingólfsstræti 22.
Guðspekifélagið er 122 ára
félagsskapur, sem helgar sig
andlegri iðkun og fræðslu.
Félgið byggir á skoðana og
trúfrelsi ásamt hugsjóninni um
bræðralag alls mannkyns.
Starfsemi félagsins fer fram
yfir vetrartimann og felst m.a. í
opinberum erindum, opnu
húsi, námskeiðahaldi, námi
og iðkun.
Einnig býður bókaþjónusta
þess mikið úrval sölubóka og
bókasafnið bækur til útláns
fyrir félaga.
(slandsdeild félagsins býður
áhugafólki um andleg mál að
kynnast starfi félagsins, sem
er öllum opið án endurgjalds.
Einkunarorð félagsins eru:
„Engin trúarbrögð eru
sannleikanum æðri“.
Tvær sýn-
ingar í
Galleríi
Listakoti
CHARLOTTA R. Magnúsdóttir
leirlistarkona opnaði sína fyrstu
einkasýningu í Galleríi Listakoti í
gær og nefnir hana „Lítið ævintýri".
Um er að ræða kertastjaka og frjáls
form.
Charlotta útski-ifaðist úr leirlista-
deild MHÍ vorið 1991 og fór sem
gestanemi til Danmerkur í Skolen
For Bmgskunst 1990. Hún hefur
starfað með Galleríi Listakoti frá
stofnun þess 1993 og tekið þátt í öll-
um samsýningum þar.
I fréttatilkynningu segir að verk-
in á sýningunni minni á íbúa kon-
ungshallar í öllum sínum fjölbreyti-
legu hlutverkum.
Á efri hæð gallerísins opnar
Hrönn Vilhelmsdóttir textflsýningu
laugardaginn 7. nóvember kl. 16,
sem hún nefnir Líttu upp vinur! Þar
verða til sýnis textflverk, bæði úti og
inni, þrykkt undir áhrifum frá Hall-
grímskirkju, sem er rétt við vinnu-
stofu Hrannar, í Textflkjallaranum,
segir í fréttatilkynningu. Ennfrem-
ur segir: „Nábýlið við kirkjuna hef-
ur haft þýðingu fýrir listakonuna í
leik og stai-fi. Kirkjan hefur útgeisl-
un. Hvort það er arkitektúrinn,
stofnunin sem slík eða andi Guðs
sem hjálpar Hallgrímskirkju að
senda út áhrifamátt sinn til ná-
grannanna þarf hver og einn að
svara fyrir sig. Mikið atriði er að ná
athyglinni. Þess vegna er hún reist
hátt. Til að fólk líti upp úr sínum
daglegu störfum."
Sýningunum lýkur laugardaginn
28. nóvember og er opin alla daga
frá kl. 12-18 og laugardaga kl.
11-16.
BRÚÐUR Brúðubflsins og fólkið sem ljær þeim líf, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Hörður Svansson, Helga
Steffensen og leikstjórinn Sigrún Edda Björnsdóttir.
Samantekt úr leikþáttum Brúðubílsins
í TILEFNI þess að Leikbrúðuland á 30 ára af-
mæli um þessar mundir, mun Brúðubfllinn sýna
samantekt úr ýmsum leikþáttum sunnudaginn 8.
nóvember kl. 15. Sýnt verður á Fríkirkjuvegi 11
A fjölunum verða margar brúður af ýmsum
stærðum og gerðum. M.a. Lilli, Dúskur, Blúnda,
Kolkrabbinn, Rostungurinn o.fl. Það verður leik-
ið, sungið og sagðar sögur og sýnt hvernig ein-
faldar brúður eru búnar til.
Miðaverð er 600 kr.
Af snyrtingu
heilans
TOM.IST
Tjarnarbíó
ERKITÍÐ ‘98
Þorkell Sigurbjörnsson: Fípur og
Leikar; Finnbogi Pétursson: Óður;
Atli Heimir Sveinsson: The Cage;
Kjartan Ólafsson: Samantekt: Þrír
heimar í einum; Lárus Grímsson:
Vetrarrómantík 2; Magnús Blöndal
Jóhannsson: Samstirni. Flutt af tón-
bandi og myndbandi. Tjamarbíói,
sunnudaginn 1. nóvember kl. 20.30.
ÞRIÐJU og síðustu tónleikar
ErkiTíðar ‘98 fóru fram undir fyrir-
sögninni Multimedia / Tvílist við
öllu dræmari aðsókn en á undan-
gengnum tónleikum tölvu- og raf-
tónlistarhátíðarinnar. Að klappa
fyrir hátölurum höfðar sem von er
alltaf minna til tónleikagesta en
fyrir lifandi flytjendum. Hvort
glansinn af „margmiðluninni", sem
var hálfgert lausnarorð í framsæk-
inni flutningslist fyrir einum til
tveim áratugum, sé þar á ofan tek-
inn að dofna í augum almennings
hér á kröfumeiri „öld augans“, er
ekki gott að segja, en miðað við
hvað á oss stendur mikil orrahríð
ginnandi afþreyingatilboða í dag,
þá er ekki nema von að margir
haldi sér í hæfilegri fjarlægð frá
hlutfallslega meinlátum heimi tví-
listarinnar, sem - miðað við verkin
þrjú á þessum tónleikum - hefur
brugðizt við samkeppni skemmti-
iðnaðar með enn harðari asketisma.
Nema þá ef vera kynni, að fagur-
f Á
BIODROGA
jurtasnyrtivörur
fræðin að baki sé 40 árum á eftir
nútímanum og því í raun gamal-
dags. Alltjent sló það mann hvað
annað verkið á dagskrá, hið 12 mín.
langa Oður Finnboga Péturssonar
fyrir myndband og tónband
(frumfl. í Sjónvarpinu 1/1992), virt-
ist tilheyra heimi sem maður hélt
að væri löngu liðinn, eða frá kring-
um 1960-65. Þar skiptust á í sífellu
allt upp í 6 mismunandi örstutt
myndskeið af skýjum, hraunglóð,
brimi, etc., hvert þeirra með til-
heyrandi ágengum rafskruðning-
um, út frá form-formúlunni 1-2-3-4-
5-6-5-4-3-2-1. Kvað verkið að sögn
tónleikaskrár vera „óður til íslands
og íslenzkrar náttúru.“ Þetta var
að framsetningarmáta ekta „próvó-
list“; að mínu viti eðlisskyldari áð-
urnefndri ögurstund ögrana í lista-
sögu Vesturlanda en nokkru öðru,
nema ef vera skyldi eftirminnilegu
heilaþvottaatriði Harrys Palmer
spæjara í njósnamyndinni The
Ipcress File (1965). Undirritað
fórnardýr umrædds áreitis var ekki
lengi að komast á þá einlægu skoð-
un, að boðskapnum hefði vel mátt
tvímiðla á tveim mínútum í stað
tólf, og þakkaði sínum sæla fyrir að
vera ekki staddur á barmi geðklofa.
En - óhófleg lengdin virkaði, sem
var eflaust tilgangurinn. Verkið sat
eftir í manni, líkt og sársaukafull
líkamshirting úr bemsku.
í samanburði voru hin tvflistar-
verkin tvö mun þægilegri íyrir sjón,
heyrn og geðheilsu. Myndhliðin í
Samantekt Kjartans Ólafssonar var
m.a.s. víða falleg, með mismikið sól-
aríseruðum skotum úr heimilíslífi
höfundar (dagstofumyndir, KÓ við
hljómborðið, tvær smáhnætlur við
ballettæfingar o.fl.), og tónhliðin,
sem skv. tónleikaskrá var að
grunnefniviði unnin úr tónsmíðum
höfundar 1986-94, reyndist hvergi
yfirgengilega skeinuhætt hlust-
himnum. Hafi verkinu, eins og
greint var frá í tónleikaskrá, verið
hafnað af Ríkissjónvarpinu 1997
„sökum framúrstefnu“, mætti vissu-
lega spyrja á hvaða forsendum Óð-
ur Finnboga hafi fengið inni á sama
vettvangi fimm árum fyrr. Um
seinna tvflistaverkið, Samstirni eftir
Magnús Blöndal Jóhannesson, eitt
fyrsta og kunnasta „hreina“ raftón-
verk landsins, fannst ekki aukatekið
orð í tónleikaskrá, en það mun
samið 1961 eða 1962 og víða þekkt
sunnar í álfu undir nafninu Con-
stellation. Myndbandshliðina gerðu
Gunnar Þór Víglundsson, Þórdís
Guðmundsdóttir og Kristján Björn
Þórðarson ekki fyrr en aldarfjórð-
ungi síðar eða 1996, en þrátt fyrir
tímafjarlægðina féll hún ótrúlega
vel að tónefninu; hófst og endaði
eins og lítill ljósdepill á myrku tjaldi
sem iðaði í rið við hin ýmsu sínus-
öldumynztur Magnúsar og tók þar á
milli myndbreytingum er leiddu
hugann að innri geim smásjárver-
aldar, enda þótt titill verksins lyti
að þeim ytri. Þótt tvflistargerðin sé
ekki nema tveggja ára, er hún þeg-
ar orðin sígild, enda að virðist fast-
ur liður á hverri ErkiTíð. Gegnir
furðu hvað verkið heldur enn vel at-
hygli á þessum ofmettuðu afþrey-
ingartímum miðað við knappan,
nærfellt naktan, hljóðheim, sem of-
ursparneytin öldusjáarleg myndút-
færslan fellur að sem flís við rass.
Myndlausu rafverk tónleikanna
voru Fípur (1971) og Leikar (1959)
eftir Þorkel Sigurbjörnsson, The
Cage (1969) eftir Atla Heimi
Sveinsson og nýjasta verkið, Vetr-
arrómantík 2 eftir Lárus Halldór
Grímsson. Gömlu verkin virtust
mjög böm síns tíma og tækni, þar
sem steinaldaramboð á við skæri
voru enn ómissandi við úrvinnslu,
og rifjuðust hér upp ýmis effekta-
hljóð, sem nógu gamlir hlustendur
hefðu auðveldlega getað tengt við
ýmsa fantasíueffekta frá gullaldar-
árum útvarpsleikrita um t.a.m.
fljúgandi furðuhluti. Hljóðumhverf-
ið í verki Atla var hvassara en í
stuttu verkum Þorkels, og fann þar
margur áheyrandi í fyrsta en því
miður ekki síðasta sldpti til í eyrum,
enda magnaraverðir býsna ósparir
á desíbelin.
Eftir á að hyggja virtust fyrst-
nefndu þrjú verkin fremur hugsuð
til að ögra en heilla, ekki sízt „Búr-
ið“ hans Atla Heimis sem að hluta
vísar til framúrstefnutónspekings-
ins John Cage, og að viti undirritaðs
órjúfanlega njörvað við tilurðartím-
ann. Hin dreymandi Vetrarróman-
tík 2 Lárusar bar sem von var
minna svipmót af liðinni tízku. Höf-
undur virtist þar hafa lagt meira af
sjálfum sér í verkið, enda stóð það í
samanburði upp úr sem hlutfalls-
lega sjálfstæðari og ótímabundnari
tónsmíð. Það samsvaraði titli sínum
vel og var ófeimið við að bæta ver-
aldlegum hljóðfærahljóðum, og
jafnvel púlshrynjandi, við hrein-
ræktuðu rafhljóðin. Burtséð frá
styrkleikastillingu á rafverkatón-
leikunum síðustu, sem oft var óþarf-
lega nærri kvalaþröskuldi og bar
vott um sérkennilega þungarokk-
mengað hugarfar, má í heild segja
að þessi ErkiTíð hafi heppnazt vel.
Verkavalið spannaði allmikla breidd
miðað við tiltölulega þröngan
ramma, þó að eiginleg margmiðlun-
arverk væru að vísu furðu fá og
bentu ekki til mikils hérlends áhuga
á greininni nú um stundir. Spurning
er hvort stefna beri að því að taka
með fáein erlend verk, þó ekki væri
nema til viðmiðunar, og ef marka
má algera fjarveru kvenhöfunda,
virðist sízt vanþörf á að hvetja tón-
skáldkonur landsins til dáða í þess-
um sérhæfðu rafgreinum lista-
drottningar.
Ríkarður Ö. Pálsson