Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 35

Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 35 LISTIR Fyrstu tonleikar Hljómsveitar Tdnlistarskdlans í Reykjavík á starfsárinu Nýjar bækur Frum- flytur verk eft- ir Victor Urbancic FYRSTU tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík á þessu skólaári verða lialdnir í sal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 7. nóvember kl. 17. Þrjú verk eru á efnisskrá: Forleikurinn Leonora nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven og Ser- enade fyrir hljómsveit eftir Jo- hannes Brahms. Þriðja verkið er Konsert fyrir hljómsveit op. 11 eftir Victor Urbancic. Verk- ið var skrifað 1938, árið sem hann og fjölskylda hans fluttu til íslands. Þrátt fyrir ítrekaða leit hérlendis og í Austurríki hafa engar upplýsingar fundist um flutning þessa verks og svo virðist sem um frumflutning sé að ræða á tónleikum Hljóm- sveitar Tónlistarskólans í Reykjavík. I haust eru liðin 60 ár frá því Victor Urbancic hóf kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík og er vel við hæfi að núverandi nemendur skólans miðli þessu verki til áheyrenda í fyrsta sinn. Sijórnandi Hljómsveitar Tón- Morgunblaðið/Þorkell HLJÓMSVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík æfir dagskrá sem flutt verður á laugardag. listarskólans í Reykjavík er Kjartan Óskarsson. Dr. Victor Urbancic Dr. Victor Urbancic fæddist í Vínarborg 9. ágúst 1903. Árið 1938 fluttist hann til ís- lands ásamt Ijölskyldu sinni og tók virkan þátt í að móta og auðga íslenskt tónhst- arlíf, bæði sem kenn- ari og listamaður. Auk kennslu í píanó- leik, hljómfræði, tón- listarsögu og hljóð- DR. Victor Urbancic færaleik við Tónlist- arskólann í Reykjavík tók hann við sljórn Hljómsveitar Reykja- víkur, sem var undan- fari Sinfómuhljóm- sveitar Islands, af dr. Franz Mixa, en þeir höfðu verið skólafé- lagar við Tónlist- arakademíuna í Vín- arborg. Ennfremur sljórnaði hann áskriftartónleikum Tónlistarfélagsins um tólf ára skeið og stofnaði Tónlistarfé- lagskórinn, sem síðar varð Þjóðleikhúskórinn. Hann lék með fjölmörgum innlendum og erlendum listamönnum sem hér komu fram á tónleikum og var orgamsti og kórstjóri við Krists- kirlgu í Landakoti frá 1938 til dauðadags. Hér á landi samdi Victor Ur- bancic m.a. Konsert fyrir þijá sax- ófóna og strengjasveit, Messu Krists konungs fyrir þriggja radda kór og Gamanforleik sem hann til- einkaði Sinfóm'uhjómsveit Islands, en með henni hafði hann starfað frá stofnun hennar 1950. Einnig samdi hann tónlist við leikrit. Victor Urbancic lést í Reykja- vík 4. apríl árið 1958. Hallberg Hallmundarson • ÞAÐ sem eftir er - Valin Ijóð er ljóðabók eftir Mark Strand, fyrrver- andi lárviðarskáld í Bandaríkjunum í íslenskri gerð Hallbergs Hall- mundarsonar, sem ritar jafn- framt ítarlegan inngang um höf- undinn. í bókinni eru 40 Ijóða Strands. Þetta er fjórða bindið í flokki eftir bandarísk skáld, sem Hallberg hefur þýtt. í kynningu seg- ir: „Mark Strand er eitt af áhrifa- mestu núlifandi ljóðskáldum Banda- ríkjanna, og að áliti eins vel metins gagnrýnanda vestra, er hann meira stældur en flest önnur þar í landi. Hann hefur hlotið ótal viðurkenning- ar, bæði í formi verðlauna og styrkja, og hefui- kennt við helstu menntastofnanir landsins, s.s. Col- umbia, Haivard, Princeton og Yale. Skáldskapur Mark Strands ein- kennist af tíðum þversögnum, klofn- ingi sjálfsins, og útþuirkun þeirra marka sem skilja milli draums og veruleika. Sú tilfinning sem efth' sit- ur er oft uggvekjandi en jafnframt endurnærandi á sinn hátt. Ljóðin verða að stuttum dæmisögum, sem eru skýrar í sjálfum sér en algerlega óskýranlegar venjulegri skynsemi. Þau eru rökræn innan sinna eigin marka, jafnvel þótt þau hvíli oft á al- gerlega órökréttum grunni. Þetta er áleitinn skáldskapur sem vekur til íhygli.“ Utgefandi er Brú. Bókin er 78 bls., og er framleidd í Stensli hf., en Ormstunga, Austurströnd 3, Sel- tjarnarnesi, annast dreifingu. Bókin verður til sölu í helstu bókaverslun- um Reykjavikur og öðrum kaupstöð- um. Verð: 1.490 kr. Samviskan er ekkert grín KVIKMYIVPIR Itfóhöllin, Kringlu- bíó, Stjörnubíó „SNAKE EYES“ Leikstjóri Brian De Palma. Handritshöfundar Brian De Pahna og David Koepp. Tónskáld Ryuichi Sakamoto. Kvikmynda- tökustjóri Stephen H. Burum. Að- alleikendur Nicolas Cage, Gary Sinise, John Heard, Carla Gugino, Stan Shaw, Kevin Dunn. 99 mín. Bandarísk. 1998. LEIKSTJÓRANUM Brian De Palma eru mislagðar hendur. A góðum degi skemmtir hann okk- ur með fínustu afþreyingarmynd- um á borð við Mission Impossible (‘96) og The Untouchables (‘87), þess á milli gerir hann slítandi leiðindi Bonfires of the Vanities (‘90), Raising Caine (‘92). Ein- hversstaðar þarna á milli lullar nýja spennumyndin hans, Snake Eyes. Hún gerist nánast að öllu leyti innan veggja risavaxinnar byggingar í Atlantic City, sem hýsir lúxushótel, spilavíti og sal- arkynni þar sem fram er að fara hnefaleikakeppni. Æðsti maður öryggismála varnarmálaráðu- neytisins, Kevin Dunne (Gary Sinise), býður æskuvini sínum, Rick Santoro (Nicolas Cage), sæti á fremsta bekk, en Dunne er á staðnum til að gæta varnar- málaráðherrans, sem er gestur keppninnar. Allt fer úrskeiðis, menn eru drepnir á báða bóga. Hinn spillti Santoro verður þungamiðja atburðarásarinnar og verður að standa frammi fyrir valkostum sem hafa löngum vaf- ist fyrir honum; á hann að breyta rétt eða rangt? Ekki vantar að De Palma gerir margt virkilega fagmannlega þótt myndin í heild valdi vonbrigðum. Notar t.d. innilokunarkenndina með góðum árangri; eftir að morð er framið lætur Santoro loka öll- um útgönguleiðum til að hafa uppá tilræðismönnunum, allir sitja í súpunni. Upphafið er firna gott, þegar verið er að kynna til sögunnar lögguna Santoro, hálan sem ál, hvergi smeykan við að næla sér í launauppbót þar sem hún býðst. Cage er fæddur í hlut- verkið, hér nýtist honum útí ystu æsar þessi innbyggða, allt að því stjómlausa orka, hann fer sann- kölluðum hamfórum, gerir lögg- una að viðsjárverðum, óútreikn- anlegum náunga sem leynir á sér innvið beinið. Sinise fer vel með sitt, sömuleiðis Carla Gugino og Kevin Dunn, sem jafnan er traustur. Þetta dugar ekki til. Eftir for- láta byrjun sem lofar góðu og fyllir mann eftirvæntingu, fara handritshöfundarnir De Palma og David Koepp að slaka á klónni. Snake Eyes verður smám saman ótrúlega klisjukennd og fyrirsjáanleg, þannig að uppúr miðri mynd liggur framhaldið Ijóst fyrir. Furðulegt frá jafnsjó- uðum mönnum og þeim félögum, sem m.a. unnu saman að Mission Impossible með fyrsta flokks ár- angri. Slök samtöl og atburðarás sem liggm' ljós fyrir lungann úr myndinni bera ofurliði fína spretti í Íeikstjórninni og nokkrar frumlegar og úthugsaðar senur sem gefa áhorfandanum nasasjón af því hverju hann er hugsanlega að missa af. Sæbjörn Valdimarsson Maður í mislitum sokkum UPPSELT Á ALLAR SÝNINGAR í NÓVEMBER Sala hafin á desembersýninsar: 3. - 4. - 5. - 10. - 11. - 12. DESEMBER €§P ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.