Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 35 LISTIR Fyrstu tonleikar Hljómsveitar Tdnlistarskdlans í Reykjavík á starfsárinu Nýjar bækur Frum- flytur verk eft- ir Victor Urbancic FYRSTU tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík á þessu skólaári verða lialdnir í sal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 7. nóvember kl. 17. Þrjú verk eru á efnisskrá: Forleikurinn Leonora nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven og Ser- enade fyrir hljómsveit eftir Jo- hannes Brahms. Þriðja verkið er Konsert fyrir hljómsveit op. 11 eftir Victor Urbancic. Verk- ið var skrifað 1938, árið sem hann og fjölskylda hans fluttu til íslands. Þrátt fyrir ítrekaða leit hérlendis og í Austurríki hafa engar upplýsingar fundist um flutning þessa verks og svo virðist sem um frumflutning sé að ræða á tónleikum Hljóm- sveitar Tónlistarskólans í Reykjavík. I haust eru liðin 60 ár frá því Victor Urbancic hóf kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík og er vel við hæfi að núverandi nemendur skólans miðli þessu verki til áheyrenda í fyrsta sinn. Sijórnandi Hljómsveitar Tón- Morgunblaðið/Þorkell HLJÓMSVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík æfir dagskrá sem flutt verður á laugardag. listarskólans í Reykjavík er Kjartan Óskarsson. Dr. Victor Urbancic Dr. Victor Urbancic fæddist í Vínarborg 9. ágúst 1903. Árið 1938 fluttist hann til ís- lands ásamt Ijölskyldu sinni og tók virkan þátt í að móta og auðga íslenskt tónhst- arlíf, bæði sem kenn- ari og listamaður. Auk kennslu í píanó- leik, hljómfræði, tón- listarsögu og hljóð- DR. Victor Urbancic færaleik við Tónlist- arskólann í Reykjavík tók hann við sljórn Hljómsveitar Reykja- víkur, sem var undan- fari Sinfómuhljóm- sveitar Islands, af dr. Franz Mixa, en þeir höfðu verið skólafé- lagar við Tónlist- arakademíuna í Vín- arborg. Ennfremur sljórnaði hann áskriftartónleikum Tónlistarfélagsins um tólf ára skeið og stofnaði Tónlistarfé- lagskórinn, sem síðar varð Þjóðleikhúskórinn. Hann lék með fjölmörgum innlendum og erlendum listamönnum sem hér komu fram á tónleikum og var orgamsti og kórstjóri við Krists- kirlgu í Landakoti frá 1938 til dauðadags. Hér á landi samdi Victor Ur- bancic m.a. Konsert fyrir þijá sax- ófóna og strengjasveit, Messu Krists konungs fyrir þriggja radda kór og Gamanforleik sem hann til- einkaði Sinfóm'uhjómsveit Islands, en með henni hafði hann starfað frá stofnun hennar 1950. Einnig samdi hann tónlist við leikrit. Victor Urbancic lést í Reykja- vík 4. apríl árið 1958. Hallberg Hallmundarson • ÞAÐ sem eftir er - Valin Ijóð er ljóðabók eftir Mark Strand, fyrrver- andi lárviðarskáld í Bandaríkjunum í íslenskri gerð Hallbergs Hall- mundarsonar, sem ritar jafn- framt ítarlegan inngang um höf- undinn. í bókinni eru 40 Ijóða Strands. Þetta er fjórða bindið í flokki eftir bandarísk skáld, sem Hallberg hefur þýtt. í kynningu seg- ir: „Mark Strand er eitt af áhrifa- mestu núlifandi ljóðskáldum Banda- ríkjanna, og að áliti eins vel metins gagnrýnanda vestra, er hann meira stældur en flest önnur þar í landi. Hann hefur hlotið ótal viðurkenning- ar, bæði í formi verðlauna og styrkja, og hefui- kennt við helstu menntastofnanir landsins, s.s. Col- umbia, Haivard, Princeton og Yale. Skáldskapur Mark Strands ein- kennist af tíðum þversögnum, klofn- ingi sjálfsins, og útþuirkun þeirra marka sem skilja milli draums og veruleika. Sú tilfinning sem efth' sit- ur er oft uggvekjandi en jafnframt endurnærandi á sinn hátt. Ljóðin verða að stuttum dæmisögum, sem eru skýrar í sjálfum sér en algerlega óskýranlegar venjulegri skynsemi. Þau eru rökræn innan sinna eigin marka, jafnvel þótt þau hvíli oft á al- gerlega órökréttum grunni. Þetta er áleitinn skáldskapur sem vekur til íhygli.“ Utgefandi er Brú. Bókin er 78 bls., og er framleidd í Stensli hf., en Ormstunga, Austurströnd 3, Sel- tjarnarnesi, annast dreifingu. Bókin verður til sölu í helstu bókaverslun- um Reykjavikur og öðrum kaupstöð- um. Verð: 1.490 kr. Samviskan er ekkert grín KVIKMYIVPIR Itfóhöllin, Kringlu- bíó, Stjörnubíó „SNAKE EYES“ Leikstjóri Brian De Palma. Handritshöfundar Brian De Pahna og David Koepp. Tónskáld Ryuichi Sakamoto. Kvikmynda- tökustjóri Stephen H. Burum. Að- alleikendur Nicolas Cage, Gary Sinise, John Heard, Carla Gugino, Stan Shaw, Kevin Dunn. 99 mín. Bandarísk. 1998. LEIKSTJÓRANUM Brian De Palma eru mislagðar hendur. A góðum degi skemmtir hann okk- ur með fínustu afþreyingarmynd- um á borð við Mission Impossible (‘96) og The Untouchables (‘87), þess á milli gerir hann slítandi leiðindi Bonfires of the Vanities (‘90), Raising Caine (‘92). Ein- hversstaðar þarna á milli lullar nýja spennumyndin hans, Snake Eyes. Hún gerist nánast að öllu leyti innan veggja risavaxinnar byggingar í Atlantic City, sem hýsir lúxushótel, spilavíti og sal- arkynni þar sem fram er að fara hnefaleikakeppni. Æðsti maður öryggismála varnarmálaráðu- neytisins, Kevin Dunne (Gary Sinise), býður æskuvini sínum, Rick Santoro (Nicolas Cage), sæti á fremsta bekk, en Dunne er á staðnum til að gæta varnar- málaráðherrans, sem er gestur keppninnar. Allt fer úrskeiðis, menn eru drepnir á báða bóga. Hinn spillti Santoro verður þungamiðja atburðarásarinnar og verður að standa frammi fyrir valkostum sem hafa löngum vaf- ist fyrir honum; á hann að breyta rétt eða rangt? Ekki vantar að De Palma gerir margt virkilega fagmannlega þótt myndin í heild valdi vonbrigðum. Notar t.d. innilokunarkenndina með góðum árangri; eftir að morð er framið lætur Santoro loka öll- um útgönguleiðum til að hafa uppá tilræðismönnunum, allir sitja í súpunni. Upphafið er firna gott, þegar verið er að kynna til sögunnar lögguna Santoro, hálan sem ál, hvergi smeykan við að næla sér í launauppbót þar sem hún býðst. Cage er fæddur í hlut- verkið, hér nýtist honum útí ystu æsar þessi innbyggða, allt að því stjómlausa orka, hann fer sann- kölluðum hamfórum, gerir lögg- una að viðsjárverðum, óútreikn- anlegum náunga sem leynir á sér innvið beinið. Sinise fer vel með sitt, sömuleiðis Carla Gugino og Kevin Dunn, sem jafnan er traustur. Þetta dugar ekki til. Eftir for- láta byrjun sem lofar góðu og fyllir mann eftirvæntingu, fara handritshöfundarnir De Palma og David Koepp að slaka á klónni. Snake Eyes verður smám saman ótrúlega klisjukennd og fyrirsjáanleg, þannig að uppúr miðri mynd liggur framhaldið Ijóst fyrir. Furðulegt frá jafnsjó- uðum mönnum og þeim félögum, sem m.a. unnu saman að Mission Impossible með fyrsta flokks ár- angri. Slök samtöl og atburðarás sem liggm' ljós fyrir lungann úr myndinni bera ofurliði fína spretti í Íeikstjórninni og nokkrar frumlegar og úthugsaðar senur sem gefa áhorfandanum nasasjón af því hverju hann er hugsanlega að missa af. Sæbjörn Valdimarsson Maður í mislitum sokkum UPPSELT Á ALLAR SÝNINGAR í NÓVEMBER Sala hafin á desembersýninsar: 3. - 4. - 5. - 10. - 11. - 12. DESEMBER €§P ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.