Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 37 KÍNVERSKA listakonan Zhang Hong við eitt verka sinna. A mörkum austurs og vesturs KÍNVERSKA listakonan Zhang Hong opnar málverkasýningu í baksal Gallerís Foldar við Rauð- arárstíg, laugardaginn 7. nóvem- ber kl. 15. Zhang Hong er, þrátt fyrir ungan aldur, f. 1957, ein af þekktari starfandi myndlistar- konum í Kína. Zhang Hong er mjög vel menntuð í list sinni, seg- ir í fréttatilkynningu. Hún stund- aði nám í textílhönnun, en síðan í olíumálun, grafík og tréskurði við The Central Institute of Fine Arts í Peking. Fyrstu einkasýn- ingu sína hélt hún 1990 og síðan hafa verk hennar margoft verið valin til sýninga, bæði í Kína og öðrum löndum. Zhang Hong málar náttúrulífs- myndir og kyrralíf. Hún sækir hugmyndir sínar víða og hefur í því skyni ferðast mikið um Kína. Til Islands kom hún snemma vetrar 1997 og heillaðist strax af sérstakri náttúru landsins, við- kvæmum gróðri, fossum og heit- um hverum. Hún hefur fært upp- lifun sína af landinu yfir á striga. Á sýningunni eru landslagsmynd- ir frá heimalandi hennar, Kína, og frá íslandi, sem og dýra- og kyrralífsmyndir. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-17. Sýningunni lýkur sunnudaginn 22. nóvember. íslenskt landslag, álfar og tröll MYNDLISTARKONAN Elisabet Stacy-Hurley opnar í dag sýn- ingu á olíumálverkum, vatnslita- myndum og höggmyndum úr steini og tré í Washington County Museum of Fine Arts. Myndefnið sækir hún meðal ann- ars í íslenskt landslag og álfar og tröll skjóta einnig upp kollinum. Elisabet er fædd í Reykjavík en flutti ásamt foreldrum sinum vestur um haf tveggja ára að aldri. Hún stundaði nám við Col- umbus College of Art and Design í Ohio og starfaði að því loknu m.a. við myndskreytingar og ljós- myndun. Islandsferð hennar árið 1982 kveikti fyrir alvöru áhuga hennar á því að leggja málverkið og skúlptúrinn fyrir sig. Hér heimsótti hún íjölda safna, m.a. safn Ásmundar Sveinssonar, sem var fjarskyldur ættingi hennar, og hafði mikil áhrif á feril henn- ar. Siðan hefur hún sótt fjölda námskeiða, notið leiðsagnar margra þekktra listamanna og haldið allmargar sýningar. Árið 1996 lagði hún aftur upp í leið- angur til íslands og sneri aftur með níu olíumálverk og fjölda ljósmynda. íslenskt landslag, álf- ar og tröll eru nú áberandi í verkum listakonunnar. Sýningin stendur til 10. janúar. Ljósmynd/Dale ELISABET Stacy-Hurley við skúlptúr sinn „Captured“. Fjölskylduspil* púsluspii • Þroskaspii Máiað eftir númerum Kringlan hefur verið sameinuö undir einu þaki og þú getur komist ó milli suður- og norðurólmu ón þess a& fara út. Um 140 fyrirtæki í verslun, þjónustu og afþreyingu eru i Kringlunni og starfsfólk þeirra bíóur eftir aó veita þér notalega þjónustu undir sama þaki, alltaf í góóu veóri. SUÐURÁLMA UNDIR SAMA ÞAKI ||pnHWS.8l8'i4-ii rv« ct at ? ' Afgreiðslutími: Mán. - fim. frá 10.00 til 18.30 Fös. frá 10.00 til 19.00 Lau. frá 10.00 til 18.00 KRINGMN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.