Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 37

Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 37 KÍNVERSKA listakonan Zhang Hong við eitt verka sinna. A mörkum austurs og vesturs KÍNVERSKA listakonan Zhang Hong opnar málverkasýningu í baksal Gallerís Foldar við Rauð- arárstíg, laugardaginn 7. nóvem- ber kl. 15. Zhang Hong er, þrátt fyrir ungan aldur, f. 1957, ein af þekktari starfandi myndlistar- konum í Kína. Zhang Hong er mjög vel menntuð í list sinni, seg- ir í fréttatilkynningu. Hún stund- aði nám í textílhönnun, en síðan í olíumálun, grafík og tréskurði við The Central Institute of Fine Arts í Peking. Fyrstu einkasýn- ingu sína hélt hún 1990 og síðan hafa verk hennar margoft verið valin til sýninga, bæði í Kína og öðrum löndum. Zhang Hong málar náttúrulífs- myndir og kyrralíf. Hún sækir hugmyndir sínar víða og hefur í því skyni ferðast mikið um Kína. Til Islands kom hún snemma vetrar 1997 og heillaðist strax af sérstakri náttúru landsins, við- kvæmum gróðri, fossum og heit- um hverum. Hún hefur fært upp- lifun sína af landinu yfir á striga. Á sýningunni eru landslagsmynd- ir frá heimalandi hennar, Kína, og frá íslandi, sem og dýra- og kyrralífsmyndir. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-17. Sýningunni lýkur sunnudaginn 22. nóvember. íslenskt landslag, álfar og tröll MYNDLISTARKONAN Elisabet Stacy-Hurley opnar í dag sýn- ingu á olíumálverkum, vatnslita- myndum og höggmyndum úr steini og tré í Washington County Museum of Fine Arts. Myndefnið sækir hún meðal ann- ars í íslenskt landslag og álfar og tröll skjóta einnig upp kollinum. Elisabet er fædd í Reykjavík en flutti ásamt foreldrum sinum vestur um haf tveggja ára að aldri. Hún stundaði nám við Col- umbus College of Art and Design í Ohio og starfaði að því loknu m.a. við myndskreytingar og ljós- myndun. Islandsferð hennar árið 1982 kveikti fyrir alvöru áhuga hennar á því að leggja málverkið og skúlptúrinn fyrir sig. Hér heimsótti hún íjölda safna, m.a. safn Ásmundar Sveinssonar, sem var fjarskyldur ættingi hennar, og hafði mikil áhrif á feril henn- ar. Siðan hefur hún sótt fjölda námskeiða, notið leiðsagnar margra þekktra listamanna og haldið allmargar sýningar. Árið 1996 lagði hún aftur upp í leið- angur til íslands og sneri aftur með níu olíumálverk og fjölda ljósmynda. íslenskt landslag, álf- ar og tröll eru nú áberandi í verkum listakonunnar. Sýningin stendur til 10. janúar. Ljósmynd/Dale ELISABET Stacy-Hurley við skúlptúr sinn „Captured“. Fjölskylduspil* púsluspii • Þroskaspii Máiað eftir númerum Kringlan hefur verið sameinuö undir einu þaki og þú getur komist ó milli suður- og norðurólmu ón þess a& fara út. Um 140 fyrirtæki í verslun, þjónustu og afþreyingu eru i Kringlunni og starfsfólk þeirra bíóur eftir aó veita þér notalega þjónustu undir sama þaki, alltaf í góóu veóri. SUÐURÁLMA UNDIR SAMA ÞAKI ||pnHWS.8l8'i4-ii rv« ct at ? ' Afgreiðslutími: Mán. - fim. frá 10.00 til 18.30 Fös. frá 10.00 til 19.00 Lau. frá 10.00 til 18.00 KRINGMN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.