Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hulda Dóra
Jakobsdóttir var
fædd í Reykjavík 21.
október 1911. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 31.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðrún
Sesselja Armanns-
dóttir, húsmóðir í
Reykjavík, og Jakob
Guðjón Bjarnason,
vélstjóri. Þau eign-
uðust fimm börn;
Huldu, Gunnar, f. 15.
janúar 1913, d. 9.
aprfl 1928, Ármann, f. 2. ágúst
1914, lögfræðing, Halldór
Bjarna, f. 1. janúar 1917, fram-
kvæmdastjóra.
Hulda gekk í Miðbæjarskólann
í Reykjavík. Hún lauk gagn-
fræðaprófi 1928 og stúdentsprófi
1931 frá Menntaskólanum í
Reykjavik og cand. phil.-prófi frá
Háskóla íslands 1932. Hún starf-
aði sem gjaldkeri og erlendur
bréfritari hjá Efnagerð Reykja-
víkur frá 1932 til 1940.
Hulda giftist 16. aprfl 1938,
Finnboga Rúti Valdemarssyni, f.
24. september 1906 að Fremri-
Fyrir tveimur dögum báru bama-
börn Huldu Jakobsdóttur kistu
hennar út úr borðstofunni á Mar-
bakka eftir húskveðju, sem þar fór
fram. Það var við hæfi, að kveðju-
stund hennar og nánustu fjölskyldu
hennar færi fram þar sem hún ung
að árum hóf búskap ásamt eigin-
manni sínum og ól upp börn þeirra.
Eftir því, sem börnunum fjölgaði
var bætt við húsakynnin. Um alda-
mótin verða liðin sextíu ár frá því að
Hulda og Finnbogi Rútur Valde-
marsson fluttust búferlum að Mar-
bakka, sem stendur á sjávarkambi
við Fossvog.
Upp frá því var Marbakki mið-
punkturinn í lífi þeirra. En ekki ein-
ungis í lífi þeirra Rúts heldur líka
barna þeirra, sem festu þar rætur,
og síðar barnabarna og tengda-
barna. Og ég fæ ekki betur séð en
það sé einnig að gerast með barna-
barnaböm þeirra. Þegar Hulda
Jakobsdóttir yfirgaf Marbakka í
síðasta sinn skildi hún eftir sig
mikla sögu - og stormasama í
margvíslegum skilningi.
Hlutur þein-a Marbakkahjóna i
uppbyggingu Kópavogs er mikill en
verður ekki rakinn hér. Það er nán-
ast ómögulegt að segja til um hver
hlutur þeirra hvors um sig var.
Mörgum árum seinna, þegar Hulda
fór í framboð til bæjarstjórnar
Kópavogs, þar sem hún sat, eitt
kjörtímabil, reyndi ég að komast að
því í samtölum við þau hvernig
verkaskiptingin hefði verið og væri
þeirra í milli. Mér þótti það forvitni-
legt. Handbragðið var einstakt. En
um það sögðu þau ekki orð.
Þegar Hulda Jakobsdóttir var
kjörin bæjarstjóri í Kópavogi 1957
og tók við því starfi af eiginmanni
sínum varð hún fyrst íslenzkra
kvenna til þess að gegna slíku emb-
ætti. Hún var einn af brautryðjend-
unum í baráttu kvenna fyrir aukn-
um áhrifum í stjórnmálum. Og hélt
fram hlut kvenna. Sem formaður
byggingarnefndar Kópavogskirkju
fékk hún Gerði Helgadóttur til þess
að gera steinda glugga í kirkjuna.
Sem bæjarstjóri fékk hún Högnu
Sigurðardóttur, arkitekt, til þess að
teikna sundlaugina í Kópavogi, sem
stendur á Rútstúni og vekur athygli
fyrir glæsilegan arkitektúr.
I stai-fi bæjarstjóra var hún dug-
mikil framkvæmdakona, sem gust-
aði af en aldrei var orð á því haft
hve mikið hún lagði á sig til þess að
gera þeim, sem minna máttu sín líf-
ið bærilegra. Sjálfur fylgdist ég
með umhyggju hennar alla tíð fyrir
afskiptum einsetumanni í vesturbæ
Kópavogs. Fyrir nokkrum mánuð-
um heyrði ein dætra hennar í fyrsta
sinn frásögn æskuvinkonu sinnar af
Arnardal við Skutuls-
Qörð, d. 19. mars 1989,
alþingismanni og
bankastjóra. Foreldr-
ar hans voru Valde-
mar Jónsson og Elín
Hannibalsdóttir.
Hulda og Finnbogi
Rútur eignuðust fimm
börn. Þau eru: Elín, f.
12. janúar 1937, gift
Sveini Hauk Valdi-
marssyni, Gunnar, f.
15. júní 1938, d. 22.
febrúar 1993, Guðrún,
f. 21. september 1940,
Sigrún, f. 22. apríl
1943, gift Styrmi Gunnarssyni,
Hulda, f. 13. mars 1948, gift Smára
Sigurðssyni. Finnbogi Rútur átti
eina dóttur fyrir hjónaband, Auði,
f. 12. mars 1928.
Hulda og Finnbogi Rútur hófu
búskap í Reykjavík en fluttu að
Marbakka í Kópavogi 10. maí 1940.
Hulda var einn af stofnendum
Framfarafélagsins Kópavogs árið
1945 og var upp frá því tengd sögu
og uppbyggingu Kópavogs. Hún
tók við starfi bæjarstjóra 1957.
Hún var fyrsta konan á Islandi sem
kjörinn var í stöðu bæjarstjóra.
Hún gegndi því starfi til ársins
því hvernig móðir hennar hafði haft
úrslitaáhrif á velferð og farsæld
fjölskyldu hennar. Hlýhugur gam-
alla Kópavogsbúa í hennar garð fór
ekki fram hjá mér, eftir að leiðir
mínar lágu í það bæjarfélag.
Þetta var sú Hulda Jakobsdóttir,
sem annað fólk sá. Mestu afrekin í
lífi hennar voru hins vegar unnin
annars staðar.
Líf hennar var ekki dans á rós-
um. Hún var ung, glæsileg, vel gefin
og falleg, þegar hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík vorið 1931. Hún var framsækin
og sjálfstæð kona, og hugði á há-
skólanám, sem ekki var algengt hjá
konum á þeim tíma. Eftir árs nám í
Háskóla Islands varð hún að hætta
og fara að vinna. Vorið 1933 fórst
togarinn Skúli fógeti skammt fyrir
utan Grindavík. Meðal þeirra, sem
fórust voru Jakob faðir hennar og
Gunnar bróðir hennar. Hulda hlaut
að taka þátt í að vinna fyrir fjöl-
skyldunni.
Finnbogi Rútur er sagður hafa
verið með glæsilegri ungum mönn-
um í Reykjavík á sinni tíð, fluggáf-
aður, hafði sótt háskóla í nokkrum
helztu borgum Evrópu, og átti
skemmtilega vini í hópi stjórnmála-
manna, skálda og listamanna. En
breyzkleiki hans fór ekki fram hjá
neinum. Ég held, að ást Huldu á
Finnboga Rút hafi verið jafn sterk,
þegar hann dó og hún var þegar
þau felldu hugi saman. Hún var
kjölfestan í lífi hans. Það var hennar
verk ekki sízt, að hæfileikar hans
fengu notið sín. Hún var sá bak-
hjarl, sem aldrei brást og tók því,
sem að höndum bar með aðdáunar-
verðri þrautseigju. Án hennar hefði
saga ritstjórans, bæjarstjórans,
bankastjórans og alþingismannsins
orðið önnur.
Lífið á Marbakka var fjölskrúð-
ugt á þessum árum. Börn þeirra
voru orðin fimm, fjórar dætur og
einn sonur. Búskaparannir voru
töluverðar, opinber umsvif þeirra
hjóna mikil og þangað lögðu leið
sína ýmsir mestu andans menn
samtímans. En þeir fóru ekki alltaf
með friði. Sum stórmenni íslenzkra
bókmennta skipuðu ekki endilega
sama sess í huga barnanna á Mar-
bakka og hjá almenningi, sem
hreifst af verkum þeirra.
Þetta voru ekki áfallalaus ár, en
Hulda stóð þau áföll af sér, enda
einhver mesti klettur, sem ég hef
kynnzt um dagana. Þegar mestu
átökin voru að baki, bæði á vett-
vangi stjórnmálanna og í einkalífi
og börnin að komast á legg varð
Hulda og fjölskylda hennar fyrir al-
varlegu áfalli, þegar einkasonur
þeirra Rúts varð sjúkur á geði.
1962. Hún var kjörinn bæjarfull-
trúi Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna 1970 og sat í bæj-
arstjórn sem kjörinn fulltrúi í eitt
kjörtímabil. Hún var formaður
skólanefndar Kópavogshrepps
frá 1945-1956 og Fræðsluráðs
Kópavogskaupstaðar frá 1956-
1962. Hún var stofnandi og for-
maður Kvenfélags Kópavogs frá
1952-1954. Hún var fyrsti for-
maður sóknarnefndar Kópa-
vogsprestakalls og átti sæti í
byggingarnefnd Kópavogskirkju.
Hún fékk Gerði Helgadóttur til
að teikna steinda glugga í Kópa-
vogskirkju og stóð fyrir söfnun
meðal Kópavogsbúa til að fjár-
magna gerð þeirra. Hún stóð fyr-
ir byggingu sundlaugar á Rúts-
túni, sem teiknuð var af Högnu
Sigurðardóttur. Þau hjónin
Hulda og Finnbogi Rútur höfðu
áður gefið Kópavogskaupstað
túnið til að þar yrði skemmti-
garður. Huldu var sýndur margs
konar heiður fyrir störf að fé-
lags- og framfaramálum í Kópa-
vogi. Þau hjónin voru kjörnir
fyrstu heiðursborgarar Kópa-
vogs 8. október 1976. Hún var
heiðursfélagi í Kvenfélagi Kópa-
vogs. Hún var sæmd riddara-
krossi Hinnar íslensku fálkaorðu
1994. Hulda bjó að Marbakka til
dauðadags.
Utför Huldu Jakobsdóttur fer
fram frá Kópavogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Hann var gáfaður ungur maður,
ljúfur í skapi og ótrúlega fróður um
flesta hluti, enda vel lesinn og dó
langt fyrir aldur fram.
Ég held, að enginn nema sá, sem
reynt hefur, geti sett sig í spor for-
eldra, sem standa andspænis alvar-
lega sjúku barni sinu og skiptir þá
ekki máli hver sjúkdómurinn er. A
þessum áram voru ekki til þau lyf,
sem nú halda geðsjúkdómum í
skefjum. Þau reyndu allt, sem hægt
var til að hjálpa syni sínum, bæði
hér heima og erlendis en fengu ekk-
ert við ráðið. Aratug síðar var engu
líkara en örlögin hyggju í knérann.
A þeim árum kynntist ég því hver
Hulda Jakobsdóttir var. Hún stóð
allt af sér, hversu hart sem að henni
og hennar börnum var vegið. Hún
var óhagganleg í hverju sem á gekk.
Hún var dul og sagði fátt. En hún
var sterkur bakhjarl. Á efri árum
mátti betur finna viðkvæmni henn-
ar og ljúfmennsku.
Hulda lifði það að sjá stóran hóp
barnabarna vaxa úr grasi, leita sér
menntunar víða um heim og byrja
að láta til sín taka á fjölbreytilegu
sviði viðskipta- og menningarlífs.
Hún studdi þau með ráðum og dáð
og sýndi þeim örlæti með margvís-
legum hætti.
Verka hennar í Kópavogi mun
lengi sjá stað en arfleifð hennar
mun skila sér bezt í lífi og starfi af-
komenda hennar.
Styrmir Gunnarsson.
I dag verður borin til grafar
Hulda Jakobsdóttir heiðursborgari
Kópavogsbæjar og íyrrverandi bæj-
arstjóri.
Hulda var kjörin bæjarstjóri
Kópavogs 4. júlí 1957, fyrst ís-
lenskra kvenna í slíkt embætti og
gegndi hún því til 29. júní 1962.
Hulda tók við starfi bæjarstjóra af
eiginmanni sínum, Finnboga Rúti
Valdimarssyni, en hann tók árið
1957 við bankastjórastöðu í Utvegs-
bankanum og síðar sama ár varð
hann landskjörinn þingmaður og
síðan alþingismaður Reykjanes-
kjördæmis árin 1958-63.
Hulda var rúmlega hálffimmtug
þegar hún tók við bæjarstjórastarf-
inu, en hún var fædd og uppalin í
Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1931 og var síðan eitt ár við nám í
Háskóla íslands. 10. maí 1940 flutt-
ist hún ásamt eiginmanni sínum,
Finnboga R. Valdimarssyni, til
Kópavogs. Hún tók virkan þátt í fé-
lagslífi og sveitarstjórnarmálum á
hreppsárum Kópavogs og fyrstu
kaupstaðarárunum, var m.a. for-
maður skólanefndar Seltjarnar-
hrepps hins forna 1946-55 og hún
var formaður fræðsluráðs Kópa-
vogskaupstaðar frá 1955 og síðan
áfram eftir að hún varð bæjarstjóri
til 1962. Hulda var einnig formaður
Kvenfélags Kópavogs árin 1952-54.
Hún var því gjörkunnug málefnum
bæjarins, enda hafði hún unnið
mjög mikið að þeim málum með eig-
inmanni sínum.
Á bæjarstjórnarárum sínum
beitti Hulda sér mjög fyrir skóla- og
félagsmálum, enda þörfin mjög
biýn í þessum efnum, þar sem nem-
endafjöldi fór vaxandi og félagslíf
og félagsþjónusta var á frumstigi.
Hún beitti sér einnig fyrir byggingu
félagsheimilis og kirkju, heilsu-
verndarstöðvar og sundlaugar, svo
eitthvað sé nefnt.
Nokkru eftir að Hulda lét af
starfi bæjarstjóra var hún bæjar-
fulltrúi í Kópavogi kjörtímaþilið
1970-74, kjörin af lista Frjálslyndra
og vinstri manna.
Hjónin Hulda og Finnbogi voru
kjörin fyrstu heiðursborgarar
Kópavogskaupstaðar 8. október
1976.
Ég sendi fjölskyldu Huldu inni-
legar samúðarkveðjur fyrir hönd
bæjarstjórnar Kópavogs og bæjar-
búa. Með Huldu er genginn einn
öflugasti og ástsælasti forystumað-
ur Kópavogs fyrr og síðar.
F.h. bæjarstjórnar Kópavogsbæj-
ar,
Sigurður Geirdal bæjarsljdri.
Hún var merkasti Kópavogsbú-
inn. Mikil heiðurskona. Heiðurs-
borgari í Kópavogi frá árinu 1976.
Hún lést síðastliðinn laugardag, 87
ára að aldri, og ég kveð hana með
mikilli virðingu.
Hulda Jakobsdóttir var frum-
byggi í Kópavogi og saga hennar er
samofin sögu Kópavogs. Hulda átti
þátt í að byggja nýjan bæ og hún
lifði að sjá litla samfélagið frá frum-
byggjaárunum vaxa í 20 þúsund
manna nútíma bæjarfélag. Hún
hafði sterk áhrif á mótun Kópavogs
um langt árabil og Kópavogskii-kj-
an, djásn bæjarins og merki, er
jafnframt minnisvarði um kraft og
baráttuhug þessarar einstöku konu.
Ég kynntist henni seint en hafði
horft til hennar á þeim árum sem
hún gat sér orðstír langt út fyrir
Kópavog og vakti aðdáun 17 ára
stelpu vestur á fjörðum. Hún varð
þá bæjarstjóri í Kópavogi, fyrst
kvenna til að gegna slíkri pólitískri
áhrifa- og virðingarstöðu. Hulda
segir sjálf um þann tíma: „Þetta var
skemmtilegt tímabil í lífi mínu. Ég
var á besta aldri, 46 ára gömul.
Börnin voru farin að stálpast, hið
yngsta var níu ára en það elsta hafði
lokið stúdentsprófi, svo það var auð-
veldara fyrir mig að vinna utan
heimilisins en áður.“ Það má lesa
mikið út úr þessum orðum. Hulda
hafði frá öndverðu tekið fullan þátt í
pólitísku starfi í Kópavogi. Sam-
hliða því að reka heimili, sem auk
þess að vera athvarf fimm barna
hennar var jafnframt hreppsskrif-
stofan og fundarstaðurinn, var hún
stoð og stytta eiginmanns síns,
Finnboga Rúts Valdimarssonar.
Hún tók þátt í stofnun Framfarafé-
lagsins Kópavogur 1945, var um
árabil í skólanefnd og vann að upp-
byggingu skólamála í ört vaxandi
sveitarfélagi. Hún sagði síðar um
þau ár að bygging Kópavogsskóla
hefði verið merkasti viðburðurinn
sem gerðist í skólamálum.
Hulda var menntuð kona. Hún
lauk stúdentsprófi 1931 og hóf há-
skólanám sem lauk við fráfall föður
hennar sem fórst með Skúla fógeta.
Hún var mikill jafnréttissinni og
ákefð hennar að ganga menntaveg-
inn hefur eflaust mótast af því. I
endurminningum sínum birtir hún
grein sem mig langar að grípa niður
í: „Það er að vísu rétt að konur taka
ekki mikinn þátt í opinberum mál-
um og veldur þar auðvitað mestu,
að mikill hluti kvenþjóðarinnar er
bókstaflega bundinn í báða skó við
heimilisannir og barnauppeldi. Á
hinn bóginn er ég alveg viss um, að
konur fylgjast ekki síður með því
sem gerist á opinberum vettvangi
heldur en karlmenn, þótt þær geri
lítið af því að taka til máls á fund-
um, séu kannski ekki mikið fyrir að
HULDA DÓRA
JAKOBSDÓTTIR
láta draga sig í pólitíska dilka. Og
það er þó áreiðanlega víst, að í bæj-
ar- og sveitarstjórnarmálum fylgj-
ast konur vel með og alveg sérstak-
lega hér í Kópavogshreppi. Það er
áreiðanlega víst, að þær konur sem
hafa búið hér svo lengi, að þær
muna eftir því, þegar hér var sama
sem veglaust, ekkert rafmagn, ekk-
ert vatn, ekkert frárennsli, enginn
skóli og yfirleitt ekkert það, sem
talið er nokkurn veginn mannsæm-
andi skilyrði í nútímaþjóðfélagi,
þær konur hafa sannarlega fylgst
með því sem hér hefur gerst í hags-
munamálum íbúanna." I þessum
orðum skynjum við lífsviðhorf, um-
hverfi og verkefni stjórnmálakon-
unnar Huldu Jakobsdóttur.
Það var dóttir Huldu, vinkona
mín Hulda Finnbogadóttir, sem
leiddi okkur saman eftir að pólitískt
samstarf okkar Huldu yngri hófst í
Kópavogi. Ég dáðist að þessari
konu, reisn hennar, visku og styrk.
Mér fannst hún bæði sterk og mild,
hún hafði gáfuleg augu og alveg
sérstakan þokka.
Einu sinni fyrir jól þegar við vor-
um að koma saman jólablaði AI-
þýðublaðs Kópavogs, bað ég Gylfa
Gröndal að taka viðtal við Huldu í
blaðið. Hann varð ljúflega við þeirri
bón og Hulda lét tilleiðast þó hún
væri treg í fyrstu. Viðtalið varð auð-
vitað mjög gott. Það skemmtilega
var þó að Gylfi hélt áfram að ræða
við Huldu og jólabókin í Kópavogi
næsta ár var viðtalsbókin „Við
byggðum nýjan bæ“. Mér þykir
vænt um þessa bók og hef leitað á
vit minningarbrota úr henni við að
setja þessi fátæklegu kveðjuorð á
blað.
Hulda Jakobsdóttir bjó síðustu
misseri á Marbakka hjá dóttur sinni
og fjölskyldu hennar. Það var kært
með þeim mæðgum og ég veit hve
Huldu yngi’i var það mikilvægt að
gera móður sinni kleift að vera
heima á Marbakka þó veik væri.
Hulda mín, ég samhryggist þér
og fjölskyldu þinni á þessari kveðju-
stund. Þessi október var undarlegur
mánuður. Mánuðurinn þegar sterk-
ar forystukonur á ólíkum aldri eru
kallaðar yfir móðuna miklu. Mér
þótti vænt um að kynnast móður
þinni og kveð hana í aðdáun og
þökk.
Rannveig Guðmundsdóttir.
Það er margt hægt að skrifa í
minningargrein um hana ömmu
Huldu. Það væri hægt að fjalla um
ættir hennar, æsku og uppvöxt í
Reykjavík, um menntun hennar og
óvenjulegt lífshlaup. En það munu
aðrir gera, svo ég læt það ógert. Ég
ætla heldur að rifja upp minningar
um hana og hvers virði hún var
mér.
Ég var svo lánsöm, ásamt Gunn-
ari bróður mínum og reyndar fleir-
um okkar frændsystkinanna, að fá
að alast upp fyrstu árin á Marbakka
í litla húsinu við hliðina á afa og
ömmu. Það var ekki bara gott
vegna þess hve umhverfið þar var
skemmtilegt og fræðandi áður en
hverfið í kring byggðist upp. Það
var ekki síður, og kannski enn frek-
ar, gott vegna nálægðar ömmu og
afa. Alltaf var amma tilbúin að
passa okkur systkinin, hvort sem
hún kom yfir til okkar eða við feng-
um að gista hjá þeim afa. Alltaf var
hún boðin og búin ef einhver varð
veikur. Þá kom amma Hulda með
malt og banana, söng og kenndi
okkur að „skanderast". Og svo var
líka auðvelt að sannfæra hana um
nauðsyn sjoppuferða, ef hún átti þá
ekki til nammi einhvers staðar í fel-
um. Þegar við eltumst og þurftum
að komast lengri vegalengdir á milli
staða var amma fús að keyra okkur,
nánast hvenær sem var, og hjálpa
okkur á alla lund. Hún amma var
falleg og glæsileg kona og góð fyrir-
mynd. Það var mikil hvatning fyrir
unga stúlku að eiga ömmu, sem
hafði tekið stúdentspróf og stefndi á
langskólanám, þó hún hafi orðið frá
að hverfa vegna erfiðra aðstæðna
þegar hún missti föður sinn ung.
Það varð til þess, að það hvarflaði
aldrei annað að okkur systkinunum
en að afla okkur menntunar. Ekki
að það væri lagt að okkur, heldur