Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 45 £
hitt, að menntun þótti sjálfsagt og
eðlilegt mál. Það hvetur líka ungar
stúlkur og eflir sjálfsmynd þeirra að
eiga ömmu sem finnst ekki ástæða
til að taka þátt í vangaveltum um
stöðu kvenna og karla eða um hvort
kynið sé sterkara, heldur segir:
,A-uðvitað eru konur sterkara kyn-
ið. Þær ganga með börnin." Sem
finnst heldur ekkert tiltökumál að
verða bæjarstjóri fyrst kvenna á ís-
landi, og stýra ört vaxandi bæjarfé-
lagi, ásamt því að vera með stórt
heimili. Sem segir heldur hissa, að-
spurð: „Ég hef aldrei haft minni-
máttarkennd gagnvart karlmönn-
um.“ Slík fyrii-mynd er ómetanleg
og oft hefur mér orðið hugsað til
þeirra aðstæðna sem amma Hulda
bjó við en lét ekki aftra sér frá því
að taka að sér vandasöm verkefni
og leysa þau vel og samviskusam-
lega. Fyrir vikið ávann hún sér
djúpa virðingu samferðamanna
sinna. •
Elsku amma Hulda. Það var gott
að eiga þig að, vegna hjálpsemi
þinnar, ástúðar og góðlyndis. Það
voru forréttindi að fá að kynnast og
eiga svo náin samskipti við þig, sem
varst um margt svo langt á undan
þinni samtíð. Það held ég að hafi
gert öllum gott sem reyndu. Astar-
þakkir fyrir allt, amma mín. Hvíldu
í friði.
Elín Smáradóttir.
„Fallegasta stúlkan í bænum“.
Þannig lýsti föðuramma mín, sem
flutti til Reykjavíkur 13 ára að aldri,
móðurömmu minni, Huldu Dóru
Jakobsdóttur.
Hún fæddist 21. október 1911,
elsta barn Jakobs Bjarnasonar, vél-
stjóra, og Guðrúnar Sesselju Ar-
mannsdóttur. Fyrstu bernskuminn-
ingar ömmu eru frá 1918, árinu sem
hófst með slíkum brunagaddi að síð-
an er talað um frostaveturinn mikla;
ytri höfnina lagði, spanska veikin
herjaði á landsmenn, Island endur-
heimti sjálfstæði sitt og Katla gaus.
Amma gat dregið upp ótalmyndir af
Reykjavík og eru margar þeirra
skráðar í ævisögu hennar, Við
byggðum nýjan bæ (Gylfi Gröndal,
Alm. bókafélagið 1988). Þar minnist
hún sunnudaganna í Reykjavík þeg-
ar hornaflokkur lék á Austurvelli,
fólk spásseraði uppábúið um götuna
hennar, Skólavörðustíginn, og hún
varð forug upp á kálfa af að hlaupa
niður á Hverfisgötu sem í þá daga
var tómur aur og leðja. Hún mundi
eftir ljósamanninum sem gekk um
götur bæjarins og kveikti og slökkti
götuljósin, síðasta landpóstinum,
einu járnbrautarlestinni sem gengið
hefur á Islandi, Skólavörðunni og
Steinkudys.
Guðrún kenndi börnum sínum að
skanderast en þau höfðu mikið
gaman af því. Ékki dugði þó að
reyna að kveða langömmu í kútinn,
því hún var skáldmælt og gat mælt
vísur af munni fram þegar svo bar
undir. Seinna fékk ég að reyna að
ömmu var ekki ólíkt farið. Hún
kunni þvílíkt ógrynni af vísum að
hún hélt áfram að kveðast á við
sjálfa sig þegar aðrir voru löngu
hættir. Það er varla nema ár liðið
síðan amma, mamma og ég sátum
saman og kváðumst á. Amma var þá
orðin gleymin en vísunum sínum
gleymdi hún ekki og hélt áfram að
kveða löngu eftir að ég og jafnvel
mamma vorum þagnaðar. Guðrún
orti margt til barna sinna en ekki
þekki ég ömmu mína í þessari vísu:
En hvað Hulda er orðin löt,
ótal hefur á sokkum göt,
langhelst vill hún liggja flöt
og leika eftir eigin hvöt.
Amma erfði fleira frá móður
sinni, t.d. mikinn áhuga á ættfræði
og ósvalandi forvitni. Hún játar það
sjálf í ævisögu sinni, þar sem hún
segir: „Ég hef sankað að mér tals-
vert mörgum ættfræðiritum um
dagana, og satt að segja veit ég ekki
hvernig ég færi að, ef ég gæti ekki
flett upp í þeim til að svala forvitni
minni.“ Víst er að allir afkomendur
ömmu hafa einhvern tíma heyrt
setninguna „og hverra manna er
hann?“. Fimmtán ára upplifði hún
mesta ævintýi'i æsku sinnar. Hún
fékk að fara með föður sínum og
bróður í fisksöluferð til Englands á
Kveldúlfstogaranum Volpole. Þau
hrepptu aftakaveður en Hulda var
hvorki sjóhrædd né sjóveik, ólíkt
undirritaðri á sömu leið fyrir ekki
alls löngu, á miklu stærra skipi.
Sama haust settist amma í 3. bekk
Menntaskólans í Reykjavík. Henni
sóttist námið vel og lauk gagn-
fræðaprófi um vorið. Um svipað
leyti heyrði hún föður sinn segja að
það væri fráleitt að stelpur stund-
uðu langskólanám. Hún hætti í skól-
anum. En móðir hennar, sem hafði
langað til að læra í æsku, hvatti
hana eindregið til að halda áfram
námi. Hún lauk því stúdentsprófi
vorið 1931, ein af sex stelpum og 35
strákum. Að því loknu hóf hún nám
í Háskóla íslands, fyrst í frönsku en
hugsaði sér að lesa lögfræði seinna.
Það átti þó ekki að verða.
í apríl 1933 fórust faðir hennar
og Gunnar, bróðir hennar, í strandi
Skúla fógeta skammt úti fyrir
Grindavík. Eftir það fór amma Guð-
rún að taka kostgangara til að sjá
fjölskyldu sinni farborða og elsta
dóttir hennar hóf störf hjá Efna-
gerð Reykjavíkur henni til aðstoðar.
Haustið 1933 fór að draga til tíðinda
í lífi ömmu. Nýi' leigjandi kom í for-
stofuherbergið, ungur maður, ný-
kominn frá námi í Evrópu og orðinn
ritstjóri Alþýðublaðsins. Það var
Finnbogi Rútur Valdemarsson.
Hann hafði ekki verið þar lengi þeg-
ar Einar Magnússon Menntaskóla-
kennari og sameiginlegur kunningi
Huldu og Rúts, hvíslaði að henni:
„Hulda, þú mátt alls ekki verða
skotin í honum Finnboga Rúti!“
Hulda virti varnaðarorð Einars að
vettugi. Þau hófu búskap og fengu
úthlutað landi við Fossvog, þangað
sem þau létu flytja kofaskrifli og
gerðu úr sumarbústað, með einum
dívan og prímus. Þau gáfu honum
nafnið Marbakki. Fjórum árum síð-
ar, 10. maí 1940, settust þau þar að
og bjuggu alla tíð síðan. Éyrstu árin
á Marbakka voru ekki auðveld. Þar
var hvorki vatn né rafmagn. Þegar
þau fluttu voni börnin tvö, Elín og
Gunnar. Á Marbakka fæddust svo
Guðrún, Sigrún og Hulda. Smám
saman bættist við húsakostinn þó
efni væru lítil. Amma var samt al-
sæl á skikanum sínum. Þar hafði
hún nægt land til að sinna áhuga-
máli sínu, grænmetisræktun, og
ekki leið á löngu þar til við bættust
kýr, hænsn og svín. Byggð var ekki
mikil í Kópavogi á þessum árum.
Fáeinir sumarbústaðir á stangli og
nokkur sveitabýli. Vegir voru engir
né verslanir og samgöngur með
þeim hætti að fara þurfti fótgang-
andi upp á Hafnarfjarðarveg og
taka vagninn þaðan til Reykjavíkur.
Það hafði ekki orðið mannfjölgun á
svæðinu í 230 ár.
Með_ hernáminu varð breyting
þar á. Árið 1945 voru íbúar í Urðar-
hreppi, sem þá hét, orðnir 521.
Frumbyggjar Kópavogs rákust í
sínum málum af miklum dugnaði og
einurð. Þeir vildu skóla, vatn og
vegi og stofnuðu Framfarafélagið
Kópavog í því skyni. Þarmeð hófst
þróun sem ekki sér fvrir endann á
enn. Hulda lét til sín taka í félags-
málum og beitti sér sérstaklega í
skólamálum hins nýja hrepps, þá
fjögurra barna móðir. Kópavogur
varð kaupstaður árið 1955 og Finn-
bogi Rútur, sem verið hafði oddviti
óslitið frá 1948, var kosinn bæjar-
stjóri. Nú var líka stofnað fræðslu-
ráð og Hulda kosin formaður þess.
Sumarið 1957 lét Rútur svo af starfi
sínu og Hulda varð bæjarstjóri -
fyrst íslenskra kvenna. Rúmum ára-
tug síðar kynntist ég ömmu Huldu.
Ég var mikið á Marbakka og hafði
þar ómælt frelsi. Ég lék mér í háa
grasinu og í fjörunni og bjó til
dnillukökur handa ömmu sem hún
bragðaði á, mér til mikillar furðu,
gleði og skammar. Ég vissi ekki
hvað ég átti að halda - hélt hún
virkilega að þetta væni kökur eða
var hún bara að gera mér til geðs?
Okkur samdi oftast ágætlega. Þó
vorum við alls ekki sammála um eitt
og það var mataræði mitt og vaxtar-
lag. Henni fannst ég ósköp ræfilsleg
og borða mikið rusl. Til að bæta úr
því vildi hún að ég tæki vítamín. Til
að komast hjá því þóttist ég ekki
geta tekið pillur. Þá lét amma útbúa
handa mér sérstaka mixtúru í
Kópavogsapóteki og elti mig svo um
öll tún þartil ég þorði ekki annað en
að hlýða.
Amma var sérstök kona og hafði
sérstakar skoðanir og svo ákveðnar,
að mér datt sjaldan í hug annað en
að hún hefði rétt fyrir sér. Henni
fannst t.d. mesta óhæfa að bömin í
hverfinu væru að leika sér á túni
sem var í einkaeign en ekki girt -
og rak þau þaðan þegar hún sá til
þeirra. Ég snerist stundum íyrir
hana, hljóp upp á veg og kallaði til
barnanna, jafnaldra minna, að
hypja sig burt því þau ættu ekkert í
þessu túni. Ég var ekki í miklu upp-
áhaldi hjá þessum börnum en það
sem skipti meira máli, var að ég var
í náðinni hjá ömmu. I huga mínum
var amma gríðarlega stór - og er
það enn. Hún var með fallegri kon-
um sem ég hef kynnst, ótrúlega
ákveðin og lét vel að stjórna öðrum,
undurblíð og full manngæsku. Hún
auglýsti það ekki en í gegnum árin
kom hún mörgum til hjálpar sem
áttu um sárt að binda eða áttu ekki í
önnur hús að venda. Hún flíkaði
ekki tilfinningum sínum en af kynn-
um okkar veit ég, að hún var
ástríðufull í hverju því sem hún tók
sér fyrir hendur. Hún tók lífinu af
alvöruþunga - það var henni ekki
auðvelt en ég held að það hafi ekki
verið leiðinlegt. Það voru ekki
margar stundir sem Hulda Jakobs-
dóttir sat auðum höndum um ævina.
Ég skil núna hversu mikils virði
það var að alast upp í faðmi slíki'ar
konu. Hún var mér og frændsystk-
inum mínum ómetanleg fyrirmynd;
barðist til mennta, tók mikinn og
virkan þátt í stjórnmálum, gegndi
fyrst íslenskra kvenna embætti
bæjarstjóra, lét sig allt varða, stórt
og smátt, bað ekki afsökunar á
neinu og síst sjálfri sér og fannst fá-
ránlegt að deila um jafnsjálfsagðan
hlut og jafnrétti karla og kvenna.
Kannski er það þessu óvenjulega
andrúmslofti, sem ég ólst upp í, að
þakka eða kenna, að ég var orðin 25
ára þegar ég uppgötvaði að kynja-
munur er til í íslensku þjóðfélagi.
Síðustu árin voru ömmu erfið. Þau
voru krefjandi á annan hátt en hún
hafði kynnst áður. Ég dáist að þol-
inmæðinni, biðlundinni og hugrekk-
inu sem hún sýndi á hverjum degi í
þau þrjú ár sem hún var meira og
minna rúmföst. Auðvitað varð hún
stundum pirruð - en hver láir henni
það? Ég held ekki að ég gæti gert
betur.
Fyrir einum og hálfum mánuði
vorum við Ómar frændi minn að
skoða mynd af ömmu sem hann ætl-
aði að hafa með sér til Frakklands.
Hún er tekin um það leyti sem hún
og afi fluttu á Marbakka. Þetta er
andlitsmynd en við vitum að hún
gengur með þriðja barn sitt, Guð-
rúnu. Hún er falleg og föst fyrir.
Allt í einu sá ég að andlit hennar
býr í andlitum allra afkomenda
hennar. Ég ætla ekki að kveðja
ömmu. Hún er kona sem fylgir þeim
sem þekktu hana alla tíð.
Hanna Styrmisdóttir.
Ég er yfirmáta stolt af ömmu.
Hulda Dóra Jakobsdóttir, amma
mín, var kraftmikil kona sem barð-
ist af elju fyrir því sem hún trúði á.
Viljastyrkur hennar var mikill, enda
fékk hún vilja sínum yfirleitt fram-
gengt ef hún ætlaði sér það. Amma
vílaði ekki fyrir sér að ryðja braut-
ina og hún hefur skilið eftir sig
mörg dæmi þess. Hún var líka fal-
leg kona og fínleg, bar af hvar sem
hún kom. Amma var dökk á brún og
brá, sem vakti athygli í Reykjavík á
hennar uppvaxtarárum, og ég minn-
ist þess að hún talaði stundum um
að sér hafi verið strítt á útlitinu
þegar hún var ung. Hún lét þó slíkt
ekki á sig fá og ég sé hana fyrir mér
bera höfuðið hátt er hún gekk um
götur bæjarins með sitt franska yf-
irbragð. Þegar litið er yfir farinn
veg virðist sem hún hafi verið frum-
kvöðull í flestu sem hún tók sér fyr-
ir hendur. Hún stundaði nám við
Menntaskólann, eins og hún kallaði
Menntaskólann í Reykjavík, og var
ein fárra kvenna þess tíma til að
ljúka stúdentsprófi. Námslöngun
ömmu var svo mikil að hún vílaði
ekki fyrir sér að lesa tvo bekld sam-
an utanskóla til að geta útskrifast
með jafnöldrum sínum. Hún hafði
dregist aftur úr af þeirri einföldu
ástæðu að ekki þótti við hæfi að
stúlkur stunduðu langskólanám og
var hún því tilneydd að hætta.
Amma lét þó að lokum allt letjandi
tal sem vind um eyru þjóta og
kláraði sitt nám með glæsibrag.
Hún var mjög stolt af þessu afreki
sínu og stefndi alltaf á háskólann í
frönskunám eftir stúdentspróf, en
örlögin höguðu því þannig að hún
varð ástfangin af afa.
Eins og oft vill verða komu böm-
in eitt af öðru og þá var ekki mikill
tími aflögu fyinr nám. Áhugi ömmu
á námi slokknaði samt aldrei og
hvatti hún okkur barnabörnin
óspart til náms. Sjálf hóf hún nám í
frönsku við Háskóla Islands eftir að
hún hætti að gegna stöðu bæjar-
stjóra í Kópavogi árið 1962, rétt
eins og hún ætlaði sér alltaf. Amma
og afi hófu búskap að Marbakka á
sjálfan hernámsdaginn 10. maí árið
1940. Þá fékk amma tækifæri til að
sinna einu af áhugamálum sínum,
grænmetisrækt. Hún hafði hrifist af
heilsu og náttúrulækningum en svo-
leiðis grúsk þótti þá meira en lítið
undarlegt. Þetta uppátæki hennar
ömmu hefur þó líklega hjálpað til
við að halda lífinu í fjölskyldu henn-
ar á þessum erfiðu tímum enda
Kópavogur enn sveit og ekki um
auðugan garð að gresja í matarmál-
um.
Amma var ein af stofnendum
Kvenfélags Kópavogs, en tilgangur-
inn með því félagi í hennar augum
var sá að hvetja konur til samstöðu í
baráttunni íyrir jafnrétti kynjanna.
Hún lét ekki minnimáttarkennd
gagnvart karlaveldinu plaga sig,
sem sýnir sig best í því að hún varð
fyrst kvenna á íslandi til að gegna
embætti bæjarstjóra. í hennar tíð
sem bæjarstjóri var grunnurinn
lagður að byggingu Kópavogskirkju
og það er líklega henni að þakka að
í dag er Kópavogskirkja ein falleg-
asta kirkja landsins. Amma hafði
nefnilega verið á ferðalagi í Frakk-
landi og skoðað miðaldadómkirkju í
Chartres sem heillaði hana. Steindu
gluggar kirkjunnar hrifu hana þó
sérstaklega, enda hafði amma mik-
inn áhuga á listum. I framhaldinu
fékk amma þá hugdettu að svona
gluggar gætu notið sín í kirkjunni í
Kópavoginum. Hún hét sér því
meira að segja að svo skyldi verða.
Þeirri ákvörðun varð því ekki hagg-
að og hún beitti sér með oddi og egg
fyrir þessum steindu gluggum. Hún
fékk Gerði Helgadóttur listakonu til
liðs við sig, og í dag prýða gluggam-
ir hennar Gerðar Kópavogskh'kju.
Svona kona var amma og þannig
vil ég minnast hennar. Sem dugmik-
illar hugsjónakonu sem þó gaf sér
alltaf tíma til að hlusta, syngja og
kveðast á. Amma er því sú fyrir-
mynd sem ég kýs mér í lífinu. Fyr-
irmynd um konu sem getur allt sem
+ Guðrún Ásdfs Hafliðadóttir
fæddist í Reykjavík 21. sept-
ember 1936. Hún lést 17. október
sfðastliðinn og fór útför hennar
fram frá Dómkirkjunni 23. októ-
ber.
Enn fækkar á „bekknum" í Sund-
laugunum í Laugardal. Síðust til að
kveðja hópinn var frú Ásdís Haf-
liðadóttir.
Þegar fólk hittist um langt skeið
á stað eins og í laugunum, myndast
óhjákvæmilega kunningja- og vina-
samband manna í milli.
Þegar sú ógnarfrétt barst okkur í
hópnum, að hún Ásdís okkar hefði
greinst með hinn miskunnarlausa
meinvætt krabbamein, varð það
okkur vinum hennar í laugunum
geysilegt áfall.
Okkur grunaði ekki að slappleiki
hennar síðla sumars væri svo alvar-
legs eðlis. Þrátt fyrir nokkuð tíðar
fjaiTÍstir á sólríkum dögum, álykt-
uðum við, að víruspest væri ástæð-
hún ætlar sér. Minninguna um
ömmu mun ég varðveita sem mitt
leiðarljós í lífinu.
Hrafnhildur Huld.
Þegar ég sat í stofunni á Mar-
bakka á sunnudaginn var eins og ég
hyrfi 20 ár aftur í tímann. Ég sá
ekki nýju gulu veggina og ljósa
sófasettið hennar Huldu frænku
heldur gömlu dökkrauðu stólana og
brúna borðið sem voru hjá ömmu og
afa og fann lyktina af ofninum sem
var á bak við grindina. Ég veit ekki
hversu marga klukkutíma ég sat í
þessari litlu stofu þegar ég var lítil,
og las Öldina okkar og þjóðsögur
Jóns Árnasonar spjaldanna á milli.
Ég sé ömmu við endann á borð- T
stofuborðinu í fjölskylduboðum og
finn í munninum bragðið af eftir-
réttinum hennar: niðursoðnum jarð-
arberjum, appelsínum og banönum.
Ég sé hana sitja í græna stólnum
við gamla útvarpið þar sem hún las
alltaf blöðin, heyri hana syngja
vögguvísuna sem ég syng núna fyrir
drengina mína og finn hitann af
höndunum hennar þegar hún nudd-
aði mínar þegar mér var kalt.
Allt þetta eru myndir af ömmu.
En hún er líka konan sem hvatti
mig alltaf til að læra, sem verðlaun-
aði mig þegar ég var dugleg í skól-
anum, sem kenndi mér hversu
furðuleg stjórnmálin geta verið þeg-
ar ég komst að því bara fimm ára að f.
pabbi hafði ekki kosið ömmu sem
var í framboði í bæjarstjómarkosn-
ingum fyrir frjálslynda og vinstri
menn (hvílíkur svikari sem mér
fannst pabbi vera), sem leyfði okkur
Haraldi að búa ókeypis í litla húsinu
á Marbakka þegar við vorum að
byrja búskap og vorum að safna
okkur fyrir framhaldsnámi og sem
gerði mig svo stolta þegar hún gaf
mér sálmabókina, sem hún fékk í
fermingargjöf frá foreldrum sínum,
til að bera á fermingardaginn minn.
Við vorum nöfnur. ^
Amrna var mér fyrirmynd. Ég
gerði mér ekki grein fyrir hversu
sterk fyrirmynd hún var fyrr en
fyrir nokkrum árum þegar ég fékk
það verkefni í skóla að teikna ættar-
tré og skrifa nokkur orð um það
fólk sem mest áhrif hefði haft á mig
af þeim sem þar voru. Þá sá ég, að
allt frá því ég var smástelpa, hafði
ég horft á konu sem með krafti,
dugnaði og gáfum hafði stjórnað
stóru heimili, haldið saman fjöl-
skyldu, stjómað bæjarfélagi, sinnt
félagsmálum, fylgst með því sem
var að gerast í þjóðmálum og
heimsmálum - og unnið fullt starf
utan heimilis. Og alltaf einhvern-
veginn svo róleg og fumlaus.
Það reyndist mér erfitt að horfa á
þessa sterku konu hverfa smám
saman. En ég trúi því að núna sé
hún amma mín, sem ég virti og dáð-
ist að, sterk og frísk á ný með afa,
manninum sem hún elskaði.
Hulda Dóra Styrmisdóttir.
an, en annað kom í ljós. Það verður
tómlegt á bekknum, þegar Ásdís
verður ekki til staðar. Áldrei framar
mun hún sjást kemba sitt gullna og
fagra hár í skini sólar.
Ásdís hafði eins og svo margur
þurft að bergja á hinum beiska bik-
ar sorgarinnar. Ótímabær missir
margi'a úr fjölskyldu hennar varð
hennar hlutskipti. Ekki var það
merkjanlegt, að þessi gi-immu örlög
hefðu beygt hina sterku konu. í það
minnsta bar hún harm sinn í hljóði,
eða hver gat greint hinn minnsta
vott um sjálfsmeðaumkun?
Ásdís var bæði gáfuð og hjartahlý
kona. Tigin og kurteis framkoma
prýddi mjög persónu hennar.
Við söknum þín öll. Þökk fyrir
samveruna. Megi Guð geyma þig og
fjölskyldu þína.
Við sendum fjölskyldu þinni hlýj-
ar samúðarkveðjur.
Vinir þínir í laugunum.
F.h. hópsins,
Oddur H. Þorleifsson.
GUÐRÚN ÁSDÍS
HAFLIÐADÓTTIR