Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 46
5» 46 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Skúli Tryggva-
son fæddist í
Reykjavík 25. mars
1958. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 30. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Tryggvi Sveinsson,
stýrimaður, f. 1934,
og Þóra Eiríksdótt-
ir, hjúkrunarfræð-
ingur, f. 1933.
-- Systkini Skúla eru
Sólrún, kennari, f.
1959, Eiríkur
Sveinn, rekstrar-
fræðingur, f. 1963, Tryggvi
Þór, verkamaður, f. 1965, og
Gísli, vélaverkfræðingur, f.
1967.
Árið 1979 giftist Skúli Jónínu
Magnúsdóttur, Ninný, myndlist-
armanni, f. 1955. Þau eignuðust
tvo syni, Magnús Ágúst, f. 1981,
og Árna Þór, f. 1987. Foreldrar
Jónínu eru Magnús K. Jónsson
byggingarmeistari, f. 1910, og
Unnur H. Lárusdóttir, húsmóð-
ir, f. 1916. Systkini Jónínu eru
Erla Dórothea, heildsali, f.
1936, d. 1988, Jón Magnús,
byggingarmeistari, f. 1942, Ást-
þór, ljósmyndari, f. 1953, og
Elsa, hárgreiðslumeistari, f.
1957.
Skúli lauk námi í vélaverk-
fræði frá Háskóla íslands árið
Ástkær bróðir okkar er látinn,
aðeins fertugur að aldri. Ekki gran-
aði okkur fyrir rúmu ári að þessi
stóri og sterkbyggði maður yi'ði
veginn þetta fijótt. En svona er lífið,
^ enginn veit sína ævi fyrr en öll er.
Skúli var elstur okkar systkina.
Við hin litum alla tíð upp til hans.
Hann var fljótt mjög ábyrgðarfullur
og traustur. Hann hafði ávallt báða
fætur ájörðinni.
Ekki var hann gamall þegar hann
fór í sína fyrstu innkaupaferð fyrir
móður okkar og átti þá aðeins að
kaupa einn hlut. En hann var með
buddu meðferðis sem geymdi gaml-
an innkaupamiða. Kom hann því til
baka með fullan poka af ýmsum
varningi sem hann réð ekki við að
bera einn heim. Móðir okkar spurði
hann hvernig hann hefði farið að þvi
að bera allt þetta heim. Þá svaraði
hann mjög kotroskinn að Jón á loft-
inu hefði boðið sér far. Hann var
sem sagt svo heppinn að hitta ná-
granna sinn sem bauð honum bílfar
heim. Þessi saga af Skúla hefur oft
verið sögð í góðu tómi þegar fjöl-
skyldan hefur verið saman. Þessi
saga lýsir Skúla vel, þó svo að hann
hafi verið ungur að árum var alltaf
hægt að treysta honum og hann
brást aldrei trausti manna.
Við systkinin vorum ekki mjög
gömul þegar við fóram að vinna
okkur inn vasapening með skóla og
sumarvinnu. Skúli, sem var einu ári
eldri en systir hans, fékk yfirleitt
betur launaða vinnu yfir sumartím-
ann, eins og gefur að skilja, af því
að hann var jú karlmaður. Þótti
; systur hans þetta óréttlátt og
impraði á því við Skúla. Það vora
engar vöflur á honum og rétti hann
að henni 5.000 kr. sem voru miklir
peningar í þá daga í augum ung-
linga. Þannig gætum við lengi hald-
ið áfram þegar við minnumst Skúla.
Skúli var ungur þegar hann
kynntist konu sinni henni Ninný
eins og hún er ávallt kölluð. Hún
var fljótt ein af fjölskyldunni og í
miklu uppáhaldi hjá foreldrum okk-
ar sem fannst þau hafa eignast aðra
dóttur.
Ninný og Skúli voru mjög sam-
hent hjón og báru mikla virðingu
hvort fyrir öðra. Þau eignuðust tvo
yndislega drengi, Magnús Ágúst og
Áma Þór sem nú syrgja föður sinn
sárt. Ninný hefur staðið sem klettur
við hlið Skúla í erfiðum veikindum
hans og hafa allir dáðst að sem til
þekkja.
■ Skúli bar tilfinningar sínar aldrei
á torg og ef hann var spurður
1982. Hann fór í
framhaldsnám til
Danmerkur og lauk
rekstrarverkfræði
frá Danmarks
Tekniske Hojskole
1984. Þegar námi
lauk hóf Skúli störf
hjá dönsku fyrir-
tæki Haldor Topsoe
í Lyngby og starf-
aði þar í eitt ár.
Næstu tvö ár starf-
aði hann hjá danska
stórfyrirtækinu
Brúel og Kjær í
Nærum. Samhliða
þessari vinnu 1984-1987 stund-
aði Skúli nám við Handels-
hojskolen í Kaupmannahöfn og
útskrifaðist þaðan sem hag-
fræðingur. Árið 1987 komu
Skúli, Jónína og drengirnir
heim og settust að í Kópavogi,
þar sem þau bjuggu til ársins
1994, síðan hafa þau búið í
Garðabæ.
Skúli starfaði í rúmt ár hjá
Ráðgarði í Reykjavík eftir
heimkomuna. Árið 1989 hóf
Skúli störf hjá Plastprenti, fyrst
sem forstöðumaður fjármála-
sviðs og síðan sem framleiðslu-
stjóri.
Útför Skúla fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
hvernig hann hefði það kvartaði
hann aldrei og gerði lítið úr erfið-
leikum sínum.
Með þessum orðum langar okkur
að þakka Skúla samfylgdina í gegn-
um árin, við hefðum viljað njóta
hans miklu lengur.
Elsku mamma og pabbi, Ninný,
Magnús Ágúst og Árni Þór, við
minnumst góðs drengs. Lífið heldur
áfram en við eigum alltaf minning-
una um Skúla okkar.
Að lokum viljum við þakka starfs-
fólki á deild A7 á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur fyrir góða umönnun og
hlýju í gegnum erfið veikindi hans
sem og Eiríki Jónssyni lækni,
æskuvini Skúla.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sólrún, Eiríkur Sveinn, Tryggvi
Þór, Gísli og fjölskyldur þeirra.
Jesús segir; „Ég er Alfa og
Omega, segir Drottinn Guð, Hann
sem er og var og kemur, Hinn al-
valdi.“ (Opb. Jóh. 1:8.)
Þetta er þau fyrstu orð sem komu
upp í huga okkar við fráfall Skúla.
Eftir rúmlega eins árs hetjulega
baráttu við þennan skæða sjúkdóm,
krabbamein, hefur Skúli loks þurft
að láta undan. Skúli var ákaflega
duglegur og metnaðarfullur maður.
Er kannski nærtækasta dæmið það
að þegar hann lauk mastersprófi í
rekstrarverkfræði í Danmörku þá
stóð hann sig með miklum sóma.
Skúli var lika alltaf fús til að hjálpa
okkur með lærdóm. Ég man sér-
staklega eftir einu dæmi í eðlisfræði
sem ég vildi sjá lausn á, en kennar-
inn hafði ekki getað leyst það, það
gerði hins vegar Skúli. Einnig þeg-
ar ég var tólf ára þá fékk ég í fyrsta
sinn að keyra bíl, bjölluna hans
Skúla, sem var hans fyrsti bíll. Við
þökkum þér líka fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir okkur.
Eftir að ég bað fyrir þér síðasta
kvöldið sem þú lifðir, kvaddir þú
mig með þessum orðum: „Við sjá-
umst.“ Ég veit að það er á Himnum
þar sem við sjáumst aftur.
Elsku Ninný, Magnús Ágúst,
Árni Þór, mamma og pabbi, þið haf-
ið verið mjög dugleg í þessari bar-
áttu. En við munum halda áfram að
biðja fyrir ykkur. Við biðjum að al-
góður Guð varðveiti ykkur og veri
með ykkur þessa erfiðu tíma. Við
viljum líka reyna að gefa ykkur all-
an þann kærleika sem Guð hefur
gefið okkur. Það er svo mikilvægt
að við stöndum saman. Eða eins og
stendur í sálminum: „Við verðum að
játa okkar veikleika, láta verndast
af hvers annars kærleika."
„Óttast þú eigi, því að ég er með
þér. Lát eigj hugfallast, því að ég er
þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa
þér, ég styð þig með hægri hendi
réttlætis míns.“ (Jes. 41:10)
Eiríkur Sveinn, Steinunn, Davíð
Örn og Guðfinna.
Elsku Skúli minn.
Mig langar að kveðja þig með
nokkram orðum, þótt aldrei hefði
mig grunað að það yrði á þennan
hátt. Það er svo margt sem ég hef
að þakka þér. Þú varst fyrsta
barnabarn foreldra minna og mikið
var gaman að fá frænda í fjölskyld-
una. Þá bjuggum við í Vestmanna-
eyjum, en nú eru liðin rúm fjörutíu
ár frá fæðingu þinni. Við fylgdumst
spennt með þroska þínum, myndir
og bréf gengu á milli, einnig fengum
við þig stundum í heimsókn.
Sumarið 1972 komst þú til Eyja
að vinna í fiski og varst þá hjá
ömmu þinni og mér. I janúar 1973
fór að gjósa í Vestmannaeyjum, þá
fluttumst við til Reykjavíkur. Ég og
amma þín bjuggum í eitt ár hjá for-
eldrum þínum, sem eru bróðir minn
og mágkona, þá varst þú í gagn-
fræðaskóla. Allt gekk svo vel hjá
þér og þegar þú varst í Háskólanum
stofnaðir þú heimili og giftist yndis-
legri konu^ sem mér þykir mjög
vænt um. Árið 1981 eignuðust þið
son, sem fæddist á afmælisdaginn
minn. Þá eignaðist ég nafna, Magn-
ús Ágúst, og þótti mér mjög vænt
um það. Ég hef haft mjög gaman af
drengnum og nú er hann orðinn
sautján ára.
Þegar háskólanáminu lauk var
haldið til Danmerkur í framhalds-
nám. Nafni minn var þá á öðra ári
og dvöldust þið úti í fimm ár. Þú
bættir við þig í náminu og vannst
fulla vinnu með því. Fjórum sinnum
heimsótti ég ykkur í sumarfríinu
mínu, og þá var nú aldeilis gaman,
alltaf blessað sólskin.
Þegar þið komuð heim til íslands
aftur hafði annar frændi bæst við,
Árni Þór, þá sex mánaða. Gaman
var að kynnast honum og urðum við
strax góðir vinir. Síðan þið komuð
frá Danmörku hef ég verið fasta-
gestur á heimili ykkar og á aðfanga-
dagskvöld hefur ekkert verið sjálf-
sagðara frá ykkar hendi en að ég
væri með.
Ó, Skúli minn, þið áttuð svo ynd-
islegt heimili, allt gekk svo vel og
má segja að blómstrað hafi bæði úti
sem inni í þessu góða húsi, Hæðar-
byggð 24. Húsið er svo skemmti-
legt, Ninný með góða vinnustofu og
kennsluaðstöðu, allt lék í lyndi. En
svo dundu þessi ósköp yfir, þú
veiktist og ert búinn að berjast við
þessi veikindi á annað ár. Mikið hef-
ur þú verið duglegur, gerðir allt til
að styrkja þig, en ekkert dugði.
Að lokum þakka ég þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Elsku
Ninný, Magnús Ágúst, Árni Þór,
foreldrar, tengdaforeldrar, systkini
og aðrir ættingjar, ég bið góðan
Guð að styrkja ykkur í þessari
miklu sorg. Hafðu þökk fyrir allt.
Þín frænka
Ágústa.
I dag kveðjum við hinstu kveðju
tengdason okkar Skúla Tryggvason.
Eftir langa og hetjulega baráttu
varð hann að lúta valdi örlaga sinna
og hverfa af okkar sjónarsviði, frá
þeim, sem hann elskaði og vildi
fórna kröftum sínum fyrir, frá hug-
sjónum sínum og framtíðardraum-
um. En við stöndum eftir á strönd-
inni með spurningar, sem enginn
svarar. Við skynjum við dánarbeð-
inn að bak við helgrímuna er djúp
þögn, hyldýpi þagnarinnar. En er
það ekki einmitt hér, sem við þurf-
um að grípa til trúarinnar? Við dán-
arbeð hugsum við fast til þess, sem
nú er horfinn sjónum okkar og
spyrjum: Hvar er hann nú? Er það
ekki einmitt á þessari stundu, sem
við trúum að hann sé borinn inn í
nýjan heim? Þar bíður ný framtíð,
ný störf, ný lífsbraut. En minningu
hans geymum við í hjörtum okkar,
við öll sem áttum samleið með hon-
um og áttum hann að vini. Við
minnumst handtaksins þétta og
hlýja og öryggiskenndar, sem fylgdi
návist hans. Við biðjum Guðs bless-
unar foreldram hans og systkinum
og öðra venslafólki.
En þau þrjú sem mest hafa misst
biðjum við almáttugan Guð að
vernda og styrkja á þeirri lífsgöngu,
sem þau verða nú að ganga ein sam-
an, án hans styrka arms.
Blessuð sé minning Skúla
Tiyggvasonar.
Unnur H. Lárusdóttir,
Magnús K. Jónsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama,
en orðstír
deyr aldrei
hveim er sér góðan getur.
Elsku Skúli svili okkar og mágur
er fallinn í valinn fyrir ofureflinu
krabbameini. Þessi stóri, myndar-
legi og hófsami maður sem við héld-
um að ekkert gæti bugað. Við
stöndum uppi og skiljum ekki til-
ganginn en oft er sagt að þeir deyi
ungir sem guðirnii' elska, og við
verðum að trúa því.
Skúli kom inn í fjölskylduna fyrir
tuttugu árum, ungur og feiminn en
staðfastur og ákveðinn í sínu námi,
hæglátur og prúður. Skúli þráði úti-
veru og jeppaferðir, sem áttu hug
hans allan.
Ófáar ferðirnar fór hann upp í
Baldurshaga, sem er uppgræðslu-
svæði við Kjalveg, með áburð og
fræ til að undirbúa áriega land-
græðsluferð Lionsklúbbsins Bald-
urs, sem hann var félagi í. Fannst
honum gaman að sjá landið gróa á
svo ótrúlegan hátt og hvað það gæfi
mikið að skila landinu í betra
ástandi til komandi kynslóðar, því
Skúli unni landi sínu. Þetta ár varð
hann að horfa á sumarið hverfa án
þess að geta notið útiveru og há-
lendisferða.
Elsku Ninný, systir okkar og
mágkona, hefur staðið við hlið Skúla
eins og klettur og við hin stöndum
agndofa yfir þeim mikla krafti sem
hún býr yfir.
Skúli kvartaði aldrei í veikindum
sínum og reyndi eftir fremsta
magni að láta lífið ganga sinn vana-
gang.
Skúli var vélaverkfræðingur að
mennt og vann hjá Plastprenti við
stjórnunarstörf og sótti vinnu eins
lengi og hann gat, því samviskusam-
ari og duglegri mann er ekki hægt
að hugsa sér.
Að kvöldi dags er kveikt á öllum stjörnum,
og kyrrðin er þeim mild, sem vin sinn tregar,
og stundum skýla jöklar jarðarbömum,
og jafnvel nóttin lýsir þeim til vegar.
I klakabrynju getur moidin munað,
að minnstu fræin urðu vaxinn gróður,
og sálir dreymt um nýjan ástarunað,
um ungan fugl og laufgað skógarrjóður.
(Davíð Stef.)
Elsku Ninný, Magnús og Árni
Þór, hugur okkar er hjá ykkur.
Góður Guð styi'ki ykkur og varð-
veiti í þessari miklu sorg.
Foreldrum Skúla og systkinum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Jón og Ellabogga, Ástþór og
Harpa, Einar, Elsa og Pjetur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Heiðursmaður er genginn.
Á tímamótum sem þessum leitar
margt á hugann.
Minningarnar koma til manns og
líða hjá. Guðmundi var gefið glað-
vært sinni og jákvæðni sem hafði
góð áhrif á alla í kringum hann.
Hann hafði áhuga á mönnum og
málefnum. Fylgdist vel með. Þjóð-
málin voru oft ofarlega í huga hans
m.a. íslenskur landbúnaður, ekki
síst á umbrotatímum eins og á und-
anförnum misserum.
SKÚLI
TRYGGVASON
Hann hafði ákveðnar skoðanir á
öllum hlutum og lét þær í ljós, en
virti jafnframt skoðanir annan'a.
Hann bar ætíð hag afkomenda
sinna mjög fyrir brjósti og fylgdist
alltaf vel með því hvað þeii' voru að
gera og hvað þeir ætluðust fyrir.
Virðing hans fyrir mönnum og
málleysingum er mér ofarlega í
huga. Hann var næmur á það
hvemig öðram leið.
Hann hafði sterka réttlætis-
kennd, var jafnréttissinni. Það er
því vel við hæfí að bæði karlar og
konur bera hann síðasta spölinn í
dag.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ágústa Guðjónsdóttir.
Mikið lifandis skelfing getur lífið
stundum verið óréttlátt. Að ungur
maður í blóma lífsins skuli vera hrif-
inn brott frá sínum nánustu aðeins
rétt rúmlega fertugur að aldri. Um
mitt síðasta ár fór Skúli að kenna
sér meins af þeim sjúkdómi er síðan
dró hann til dauða, sjúkdómi sem
allt of margir íslendingar falla fyrir
og er þá ekki spurt um aldur eða á
hvern hátt menn hafa lifað lífinu.
Skúli var reglumaður og lifði heil-
brigðu lífi, þess vegna er fráfall
hans manni enn óskiljanlegra, vegir
guðs eru órannsakanlegir.
Við Skúli vorum systrasynir. Ég
er fjórum árum eldri en Skúli, og á
milli okkar er bróðir minn, tveimur
áram yngri en ég. Þriðja systir
mæðra okkar hefur mesta sína ævi
búið í Englandi. Samgangur mæðra
okkar hefur alla tíð verið mikill. Við
Skúli vorum elstu börn þeh'ra og
því má segja að við höfum nánast
alist upp saman. Mínar fyrstu minn-
ingar um Skúla voru þegar mamma
var að passa hann, og ég var látinn
fylgjast með því þegar hann var sof-
andi í vagni sínum, og láta vita þeg-
ar hann vaknaði. Mér var því oft á
okkar yngri árum falin umsjón með
okkur þremur, þar sem ég var elst-
ur. Minningarnar eru því margar er
hugurinn leitar til baka, hvort sem
um var að ræða á heimili foreldra
Skúla, fyrst við Hofteig, síðan við
Tunguveg í Reykjavík, uns þau
fluttust að Hrauntungu í Kópavogi.
Eða á heimili foreldra minna á
Kársnesbraut í Kópavogi og síðan í
Álfheimum í Reykjavík.
Það var mikið gæfuspor í lífi
Skúla er hann kynntist skólasystur
minni úr Langholtsskóla, Jónínu
Magnúsdóttur. Þau hófu sambúð,
fyrst í Reykjavík, en fóra síðan til
náms í Danmörku, og nú síðustu ár-
in höfðu þau komið sér fyrir á
glæsilegu heimili í Garðabænum.
Eftir að ég fluttist norður í land fyr-
ir 15 áram var samgangur milli okk-
ai' minni. Þó hittumst við alltaf hjá
fjölskyldum okkar fyrir sunnan, og
Ninný og Skúli komu ævinlega við
hjá okkur er þau voru á ferð um
Norðurland.
Elsku Ninný, Magnús Ágúst og
Árni Þór, missir ykkar er mikill.
Hugur minn og barna minna er hjá
ykkur á þessum erfiðu tímum. Megi
góður Guð styrkja ykkur í sorginni.
Guð blessi minninguna um góðan
dreng, frænda minn Skúla Tryggva-
son.
Lúðvík Haraldsson.
Elskulegur frændi og vinur er
látinn. Eftir stendur hnípin fjöl-
skylda og tómarúmið er mikið. Þeg-
ar góður drengur er skyndilega
hrifinn burt hrannast upp ljúfar
minningar, minningar um góðan
dreng.
Maður missir kjarkinn, veit ekki
hvað á að segja, á engin orð. Af
hverju ungur maður í blóma lífsins
er tekinn burt frá fjölskyldu, nei,
enginn fær skilið af hverju.
Við minnumst margra góðra
stunda, bæði hér heima og eins í
Danmörku. Alltaf var gaman að
koma og heimsækja ykkur, okkur
tekið opnum örmum.