Morgunblaðið - 06.11.1998, Side 52

Morgunblaðið - 06.11.1998, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING GUÐJÓN BJARNASON í dag, 6. nóvember, eru 100 ár frá fæðingu föður míns, Guðjóns Bjarnasonar. Hann fæddist á Ós- eyrarnesi við Eyrar- bakka en þar var áður ferjustaður yfir Ölfusá áður en brú var byggð yfir ána. Hann var sonur Bjarna Símon- arsonar, bónda í »>- Hallstúni, seinna jám- smiðs í Reykjavík og konu hans Rristgerð- ar Oddsdóttur frá Þverlæk í Holtum. Faðir Bjarna var Símon Eyjólfsson Sigurðsson- ar, bónda í Hallstúni. Eyjólfur var bóndi í Saurbæ í Holtum og á Neistastöðum í Flóa. Hans faðir var Sigurður Þorgilsson, bóndi í Stúfholti og á Kambi en hans faðir var einnig Þorgilsson og fæddur um 1720. Faðir Kristgerðar var Oddur Guðmundsson bóndi á Hvammi í Holtum þar sem hún og fæddist 1863. Hans faðir var Guð- mundur Oddsson bóndi í Miðhús- ^um í Hvolhrepp, Steinkrossi og síðast í Gíslholti í Holtum. Faðir Guðmundar var Oddsson Guð- mundssonar Hallvarðsonar Teits- sonar Arnórssonar, en Teitur fæddist 1651 og var bóndi á Lambalæk. Guðjóni var komið í fóstur 32ja vikna gömlum hjá Guðrúnu Símon- ardóttur fóðursystur sinni en hún bjó í Króki við Þjórsá með Ólafi Guðmundssyni bónda og ferju- manni við Þjótanda. Harðbýlt var í Króki á þessum tíma, „þetta var harðbalajörð“ eins og Guðjón sagði. Mestur hluti túnsins var á einum hól og var stundum einung- is hægt að fá um 36 hesta af tún- inu. Til þess að hafa hey handa kúnum var heyjað í Safamýri sem er mýrarfláki fyrir framan Vet- leifsholtshverfið milli Vetleifsholts og Þykkvabæjar. I Króki var Guð- jón til 16 ára aldurs og reyndust Guðrún og Ólafur fóstri hans hon- um vel þennan tíma. Hann ólst upp með bömum Ólafs af fyrra hjóna- bandi þeim Guðmundi, Magnúsi, Borghildi og Þómnni. Hann gekk hluta úr tveim vetrum (1911 og 1912) til Ingimundar Jónssonar •* . kennara í farandskóla sem var í samkomuhúsinu Hábæ í Þykkva- bænum og á Hala í Háfshvei’fi. Foreldmm sínum kynntist Guð- jón ekki fyrr en eftir 16 ára aldur er hann kom til Reykjavíkur. Þau vora þá skOin en bjuggu bæði í Reykjavík. Eldri systkini Guðjóns vora: Ársæll Kristinn, Kristófer, Sigurbjarni og Símon en yngri voru: Guðbjörg Oddfríður, Kjartan Óskar og Guðlaugur. Um haustið 1915 var Guðjón hjá föður sínum í Sandgerði en hann starfaði þá við byggingar fym- Loft Loftsson útgerðar- mann í vestra pláss- inu. Guðjón hafði hug á því að fara í iðnnám hjá föður sínum og var þarna veturinn. Hon- um snerist þó hugur með námið og starfaði sem kaupamaður í Borgarfirði en fer síð- an til Stefáns á Auðn- um á Vatnsleysu- strönd sem vetrar- maður. Skömmu eftir að Guðjón kom til Reykjavíkur réðst hann til Bjarna í Engey en þá var farið með mjólk- ina á hverjum degi yfir sundið til Reykjavíkur. Guðjón var í því einn vetur við annan mann að ferja mjólkina á árabát yfir þrátt fyrir að hann hafi vart mátt berja sjó augum án þess að verða óglatt! Um 1919 var Guðjón ráðinn í Bún- aðarfélagsvinnu austur í Þingvalla- sveit. Þangað fór hann yfir Mos- fellsheiði á reiðhjóli sem hann var nýbúinn að kaupa á uppboði. Þetta var að vorlagi og færðin erfið, mik- il aurbleyta og svað og sökk hjólið í forina. Vora víst bylturnar ófáar eftir því sem hann sagði. Um klukkan fjögur um nóttina kemur Guðjón loksins leiðandi hjólið aust- ur að Heiðarbæ, fyrsta bæ í Þing- vallasveit, þar sem hann ætlaði að byrja vinnuna. Þar var hann að skera ofan af og slétta túnin. Farið var á milli bæja og jarðarbætur gerðar víðast hvar í Þingvallasveit. Launin voru þá fjórar krónur á dag fyrir utan fæði og húsaskjól og þótti allnokkuð. Þegar atvinnuástandið var mjög slæmt, frá 1921 til 1924, reyndi Guðjón að finna upp á ýmsu til þess að afla sér og sínum lífsviður- væris. Einu sinni datt honum t.d. í hug, hann átti þá heima á efri hæð að Óðinsgötu 32, að nota litla kompu undir stiganum sem að- stöðu til þess að sóla skó. Hann hætti því nú fljótlega því eins og hann sagði sjálfur „þá hafa eflaust viðskiptavinir mínir verið jafn óá- nægðir og ég með þetta starf mitt!“ A þessum tíma var fiskur seldur úr vögnum á götunum á vegum Jóns og Steingríms fisksala og Eg- gerts Brandssonar. Guðjón seldi hjá þeim upp á prósentur við góð- an orðstír og seldi oftast það sem hann var með í vagninum. Hann fór yfirleitt hús úr húsi og bankaði upp á til þess að leita sér við- skiptavina. Þá var ýsan seld á 8 aura pundið. Vegna góðs gengis Guðjóns við fisksöluna gat hann ætíð gengið að þessu á vetrum þegar lítið var að gera í byggingar- vinnunni. Hann vildi líka eingöngu selja góða vöra og var þekktur að því. Hann minntist sérstaklega góðrar sölu á Seltjarnarnesi: í Nesi, Mýrarhúsum og Hrólfsskála, en þá var löng leið þaðan til Reykjavíkur og því munu menn hafa birgt sig vel upp. Guðjón vann fyrst þó nokkuð við uppskipun fyrir Islandsfélagið, sem átti togarana Apríl og Maí en félag- ið var einnig með afgreiðslu fyrir fleii-i togara. Hann fór síðan að vinna með byggingameisturanum Kristni Sigurðssyni og Jens Eyj- ólfssyni, en þeii’ byggðu mörg af stærri húsum Reykjavíkur á þess- um áram: Landspítalann, Sundhöll- ina, Kleppsspítalann, Landakots- kirkju og fleiri. Þeir munu hafa ver- ið stærstu byggingaraðilar í Reykjavík þess tíma. Guðjón var flokksstjóri hjá Kristni bygginga- meistara við niðurlagningu steypu en árið 1928, þegar verið var að byggja Austurbæjarskólann, lætur Kristinn undan Guðjóni sem hafði þráfaldlega leitað eftir því að fá að fara í múraralæri. Sveinsstykkið gerir Guðjón 1932 en var á verka- mannakaupi allan námstímann sem var sjaldgæft á þeim tíma. Yfírleitt höfðu lærlingar hálft verkamanna- kaup en skólagjöldin vora hinsveg- ar greidd af meisturam. Þegai- Guðjón byrjaði að vinna sem múr- ari vora laun sveina 1,80 kr. á klst. og þótti ekki mikið. Verkamanna- laun vora þá um 1 kr. 35 á tímann. Fyrir fólk skipti þó mestu að hafa einhverja vinnu því atvinnuleysi var mjög mikið. Guðjón hafði þó á þess- um áram (um og upp úr 1930) alltaf fasta vinnu. Meðal eldri íslendinga er Guðjón sennilega þekktastur sem stjóm- andi bamakórsins Sólskinsdeildar- innar. Þeir yngri þekkja e.t.v. lög sem hann gerði, eins og „Ég langömmu á“ og „Stína og brúðan". Sólskinsdeildin var stofnuð 1938 og starfaði um 8 ára skeið. Guðjón hafði fengið þjálfun í tónlist, nótna- lestri, tónfræði og söngstjóm hjá Róbert Abraham Ottóssyni og dr. Viktor Urbancic. Bömin í kómum vora yfirleitt um 30 alls og vora 10 ára gömul. Kórinn söng í bamatímum séra Jakobs Jónssonar í útvarpinu og sá jafnvel um allan bamatímann, en af þessu varð kórinn eflaust vel þekkt- ur. Hann fór í mánaðarferð um Austur- og Norðurland árið 1942 og aftur 1945. Kómum var alls staðar mjög vel tekið og flutti hann dag- skrá sína oftar en einu sinni á sum- um stöðum. Arið 1946 fór svo kór- inn í ferð um Vestfirði, en það var síðasta ferðin því Guðjón hætti með hann þetta sama ár. Nokkrar ágæt- ustu söngkonur íslands hafa stigið sín fyrstu skref á söngbrautinni í Sólskinsdeildinni. Má þar t.d. nefna Ingveldi Hjaltested og Svölu Niel- sen. Þessi tími og hugsjónastarf Guðjóns með Sólskinsdeildinni var alla ævi eins og sólskin í lífi hans því, eins og hann sagði sjálfur, „þá hef ég aldrei á ævinni tekið að mér eins skemmtilegt starf.“ Þegar Guðjón bjó á Stokkseyri í kringum 1950 stofnaði hann stúlknakórinn Svölurnar og seinna, þegar hann dvaldist um 3ja ára skeið við vinnu í Keflavík, í kringum 1953, stofnaði hann líka þar smá kór. Sumarið 1918 þegar Guðjón var kaupamaður í Hlíð í Grafningi, kynnist hann Guðrúnu á Torfa- stöðum Sveinsdóttur (f. 6.9.1895), en Sveinn hélt þar bú með móður sinni Katrínu. Sumarið eftir, þegar Guðjón er við jarðabætur í Þing- vallasveit, hittir hann á ný Guð- rúnu, sem þá var hjá systur sinni Jónínu í Vatnskoti í Þingvallasveit en hún var gift Símoni Péturssyni, miklum hagleiksmanni. Guðjóni dvaldist í Vatnskoti hjá Símoni og aðstoðaði hann á alla lund fram eftir hausti. Þá um haustið (1920) gifti séra Jón Þórarinsson Guð- rúnu og Guðjón á Þingvöllum og hófu þau búskap á Hverfisgötu 71 í Reykjavík. Með Guðrúnu eignaðist Guðjón 3 börn: Lýdíu 1921, Kjart- an 1925 og Bjarndísi Kristrúnu 1927. Lýdía var látin heita eftir vinkonu Guðrúnar, frú Lýdíu í Arnarbæli, konu séra Olafs Magn- ússonar prests. Kjartan var látinn heita eftir Katrínu móðurömmu sinni en Bjarndís Kristrún var lát- in heita eftir foreldrum Guðjóns, Bjama og Kristgerði. Guðrún varð fljótt slæm af berklum og mikill sjúklingur, þoldi illa hávaða og var meira og minna rúmliggjandi alla tíð. Þau fluttu oft á búskaparárum sínum, bjuggu m.a. á Hverfisgötu 25 og leigðu svo hingað og þangað, en húsið sem Guðjón sá mest eftir var Skóla- vörðustígur 18. Það höfðu þau keypt 1932 af Ólafi Daníelssyni menntaskólakennara en höfðu leigt þar áður . Það mun þá hafa kostað 28 þúsund krónur. Áður hafði Guðjón steypt upp hús að Framnesvegi 34 en varð að selja það vegna fjárskorts áður en þau gátu flutt inn. Guðjón og Guðrún höfðu seinni árin vinnukonu, mikið til vegna heilsuleysis Guðrúnar. Af þeim sökum tóku vinir þeirra í Steinskoti á Eyrarbakka, Ágústín- us Daníelsson og kona hans Ingi- leif Eyjólfsdóttir, yngsta barnið, Bjarndísi Kristrúnu (Dúnu), níu mánaða gamla og ólst hún þar upp að mestu leyti. Lýdía og Kjartan vora þó hjá foreldrum sínum þrátt fyrir veikindi móður þeirra. Vegna þessa varð Guðjón að mestu leyti að hætta að vinna við múrverk í kringum 1937. Hann setur þá upp leikfangagerð í kjall- aranum á Skólavörðustígnum. Þar smíðaði hann vörabfla úr tré handa krökkum, kubba o.fl. Hann hafði fólk í vinnu yfir sölutímann, sem var eingöngu 2ja vikna tímabil fyrir jólin. Því var það að hann keypti sér vél til þess að búa tfl kústsköft og um tíma sá hann öll- um Reykjavíkurmarkaðnum fyrir kústsköftum! Þannig hafði hann vinnu mestan part af árinu því alltaf seldust kústsköftin. I stríðs- byrjun selja þau Skólavörðustíg 18 m.a. af hræðslu við loftárasir og flytja inn í Kleppsholt. Leikfanga- iðjuna starfrækti hann í um það bil 5 ár en 1942 deyr Guðrún. Þá selur Guðjón leikfangagerðina og vél- arnar og hóf á ný vinnu í múrverki. Árið 1930 eignaðist Guðjón dótt- urina Lillý Erlu með Jónínu Jóns- dóttur (f. 21.6.1892). Guðjón giftist svo Önnu Líndal 1945 en þau slitu samvistum skömmu seinna. Árið 1947 kynnist Guðjón Huldu Long (f. 18.1.1919) á skemmtun á Eyrarbakka en hann vann þar við múrverk. Þau giftust 1948 og eign- uðust saman 2 börn, Sigurð Rúnar 1949 og Huldu Kolbrúnu 1952. Guðjón og Hulda bjuggu síðan saman í hamingjuríku hjónabandi allt þar til Hulda lést í október 1980. Þau bjuggu fyrst á Grettis- götu 36 í Reykjavík, en keyptu svo húsið Sólvang á Stokkseyri sem þau fluttu í 1949. Þar voru þau þó ekki nema hálft annað ár því litla vinnu var þar að hafa. Þau bjuggu svo í Laugarneskampi 12, bragga sem breski herinn hafði byggt. Hann stóð í flæðarmálinu þannig að sjórinn gekk hálfpartinn yfir braggann þegar þannig stóð á átt og sjávarföllum. Þaðan fluttu þau um 1955 í Hólmgarð 38 í Bústaða- hverfi og í Hæðargarð 50 í sama hverfi árið 1966 þar sem þau áttu heimili alla tíð síðan. Skömmu fyrir 1960 fengu þau hjónin bæði „frímerkjabakteríu“ sem var í þvi fólgin að þau keyptu flest þau frímerki og frímerkjasöfn sem þau gátu og unnu við þau öll- um stundum. Fyrir utan að leysa af og flokka var gengið frá merkj- unum í pakka aðgengilegum handa útlendingum og þannig gátu þau haft svolítið upp úr þeim. Þetta var þó aldrei nema tómstundagaman hjá Guðjóni því hann vann sem múrari langt fram á áttræðisaldur. Mörg sumur hafði hann sem reglu að vinna úti á landi og hafði þá um árabil (1962 - 1974) yngri son sinn með sér. Hann vann þannig um langt skeið á Fellsströnd og víðar í Dalasýslu, í Skógaskóla, í Borgar- nesi, á Laugarvatni, Akureyri, í flestum byggðakjömum á Aust- fjörðum og víðar. Guðjón og Hulda vora mjög samrýnd og ærsluðust oft sem unglingar væra. Þau köstuðu oft fram vísum enda bæði vel hag- mælt. Hin seinni ár eða upp úr 1972 fóru þau hjónin að dæmi far- fuglanna og héldu árlega til heitari landa að hausti. Þau bjuggu þannig flesta vetur eftir það á Suð- ur-Spáni og undu sér vel en komu svo heim á vorin. Það bar ekki mikið á aldursmun á þeim þótt ein 20 ár skildu þau að enda fór það svo að Hulda dó á undan Guðjóni, 7.10.1980, en Guðjón dó þrem ár- um seinna, 11.9.1983. Guðjón var hvers manns hug- ljúfi, glaðvær og góðviljaður og þeir sem nutu samvista við hann minnast hans ætíð með hlýju. Blessuð sé minning góðs drengs. Sigurður R. Guðjónsson. > Helsri Ass evkur Skákþing íslands 1998 ÁRBORG 27. október 7 nóvember Birkir Hreinss. - Guðni Péturss. Vt-'k Ragnar Stefánss. - Olafur Kjartanss. Vt-'k Ólafur í. Hanness. - Valdimar Leifss. 1-0 Gústaf S. Bjömss. - Hjörtur Jóhannss. 1-0 Nr. Nafn: Tltll Stig: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 vinn. röð iorvstuna 1 Helgi Áss Grétarsson SM 2480 ’/» ’/2 1 1 1/2 1 1 1 61/2 1. 2 Þröstur Þórhatlsson SM 2495 yVM 1 1 ’/2 1 0 0 1 5 2.-4. 3 Þorsteinn Þorsteinsson FM 2310 y2 0 1/2 1/2 1 1/2 1/2 1 41/2 5. Atli Kristjánss. - Sigurjón Kjæmestedt 0-1 Sk\k ansson. Auk þessara tveggja sigra voru úrslit annarra skáka í áttundu umferð hagstæð fyrir Helga Áss. 4 Bragi Þorfinnsson 2235 0 0 1/2 ’/» 1 ’/» 0 ’/» 3 9.-11. Staðan eftir 4 umferðir er sem 5 Jón Viktor Gunnarsson AM 2445 0 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1 1 5 2.-4. hér segir: 1.-3. Bjöm Þorfinnsson, Jóhann H. Ragnars- Árhorg, 27. «kt. — 7. nóv. 6 Jón Garðar Viðarsson FM 2375 y2 0 0 1/2 1 1 0 1 4 6. 7 Hannes H. Stefánsson SM 2535 0 1 ’/» 1 1/2 0 1 1 5 2.-4. Aðal viðureign umferðarinnar var 8 Davíð Kjartansson 2130 0 0 0 0 1 1/2 1 1/2 3 9.-11. son og Sigurbjöm Björnsson 3'/2 v. SKÁKÞING ÍSLANDS á milli stigahæstu skákmanna mótsins, stórmeistaranna Þrastar Þórhallssonar og Hannesar Hlífar 9 Bergsteinn Einarsson 2210 0 ’/» 0 ’/» 0 1j 0 0 2 12 4. Einar Kr. Einarsson 3 v. 10 Sævar Bjarnason AM 2295 1/2 1/2 0 1 1 1/2 0 0 31/2 7.-8. 5. Sigurður Daði Sigfússon 2'k v. Stórmeistarinu Helgi Áss Grétars- 11 Róbert Harðarson FM 2325 1 1/2 1 0 0 0 0 1 31/2 7.-8. 12 Amar E. Gunnarsson 2180 0 0 0 1/2 0 ’/» 1 1 3 9.-11. 6.-7. Vigfús Óðinn Vigfússon og Hafliði Haf- son hefur nú \'k vinning í forskot á næstu menn þegar þrjár umferðir eru eftir í Iandsliðsflokki á Skák- þingi íslands. STAÐA Helga Áss Grétarssonar styrktist mjög í sjöundu og átt- undu umferð í landsliðsflokki Skákþings Islands. I sjöundu um- ferð sigraði hann Hannes Hlífar Stefánsson, eins og fram kom í skákþættinum í gær, og í þeirri áttundu vann hann Davíð Kjart- Stefánssonar. Þröstur var í öðru sæti fyrir umferðina, einungis hálf- um vinningi á eftir Helga Áss. Hannes, sem hafði svart, sigraði í skákinni. Jón Viktor Gunnarsson var í þriðja sæti, vinningi á eftir Helga Áss. Hann gerði jafntefli við Braga Þorfinnsson. Þessi úrslit þýða, að Helgi Áss Grétarsson er með l'A vinning í forskot á næstu menn þegar þrjár umferðir eru til loka mótsins. Urslit í áttundu um- ferð urðu þessi: Arnar Gunnarss. - Sævar Bjarnas. 1-0 Róbert Harðars. - Bergsteinn Einarss. 1-0 Helgi Á Grétarss. - Davíð Kjartanss. 1-0 rtöstur Þórhallss. - Hannes H. Stefánss. 0-1 Þorsteinn Þorsteinss. - Jón G. Viðarss. 1-0 Bragi Þorfinnss. - Jón V. Gunnarss. Vt-'k Níunda umferð var tefld í gær- kvöldi. Þá tefldi m.a. Bergsteinn við Helga Áss, Hannes við Þor- stein, Davíð við Þröst og Jón Vikt- or við Arnar. Meistaramót Hellis Fjórða umferð á Meistararamóti Taflfélagsins Hellis var tefldynið- vikudaginn 4. nóvember. Úrslit urðu sem hér segir: Vigfús Vigfúss. - Björn Þorfinnss. 0-1 Hafliði Hafliðas. - Jóhann Ragnarss. 0-1 Sigurbj. Björnss. - Kjartan Guðmundss. 1-0 Benedikt Bjarnas. - Einar Einarss. 0-1 Eiríkur Einarss. - Sigurður D. Sigfúss. 0-1 liðason 2 v.+fr. 8.-13. Kjartan Guðmundsson, Benedikt Örn Bjamason, Eiríkur Garðar Einarsson, Guðni Stefán Pétursson, Ólafur Kjartansson og Ólaf- ur ísberg Hannesson 2 v. o.s.frv. Fimmta umferð verður tefld föstudaginn 6. nóvember kl. 19:30 í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1. Daði Orn Jónsson Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.