Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 54
*54 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR 90 ár liðin frá stofnun Hvolsskóla Að virkja mannauð UM ÞESSAR niundir er þess minnst að 90 ár eru liðin frá stofnun Hvolsskóla á Hvolsvelli. Sunnudag- inn 1. nóvember var haldin hátíð í tilefni þessara tímamóta þar sem saga skólans var rakin í máli, tónum og myndum. Núverandi skólastjóri, Unnar Þór Böðvarsson, rakti upp- haf skólastarfs en fyrrverandi nemendur röktu veru sína og minningar úr skólan- um. Skóli er hornsteinn hvers héraðs og sú uppeldisstofn- un, að heimilinu undanskildu, sem leggur grunninn að velferð og framtíðaráformum ungs fólks. Þess vegna ber að hlúa vel að skólastarfi og er óhætt að segja að það hafí verið gert í Hvolsskóla í gegnum árin. En skóli er meira en hinir dauðu ^.'.lutir sem felast í byggingum, hús- gögnum og hinum efnislega aðbún- aði, sem auðvitað skiptir máli, en það er skólamenningin og skóla- andinn og árangur námsins sem eru grundvallaratriði. Þetta kom mjög vel fram í upprifjun gamalla nemenda á veru sinni í Hvolsskóla. Sá sem þessar línur skrifar var svo lánsamur að vera nemandi skólans á árunum 1961-1971. Þá stjórnuðu Birna Frímannsdóttir og Trúmann Kristiansen skólanum. I þá tíð var ■**aðstaðan í skólanum ekki viðlíka og nú er en allur skólaandi, skólahagir og fjölbreytni í námi með ólíkindum mikil miðað við að hér var um lítinn landsbyggðarskóla að ræða. Eg veit að ég tala fyrir munn margra þegar minnst er starfa og hins merka uppeld- ishlutverks þessara merku sæmdarhjóna. I þeirra tíð var Hvols- skóli gerður að mið- og gagnfræðaskóla, eins og slíkar skólastofnanir voru nefndar á sjöunda áratugnum. Þetta leiddi tU samstarfs sveitarfélaga í Hvol- hreppi, Fljótshlíðar- hreppi og Vestur- og Austur-Landeyja- hreppi. Þessi samvinna hefur eflst mjög í gegnum tíðina. Þessar breytingar á Hvolsskóla Skóli er hornsteinn hvers héraðs, segir ísólfur Gylfí Pálmason, og sú uppeldisstofnun, að heimilinu undanskildu, sem leggur grunninn að _______velferð og framtíðaráformum ungs fólks. leiddu til þess að ungt fólk gat stundað nám eftir fermingu í heimahögum án þess að þurfa að fara í heimavistarskóla. Þetta var auðvitað mikU breyting á sínum Isólfur Gylfi Pálmason Brúðhjón Allur borðbiinaður Glæsileg gjafavara - Brúðhjdnalistar VERSLUNIN Latignvegi 52, s. 562 4244. Nám fyrir slátrara, matartækna, matsveina og í löggiltum iðngreinum: Bakaraiðn, framreiðslu, matreiðslu og kjötiðn. Kennsla hefst í janúar. Innritun fer fram í skólanum til 15. nóvember. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 8.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00 Umsóknum fylgi einkunnir, mynd og afrit af námssamningi fyrir löggiltu greinarnar. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓHNN .111, MENNTASKOLINN I KOPAVOGI v/Digranesveg - 200 Kópavogur, sími 544 5530, fax 554 3961. Netfang mk@ismennt.is tíma. Skólastarf í Hvolsskóla hefur verið farsælt í gegnum tíðina og enn búum við vel og margir hafa þar lagt hönd á plóginn. Nú starfar eingöngu fagfólk við skólann því fagkennarar eru í hvei'ri stöðu sem, því miður, er of fátítt í landsbyggð- arskólum á Islandi. Það gladdi okkur sem eigum böm í Hvolsskóla að sjá útkomu í samræmdum prófum í fjórða og sjöunda bekk, sem nú era breytt, sbr. ný grunnskólalög. Þar kom fram að útkoman í fjórða bekk var hin þriðja besta á landsvísu. Ut- koman í sjöunda bekk var langt yfír landsmeðaltali. Þetta eru góðar fréttir þar sem útkoman á sam- ræmdu prófunum í tíunda bekk á síðasta ári var óviðunandi. Auðvitað er oft erfítt að átta sig á meðaltöl- um og margt sem skekkt getur þá mynd. Þessar nýju niðurstöður í fjórða og sjöunda bekk eru vís- bendingar um að sóknarandi sé í þessari gömlu menntastofnun sem okkur gömlum nemendum er svo kær. Enn ríkir framsækinn menning- arandi í Hvolsskóla. I gegnum tíð- ina hefur verið gott samstarf Tón- listarskóla Rangæinga og Hvols- skóla. Um nokkurra ára skeið hefur verið rekin forskóladeild Tónlistar- skóla í Hvolsskóla. Þetta er merki- legt brautryðjandastarf, því auðvit- að eiga nemendur að njóta góðs tónlistaruppeldis strax í upphafi náms í grunnskólanum. A þessum tímamótum er vert að þakka öllum þeim er hafa starfað við og stjórnað starfsemi Hvolsskóla í 90 ára sögu hans. Núverandi skólastjóra, kennur- um, nemendum og starfsfólki er óskað velfarnaðar og velgengni í mikilvægu skóla- og uppeldisstarfí sem hefur mikil áhrif á framtíð og möguleika unga fólksins og um leið framtíð byggðar á svæðinu. Höfundur er alþingismaður. LIMMIÐAPRENT Þegarþig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópavogi. S. 587 0980. Fax 557 4243 IADRIR BETUR! Tilboð baðherbergissett! Kr. 25.000,- stgr. Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm Ath. öll hreinlætis- tæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og _ . ~ , baðkari. Salerm með stut i vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. VERSLUN FYRIR AUA I Fellsmúla Sími 588 7332 EITT mikilvægasta úrlausnarefni okkar Islendinga á komandi árum er að finna skyn- samlegar leiðir í nýt- ingu þeirra miklu auð- linda sem við eigum og búum yfir. Hér skiptir ekki aðeins máli að fínna jafnvægi milli stóriðju, virkjana og náttúrunnar, og tryggja hagkvæma nýtingu sjávar, heldur ekki síður hvaða leiðir verða farnar í nýtingu á okkar dýrmætustu auðlind - mannauðn- um. Islendingar og íslensk stjórnvöld hafa verið upptekin af draumum um öfluga uppbyggingu stóriðju og virkjun fallvatnanna. Með stóriðju * A sama tíma og stjórnvöld hafa beint kröftum sínum að stóriðju, segir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, hafa einstaklingar lyft Grettistaki við virkjun mannauðsins. hefur ætlunin verið að auka fjöl- breytni atvinnulífsins og skjóta þannig styrkari stoðum undir efna- haginn. Ljóst er að þessi stefna hefur skilað okkur ágætum ár- angri, þótt vonbrigði hafí fylgt vegna óraunhæfra væntinga. Virkjun mannauðsins En á sama tíma og stjórnvöld hafa beint kröftum sínum að stór- iðju hafa einstaklingar lyft Grettistaki við virkjun mannauðs- ins. Með framsýni og dugnaði hef- ur eigendum og stjómendum tek- Mikið úrval af fallepm rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Dupló Tölvutengdir fjölritarar fyrir skóla og fyrirtæki. Pappírsröðunarvélar Einfalt og hraðvirkt. Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavxk, sími 588 4699, fax 588 4696 ist að byggja upp glæsileg fyrirtæki á sviði hátækni og hug- búnaðar. Og með svip- uðum hætti hefur veg- ur og mikilvægi ferða- þjónustunnar aukist ár frá ári. Þar hafa stjómvöld ekki komið beint við sögu, nema með því að tryggja hér eðlilegt umhverfi stöð- ugleikans, enda er það eitt af hlutverkum stjómvalda. Með upp- gangi þessara fyrir- tækja hafa augu stjórnmálamanna opn- ast fyrir því að lífið og framtíðin snýst ekki aðeins um fisk, álver og aðra stóriðju heldur einnig um hugvit, fmmkvæði og áræði. I skýrslu sem Samtök iðnaðarins létu vinna fyrir sig vegna Iðnþings sem haldið var í febrúar sl. kemur fram að útflutningur á öðra en sjávarafurðum verður að aukast um 78% á næstu 10 ámm til að fjármagna aukinn innflutning og hagvöxt. Skýrsluhöfundar benda á að eftir hálfrar aldar vöxt hafi út- flutningur íslenskra sjávarafurða að líkindum náð jafnvægi. Auðvitað er hægt að deila um hvort og þá hversu mikið útflutningur sjávaraf- urða muni aukast á komandi áram. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur tekið stórstígum framfórum og mun sjávarútvegur áfram vera homsteinn atvinnulífs á Islandi. En við megum ekki láta þar við sitja. Markviss stefna í uppbygg- ingu iðnaðar og þá ekki síst á sviði hátækni og hugvits er nauðsynleg. Og sóknarfærin í þjónustu, einkum ferðaþjónustu, eru til eins og dæm- in sanna. Auðug þjóð Við íslendingar eram auðug þjóð með landið og auðlindir þess og hafsins. Skynsamleg nýting þess- ara auðlinda skiptir mestu um hvernig tekst til að tryggja góð lífskjör hér á landi. Fyrir þá sem era að stíga sín fyrstu skref á að vera eftirsóknarvert að eiga hér heima. Sóknarfærin eru alls stað- ar; í virkjun fallvatna í sátt við um- hverfi og náttúru, í ferðaþjónustu sem byggist á fegurð landsins og hreinleika, í menningu og arfleifð okkar Islendinga en síðast en ekki síst í hugviti, frumkvæði og áræði einstaklinga og samtaka þeirra. Takist okkur að nýta þessi sóknar- færi þurfum við ekki að örvænta um framtíðina. Höfundur er lögfræðingur og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi. Barnaskór í mörgum gerðum St. 20-33 j V. 2.990 SMÁSKÓR sérverslun með barnaskó, í bláu húsi v/Fákafen, s. 568 3919 HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR... ARBONNE INTERNATIONAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðir um land allt Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.