Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 58
X 58 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS llmsjón Arnór G. Ragnarsson. Islandsmót (h)eldri og yngri spilara UM helgina verða tvö íslands- mót spiluð í Þönglabakkanum: Is- landsmót yngri spilara í tvímenn- ingi. Þeir sem eru fæddir 1974 eða seinna mega taka þátt í mótinu. Þátttaka er ókeypis. Islandsmót (h)eldri spilara í tvímenningi. Skil- yrði fyrir þátttöku eim að báðir í parinu séu 50 ára á árinu og sam- anlagður aldur parsins sé 110 ár. Bæði mótin byrja kl. 11.00. Skrán- ing í s: 587 9360 eða isbridgeÉis- landia.is Bridsmót Munins og S/L um aðra helgi Árlegt bridsmót Bridsfélagsins Munins í Sandgerði og Samvinnu- ferða/Landsýnar verður haldið 14. nóv. í félagsheimilinu að Mána- grund sem er á milli Keflavíkur og Sandgerðis. Þátttaka er mjög góð og stefnir allt í metþátttöku. Vænt- anlegir þátttakendur era vinsam- lega beðnir að skrá sig sem fyrst, eigi síðar en 12. nóv. Vegleg verðlaun verða í boði, einnig verða dregin út aukaverð- laun eftir að spilamennsku lýkur. 1. sæti = 70.000 kr., 2. sæti = 50.000 kr., 3. sæti = 30.000 kr., 4. sæti = 10.000 kr., 5. sæti = 6.000 kr. Auka- verðlaun ferðavinningur 50.000 kr., 2x matur fyrir tvo = 10.000 kr. Spilað er eftir Monrad fyi-ir- komulagi og hefst spilamennska kl. 10 f.h. Keppnisstjóri verður Sveinn R. Eiríksson. Keppnisgjald er 6.000 kr. fyrir parið. Skráning er í símum 587 9360 BSÍ, 4213632 Garðar, 423 7628 Víðir og 422 7230 Þröstur. Val landsliða A fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Bridssambandsins var ákveðið að ráða Einar Jónsson ein- vald og þjálfai'a kvennalandsliðs- ins; I opna flokknum var ákveðið að spilað verði um landsliðssætin tvær helgar í febrúar. Nánara fyrir- komulag verður auglýst síðar. Námskeið um aðvent- una BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg efnir til námskeiðs laugardaginn 14. nóvember milli kl. 13 og 17. Á námskeiðinu verður fjallað um aðventuna sem tíma til undirbún- ings jólanna. Hugmyndir um verk- efni og samvinnu fjölskyldunnar á aðventutímanum verða kynntar. Markmið námskeiðsins er að hvetja fólk tii umhugsunar um boð- skap og innihald jólahátíðarinnar. Fjallað verður um ýmsar hug- myndir um viðfangsefni og sam- verustundir, jafnt fyrir einstak- linga, fjölskyldur og fólk í kristi- legu barnastarfi. Umsjón hefur Kristjana G. Ey- þórsdóttir. Námskeiðsgjald er 1.500 krónur. Geirfuglarnir á Grandrokki GEIRFUGLARNIR spila fóstu- dagskvöldið á Grandrokki við Klapparstíg. Hljómsveitin, sem gaf í sumar út hljómdiskinn Drit, leikur jöfnum höndum sígilt rokk og FRÉTTIR gleðipopp, bæði eigin tónlist og ann- arra. Á laugardag kl. 14 fer svo fram úrtökumót Skákfélags Grandrokks vegna deildakeppni Skáksambands Islands sem hefst 13. nóvember. Þegar liggur fyrir að efstu menn í sveit Skákfélags Grandrokks verða Róbert Harðarson, Dan Hansson og Tómas Bjömsson. Miðvikudagskvöldið 11. nóvem- ber verður svo fjórða skáldakvöld Besta vinar ljóðsins á Grandrokki þar sem fimm kunnir höfundar lesa úr nýjum og væntanlegum bókum sínum. Ráðstefna um stöðu dómstól- anna í vitund þjóðarinnar RÁÐSTEFNA á vegum lagadeildar Háskóla íslands í tilefni af 90 ára afmæli lagakennslu á íslandi í sam- vinnu við Hollvinafélag lagadeildar og Orator, félag laganema, verður haldin í Háskólabíói, sal 3, laugar- daginn 7. nóvember kl. 14-17. Jónatan Þórmundsson, forseti lagadeildar, setur ráðstefnuna. Framsöguerindi flytja Eiríkur Tómasson, prófessor, Valtýr Sig- urðsson, héraðsdómari, og Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður. Loks verða pallborðsumræður undir stjóm Stefáns Más Stefáns- sonar, prófessors. Aðfaraorð flytur Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður. Þátttakendur í pallborði era Hjördís Hákonardótt- ir, héraðsdómari, Hreinn Loftsson, hæstaréttarlögmaður, Sigurður Líndal, prófessor, Sigurður Tómas Magnússon, héraðsdómari, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri, og Þórann Guðmundsdóttir, hæstaréttarlög- maður. Ráðstefnustjóri er Davíð Þór Björgvinsson, prófessor. Islandsmeistara- keppni í sam- kvæmisdönsum DANSNEFND íþrótta- og ólymp- íusambands Islands stendur fyrir Islandsmeistarakeppni í 10 sam- kvæmisdönsum með frjálsri aðferð laugardaginn 7. nóvember nk. í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Samhliða veðrar keppt í K-, A- og D-riðlum í grannsporam hjá öllum aldursflokkum. Fimm erlendir dómarar dæma keppnina og era þeir frá Dan- mörku, Noregi, Englandi, Þýska- landi og Hollandi. Keppnin hefst kl. Súrefiilsvörur Karin Herzog • viruia gegn öldrunarcinkennum • enduruppbyggja liúðina • vinna á appelsínuhúð og sliti • vinna ú unglingabólum • viðhalda ferskleika húðarinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Hafnarfjarðarapóteki, Fjarðargötu, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur 14 og forsala aðgöngumiða hefst klukkan 12.30. Aðdragandi októberbylt- ingarinnar í bíósal MÍR „MAÐUR með byssu“ nefnist kvik- myndin sem sýnd verður í bíósal MIR, Vatnsstíg 10 sunnudagir.n 8. nóvember kl. 15. Mynd þessi var gerð árið 1938 og fjallar um aðdraganda Októberbylt- ingarinnar í Rússlandi og valdatöku bolsevika og er talin til klassískra verka í sovéskri kvikmyndagerð. Leikstjóri er Sergei Jútkevits en með hlutverk Leníns í myndinni fer Maxím Strauch og Mikhaíl Gelovani leikur Stalín. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni er ókeypis og öllum heimill. Tvær stutt- myndir frum- sýndar BLA Bla hópurinn framsýnir tvær stuttmyndir, sem gerðar voru af nemendum í Kvikmyndaskóla ís- lands, laugardaginn 7. nóvember. Sýningin verður í Tjarnarbíói kl. 18. Boðið verður upp á léttar veit- ingar í forsal hússins. Erindi um DNA viðgerð og krabbamein í NÆSTA föstudagsfyrirlestri Líf- fræðistofnunar, 6. nóvember, mun Jórunn E. Eyfjörð erfðafræðingur flytja erindi um DNA viðgerð og krabbamein. Erindið verður haldið á Grensás- vegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12:20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Haustmarkaður Kvenfélags Bessastaða- hrepps KVENFÉLAG Bessastaðahrepps heldur haustmarkað sunnudaginn 8. nóvember frá kl. 10-17 í hátíðarsal íþróttahússins. Boðið verður upp á fatnað, leik- föng, snyrtivörur og ýmislegt fleira. Kvenfélagskonur munu bjóða upp á innpökkun. Einnig bjóða kvenfé- lagskonur upp á kaffi- og vöfflusölu frá klukkan 13. Eigum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar stoð- og hjálpartæki sem létta störfin, auka öryggi og afköst. Leitið upplýsinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.