Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 58
X 58 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS llmsjón Arnór G. Ragnarsson. Islandsmót (h)eldri og yngri spilara UM helgina verða tvö íslands- mót spiluð í Þönglabakkanum: Is- landsmót yngri spilara í tvímenn- ingi. Þeir sem eru fæddir 1974 eða seinna mega taka þátt í mótinu. Þátttaka er ókeypis. Islandsmót (h)eldri spilara í tvímenningi. Skil- yrði fyrir þátttöku eim að báðir í parinu séu 50 ára á árinu og sam- anlagður aldur parsins sé 110 ár. Bæði mótin byrja kl. 11.00. Skrán- ing í s: 587 9360 eða isbridgeÉis- landia.is Bridsmót Munins og S/L um aðra helgi Árlegt bridsmót Bridsfélagsins Munins í Sandgerði og Samvinnu- ferða/Landsýnar verður haldið 14. nóv. í félagsheimilinu að Mána- grund sem er á milli Keflavíkur og Sandgerðis. Þátttaka er mjög góð og stefnir allt í metþátttöku. Vænt- anlegir þátttakendur era vinsam- lega beðnir að skrá sig sem fyrst, eigi síðar en 12. nóv. Vegleg verðlaun verða í boði, einnig verða dregin út aukaverð- laun eftir að spilamennsku lýkur. 1. sæti = 70.000 kr., 2. sæti = 50.000 kr., 3. sæti = 30.000 kr., 4. sæti = 10.000 kr., 5. sæti = 6.000 kr. Auka- verðlaun ferðavinningur 50.000 kr., 2x matur fyrir tvo = 10.000 kr. Spilað er eftir Monrad fyi-ir- komulagi og hefst spilamennska kl. 10 f.h. Keppnisstjóri verður Sveinn R. Eiríksson. Keppnisgjald er 6.000 kr. fyrir parið. Skráning er í símum 587 9360 BSÍ, 4213632 Garðar, 423 7628 Víðir og 422 7230 Þröstur. Val landsliða A fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Bridssambandsins var ákveðið að ráða Einar Jónsson ein- vald og þjálfai'a kvennalandsliðs- ins; I opna flokknum var ákveðið að spilað verði um landsliðssætin tvær helgar í febrúar. Nánara fyrir- komulag verður auglýst síðar. Námskeið um aðvent- una BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg efnir til námskeiðs laugardaginn 14. nóvember milli kl. 13 og 17. Á námskeiðinu verður fjallað um aðventuna sem tíma til undirbún- ings jólanna. Hugmyndir um verk- efni og samvinnu fjölskyldunnar á aðventutímanum verða kynntar. Markmið námskeiðsins er að hvetja fólk tii umhugsunar um boð- skap og innihald jólahátíðarinnar. Fjallað verður um ýmsar hug- myndir um viðfangsefni og sam- verustundir, jafnt fyrir einstak- linga, fjölskyldur og fólk í kristi- legu barnastarfi. Umsjón hefur Kristjana G. Ey- þórsdóttir. Námskeiðsgjald er 1.500 krónur. Geirfuglarnir á Grandrokki GEIRFUGLARNIR spila fóstu- dagskvöldið á Grandrokki við Klapparstíg. Hljómsveitin, sem gaf í sumar út hljómdiskinn Drit, leikur jöfnum höndum sígilt rokk og FRÉTTIR gleðipopp, bæði eigin tónlist og ann- arra. Á laugardag kl. 14 fer svo fram úrtökumót Skákfélags Grandrokks vegna deildakeppni Skáksambands Islands sem hefst 13. nóvember. Þegar liggur fyrir að efstu menn í sveit Skákfélags Grandrokks verða Róbert Harðarson, Dan Hansson og Tómas Bjömsson. Miðvikudagskvöldið 11. nóvem- ber verður svo fjórða skáldakvöld Besta vinar ljóðsins á Grandrokki þar sem fimm kunnir höfundar lesa úr nýjum og væntanlegum bókum sínum. Ráðstefna um stöðu dómstól- anna í vitund þjóðarinnar RÁÐSTEFNA á vegum lagadeildar Háskóla íslands í tilefni af 90 ára afmæli lagakennslu á íslandi í sam- vinnu við Hollvinafélag lagadeildar og Orator, félag laganema, verður haldin í Háskólabíói, sal 3, laugar- daginn 7. nóvember kl. 14-17. Jónatan Þórmundsson, forseti lagadeildar, setur ráðstefnuna. Framsöguerindi flytja Eiríkur Tómasson, prófessor, Valtýr Sig- urðsson, héraðsdómari, og Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður. Loks verða pallborðsumræður undir stjóm Stefáns Más Stefáns- sonar, prófessors. Aðfaraorð flytur Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður. Þátttakendur í pallborði era Hjördís Hákonardótt- ir, héraðsdómari, Hreinn Loftsson, hæstaréttarlögmaður, Sigurður Líndal, prófessor, Sigurður Tómas Magnússon, héraðsdómari, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri, og Þórann Guðmundsdóttir, hæstaréttarlög- maður. Ráðstefnustjóri er Davíð Þór Björgvinsson, prófessor. Islandsmeistara- keppni í sam- kvæmisdönsum DANSNEFND íþrótta- og ólymp- íusambands Islands stendur fyrir Islandsmeistarakeppni í 10 sam- kvæmisdönsum með frjálsri aðferð laugardaginn 7. nóvember nk. í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Samhliða veðrar keppt í K-, A- og D-riðlum í grannsporam hjá öllum aldursflokkum. Fimm erlendir dómarar dæma keppnina og era þeir frá Dan- mörku, Noregi, Englandi, Þýska- landi og Hollandi. Keppnin hefst kl. Súrefiilsvörur Karin Herzog • viruia gegn öldrunarcinkennum • enduruppbyggja liúðina • vinna á appelsínuhúð og sliti • vinna ú unglingabólum • viðhalda ferskleika húðarinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Hafnarfjarðarapóteki, Fjarðargötu, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur 14 og forsala aðgöngumiða hefst klukkan 12.30. Aðdragandi októberbylt- ingarinnar í bíósal MÍR „MAÐUR með byssu“ nefnist kvik- myndin sem sýnd verður í bíósal MIR, Vatnsstíg 10 sunnudagir.n 8. nóvember kl. 15. Mynd þessi var gerð árið 1938 og fjallar um aðdraganda Októberbylt- ingarinnar í Rússlandi og valdatöku bolsevika og er talin til klassískra verka í sovéskri kvikmyndagerð. Leikstjóri er Sergei Jútkevits en með hlutverk Leníns í myndinni fer Maxím Strauch og Mikhaíl Gelovani leikur Stalín. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni er ókeypis og öllum heimill. Tvær stutt- myndir frum- sýndar BLA Bla hópurinn framsýnir tvær stuttmyndir, sem gerðar voru af nemendum í Kvikmyndaskóla ís- lands, laugardaginn 7. nóvember. Sýningin verður í Tjarnarbíói kl. 18. Boðið verður upp á léttar veit- ingar í forsal hússins. Erindi um DNA viðgerð og krabbamein í NÆSTA föstudagsfyrirlestri Líf- fræðistofnunar, 6. nóvember, mun Jórunn E. Eyfjörð erfðafræðingur flytja erindi um DNA viðgerð og krabbamein. Erindið verður haldið á Grensás- vegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12:20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Haustmarkaður Kvenfélags Bessastaða- hrepps KVENFÉLAG Bessastaðahrepps heldur haustmarkað sunnudaginn 8. nóvember frá kl. 10-17 í hátíðarsal íþróttahússins. Boðið verður upp á fatnað, leik- föng, snyrtivörur og ýmislegt fleira. Kvenfélagskonur munu bjóða upp á innpökkun. Einnig bjóða kvenfé- lagskonur upp á kaffi- og vöfflusölu frá klukkan 13. Eigum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar stoð- og hjálpartæki sem létta störfin, auka öryggi og afköst. Leitið upplýsinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.