Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 61

Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 61 World Press Photo að ljúka LJÓSMYNDASÝNINGUNNI World Press Photo ‘98 lýkur í Kringlunni laugardaginn 7. nóvem- ber en hún er þekktasta samkeppni í heiminum á sviði fréttaljósmynd- unar. Sýningin er opin frá kl. 9-20 á fóstudag og frá kl. 9-18 á laugar- daginn í báðum álmum en suð- urálma Kringlunnar er opin öll kvöld til kl. 23.30. World Press Photo samkeppnin hefur verið haldin árlega síðan 1955. Að samkeppninni og sýning- unni stendur sjóður sem hefur að- setur í Hollandi. Pessi samkeppni er langstærsta og þekktasta frétta- ljósmyndakeppnin sem haldin er. Að þessu sinni barst í keppnina 36.041 mynd 3.627 ljósmyndara frá 115 löndum. Verðlaunamyndirnar í World Press Photo hafa verið sýndar hér á landi árlega síðan 1984, fyrst í Listasafni ASÍ en hin síðari ár hef- ur sýningin verið í Ki-inglunni. Helstu alþjóðlegu styrktaraðilar sýningarinnar eru fyi'irtækin Canon, KLM og Kodak. Að sýning- unni hér á landi standa Kringlan, Hans Petersen og Morgunblaðið í samstarfi við Jóna hf., flutninga- miðlun. Ráðstefna um málefni físk- vinnslunnar STARFSFÓLK í fískvinnslu innan Verkamannasambands Islands efn- ir til ráðstefnu um málefni físk- vinnslunnar og fískvinnslufólks í Kiwanishúsinu Engjateigi 11, 6. og 7. nóvember. Ráðstefnan hefst í dag, föstudag, klukkan 15 með setningarávarpi Bjöms Grétars Sveinssonar, for- manns VMSÍ. Að því búnu verða flutt fímm erindi. Pau flytja Arnar Sigurmundsson, Jón Kjartansson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Kristján Bragason og Ingólfur Arnason. Ráðstefnustjóri er Aðalsteinn Bald- ursson. Ráðstefnunni verður framhaldið á laugardag klukkan 10 f.h. Vetrarstarf GR hafið VETRARSTARF Golfklúbbs Reykjavíkur er að komast í gang. Púttmót kvenna verða á þriðju- dagskvöldum að Korpúlfsstöðum í vetur og karlarnir verða á fímmtu- dagskvöldum. I vetur verður hægt að sjá í sjón- varpi beinar útsendingar frá hinum ýmsu golfmótum erlendis. Utsend- ingar þessar munu verða auglýstar sérstaklega í fréttabréfi. Haldin verða skemmtikvöld í vetur og verð- ur eitt í hverjum mánuði. Gönguhópur verður starfandi í vetur og mun fyrsta gönguferðin verða farin laugardaginn 7. nóvem- ber nk. Gengið verður frá Korpúlfs- stöðum og verður lagt af stað kl. 11. Flóamarkaður í Lionshúsinu LIONSKLÚBBURINN Engey heldur árlegan flóamarkað um helg- ina í Lionsheimilinu við Sóltún 20 í Reykjavík. Flóamarkaðurinn verð- ur opinn bæði laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. nóvember frá kl. 14 báða dagana. A boðstólum verður aðallega fatnaður, bæði notaður og nýr. All- ur ágóði af flóamarkaðnum rennur til líknarmála og má nefna að ágóði undanfarinna ára hefur m.a. verið varið til styrktar Rauða kross hús- inu í Tjarnargötu, Gigtarfélaginu, Krísuvíkursamtökunum, Blindra- bókasafninu, heimili fyrir fatlaða. Skólakeppni Tónabæjar lýkur SKÓLAKEPPNI Tónabæjar lýkur í dag, föstudaginn 6. nóvember, með körfuboltakeppni og fótboltakeppni. Um kvöldið verður síðan slegið upp Skólaballi í Tónabæ þar sem verðlaunaafhending fer fram og skólameistarar Tónabæjar 1998 verða krýndir. Hljómsveitimar Real Flavaz og Oblivion leika fyrir dansi en breikdansarinn Natasja frá New York sýnir listir sínar. Ball fyrir fatlaða BALL fyrir fatlaða verður haldið í Árseli laugardagskvöldið 7. nóvem- ber frá kl. 12-23. Miðaverð er 400 kr. Gestaplötusnúður og karaóke. Yfírlýsing Að gefnu tilefni vill undirritaður taka fram að frá því að störfum á fréttastofu Matthildar FM lauk um mánaðamótin júní/júlí hef ég hvergi komið nálægt fréttaflutningi stöðvarinnar. Ingvi Hrafn Jónsson. Stykkishólmur Fundur og sýn- ing um hitakerfi HITAVEITA tekur til starfa í Stykkishólmi á næsta ári. Aður en íbúar bæjarins geta tengst hitaveit- unni þurfa þeir að gera mismiklar ráðstafanir heima fyrir. Mestar brejúingar og kostnaður er hjá þeim húseigendum sem eru nú með raf- magnshitun og er það stór hluti bæj- arbúa. Pví hefur Stykkishólmsbær í samvinnu við Lagnafélag íslands boðað til kynningarfundar um hita- kerfi í húsum á morgun, laugardag á Hótelinu í Stykkishólmi. 15 fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík munu kynna vörur sínar og þjónustu frá kl 10 til 19. í tengsl- um við sýninguna verður haldinn fræðslufundur um hitakei-fi í húsum sem hefst kl 13 á sama stað. Á fundinum ræðir Kjartan Kjart- ansson tæknifræðingur um stjórn- búnað (ofnloka) íyrir hitakerfi í hús- um. Þórir Guðmundsson verk- fræðingur fer yfír stjórnbúnað (raf- stýringar) fyrir hitakerfi í húsum. Grétar Leifsson verkfræðingur fjall- ar um lagnaefni fyrir neysluvatn, ofnhitakerfi og gólfliitakerfí. Sveinn Áki Sverrisson talar um efnisval (efni í pípur) og lagnaleiðir (fyrir- komulag lagna). Gunnar Jóhannes- son kynnir bæklinginn: Hitamenn- ing, bætt húshitun, lækkun húshit- unarkostnaðar. Fundarstjóri verður Kristján Ottósson, framkvæmda- stjóri Lagnafélags Islands. LEIÐRÉTT 12 leikhús í FRÉTT og umfjöllun í blaðinu á miðvikudag um mikla aðsókn í leik- hús voru atvinnuleikhús í Reykjavík og á Akureyri vantalin um eitt. Voru þau sögð 11 en eru 12. Er beðist velvirðingar á þessu. Requiem ekki í fyrsta sinn PÁLL Gunnlaugsson formaður Selkórsins vill koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri: í litlu viðtali við mig í Morgun- blaðinu laugardaginn 31. okt. lét ég þess getið að sennilega væri Selkór- inn að flytja Requiem eftir Gabríel Fauré í fyrsta sinn með stórri hljómsveit á íslandi. Ég hafði þess- ar upplýsingar eftir mér merkari mönnum, en að sjálfsögðu hefur komið fram síðar að ég hafði ekki rétt fyrir mér. Söngsveitin Fílharm- onía söng þetta verk með Sinfóníu- hljómsveit íslands 14. apríl 1983 í Háskólabíói. Pá voru einsöngvarar Elísabet F. Eiríksdóttir og Robert Becker. Nú kann ýmsum að þykja þetta ómerkilegt, en hafa skal það sem sannara reynist. Ég biðst for- láts á þessari ónákvæmni! 39-53% lækkun til 31 em , V í€Tí.X Nft <V%5 7 Landa Vegna hagstæðra samninga lækkar mínútuverð á símtölum til nokkurra landa um 1-2 verðflokka. Þar með verður mun ódýrara að vera í símsambandi við vini og kunningja í viðkomandi löndum, auk þess sem lækkunin hefur umtalsverðan sparnað í för með sér fyrir þá sem eru í viðskiptum við sömu lönd. Dagtaxti Krónurámínútu Gildir frá 08:00 til 19:00 til Evrópulanda Gildir frá 08.00 til 23:00 til annarra landa Kvöld- og NÆTURTAXTI Krónur á mínútu Gildir frá 19:00 til 08:00 tilEvrópulanda Gildir frá 23:00 til 08:00 til annarra landa 73.00 63.OO Brasilía Filippseyjar 12©Æ0„ IbSrGG TS5ÆCL Singapúr ÍÖ5ÆO Suður-Afríka Suður-Kórea I2u.úú- 120.00 TC5ÆCL 105.00 Taíland 120.00 103.00, Taívan 120.00 105.00, • Gjald fyiir handvirka þjónustu í U5 er kr. 30,00 á mínútu aukalega í öllum gjaldflokkum, nema í 8. flokki kr. 60,00 á mínútu. • Viðbótargjald fyrir farsíma er kr. 14,94 á mínútu eða brot úr minútu. • Svarskref kr. 3,32 er tekið í upphafi hvers simtals. .'fsúörf. r.yriiöe

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.