Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 63
BREF TIL BLAÐSINS
Frá Guðmimdi Rafni Geirdal:
NYVERIÐ kynnti nefnd forsætis-
ráðhen-a um breytingar á kjör-
dæmaskipan og tilhögun kosninga
til Alþingis tillögur sínar. Einn
möguleikinn sem nefndur var er að
gera landið að einu kjördæmi. Sá
kostur er hins vegar ekki gerður að
megintillögu heldur að skipta
Reykjavík upp í tvennt og afgangi
landsins í þrennt.
Það sem er lofsvert við tillögur
þessar er að með þessu er mesta at-
kvæðamisvægi sem nú er ríkjandi,
einn á móti 3,55, minnkað niður í
einn á móti 1,8. Viðurkenna verður
að þetta er stórt skref til batnaðar.
Þetta er hins vegar ekki nóg. Það er
algjörlega óviðunandi að ekki sitji
allir við sama borð. A sama máta og
allir eru jafnir fyrir lögum, svo
skulu allir vera jafnir fyrir kosn-
ingalögum.
Ef ekki er ti*yggt að algjört jafn-
rétti ríki í þessum efnum við næstu
kosningar til Alþingis þá er verið að
mismuna þegnum þjóðfélagsins eft-
ir því hvar þeir búa. Þá er verið að
segja að Jón og Jóna á götunni búi á
höfuðborgarsvæðinu en séra Jón og
frú Jóna búi víða á landsbyggðinni.
Allir skulu jafnir fyrir lögum
- einnig kosningalögum
Ein af helstu réttindum þjóðfé-
lagsþegna í lýðræðisríkjum jarðar
hefur verið rétturinn til að kjósa yf-
ir sig stjórnarherrana. Það hljómar
mjög öfugt að þeir sem næst búa
Alþingi og þeim þingmönnum sem
þar sitja skuli bera skarðan hlut frá
borði. Þetta verður að leiðrétta nú
þegar.
65. grein Stjórnarskrárinnar seg-
ir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lög-
um og njóta mannréttinda án tillits
til kynferðis, tníarbragða, skoðana,
þjóðemisuppruna, kynþáttar, litar-
háttar, efnahags, ætternis og stöðu
að öðra leyti. Karlar og konur skulu
njóta jafns réttar í hvívetna." Svo
mikil áhersla hefur verið lögð á ýmis
þessara atriða, eins og til að mynda
jafnrétti kynja, að stofnað hefur ver-
ið sérstakt jafnréttisráð, til er sér-
stakur kvennalisti á þingi og fyrir
nokkrum árum endurómaði slagorð-
ið „sömu laun fýrir sömu vinnu“ af
vörum margra kvenna. Það sama á
að gilda um búsetu manna. Sömu
kosningaréttindi skulu vera fyrir
sams konar atkvæði. Það gengur
ekki upp að ef kjósandi í Reykjavík
krossar við reit, eigi sá kross að
gilda meira en þrisvar sinnum
minna en ef „afdalabóndi“ á fólks-
flóttastöðum eins og Vestfjörðum
setur kross við einhvern reit. Það
gengur heldur ekki upp að munur-
inn sé nærfellt tvöfaldur. Það eiga
að vera sjálfsögð mannréttindi þjóð-
félagsþegna að allir hafi nákvæm-
lega sama vald til að ákveða yfir sig
komandi valdaaðila.
Eg legg því til að landið sé gert
að einu kjördæmi eins og gert er í
forsetakosningum. Þau rök hafa
komið frá núverandi forsætisráð-
heraa að slík tillaga hentaði ekki
okkur Islendingum og að hún væri
hvergi notuð. Þetta er hvort tveggja
rangt segir Vilhjálmur Þorsteinsson
hugbúnaðarhönnuður sem nýlega
ritaði grein um þetta í Morgunblað-
ið. Hann segir m.a.: „Það fyrir-
komulag getur hentað fámennri
þjóð eins og okkar afar vel eins og
áður var rakið.“ Þar er hann að vísa
í fyrri orð sín þar sem segir: „Þjóðin
á að kjósa þingmenn sína sameigin-
lega, til að gæta hagsmuna heildar-
innar, en ekki sérhagsmuna á
grundvelli búsetu.“ En seinni rök
hans eru eftirfarandi: „Þá er það
svo að kosið er til þings í Hollandi
og ísrael í einu kjördæmi,“. Sé
þetta rétt bendir það til að forsætis-
ráðheraa okkar hafí farið með rangt
mál.
Eg hef þá skoðun að þingmenn
eigi ekki að ákveða um eigin hags-
munamál. Jafnt og dómari er talinn
vanhæfur ef hann á sérhagsmuna
að gæta og aðrir taka við þá þyrftu
aðrir að skera úr um þetta mál. Til-
laga mín er að þetta sé lagt undir
dóm þjóðarinnar í formi atkvæða-
greiðslu.
GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL,
skólastjóri og félagsfræðingur.
Hús Hæstaréttar á haugana?
Frá Valdimar Kiistinssyni:
FRÁ því hefur verið skýrt I fréttum
að til standi að rífa gamla Hæsta-
réttarhúsið við Lindargötu vegna
fyrirhugaðrar stækkunar Amar-
hvols til austurs. Ekki hefur heyrst
opinberlega að neinn hafi neitt við
þetta að athuga. Þó er húsið hannað
af Guðjóni Samúelssyni, sem ásamt
Rögnvaldi Olafssyni, var frumkvöð-
ull í íslenskri byggingarlist og hafa
varla aðrir gert betur á þeim vett-
vangi síðan, þótt smekkur hafi eitt-
hvað breyst.
Nú er haldið í mörg óásjáleg hús í
miðborg Reykjavíkur þótt sum
þeirra væra betur komin upp í Ár-
bæ. Stundum eru rökin þau að ein-
hver þekkt persóna hafi litið inn í
húsin eða dvalið í þeim um hríð.
Hvorki virðist nær hálfrar aldar
starfsemi Hæstaréttar né heldur
hugverk arkitektsins vega eins
þungt.
Efalaust er umrætt hús óhentugt
til venjulegs skrifstofuhalds, en vilji
menn byggja fyrir austan það er
hægur vandi að hafa gönguleið á
jarðhæð í gegnum gamla dómhúsið
yfir í Araarhvol. Húsið sjálft gæti
að öðru leyti nýst til fundahalda
Gamlar myndir úr
mannlífinu fyrir vestan
Frá Vestfírska forlaginu:
VESTFIRSKA forlagið á Hrafnseyri
var stofnað í því markmiði að koma á
framfæri hvers konar efni sem snert-
ir Vestfirðinginn Jón Sigurðsson. En
forlagið gefur einnig út efni um líf og
sögu kynslóðanna á Vestfjörðum al-
mennt, en þar hefur mannlíf alla tíð
verið mjög sérstakt og kannski öðru-
vísi en víða annars staðar á landinu.
Á þessu sviði er enn verk að vinna,
þó margt hafi verið mjög vel gert af
ýmsum aðiium sem flokkast undir
þjóðlegan fróðleik hér vestra. Sú
kynslóð, sem nú hefur dregið bát
sinn í naust, hefur til dæmis frá
mörgu að segja sem þarf að varð-
veita frá glötun iyrir komandi kyn-
slóðir, sem munu spyrja spuminga
um forfeðuma á sínum tíma.
Gamlar ljósmyndir eru oft ómet-
anlegar heimildir og segja stundum
meira en mörg orð. Við viljum því
biðja Morgunblaðið að koma því á
framfæri við Vestfirðinga og aðra
lesendur, að forlaginu væri mikill
akkur í þvi að þeir sem hafa undir
höndum gamlar myndir að vestan,
vildu koma þeim á framfæri við
okkur. I þessum efnum kemur eig-
inlega allt til greina. Oft er það svo,
að gamlar, jafnvel fágætar ljós-
myndir, fara forgörðum við skipti á
dánarbúum eða þegar verið er að
taka tíl eða breyta í heimahúsum,
svo dæmi séu nefnd. Sendið okkur
myndirnar frekar en að fleygja
þeim!
VESTFIRSKA FORLAGIÐ,
Hrafnseyiá, Þingeyri.
með einn stóran fundarsal og
nokkra minni.
Um leið mundi draga úr þeirri
furðulegu lágkúru stjórnvalda að
bjóða til funda uppi á háalofti í gam-
alli rúgbrauðsgerð. Vissulega er ís-
land kotríki í samfélagi þjóðanna en
svona aumt þarf það ekki að vera á
21. öld.
Stjórnaraáð íslands hlýtur að
hafa nokkrum skyldum að gegna
gagnvart höfuðborginni. Næsta
verkefni á byggingarsviðinu ætti
því að vera framlenging Arnarhvols
niður að Sölvhólsgötu. Stjórnar-
ráðsskrifstofurnar tækju sig þá
mun betur út frá miðbænum, draga
mundi úr núverandi bakhússímynd
og tveir gaflar hyrfu um leið.
Gluggalausu gaflarnir eru reyndar
eitt helsta einkenni miðbæjarins.
Um miðja öldina kom hingað Breti
sem tók strax eftir þessu einkenni
og spurði: „Fóruð þið svona illa út
úr stríðinu?" Síðan hefur furðulítið
breyst, en stríðshrjáðar borgir Evr-
ópu hafa flestar risið að fullu úr
rústum.
VALDIMAR KRISTINSSON,
Reynimel 65, Reykjavík.
Frábært tilboð á kremum og glæsilegir kaupaukar.
Dæmi: Taska og 6 hlutir fylgja þegar keypt er fyrir 4.000
kr. eða meira* (sjá mynd)
KYNNING í DAG, föstudag og laugardag.
Ráðgjafi frá LANCOME aðstoðar við val á snyrtivörum
og gefur góð ráð.
SnyrtivöRuveRslunin
GLESt&t
Álfheimar 74, sími 568 5170
* Gildir ekki með öðrum tilboðum.
\)ajolet
ítak/qirfyrstaffoífásfatnaður
Frábært kynningartilboð
Kynning í dag kl. 14-18 I W 13 t.í . 1 j
|L Æm Hafahlotiðalþjóðlega
r W I V y hágæða viðurkenningu %
Grenningarbuxur
RIMA APOTCK
Langarima 21, sími 577 5300
Qíœsikg utfarvara
Dreifingaraðili:
JLíÚV tteiídversCun
Sími 5B8 611'
TILKYNNING UM VIÐAUKA VIÐ UTBOÐ OG SKRANINGARLYSINGU
ÍSLENSKAR
SJÁVARAFURÐIR HF.
Athygli er vakin á viöauka viö útboös- og skráningar-
lýsingu vegna hlutafjárútboös íslenskra sjávarafuröa hf.
Viöaukinn var sendur meö útboös- og skráningarlýsingu
til forkaupsréttarhafa.
Líta ber á viðauka þennan sem órjúfanlegan hluta
útboðs- og skráningarlýsingarinnar og eru viðtakendur
hvattir til aö kynna sér efni hans meö sama hætti og
efni útboös- og skráningarlýsingarinnar.
Útboðs- og skráningarlýsingin ásamt viðauka má
nálgast hjá Vlðskiptastofu Landsbanka fslands hf.,
Laugavegi 77, 155 Reykjavík og á skrifstofu ísienskra
sjávarafurða hf., Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Landsbanki Islands
Landsbanki íslands hf.,Viöskiptastofa
Laugavegi 77, 155 Reykjavík, síml 560 3100, bréfsími 560 3199, www.landsbanki.is