Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 D 3 * BÍLAR BÍLAR Harðnandi samkeppni vegna offramleiðslu Bílkaupendur munu hagnast en framleið- endur tapa þegar offramboð á nýjum bílum í Evrópu nær nýjum hæðum með stórauk- inni framleiðslu japanskra framleiðenda í evrópskum verksmiðjum. BÍLKAUPENDUR hagnast á of mikilli framleiðslugetu. Ford og VW hætta samstarfi Ford og VW hafa komist að sam- komulagi um að rifta samstai'fi sínu um framleiðslu á fjölnotabfl- um í AutoEuropa verksmiðjunni í Portúgal. Samstarfið hefur staðið yfir í þrjú ár og í verksmiðjunni voru framleiddir VW Sharan , Seat Alhambra og Ford Galaxy systur- bflarnir. Samkomulagið felur í sér að VW kaupir hlut Ford í verk- smiðjunni í byrjun næsta árs. Akvörðunin þýðir að Ford mun hanna sinn eigin fjölnotabfl fyrir Evrópu. Raddstýring í Citroén CITROÉN er í samstarfi við tölvuframleiðandann Microsoft og hljómtækjaframleiðandann Cl- arion um þróun á raddstýrikerfi sem ætlað er að stjórna margvís- legum tæknibúnaði, eins og t.d. leiðsögukerfi, hljómtækjum, síma og sendingu og móttöku tölvu- pósts. Kerfið er kallað Auto PC og er hægt að koma því íyrir í hvaða bfl sem er. Það var sýnt í Citroén Xsara langbaki á bflasýningunni í Birmingham nýlega. Búist er við að kerfið verði boðið í Citroén bíl- um innan 18 mánaða. VW fjórfestir í Bretlandi VW AG hyggst nota 850 milljónir dollara, um 61 milljarð kr., á næstu fimm árum til fjárfestinga í verksmiðju í Crewe á Englandi til þess að undirbúa aukna fram- leiðslu á Bentley og þróa nýjar gerðir Bentley og Rolls Royce. VW keypti Rolls-Royce fyrii' 790 milljónir dollara í júlí sl. BMW á réttindi á Rolls-Royce nafninu en VW fær með samningi að nota það fram til ársloka 2002. FULLVÍST er að baráttan um hylli bílkaupenda eigi eftir að harðna mjög þegar það tvennt fer saman að bílaframleiðsla mun aukast í Evr- ópu á komandi árum og allar líkur benda til þess að bflainnflutningur til álfunnar aukist einnig. Japönsku fyrirtækin geta innan tíðar fram- leitt yfir eina milljón bíla á ári í verksmiðjum sínum í Vestur-Evr- ópu. I samanburði við framleiðslu- getuna á þessu ári þýðir þetta um 80% aukningu á framleiðslugetu á næstu fjórum árum. Megnið af framleiðsluaukningunni kemur á markað skömmu eftir að gildistími samkomulags rennur út sem Evr- ópusambandið gerði við japönsk stjórnvöld fyrir nokki-um árum um takmarkaðan aðgang japanskra bfla að Evrópumarkaði. 25-30% of mikil framleiðslugeta Sérfræðingar telja að bílafram- leiðendur í Vestur-Evrópu geti nú þegar framleitt 25-30% fleiri bíla en markaður er fyrir. Þar sem því er ekki spáð að söluaukning verði umtalsverð í Evrópu á þessu tíma- bili þykir ljóst að óheftur aðgangur japanskra framleiðenda að Evr- ópumarkaði mun varpa enn skýr- ara ljósi á vandamál sem fylgja oframleiðslugetu evrópskra fram- leiðenda. Erfitt er að sjá fyrir afleiðingarn- ar fyrir framleiðendur og bflkaup- endur en þó má búast við því að evrópskir bflaframleiðendur bendi fljótlega á Japan sem sökudólginn. Efnahagssamdráttur í Japan og veik staða jensins gera Evrópu að afar fýsilegum markaði fyrir jap- anska framleiðendur sem eru langt frá því að fullnýta framleiðslugetu sína heima fyrir. Aðstæður eru þó afar mismun- andi eftir framleiðendum í Evrópu. Sumir hafa jafnvel enn of litla fram- leiðslugetu, aðrir framleiða ná- kvæmlega það sem markaður er fyrir og loks eru þeir sem eru með allt of miklar fjárfestingar og rekst- ur miðað við markað. Það er reynd- ar erfitt að finna nákvæmlega réttu afköstin því sveiflur eru miklar á markaðnum, eins og t.d. í byrjun þessa áratugar þegar bílasalan í Evrópu dróst saman um 2 milljónir bíla á tveimur árum. Enn verið að auka getuna Áhrifa frá offramleiðsluvanda- máli bílaframleiðenda gætir í harðri verðsamkeppni þeirra á milli en framleiðendur sem eiga ekki við þennan vanda að stríða fara ekki heldur varhluta af verð- stríðinu. Þetta er líka skýringin á því hvers vegna framleiðendur bjóða nýjar og betri gerðir bíla á lægra verði en bílana sem þeir leysa af hólmi. Það bendir t.a.m. ekki til offram- leiðslugetu að Nissan, Honda, Mitsubishi og Toyota eru með áform eða hafa þegar hafið fram- kvæmdir að stækkun verksmiðja sinna í Evrópu. Audi, BMW, Jagu- ar, Mercedes-Benz og Porsche hafa fullnýtt sína framleiðslugetu og leita leiða til þess að framleiða enn fleiri bíla, m.a. með því að fjölga vöktum í verksmiðjum sín- um. General Motors getur státað af einni bestu framleiðslunýtingunni í Evrópu. Ekki langt undan er Renault eftir að verksmiðju fyrir- tækisins í Vilvoorde í Belgíu var lokað. Seat framleiðir ekki nógu marga bíla til að anna eftirspurn en sama saga verður ekki sögð um Fi- at, Ford, Peugeot/Citroen, Rover, Saab, Volkswagen og Volvo. Framleiðendur hafa lítið gert til að takast á við offramleiðsluvanda- málið ef undanskilin er lokun verk- smiðjunnar í Vilvoorde. Raunar hafa þeir enn aukið á vandamálið með byggingu stórra verksmiðja í Þýskalandi (Opel í Eisenach), Spáni (SEAT í Mai'torell), Ítalíu (Fiat í Melfi), Frakklandi (Fiat/PSA í Va- lenciennes) og Portúgal (Ford/VW í Palmela). Milljón bílar á F t f M ari fra Japönum JAPANSKIR framleiðendur smíða 560.000 bfla í Vestur-Evrópu á þessu ári. Stærstu framleiðendumir hafa skýrt frá því hvemig þeir ætli að auka framleiðsluna þannig að hún verði í heild yfir einni milljón bfla. Nissan • Nissan framleiðir 280 þúsund Primera og Micra á þessu ári í Sunderland. Árið 2000 hefst þar einnig framleiðsla á Almera og búist er við að heildarframleiðslan verði þá um 400 þúsund bflar. I Barcelona era smíðaðir 100 þúsund Serena og Terrano II. Þessi tala hækkar lík- lega í 130 þúsund þegar tveir nýir fjölnotabflar bætast í framleiðslulín- una árið 2001. Toyota • Toyota smíðar 170 þúsund bfla í Burnaston í Englandi á þessu ári, að stærstum hluta Avensis en einnig nokkur fjölda af Corolla. Fram- leiðslugetan í Burnaston verður um 200 þúsund bflar á ári og 150 þús- und bíla framleiðsla hefst í Va- lenciennes í Frakklandi árið 2001. Þar verður Yaris smábfllinn fram- leiddur. Honda • I verksmiðju Honda í Swindon verða smíðaðir 130 þúsund bflar á þessu ári, þ.e. tvær gerðir Civic og ný kynslóð Accord. Honda ráðgerir að auka framleiðslugetuna í 250 þús- und bfla á ári með framleiðslu á J- smábflnum frá og með árinu 2002. Volvo • Samstarf Mitsubishi og Volvo í Hollandi verður aukið í haust þegar Space Star verður bætt við fram- leiðslulínuna. í Born era þegar framleiddir Carisma og Volvo 40 lín- an. Ársframleiðslugetan fer úr 200 þúsund bílum í 280 þúsund bfla, þar af helmingurinn Mitsubishi. Legacy á loftpúéum NÝ GERÐ Subara Legacy kemur á markað í Evrópu í desember. Bíllinn er afar svipaður útlits og fyrri gerð en er þó með nýrri yfir- Ford veðjar ó CVT-skiptinguna byggingu og undirvagni. Lang- baksgerðin verður í fyrsta sinn boðin með loftpúðatjöðrun í sjálf- skiptu útfærslunni af 2,5 1 bílnum. Loftpúðafjöðrunin gerir öku- manni kleift að hækka bflinn að framan um allt að 30 mm og 40 mm að aftan, annað hvort til að hafa áhrif á fjöðran bflsins eða auka veghæð hans. Þegar bíllinn hefur náð 80 km hraða á klst lækkar hann sig í eðlilega hæð til þess að auka stöðugleikann á vegi. Hann fer síðan aftur í sömu stillingu þegar hraðinn fer niður í 50 km hraða á klst. REIMDRIFIN gírskipting, CVT (Continuously variable trans- mission), er nýleg uppfinning í því formi sem hún þekkist í dag. Ford Motor Co. og ZF Friedrichshafen AG í Þýska- landi, sem er stærsti sjálfstæði framleiðandi gírkassa í Evrópu, leggja nú ofurkapp á enn frekari þróun tækninnar og markaðssetn- ingu. Fyrirtækin hafa gert samstarfs- samning sem gerir ráð fyrir að árið 2005 verði náð framleiðslu á einni milljón CVT gírkassa á ári fyrir Ford og aðrar gerðir bfla. Ford þarf á þessari nýju tækni að halda sökum þess að CVT skiptingin stuðlar að meiri spameytni og þar með minni útblástursmengun en hefðbundnir gírkassar. Fjárfestingin nemur „mörg hundrað milljónum dollara", er haft eftir Jac Nasser, stjómarfor- manni Ford. Timamótasamningur Samningurinn þykir marka tíma- mót á fleiri en einu sviði. CVT hefur hingað til einungis verið nothæf í minni gerðum bflum og sumir telja það fífldirfsku að bjóða þennan bún- að á Bandaríkjamarkaði sem er þekktur fyrir stóra bfla og aflmiklar vélar. Búnaðurinn verður í fyrsta sinn boðinn sem staðalbúnaður í magnsölubíl eins og Ford Focus. Ford vill með samningnum fá á sig það orð að vera fremstur í flokki í framleiðslu á CVT í Bandaríkjunum og jafnvel heiminum öllum. Áðrir framleiðendur bjóða nú þeg- ar eða vinna að hönnun CVT skipt- ingarinnar. Honda býður til að mynda CVT með Civic sem valkost. Ford ætlar sér hins vegar stóra hluti á markaði með þessa tækni. ZF mun eiga 51% í fyrirtækinu sem hefur ekki enn fengið nafn og Ford afganginn. Fyrirtækinu verður hleypt af stokkunum á næsta ári. Það fær eignarrétt yfir verksmiðju Ford í Batavia í Ohio þar sem nú era framleiddar sjálfskiptingar. Fram- leiðslan sjálf hefst 2001. í fyrstu er ráðgert að framleiða CVT gírkassa einungis fyrir litla, framhjóladrifna bfla með ekki stærri vél en fjögurra strokka. Ford Focus verður fyrsti bílinn með slíka skipt- ingu. Stefnt er að því að innan fimm ára verði 25-30% allra lítilla Ford bfla í Bandaríkjunum með CVT. Útbreidd tækni innan tveggja óratuga Nú um stundir era framleiddar nálægt 500 þúsund CVT skiptingar í heiminum á ári sem er lítið í saman- burði við 25 milljónir sjálfskiptinga sem talið er að ársframleiðslan nemi. CVT skiptingin í heðbundinni sjálfskiptingu er vökvaknúin kúpling sem skiptir milli fjögurra gíra. ICVT skiptingu eru í stað kúplingar reim, A, og reimhjól, B og C. B-C: Snúningsátakið flyst frá vélinni um sveigjanlega stálreim sem hreyfist milli tveggja helminga af reimhjóli. B: Þegar ökutækinu er hraðað færast reimhjólin nær hvert öðru. C: Um leið færast reimhjólin merkt C fjær hvert öðru og stálbeltið færist nær öxlinum. Gírhlutfallið breytist eftir því hvar stálbeltið er statt á reimhjólunum. Enn sem komið er eru þeir ann- markar á CVT tækninni að hún þol- ir ekki aflmeiri vélar. Ford og ZF ráðgera hins vegar að þróa CVT fyrir sex strokka vélar í millistærð- arbíla og pallbíla og stefna að því að setja hana á markað innan fimm ára. Talsmenn Ford og ZF telja fullvíst að CVT tæknin verði útbreidd innan tveggja áratuga. Þeir segja tvo þætti leggja grandvöllinn að velgengni tækninnar á komandi árum, annars vegar áreiðanleika skiptingarinnar og hins vegar ásættanlegan fram- leiðslukostnað á hverja einingu. ZF kynnti nýja CVT frumgerð ár- ið 1995. Ljóst var í upphafi að tryggja þyrfti magnsölu til þess að búnaðurinn yrði samkeppnishæfur í verði við aðrar gerðir gírskiptinga. I því felst hlutverk Ford og þótt CVT verði framleidd jafnframt fyrir aðra bflaframleiðendur verður Ford stærsti einstaki kaupandinn. Helsti kostur CVT skiptingarinnar er sparneytnin. CVT eykur eldsneyt- isnýtinguna um 10-15% í samanburði við fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Skiptingin er silkimjúk og ökumenn verða ekki varir við þrep í henni eins og í hefðbundnum sjálfskiptingum. Hvað með keppinautana? Bílaframleiðendur um allan heim vinna nú að þróun CVT. Honda og Nissan bjóða nú þegar bíla með CVT, General Motors, Ford og Chrysler hafa hafið undirbúning fyrir markaðssetningu. General Motors Áætlanir GM eru ólíkar Ford. Ford hyggst gera notkun CVT út- breidda í Bandaríkjunum í litlum bílum og millistærðarbílum, þ.á.m. bílum með allt að 3,0 lítra, sex strokka vélum. GM einbeitir sér að því að bjóða CVT í litla bíla utan Bandaríkjanna, einkum í Evrópu en einnig í Asíu, bíla með allt að 2ja lítra vélum. GM hefur lýst því yfir að framleiðslubíll frá samsteypunni verði boðinn með CVT innan fjög- urra ára. GM lagði niður vinnu við þróun þessarar tækni snemma á ní- unda áratugnum þegar sýnt þótti að stálbelti skiptingarinnar þyldi ekki snúningsátak vélar. Vinna hófst að nýju þegar framfarir urðu á hönnun stálbelta og sýndi GM CVT á bflasýningunni í Frankfurt 1997. Chrysler og Honda Chrysler hefur lýst því yfir að fyrirtækið sé að þróa CVT en leynd hvflir yfir verkefninu. Honda á hinn bóginn kynnti CVT fyrst í Civic í Bandaríkjunum 1996. Samtals hafa selst 12 þúsund Civic með búnaðin- um. Bíllinn er einnig fáanlegur í Japan og Evrópu með CVT. Honda hefur lýst því yfir að til greina komi að bjóða fleiri bfla með CVT. Nissan Nissan býður smábfla með CVT og vinnur nú að þróun tækninnar fyrir stærri bíla. Nissan var einn fyrsti bflaframleiðandinn til að selja bfla með CVT. Sá fyrsti kom á markað 1992, smábfllinn March í Japan, og seinna Micra í Evrópu. Samtals hafa 260 þúsund Nissan með CVT verið seldir. Nissan vinnur nú að enn frekari þróun tækninnar fyrir 2ja lítra vélar. Rafgeymar í lagi RAFGEYMAR sem eru á markaði hérlendis eru allir viðhaldsfríir. En þrátt fyrir það er að mörgu að hyggja ef geymarnir eiga að skila öraggri orku þegar mest á reynir. Örn Johnson hjá Skorra hf., sem rekur rafgeymaþjónustu, segir hér helstu ráðin til halda rafgeymum í lagi. Meiri orkunotkun ó veturna Mun meiri rafmagnsnotkun er við vetrarakstur en að sumarlagi. Aft- urrúðuhitarar, miðstöð og jafnvel aukaljósabúnaður eyðir orkunni. En mestu um vert er að gæta að því að séu akstursleiðir mjög stuttar, sem oftast er innanbæjar, þá nær rafall- inn oft ekki að hlaða rafgeyminn upp. Rafgeymirinn smám saman af- hleðst sem gæti endað á því að ekki er næg orku til að ræsa bifreiðina. Rafgeymasalar sem skipta um rafgeyma kanna ávallt ástand þeirra fyrir viðskiptavini. Örn segir að sé rafgeymir aíhlaðinn af þessum sökum sé lausnin ekki sú að kaupa nýjan rafgeymi heldur að aka bfln- um lengri vegalengd til að hlaða geyminn og helst án þess að nota orkufrekan búnað. Spanskgræna Bfleigendur geta séð á rafgeym- inum hvort ástand hans sé eðlilegt. Safnist mikil spanskgræna, (hvítt duft), á pólana bendir það eindregið til þess að líftími geymisins sé far- inn að styttast verulega. Til þess að fyrirbyggja það að lenda í vandræð- • um af þessum sökum væri því rétt að fara að huga að því að skipta um geymi. Spanskgrænuna er hægt að skola af með volgu vatni en því verra sem ástand geymisins er því fyrr kemur spanskgrænan aftur. Eðilegur end- ingartími rafgeymis er um þrjú ár. Rafgeymar geymdir Örn segir að ofangreint eigi við um rafgeyma í eðlilegri notkun. Mikið er um rafgeyma í öðrum hlut- um, eins og t.d. hjólhýsum, vélsleð- um, fjórhjólum, bátum o.fl. Þeir standa oft um langan tíma ónotaðir. Það er eðli rafgeyma að afhlaðast og afhleðslan eykst með hærra hita- stigi. Best er því að geyma raf- geyma sem ekki eru í notkun á köldum stað. Til þess að þeir séu til- búnir til notkunar þegar á þarf að halda er nauðsynlegt að hlaða þá upp a.m.k. einu sinni um veturinn. Annars er hætta á því að rafgeym- arnir séu algerlega afhlaðnir en við það getur orðið efnabreyting í þeim sem ekki gengur til baka. Raf- geymirinn getur þá misst verulega hleðslurýmd sína, eða þá hleðslu sem kemst inn á geyminn. Með ^ þessu móti er hægt að eyðileggja rafgeyma fyrir helberan klaufa- skap. í Isuzu Rodeo 4 W/D m/ 3.2 1. vél árgerð '95 (ekinn 32 þús. mílur), Nissan Quest XE (7sæta) árgerð '93, Volvo 760 GLE (tjónabifreið) árgerð '88 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 10. nóvember kl. 12 - 15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. LYFTARI Ennfremur óskast tilboð í Allis Chalmers gaffallyftara 6000 Ibs. árgerð '77 Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.