Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 + MORGUNBLAÐIÐ BILAR Ford og VW hætta samstarfi Ford og VW hafa komist að sam- komulagi um að rifta samstarfi sínu um framleiðslu á fjölnotabfl- um í AutoEuropa verksmiðjunni í Portúgal. Samstarfið hefur staðið yfir í þrjú ár og í verksmiðjunni voru framleiddir VW Sharan , Seat Alhambra og Ford Galaxy systur- bílarnir. Samkomulagið felur í sér að VW kaupir hlut Ford í verk- smiðjunni í byrjun næsta árs. Akvörðunin þýðir að Ford mun hanna sinn eigin fjölnotabíl fyrir Evrópu. Raddstýring í Citroén CITROÉN er í samstarfi við tölvuframleiðandann Microsoft og hljómtækjaframleiðandann Cl- arion um þróun á raddstýrikerfi sem ætlað er að stjórna margvís- legum tæknibúnaði, eins og t.d. leiðsögukerfi, hljómtækjum, síma og sendingu og móttöku tölvu- pósts. Kerfið er kallað Auto PC og er hægt að koma því fyrir í hvaða bíl sem er. Það var sýnt í Citroén Xsara langbaki á bílasýningunni í Birmingham nýlega. Búist er við að kerfið verði boðið í Citroén bíl- um innan 18 mánaða. VW f járfestir í Bretlandi VW AG hyggst nota 850 milljónir dollara, um 61 milljarð kr., á næstu fimm árum til fjárfestinga í verksmiðju í Crewe á Englandi til þess að undirbúa aukna fram- leiðslu á Bentley og þróa nýjar gerðir Bentley og Rolls Royce. VW keypti Rolls-Royce fyrir 790 milljónir dollara í júlí sl. BMW á réttindi á Rolls-Royce nafninu en VW fær með samningi að nota það fram til ársloka 2002. Legacy á loftpúðum NÝ GERÐ Subaru Legacy kemur á markað í Evrópu í desember. Bíllinn er afar svipaður útlits og fyrri gerð en er þó með nýrri yfir- Harðnandi samkeppni vegna offramleiðslu Bílkaupendur munu hagnast en framleið- endur tapa þegar offramboð á nýjum bílum í Evrópu nær nýjum hæðum með stórauk- inni framleiðslu japanskra framleiðenda í evrópskum verksmiðjum. FULLVIST er að baráttan um hylli bílkaupenda eigi eftir að harðna mjög þegar það tvennt fer saman að bílaframleiðsla mun aukast í Evr- ópu á komandi árum og allar líkur benda til þess að bílainnflutningur til álfunnar aukist einnig. Japönsku fyrirtækin geta innan tíðar fram- leitt yfir eina milljón bíla á ári í verksmiðjum sínum i Vestur-Evr- ópu. I samanburði við framleiðslu- getuna á þessu ári þýðir þetta um 80% aukningu á framleiðslugetu á næstu fjórum árum. Megnið af framleiðsluaukningunni kemur á markað skömmu eftir að gildistími samkomulags rennur út sem Evr- ópusambandið gerði við japönsk stjórnvöld fyrir nokkrum árum um takmarkaðan aðgang japanskra bíla að Evrópumarkaði. 25-30% of mikil framleiðslugeta Sérfræðingar telja að bílafram- leiðendur í Vestur-Evrópu geti nú þegar framleitt 25-30% fleiri bíla en markaður er fyrir. Þar sem því er ekki spáð að söluaukning verði umtalsverð í Evrópu á þessu tíma- bili þykir ljóst að óheftur aðgangur japanskra framleiðenda að Evr- ópumarkaði mun varpa enn skýr- ara ljósi á vandamál sem fylgja oframleiðslugetu evrópskra fram- leiðenda. Erfitt er að sjá fyrir afleiðingarn- ar fyrir framleiðendur og bílkaup- endur en þó má búast við því að evrópskir bílaframleiðendur bendi fljótlega á Japan sem sökudólginn. Efnahagssamdráttur í Japan og veik staða jensins gera Evrópu að afar fýsilegum markaði fyrir jap- anska framleiðendur sem eru langt frá því að fullnýta framleiðslugetu sína heima fyrir. Aðstæður eru þó afar mismun- andi eftir framleiðendum í Evrópu. Sumir hafa jafnvel enn of litla fram- leiðslugetu, aðrir framleiða ná- kvæmlega það sem markaður er fyrir og loks eru þeir sem eru með allt of miklar fjárfestingar og rekst- ur miðað við markað. Það er reynd- ar erfitt að finna nákvæmlega réttu afköstin því sveiflur eru miklar á markaðnum, eins og t.d. í byrjun þessa áratugar þegar bílasalan í Evrópu dróst saman um 2 milljónir bíla á tveimur árum. Enn veriö að auka getuna Áhrifa frá offramleiðsluvanda- máli bílaframleiðenda gætir í harðri verðsamkeppni þeirra á milli en framleiðendur sem eiga ekki við þennan vanda að stríða fara ekki heldur varhluta af verð- stríðinu. Þetta er líka skýringin á því hvers vegna framleiðendur bjóða nýjar og betri gerðir bíla á lægra verði en bílana sem þeir leysa af hólmi. Það bendir t.a.m. ekki til offram- leiðslugetu að Nissan, Honda, Mitsubishi og Toyota eru með áform eða hafa þegar hafið fram- kvæmdir að stækkun verksmiðja sinna í Evrópu. Audi, BMW, Jagu- ar, Mercedes-Benz og Porsche hafa fullnýtt sína framleiðslugetu og leita leiða til þess að framleiða BÍLKAUPENDUR hagnast á < enn fleiri bíla, m.a. með því að 1 fjölga vöktum í verksmiðjum sín- ] um. í General Motors getur státað af i einni bestu framleiðslunýtingunni í í Evrópu. Ekki langt undan er Renault eftir að verksmiðju fyrir- í tækisins í Vilvoorde í Belgíu var i Ford veðjar á CVT-skiptinguna byggingu og undirvagni. Lang- baksgerðin verður í fyrsta sinn boðin með loftpúðafjöðrun í sjálf- skiptu útfærslunni af 2,5 1 bílnum. Loftpúðafjöðrunin gerir öku- manni kleift að hækka bflinn að framan um allt að 30 mm og 40 mm að aftan, annað hvort til að hafa áhrif á fjöðrun bílsins eða auka veghæð hans. Þegar bíllinn hefur náð 80 km hraða á klst lækkar hann sig í eðlilega hæð til þess að auka stöðugleikann á vegi. Hann fer síðan aftur í sömu stillingu þegar hraðinn fer niður í 50 km hraða á klst. REIMDRIFIN gírskipting, CVT (Continuously variable trans- mission), er nýleg uppfinning í því formi sem hún þekkist í dag. Ford Motor Co. og ZF Friedrichshafen AG í Þýska- landi, sem er stærsti sjálfstæði framleiðandi gírkassa í Evrópu, leggja nú ofurkapp á enn frekari þróun tækninnar og markaðssetn- ingu. Fyrirtækin hafa gert samstarfs- samning sem gerir ráð fyrir að árið 2005 verði náð framleiðslu á einni milljón CVT gírkassa á ári fyrir Ford og aðrar gerðir bíla. Ford þarf á þessari nýju tækni að halda sökum þess að CVT skiptingin stuðlar að meiri sparneytni og þar með minni útblástursmengun en hefðbundnir gírkassar. Fjárfestingin nemur „mörg hundruð milljónum dollara", er haft eftir Jac Nasser, stjórnarfor- manni Ford. Tímamótasamningur Samningurinn þykir marka tíma- mót á fleiri en einu sviði. CVT hefur hingað til einungis verið nothæf í minni gerðum bílum og sumir telja það fífldirfsku að bjóða þennan bún- að á Bandaríkjamarkaði sem er þekktur fyrir stóra bíla og aflmiklar vélar. Búnaðurinn verður í fyrsta sinn boðinn sem staðalbúnaður í magnsölubíl eins og Ford Focus. Ford vill með samningnum fá á sig það orð að vera fremstur í flokki í framleiðslu á CVT í Bandaríkjunum og jafnvel heiminum öllum. Áðrir framleiðendur bjóða nú þeg- ar eða vinna að hönnun CVT skipt- ingarinnar. Honda býður til að mynda CVT með Civic sem valkost. Ford ætlar sér hins vegar stóra hluti á markaði með þessa tækni. ZF mun eiga 51% í fyrirtækinu sem hefur ekki enn fengið nafn og Ford afganginn. Fyrirtækinu verður hleypt af stokkunum á næsta ári. Það fær eignarrétt yfir verksmiðju Ford í Batavia í Ohio þar sem nú eru framleiddar sjálfskiptingar. Fram- leiðslansjálfhefst2001. I fyrstu er ráðgert að framleiða CVT gírkassa einungis fyrir litla, framhjóladrifna bíla með ekki stærri vél en fjögurra strokka. Ford Focus verður fyrsti bílinn með slíka skipt- ingu. Stefnt er að því að innan fimm ára verði 25-30% allra lítilla Ford bfla í Bandaríkjunum með CVT. Útbreidd tækni innan tveggja áratuga Nú um stundir eru framleiddar nálægt 500 þúsund CVT skiptingar í heiminum á ári sem er lítið í saman- burði við 25 milljónir sjálfskiptinga sem talið er að ársframleiðslan nemi. Enn sem komið er eru þeir ann- markar á CVT tækninni að hún þol- ir ekki aflmeiri vélar. Ford og ZF ráðgera hins vegar að þróa CVT fyrir sex strokka vélar í millistærð- arbíla og pallbíla og stefna að því að setja hana á markað innan fimm ára. Talsmenn Ford og ZF telja fullvíst að CVT tæknin verði útbreidd innan tveggja áratuga. Þeir segja tvo þætti leggja grundvöllinn að velgengni tækninnar á komandi árum, annars vegar áreiðanleika skiptingarinnar og hins vegar ásættanlegan fram- leiðslukostnað á hverja einingu. I—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.