Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 1
h BLAÐ ALLRA LANDSMANNA orgunMa&tfe 1998 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER BLAÐ C Bjarki áfram hjá Brann BJARKI Gunnlaugsson knattspyi numaður afþakk- aði tilboð enska annarrar deildar félagsins Preston Noi-th End á dögunum og segist ætla að leika með Brann á næstu leiktíð. „Eg vil ekki fara frá Brann án þess að hafa sannað mig,“ sagði Bjarki í viðtali við Bergens Tidende. „Ég get varla beðið eftir næsta keppnistímabili til að sýna hvað ég get,“ sagði Bjarki ennfremur. Bjarki hefur átt erfitt uppdráttar hjá félaginu og fori-áðamenn Brann liafa verið harðlega gangrýnd- ir fyrir að liafa keypt hann frá Molde í sumar á 20 miiljónir króna. Bjarki segist vel skilja þessa gagn- rýni og æfi nú tvisvar á dag, og ætlar að vera í afbragðsæfingu á næsta tímabili. Samkvæmt Bergens Tidende hefur Bjarki u.þ.b. 7 milljónir ísl. kr. í árs- laun en Preston bauð honum u.þ.b. 10 milljónir. En peningar eru ekki allt fyrir Bjarka og vonandi að hann nái sér að fullu af meiðslum sem hafa hrjáð hann. með vara- liði Walsall BJARKI Guðmundsson, markvörður Keflvíkinga, er á Englandi að sýna sig og sanna hjá 2. deildar- liði Walsall. Hann fór utan um síðustu helgi og lék með varaliði félagsins gegn Shrewsbury í gær og þótti standa sig vel - hélt hreinu og Walsall vann 1:0. Að sögn Bjarn- ólfs Lárussonar, sem er samningsbundinn félag- inu og fylgdist með leik varaliðsins, má búast við að Walsall bjóði Bjarka samning. „Þjálfarinn hef- ur verið að leita að vara- markverði og þá helst lit- ið til Norðurlandanna. Ég hef trú á því að Bjarki gæti verið sá rétti," sagði Bjamólfur. Tveir aðrir íslenskir leikmenn hafa verið hjá liðinu til skoðunar, Sig- urbjörn Hreiðarsson úr Val og Gunnar Sigurðs- son, markvörður BBV. Enska félagið bauð þeim ekki samning. Mark frá Alan Shearer dugði ekki Reuters ALAN Shearer sést hér eftir að hafa sent knöttinn í netið hjá Blackburn í byrjun leiks í deildarbikar- keppninni í gærkvöldi, án þess að John Filan kæmi vömum við. Markið dugði ekki, þar sem leikmenn Blackbum jöfnuðu 1:1 á St. James’Park og tryggðu sér síðan sigur í vítaspyrnukeppni, 4:2. KNATTSPYRNA Steinar undir smásjánni hjá Brann BRANN hefur verið að leita sér að miðverði og hefur Stein- ar Adólfsson fyrirliði Skaga- manna verið undir smásjánni hjá því að undanförnu. Kjell Tennfjord, framkvæmdastjóri, hefur ráðfært sig við Teit Þórð- arson fyiTverandi þjálfara Brann og núverandi þjálfara Flora Tallinn í Eistlandi um hugsanleg kaup á Steinari. Molde og Kongsvinger hafa einnig haft áhuga á Steinari, og er Molde mjög vænlegur kost- ur fyrir Ólafsvíkinginn sterka þar sem liðið er í mikilli upp- byggingu og hefur bráðefnilegt lið, sem veitti Rosenborg harða keppni um gullið í sumar og stefnir á að koma enn sterkara til leiks næsta ár. Félagið hefur verið á höttunum eftir Frode Kippe miðverði Lillesti'öm en hann er þessa dagana hjá Liv- erpool og gæti orðið fimmti Norðmaðurinn hjá enska stór- veldinu. Molde hafði þegar lagt inn 50 milljóna kr. tilboð í Kippe sem var hafnað. Bjarnólfur með tveggja ára samning við Walsall Eyjamaðurinn Bjamólfur Lárus- son gerði á dögunum tveggja ára samning við enska 2. deildarlið- ið Walsall. Hann fór upphaflega til Hibemian í Skotlandi frá ÍBV og gerði eins árs samning. I október sl. var hann leigður í mánuð til enska félagsins, sem síðan bauð honum tveggja ára samning. Bjamólfur er búinn að spila níu leiki með Walsall síðan hann kom til félagsins. Hann spilar á miðjunni og segist ánægður með eigin frammi- stöðu hingað til. Hann hefur gert tvö mörk og komu þau bæði í sama leiknum - gegn Bristol Rovers. I fyrrakvöld lék liðið við Lincoln og vann 2:1. Bjarnólfur lagði upp fyi-ra markið. Walsall er nú í þriðja sæti 2. deildar og hefur gengið framar vonum. „Það hefur gengið mjög vel hjá liðinu í undanfórnum leikjum og staðan er betri en nokkur þorði að vona fyrir tímabilið. Félagið er með tuttugu leikmenn á samningi og það þykir ekki mikið í ensku deild- inni. Þetta er lítið knattspyrnufé- lag, enda búa hér aðeins um 20 þús- und manns. Við emm með fímm þúsund áhorfendur að meðaltali á leik og þykir gott miðað við íbúa- fjölda, en það er reyndar með því lakasta sem gerist í 2. deildinni," sagði Bjarnólfur. „Mér hefur gengið vel síðan ég kom og hef ekki undan neinu að kvarta. Fyrsta árið hjá Hibernian var erfítt, enda átti ég ekki mögu- leika á að komast í byrjunarliðið eft- ir að nýr knattspyrnustjóri vaa' ráð- inn nokkmm mánuðum eftir að ég kom til Skotlands. Ég sá að ég var ekki inni í myndinni hjá Hibs og því óskaði ég eftir að fá að fara. Ég hef bætt mig mikið sem knattspyrnu- maður, sérstaklega eftir að ég kom til Walsall." Hann sagði að markmiðið hjá Walsall væri að vera í einu af sex efstu sætunum. „Sterkustu liðin og líklegust til að komast upp í 1. deild eru Manchester City, Stoke og Ful- ham. Vonandi náum við að veita þeim einhverja keppni,“ sagði Bjarnólfur. SEBASTIAN ALEXANDERSSON VARÐI ATTA VÍTAKÖST / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.