Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 3
2 C FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1998 C 3 URSLIT Valur - Selfoss 25:15 íþróttahús Vals að Hlíðarenda, 7. umferð 1. deildar karla í handknattleik, Nissan-deild- in, miðvikudaginn 11. nóvember 1998. Gangur leiksins: 2:0, 4:1, 8:3, 10:7, 12:7, 12:8,17:8, 22:12, 23:15, 25:15. Mörk Vals: Daníel S. Ragnarsson 6, Ari All- ansson 5, Einar Örn Jónsson 3, Ingimar Jónsson 3, Davíð Ólafsson 2, Erlingur Ric- hardsson 2, Theodor Valsson 1, Jón Krist- jánsson 1, Ingvar Sverrisson 1, Bjarki Sig- urðsson 1/1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 22 (þaraf 7 til mótherja), Axel Stefánsson 3/1. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Selfoss: Róbertas Pauzolis 7, Sigurjón Bjarnason 3, Valdimar Þórsson 2/2, Armann Sigurvinsson 1, Atli Marel Vokes 1, Asturas Vilimas 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 16 (þaraf 6 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson. Dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 150. Grótta/KR - KA 25:26 Seltjarnarnes: Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 3:2, 3:3, 4:4, 9:9, 12:12, 13:12,13:13,16:13,16:15,19:15, 21:17, 21:19, 22:20,22:22, 25:23,25:25, 25:26. Mörk Grótu/KR: Armands Melderis 7, Zolt- an Belaný 7/6, Gylfí Gylfason 5, Magnús A. Magnússon 2, Einar B. Árnason 2, Davíð B. Gíslason 1, Alexandras Peterson 1. Varin skot: Sigurgeir Höskuldsson 7 (þaraf 4 til mótherja), Hreiðar Guðmundsson 4 (þaraf eitt til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk KA: Lars Walther 8/1, Jóhann G. Jóhannsson 7, Sverrir A. Björnsson 3, Hall- dór Sigfússon 3/2, Þórir Sigmundsson 2, Leó Örn Þorleifsson 1, Hilmar Bjarnason 1, Heimir Örn Arnason 1. Varin skot: Hans Hreinsson 4 (þaraf 2 til mótherja), Hafþór Einarsson 4 (þaraf eitt til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Ingvar Reynisson og Einar Hjaltason. Áhorfendur: Um 150. Fram - Haukar 27:24 íþróttahús Fram: Gangur leiksins: 0:2, 2:3, 3:3, 5:3, 6:6, 8:6, 11:7, 12:8, 14:8, 14:11, 17:11, 18:12, 18:16, 22:16, 22:18, 25:20 27:24. Mörk Fram: Gunnar Berg Viktorsson 8/4, Róbert Gunnarsson 5, Guðmundur Helgi Pálsson 4, Andrei Astafejv 3, Njörður Árna- son 3, Björgvin Þór Björgvinsson 2, Krist- ján Þorsteinsson 2. Varin skot: Sebastían Alexandersson 26/8 (þaraf 12/1 til mótherja). Utan vailar: 8 mínútur. Mörk Haukar: Jón Karl Björnsson 7/1, Hall- dór Ingólfsson 4, Jón Freyr Egilsson 3, Petr Baumruk 2, Sigurjón Sigurðsson 2, Kjetil Ellertsen 2, Óskar Armannsson 2, Sigurður Þórðarson 1, Þorkell Magnússon 1. Varin skot: Jónas Egilsson 9/2 (þaraf 1 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifs- s_on. Áhorfendur: 300. Sljarnan - ÍBV 27:24 Garðabær: Gangur lciksins: 1:0, 3:3, 5:3, 7:5, 8:6, 8:9, 9:11, 11:11, 13:12, 13:13, 15:13, 15:15, 17:15, 18:16,18:18,19:19, 22:19, 22:21, 24:21, 24:23, 25:24, 27:24. Mörk Stjömunnar: Aliaksand Shamkuts 7, Heiðmar Felixsson 7, Konráð Olavson 7/2, Hilmar Þórlindsson 3/2, Arnar Pétursson 2, Jón Þórðarson 1. Varin skot: Ingvar H. Ragnarsson 11 (þar af fjögur til mótherja), Birkir ívar Guð- mundsson 4 (þar af eitt til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk ÍBV: Guðfínnur Kristmannsson 7, Valgarð Thoroddsen 6/3, Giedrus Cerni- auskas 4, Daði Pálsson 3, Svavar Vignisson 3, Slavisa Rakanovich 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 14 (þar af fjögur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson höfðu góð tök á leiknum. Áliorfendur: Um 290. FH - ÍR 29:22 íþróttahúsið Kaplakrika: Gangur leiksins: 1:1, 5:1, 5:5, 9:6, 11:9, 13:11, 16:12,18:12,20:15, 24:16,26:16,26:20, 29:20, 29:22. Mörk FH: Guðmundur Petersen 9/2, Hálf- dán Þórðarson 5, Láru Long 4, Hjörtur Hin- riksson 4, Guðjón Árnason 2, Gunnar Bein- teinsson 2, Knútur Sigurðsson 2/2, Gunnar Narfi Gunnarsson 1. Varin skot: Magnús Árnason 24/1 (þar af 7 tii mótherja). Utan vallar: 10 mín. Mörk ÍR: Ólafur Gylfason 4, Ólafur Sigur- jónsson 4/1, Bjartur Sigurðsson 3, Ragnar Óskarsson 3/1, Jóhann Asgeirsson 2, Brynj- ar Steinarsson 2, Ragnar Már Helgason 1, Erlendur Stefánsson 1, Björgvin Þorgeirs- son 1, Róbert Rafnsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 6 (þar af 3 til mótherja), Hrafn Margeirsson 6/2 (þar af 3/1 til mótherja). Utan vallar: 4 mín. Dömarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Arn- ar Kristinsson. Góðir. Áhorfendur: Um 100. UMFA - HK 32:26 Iþróttahúsið að Varmá: Gangur leiksins: 1:1, 4:2, 7:3, 10:6, 14:7, 15:9, 17:10, 18:12, 19:14, 21:16, 24:19, 28:20, 30:24, 31:26, 32:26. Mörk UMFA: Bjarki Sigurðsson 10/1, Gal- kauskas Gintas 5, Sigurður Sveinsson 4, Savukynas Gintaras 3, Hafsteinn Hafsteins- son 2, Magnús Már Þórðarson 2, Max Trou- fan 1, Níels Reynisson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 11 (þar af 2 til mótherja), Ásmundur Einarsson 3 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 10 mín. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 8/5, Óskar Elvar Óskarsson 5, Alexander Arnarson 4, Helgi Arason 3, Arnar Már Gíslason 2, Hjálmar Vilhjálmsson 1, Stefán Guðmunds- son 1, Jón Bessi Ellingsen 1, Guðjón Hauks- son 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 2 (þar af 1 til mótherja), Hilmar Ingi Jónsson 6 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 12 mín. Rautt spjald: Alexander Arnarson fyrir brot. Dómarar: Bjarni Viggóson og Valgeir Ómarsson, misstu tökin á leiknum í síðari hálfleik. Áhorfendur: Um 250. Fj. leikja U J T Mörk Stig UMFA 8 6 1 1 209:187 13 FRAM 8 6 0 2 222:195 12 VALUR 8 6 0 2 194:169 12 KA 8 5 0 3 200:191 10 HAUKAR 8 4 1 3 232:219 9 STJARNAN 8 4 1 3 196:198 9 ÍBV 8 3 1 4 180:178 7 ÍR 8 3 0 5 195:212 6 FH 8 2 1 5 194:201 5 GRÓTTAJKR 8 1 3 4 201:220 5 HK 8 1 2 5 183:208 4 SELFOSS 8 1 2 5 182:210 4 Knatlspyrna England Deildarbikarkeppnin, fjórða umferð: Arsenal - Chelsea .................0:5 - Franck Leboeuf 35. vítasp., Gianluca Vialii 49, 73, Gustavo Poyet 65, 81. 37.562. Everton - Sunderland...............1:1 John Collins 74 - Miehael Bridges 29. 28.132. • Sunderland vann í vítaspymukeppni 5:4. Leicester City - Leeds.............2:1 Muzzy Isset 88, Garry Parker 90. vítasp. Harry Kewell 17. 20.161. Man. Utd. - Nott. Forest ..........2:1 Ole Gunnar Solskjær 57, 60 - Steve Stone 68. 37.237. Newcastle - Blackburn .............1:1 Alan Shearer 8 - Tim Sherwood 29. 34.702. • Blackburn vann í vítaspyrnukeppni 4:2 2. deild: Reading - Wigan....................0:1 Þýskaland 1. deild: Niirnberg - Bochum ................2:2 Michaei Wiesinger 20, Pavel Kuka 46 - Stefan Kuntz 44. vítasp., 72. vítasp.. 23.800. Frankfurt - Freiburg...............3:1 Bernd Schneider 11, Thomas Epp 36, Marco Gebhardt 90 - Uwe Wassmer 23. 21.000. Dortmund - Duisburg .................2:0 Lars Ricken 11, Stephane Chapuisat 35. 60.600. Hertha Berlín - Lcverkusen.........0:1 - Erik Meijer 73. 32.655. Stuttgart - Wolfshurg................1:2 Jonathan Akpoborie 22 - Roy Pröger 36, Andrzej Juskowiak 88.12.000. Holland 1. deild: Twente Enschede - Heerenveen...........1:2 NAC Breda - NEC Nijmegen ............1:2 Cambuur Leeuwarden - AZ Aikmaar . .0:0 MW Maastricht - Feyenoord .........1:3 Willem II Tilburg - RKC Waalwijk ... .3:0 Fortuna Sittard - Doetinchem ........0:0 Ajax - Roda JC Kerkrade ...........2:1 Frakkland 1. deild: Sochaux - Bastia...................2:1 Mónakó - AJ Auxerre ...............3:2 París St Germain - Metz .............2:2 Toulouse - Strasbourg ...............0:1 Olympique Lyon - Montpellier ........2:0 Lorient - Girondins Bordeaux ........0:2 RC Lens - Rennes ..................3:1 Ítalía Bikarkeppnin, þriðja umferð - seinni leikir, semanlögð úrslit innan sviga: Venezia - Juventus.............2:2 (2:2) • Juventus vann á útimörkunum. Bologna - Sampdoria............2:1 (2:1) Vicenza - Udinese ...............0:1 (0:1) Parma - Bari ..................0:0 (2:1) AC Milan - Lazio...............1:1 (2:4) Castel di Sangro - Inter Milan ... .1:1 (1:2) Blak HM kvenna Osaka, Japan. Undanúrslit: Kína - Rússland....................3:0 (15:4 15:4 15:9) Kúba - Brasilía....................3:1 (15:10 4:15 15:1115:10) I kvöld Handknattleikur 2. deild karla: Víkin: Víkingur - Fylkir ... 20 Körfuknattleikur 1. deild karla: Kennarahásk.: ÍS - Fylkir .. .. .20.15 Blak 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS - Stjarnan ... .. .19.30 1. deild kvenna: Hagaskóli: ÍS - Víkingur ... .. .21.00 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Þungu fargi létt af FH ÞUNGU fargi var létt af FH-ingum og ekki síst þjálfaranum Kristjáni Arasyni er liðið vann sannfærandi sigur á afspyrnu slöku liði ÍR-inga, 29:22, í Kaplakrika. Þetta var annar sigur FH í átta leikjum og við sig- urinn lyfti liðið sér úr botnsætinu. Stuðningsmenn FH hafa verið tryggir liði sínu í gegnum árin, en í gærkvöldi brá svo við að húsið var nánast tómt. Fyrri hálfleikur var nokkuð kafla- skiptur. FH-ingar fóru vel af stað og komust í 5:1, en gerðust þá of bráðir í sókninni og fjórum mínútum síðar var staðan orðin jöfn, 5:5. Eftir það fóru þeir að leika af meiri skynsemi og upp úr .því tóku þeir forystuna og héldu henni út leikinn. Mestur var munurinn tíu mörk, 26:16, þegar síðari hálfleikur var rúm- lega hálfnaður. Magnús Arnason átti stórleik í marki FH-inga, sérstaklega f síðari hálfleik en þá varði hann 17 skot af 24. Það var fyrst og fremst frammistaða hans sem lagði grunninn að sigrinum. Hálfdán Þórðarson lék vel á línunni og eins Guðmundur Petersen. Þá vakti horna- maðurinn Hjörtur Hinriksson athygli fyrir skemmtileg tilþrif og Lárus Long laumaði inn skemmtilegum mörkum af og til. Þó svo að ástæða sé fyrir FH- inga að kætast verða þeir að gera sér grein fyrir því að leikur ÍR-inga var af- skaplega slakur og hætt við að þeir fái meiri mótspyrnu í næstu leikjum. Það var aðeins fyrstu 15 mínútur leiksins sem IR lék þokkalega, annað var lélegt. Ragnar Óskarsson, sem hef- ur verið helsta vopn liðsins, brást al- gjörlega. Hann virtist sá eini sem hafði skotleyfi. Hann lauk 14 sóknum með skoti og skoraði aðeins þrjú mörk og þar af eitt úr vítakasti. Skársti leikmað- ur liðsins var hinn snaggaralegi Ólafur Sigurjónsson. Miðað við frammistöðu FOLK ■ ENN og aftur bilaði leikklukkan í Valsheimilinu og ættu forráðamenn félagsins að fara að athuga það af al- vöru að láta gera við hana, eða skipta. Það er gjörsamlega óþolandi að þurfa stöðugt að vera í einhverju basli með hana. ■ ÞEGAR hefja átti síðari hálfleikinn og Valsmenn búnir að stilla sér upp til- búnir að byrja sáu menn að Selfyssing- ar voru ekki mættir til leiks. Eftir nokkur flaut sem höfðu ekkert í för með sér, skrapp Þorlákur Kjartansson inn í klefa hjá þeim og flautaði. Þá loks komu þeir, en ekki á neinum harða- hlaupum. ■ NJÖRÐUR Árnason fékk blómvönd frá handknattleiksdeild Pram fyrir leik liðsins og Hauka í Framheimilinu í gær. Njörður hefur leikið 100 leiki fyrir meistaraflokk Safamýi’arliðsins. ■ MAGNUS Arnar Arngrítnsson kom ekkert við sögu í liði Fram í gær, en var eigi að síður á leikskýrslu. Magnús er meiddur í úlnlið hægri handar og á eifitt um leik af þeim sökum. ■ OLEG Titov fylgdist grannt með félögum sínum í Fram í gær. Hann seg- ist hafa náð góðum bata eftir uppskurð vegna brjóskloss og finna mun á sér dag frá degi. Vonast Titov til þess að geta leikið á ný í síðari hluta janúar ellegar snemma í febrúar með sama áframhaldi. ■ ÞRÍR FH-ingar léku 100. leik sinn fyrir FH í gærkvöldi. Það voru þeir Valur Arnarson, Sigurgeir Ægisson og Gunnar Narfi Gunnarsson. Þeir fengu allir blómvönd frá handknatt- leiksdeild félagsins í leikslok. liðsins gegn FH á það erfiðan vetur framundan. Ingimundur fékk blóm Handknattleiksdeild Aftureldingar færði sínum gamla félaga Ingi- mundi Helgasyni, leikmanni HK, blóm- vönd fyrir leik liðanna í Stefán íþróttahúsinu að Varmá í Pálsson gærkvöldi. Fleiri gjafir skrifar færðu Mosfellingar gest- unum úr Kópavogi ekki, heldur sigruðu með sex marka mun, 32:26, eftir að hafa haft örugga forystu frá fyrstu stundu. Mennimir á bak við sigur heimamanna vora þeir Bjarki Sig- urðsson, sem gerði tíu mörk, og Lit- háinn Galkauskas Gintas sem skoraði fímm mörk og lék vörn HK-manna oft á tíðum grátt. Kópavogsbúar geta þó fyrst og fremst kennt sjálfum sér um að svo fór sem fór. Hvað eftir annað misfórust sendingar þeirra á milli í sókninni, með þeim afleiðingum að þeir misstu boltann eða köstuðu honum hreinlega út af vell- inum. Steininn tók þó úr þegar þeir léku tveimur mönnum fleúri í um eina og hálfa mínútu í fyrri hálfleik og leyfðu heimamönnum að auka forystu sína! Engin ástæða er til að rekja gang leiksins í smáatriðum. Afturelding náði undirtökunum strax í upphafi og var Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Mosfell- inga, farinn að leyfa varamönnunum að spreyta sig áður en fyrri hálfleikur var úti. Þegar rétt um tíu mínútur voru liðn- ar af síðari hálfleik veittu dómarar leiks- ins HK-mönnum náðarhöggið, en þá ráku þeir besta mann þeii-ra, Alexander Arnarson, af velli með rautt spjald fyrir brot sem var fremur klaufalegt en gróft. Höfðu dómararnir, Bjarni Viggóson og Valgeir Ómarsson, nokkru fyrr misst öll tök á leiknum, sem fram að því hafði virst auðdæmdur. Skyndilega byrjuðu þeir að taka mið af hrópum áhorfenda í dómgæslu sinni og reyndu að bæta fyrir mistök með öðrum vafasömum dómum. Fyrir vikið gengu leikmenn beggja liða á lagið og reyndu að físka brottvísanir á andstæðingana með þeim afleiðingum að leikurinn varð leiðinlegur á að horfa. Leikmenn og stuðningsmenn Aftur- eldingar fögnuðu innilega í leikslok, enda liðið í efsta sæti deildarinnar og hefur sennilega á að skipa sterkustu sókn landsins. Þar munar einna mest um Litháana Gintaras og Gintas og er óhætt að fullyrða að þar keyptu Mosfell- ingar ekki köttinn í sekknum. Guðmundur lokaði markinu Valsmenn áttu ekki í hinum minnstu erflðleikum með að leggja hræðilega slaka Selfyssinga í gærkvöldi að Hlíðar- ■■^■■1 enda. Eftir að hafa verið Skúli Unnar 12:7 yflr í leikhléi juku Sveinsson þeir forskot sitt í síðari skrifar hálfleik og er upp var staðið skildu tíu mörk liðin, 25:15. Sókn gestanna er ein sú slakasta sem undimtaður hefur séð enda var sókn- arnýting liðsins aðeins 27% í öllum leiknum. Úr 13 fyrstu sóknunum skor- uðu gestirnir aðeins tvö mörk og í síðari hálfleiknum gerðist nákvæmlega það sama, tvö mörk í fyrstu þrettán sóknun- um. Valsmenn byrjuðu ekki vel, staðan var 5:2 eftir tíu mínútna leik, en augljóst var engu að síður að sigurinn yrði þeirra því sókn Selfyssinga var afleit og vörnin ekki stórbrotin. Heimamenn nýttu sér yfirburðina og reynsluminni menn léku lengstum í síð- ari hálfleik, en það kom ekki að sök, yf- irburðimir voru algjörir. Vörn Vals var Steinþór Guðbjartsson skrifar sterk, en gleymdi stundum að ganga út á móti Róbertas Pauzolis, eina sóknar- manni Selfyssinga sem virtist geta ógnað fyrir utan. Valdimar Þórsson reyndi að ógna en hann er lágvaxinn og mátti sín lítils gegn vörninni, en hann er með skemmtilegar hreyfíngar og átti fínar sendingar. Gísli Guðmundsson varði ágætlega í marki gestanna. í sókn Vals lét Ari Allansson mikið að sér kveða fyrir hlé en meira fór fyrir Daníel S. Ragnarssyni eftir hlé, en þá gerði hann sex mörk, sem öll voru mjög svipuð, með þrumuskotum efst í hægi-a markhornið. Sá sem átti þó bestan leik heimamanna var Guðmundur markvörð- ur Hrafnkelsson sem varði 22 skot í leiknum þó svo að hann hafí hvílt síðasta hluta leiksins. Mistök á mistök ofan Lars Walther tryggði KA eins marks sigui’, 26:26, á Gróttu/KR í íþrótta- húsinu á Seltjaraarnesi í gærkvöldi með marki 11 sekúndum fyrir leikslok. Sex sekúndum áður var dæmdur ruðning- ur á Einar B. Árnason, fyi’irliða heimamanna, og voru nýliðarnir allt annað en kátir með það, en norðanmenn fögnuðu sigrinum og stigunum. Hvað svo sem segja má um ruðnings- dóminn geta leikmenn Gróttu/KR sjálf- um sér um kennt hvernig fór. Þeir vora mun betri lengst af, þó jafnt væri á flestum tölum, náðu mest fjögurra marka forystu, síðast 21:17 um miðjan seinni hálfleik, og voru tveimur mörkum yfír, 25:23, þegar tvær og hálf mínúta voru til leiksloka. Misheppnuð sending kostaði mark, í næstu sókn var dæmd lína á nýliðana, KA-menn jöfnuðu í kjölfarið og þeir áttu svo síðasta orðið. KA-menn voru slakir en vam- araðferð, þeirra, að láta Hilmar Bjamason taka Armands Melderis, helstu skyttu heima- manna, úr umferð þegar líða tók á seinni hálfleik, bar tilætlaðan árangm’. Að sama skapi truflaði framsækinn varaai’leikur Gróttu /KR með Gylfa Gylfason í oddin- um sóknai’leik norðanmanna og sátu gestimir oft eftir þegar heimamenn náðu boltanum, þutu upp og skoruðu. En leiksins verður ekki minnst fyrir glæsta frammistöðu einstaki’a leikmanna. Þvert á móti voru mistök einkennandi fyrir viðureignina og höfðu heimamenn þar vinninginn, misstu boltann á klaufa- legan hátt alls 16 sinnum en KA 13 sinn- um. Þetta hefði varla verið fyrh’gefanlegt í fyrstu umferð, hvað þá í þeirri áttundu, en sýnir að liðin þuifa að bæta ýmislegt. Reynir enn meiddur REYNIR Þór Reynisson, inarkvörð- ur KA og landsliðsins, lék ekki með KA á móti Gróttu í gærkvöldi frek- ar en sl. sunnudag þegar liðið tók á móti Stjömunni. Hann meiddist í hné áður en landsliðið hélt t il Sviss og hefur lítið sem ekkert getað œft síðan. „Það er ekki gott að segja hvað amar að honum en vonandi er. þetta ekki alvarlegt," sagði Atli Hilmars- son, þjálfari KA, við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Talið er að kalk sé að ergja hann frekar en liðþófi eða bönd en þetta ætti að koma í \jós á föstudag þegar hann fer í speglun." Ólafur skoraði átta ÓLAFUR Stefánsson og félagar í Magdeburg unnu mikilvægan sig- ur á heimavelli í gærkvöldi er þeir tóku á móti Niederwtirzbach. Eftir að staðan bafði verið 10:1 l í leikldéi fyrir gestina tóku heiina- menn við sér og sigruðu 25:21. Ólafur var inarkahæstur í liði Mag- deburg og raunar á veliinum með átta mörk, þaraf tvö úr vítaköst- um. Magdeburg er komið í 10. sæti með 7 stig eftir sjö leiki. Kiel átti ekki í erfiðieikum með Schutterwais og sigraði 35:18 fyr- ir framan ríflega sjö þusund dygga stuðniugsinenn sína. Kiel er efst í deildinni en Schutterwais er í 14. sæti með 4 stig eftir sjö leiki. Markahæstur hjá Kiei í gær var danski hornamaðurinn Nikolaij Jac- obsen sem gerði 11 rnörk, þaraf 9 úr vítaköstum. Allt í hers höndum í Garðabæ ALLT var í hers höndum í Garðabænum í gærkvöld þegar Eyja- menn sóttu Stjörnuna heim og það var ekki fyrr en eftir mikinn darraðardans að Stjörnunni tókst að tryggja sér 27:24 sigur - sá munur er of stór miðað við gang leiksins því brugðið gat til beggja vona síðustu mínúturnar. Morgunblaðið/Kristinn BJÖRGVIN Þór Björgvinsson átti ágæta spretti með félögum sínum í Fram og skorar hér síðara mark sitt í leiknum án þess að Jón Freyr Egilsson, leikmaður Hauka, komi við vörnum. Lítið var um vamir fram eftir fyrri hálfleik og markvarsla í sam- ræmi við það því hver sókn varaði að meðaltali í tæpa hálfa mínútu. Bæði lið reyndu þó að spila leikkerfi en þótt þau væru auðlesin náðu varnarmenn ekki að grípa inní. Eftii- hlé dró til tíðinda því þjálfar- ar hafa eflaust látið menn fá orð í eyra fyrir varnarleikinn enda fór vörnin enn framar og menn tóku enn hraustlegar á móti. Eyjamenn söx- uðu á forskotið og fengu gullið tækifæri til að ná yfirhöndinni þegar þeir voru um tíma með tvöfalt fleiri útileikmenn en Garðbæingar vegna Varði átta vítaköst SEBASTÍAN Alexandersson, markvörður Fram, var hetja liðsins er hann varði átta vítaköst, þar af sex í síðari hálfleik, og lagði með frammistöðu sinni grunninn að öruggum þriggja marka sigri liðsins á Haukum, 27:24. Aldrei fyrr hefur markvörður í 1. deild karla varið svo mörg vítaköst í einum leik. Flest vítaköst í einum leik hafði Guðmundur Gunnarsson, markvörður ÍR, varið, sjö, gegn Val árið 1971. „Heppni,“ sagði Sebastían með stóískri ró í leikslok. „Þetta gerist örugglega ekki aftur. En svona dagar koma, mér gekk vel og sjálfstraustið var þar af leiðandi í lagi og þá dettur maður niður á svona leik.“ ívar Benediktsson skrifar Það sem meira er; Fram vann boltann í sjö skipti eftir að Sebastían hafði varið vítaköstin og í eina skiptið sem Haukar unnu boltann varði Sebastían skot Óskars Ármannsson- ar af línu eftir að Ósk- ar hafði náð frákastinu. Þá varði hann fímm vítaköst í röð á 20 mínútna kafla í síðari hálfleik. Geri aðrir betur. Auk átta vítakasta varði Sebastían 18 skot til viðbótar víðs vegar að á vellinum sem var í fullu samræmi við góðan varnarleik Framliðsins. Raunar má einnig bera lof á varnarleik Hauka lengst af, en markvarslan var aftur á móti höfuðverkurinn auk þess sem tals- vert los var á sóknarleiknum. Lík- lega hefur stórleikur Sebastíans haft sitt að segja við að slá Hafn- fírðinga út af laginu. „Það besta var að hann varði vítaköstin svo vel,“ sagði Guðmund- ur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram. „Skotin voru fjölbreytileg og enginn heppnisstimpill á neinu þeiraa af hálfu Sebastíans," bætti Guðmundur við sem ekki einvörðungu lagði áherslu á frammistöðu markvarðar- ins heldur liðsins í heild. „Við breyttum um varnaraðferð frá síðasta leik. Lékum 3-2-1 vörn í stað 6-0 varnarinnar sem hefur verið okkar aðal. Breytingin skilaði þess- um árangri og ég er ánægður með það því það sýnir að við getum breytt út af vananum. Ég er mjög ánægður með frammistöðu minna manna í leiknum þrátt fyrir að vissulega hafí komið kaflar í sóknar- leikinn þar sem þeir voru ekki nógu yfirvegaðir." „Við höfum einstakt lag á því að skjóta markverði andstæðinganna í landsliðið og greinilegt er að við verðum að fara athuga okkar gang í þessum efnum,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka. „Lið geta einfaldlega ekki unnið jafna leiki þegar það brennir af átta vítaköst- um auk þess sem það dregur menn mjög niður. Þannig að þegar litið er á það mótlæti sem við urðum fyrir í þessum leik getum við alltént verið ánægðir með að menn gáfust aldrei upp, liðsandinn var fyrir hendi allan tímann. Ég er hins vegar með mjög breytt lið frá síðasta ári og hef því ekki fundið „rétta“ hópinn ennþá, ég þarf meiri tíma til þess að fínna hann.“ Frammistaða Sebastíans skyggði á allt annað í leiknum. Varnarleikur beggja var allgóður frá upphafi til enda og áttu Haukar í erfiðleikum með að finna leiðir framhjá fram- liggjandi vörn heimamanna. Að því undanskildu að Haukar voru yfir 2:0 og 3:2 var forystan í höndum Fram- liðsins allan tímann og sigur þess var verðskuldaður. Fram gerði færri mistök og var með markvörð er átti einstakan leik. Haukum virt- ist fyrirmunað að vinna að þessu sinni, þeim féll bókastaflega allur ketill í eld. brottrekstra en náðu aðeins að skora tvö mörk og jafna. Það hleypti spennu í leikinn svo úr varð mikið fum og fát og fimm sóknir Eyja- manna í röð fóru í vaskinn á meðan Heiðmar Felixson skoraði fyrir Garðbæinga, sem höfðu þriggja marka forystu þegar fimm míntur voru til leiksloka. Sigmar Þröstur Óskarsson í marki ÍBV tók þá til sinna ráða og varði tvívegis svo að Eyjamenn minnkuðu muninn í eitt mark, 24:23, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Valgarð Thoroddsen fékk reyndar ágætt færi til að jafna í hraðaupphlaupi en féll við á línunni og dómarinn var viss í sinni sök þegar hann lét leikinn halda áfram. Valgarði brást þó ekki bogalistin af vítapunkti þegar hann minnkaði muninn í 25:24 og mínúta var eftir en Hilmar Þórlindsson jók muninn í tvö mörk á ný hálfri mínútu síðar. Eyjamenn hófu sókn en stigu á línu og í hraðaupphlaupi innsiglaði Konráð Olavson sigur Garðbæinga. „Við vorum á hælunum í vöminni fyrstu tuttugu mínútumar þó að við skoruðum mikið af mörkum en í leik- hléi ákváðum við að taka fast á þeim og bæta sóknarleikinn,“ sagði Heiðm- ar, sem skoraði sjö mörk fyrir Stjöm- una. „Tap í kvöld hefði geri sigurinn á KA að engu en nú erum við búnir með efstu liðin. Samt er ekki beina brautin framundan því hver leikur er slagui’." Heiðmai’ og Konráð voru sterkir í sókninni og Amar Pétursson stóð sig í vöminni en bestur var Aliaksand Shamkuts - þunglamalegur en afar sterkui’ í vörninni og lunkinn i línunni í sókninni. Eyjamenn voru í því að vinna upp forskot og það tekur oft sinn toll. Fyr- ir hlé var sóknarleikurinn slakur en þeir tóku sig á eftir hlé - fá þó skömm í hattinn fyrir að snúa ekki leiknum sér í hag þegar þeir voru þremur fleiri. Sigmar Þröstur varði oft vel og Guðfinnur Kristmann tók af skarið þegar sóknarleikurinn var stundum að lognast útaf en Valgarð og Daði Pálsson sýndu stundum ágæt tilþrif. T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.