Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Arsenal skellt á Hertha lá á heimavelli CHELSEA, Manchester United, Leicester City, Blackburn og Everton tryggðu sér í gær- kvöldi sæti í fjórðungsúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar. Stærstu tíðindin urðu á High- bury í Lundúnum þar sem meistarar Arsenal steinlágu fyrir Chelsea, 0:5. Stórleikur undanúrslitanna verður viður- eign Tottenham og Man Utd. Chelsea þurfti ekki að hafa mikið fyrir stórsigiinum á Arsenal, þótt meistaramir hefðu verið sterk- ari aðilinn í upphafi, með Svíann Fredrik Ljungberg fremstan í flokki. Smám saman komust gest- imir þó inn í leikinn og náðu foryst- unni úr umdeildri vítaspyrnu Francks Leboeufs á 34. mínútu. Skömmu síðai’ munaði minnstu að Arsenal jafnaði metin, en skot Stephens Hughes var varið á marklínu. Seinni hálfleikur var hins vegar að mestu í eigu Chelsea. Mistök austurríska markvarðarins Alex Manningers urðu til þess að Gi- anluca Vialli skoraði annað mark sinna manna án teljandi erfiðleika, Gustavo Poyet bætti þriðja markinu við á 64. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Tore Andre Flos og Vialli jók forystuna í 0:4 með góðu skoti skömmu síðar. Poyet innsigl- aði síðan stórsigur Chelsea tíu mín- útum íyrir leikslok og lokatölumar því 0:5. Bæði lið sóttu í varalið sín og hvíldu marga lykilmenn, einkum Arsenal. Hollendingurinn Dennis Bergkamp var í byrjunarliðinu eftir Qarvem vegna meiðsla, en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Hjá Chelsea bar mest á framkvæmda- stjóranum Vialli, sem var afar ógn- andi í framlínunni. Þetta var stærsta tap Arsenal í þrettán ár, en Everton sigraði 6:1 tímabihð 1985/1986 og þá í Liver- pool. Á heimavellinum, Highbury, hefur Arsenal ekki tapað jafn stórt í 73 ár, eða síðan Huddersfield skellti því í 1. deildinni í febrúar 1925. Manchester United tefldi fram gjörbreyttu liði gegn Nottingham Forest, en náði samt að sigra, 2:1. Norðmaðurinn Ole Gunnar Sol- skjær gerði tvö mörk með skömmu millibili í upphafi seinni hálfleiks, en Steve Stone minnkaði muninn litlu síðar. Forest var betra liðið í fyrri hálfleik en varalið United náði síðan að stilla saman strengi sína í þeim síðari og var sigurinn sanngjam. Lengi vel leit út fyrir að Leeds ynni sigur í Leicester með skaUa- marki Harry Kewells, en heima- menn náðu að skora tvö mörk í blá- lokin og tryggja sér sigur. Muzzy Izzet jafnaði á 88. mínútu og Garry Parker gerði síðan sigurmarkið úr vítaspymu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. I Newcastle tóku heimamenn á móti Blackbum og voru vítaspyrnur þar í aðalhlutverki. Alan Shearer kom Neweastle yfir í leiknum en fyrirliðinn Tim Shenvood jafnaði metin á 84. mínútu. I framlenging- unni misnotuðu liðin sína vítaspym- una hvort, fyrst Alan Shearer og síðan Jeff Kenna og í vítaspymu- keppni tókst Blackbum að hafa bet- ur, 1:3, og samanlagt 2:4. Einnig varð að grípa til víta- spymukeppni í viðureign Everton og Sunderland í Liverpool. Sunder- land, sem leikur í 1. deild, komst yf- ir eftir hálftíma leik, en Skotinn John Collins jafnaði metin í seinni hálfleik. Thomas Sörensen, mark- vörður Sunderland, var síðan hetja sinna manna í vítaspymukeppni eft- ir markalausa framlengingu er hann varði frá Ibrahim Bakayoko. í íyrrakvöld höfðu Luton, Totten- ham og tryggt sér sæti í fjórð- ungsúrslitum og var dregið til þeirra í gærkvöldi. Stórleikur um- ferðarinnar verður án efa viðureign Tottenham og Manchester United á White Hart Lane í Lundúnum. Þá mun Wimbledon taka á móti Chel- sea, núverandi deildarbikarmeistur- um, og Leicester fær Blackbum í heimsókn. Einu tvö liðin utan úr- valsdeildarinnar, Sunderiand og Luton, drógust saman. LEVERKUSEN batt enda á sig- urgöngu Herthu Berlínar á heimavell í gærkvöldi með 0:1 sigri. Hollendingurinn Erik Meier gerði eina mark leiksins með skalla rúm- um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Fyrir leikinn hafði Hertha, lið Eyjólfs Sveirissonar landsliðs- manns, ekki beðið ósigur á heima- velli á þessu keppnistímabiii. Þeir vora mun betri aðilinn í fyrri hálf- leik, en nýttu ekki færin. „Við áttum að skora fyrir hlé, en í seinni hálf- leik kom styrkleiki þeiiTa í ljós og við lentum í vandræðum. Þeir áttu sigurinn skilinn,“ sagði Jiirgen Röber, stjóri Herthu. Með sigrinum er Leverkusen komið í annað sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Bayem Munchen, en leik þeirra við Borussia Mönchen- gladbach var frestað í fyrrakvöld vegna vatnsveðurs. Christoph Daum, þjálfari Leverkusen, sagðist ánægður með úrslitin, en liðið þyrfti þó að laga margt. í vikunni var eftir honum haft, að hann sæi ekki að annað lið en Bayem gæti unnið þýska meist- aratitilinn á þessu tímabili. Dortmund sigraði Duisburg, 2:0, með mörkum þeirra Lars Ricker og Stephane Chapuisat í fyrri hálfleik. Jafntefli varð í leik Numberg og Bochum, 2:2, Frankfurt sigraði Freiburg, 3:1, Stuttgart lá heima fyrir Wolfsburg, 1:2 og lið 1860 Munchen heldur áfram að koma á óvart með 2:1 sigri á Hansa Rostock. Þá gerði Uwe Rösler eina mark leiksins í 1:0 sigra Ka- iserslautern á Hamborg. Highbury Reuters ÞEIR náðu allir að skora mark gegn Arsenal - Gustavo Poyet, Uruguay, Gianluca Vialli, Ítalíu, sem fagnar Frank Leboeuf, Frakklandi, eftir að hann skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu. Roy Evans mun víkja ROY Evans hefur samþykkt að segja af sér sem annar framkvæmdastjóra Liverpool. Þetta kemur fram í enskum dagblöðum nú í morgun. Samkvæmt fréttum frá Li- verpool átti Evans fund með stjórn úrvalsdeildarliðsins í gærkvöldi þar sem m.a. kom til álita að „hækka“ Evans í tign og setja hann í annars konar stjórnunarstöðu hjá lið- inu. Evans hefúr þjálfað Liver- pool í á fjórða ár, en hefur deilt framkvæmdastjórastöð- unni með Frakkanum Gerard Houllier frá því í sumar. Það samstarf hefur ekki gengið sem skyldi og því er talið að Houllier fái nú tækifæri til að vera einn við sfjórnvölinn. Skv. fréttum blaða er talið að Frakkinn Patrice Bergues, fyrrverandi stjóri Lens, muni verða nýr aðstoðarmaður Houlliers. ■ BRENTFORD, lið landsliðs- mannsins Hermanns Hreiðarsson- ar keypti í gær enn einn leikmann- inn og þar með þann ellefta síðan Ron Noades keypti liðið á útmánuð- um og tók sjálfur við stjóminni. Ga- vin Mahon frá Hereford er nýjasti leikmaðurinn, en Noades hefur gjörbreytt 3. deildar liðinu á örfá- um mánuðum. ■ BRENTFORD hyggst enn styrkja leikmannahóp sinn og hefur Ágúst Gylfason enn í sigtinu eftir að hann dvaldi við æfingar hjá því á dögunum. Ágúst dvelur nú í her- búðum 1. deildar liðsins Tranmere Rovers til reynslu, en samningur hans við norska liðið Brann rann út á dögunum. ■ SEBASTIAN Rozental, miðheiji hjá Glasgow Rangers, hélt heim til Chile í gær, þar sem hann verður skorinn upp á ný vegna meiðsla í hné. Rangers hefur lánað hann til Universidad Catolica út þetta keppnistímabil. Hann mun byrja að leika með liðinu þegar hann hefur náð sér eftir uppskurðinn. ■ ROZENTAL, sem er 22 ára, var keyptur á fjórar millj. punda frá Catolica 1996. ■ TÉKKNESKI markvörðurinn Pavel Srnicek skrifaði í gær undir tveggja og hálfs árs samning við Sheffield Wednesday. Srnicek, sem er 30 ára, mun leika sinn fyrsta leik með liðinu gegn sínum gömlu samheijum hjá Newcastle á laug- ardaginn. Hann skrifaði undir samning eftir að hafa æft með Sheff. Wed. í tvær vikur. ■ BELGÍSKI miðherjinn Laurent Delorge hjá Gent, gekk til liðs við Coventry í gær. Kaupverð var 1,25 millj. punda. ■ DELORGE, sem er aðeins 19 ára og leikur með ungmennaliði Belgíu, skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við Coventry. Hann skor- aði fimm mörk í tíu leikjum fyrir Gent. „Hann er framtíðarmaður hjá okkur,“ sagði Gordon Strach- an, knattspyrnustjóri Coventry. ■ ÞAÐ er heldur betur byrjað að hitna sætið hjá Louis Van Gaal, þjálfara Barcelona, eftir að lið hans tapaði sínum þriðja leik i röð - nú í æfingaleik fyrir sænska liðinu Hels- ingborg, 2:0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.