Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 1

Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 1
Kappar og kvenskörungar Gísla Jónssonar/2 Sannleikurinn verður að ráða Fríða Á. Sigurðardóttir/3 7 ævidagar Kjartans Árnasonar/3 Líkamshlutar Sindra/4 Land Huldars/5 Bókmenntasaga Heimis/6 Næturgali Jóns Karls/6 Að leita sjálfs sín í öðrum Bók Kristínar um Vigdísi/7 Umsögn um ævisögu Steingríms/8 Lífið heldur áfram Gunnhildur Hrólfsdóttir/8 MENNING LISTIR ÞJÓÐFRÆÐI Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 17. nóvemberl998 Blað B TED Hughes ásamt Sylviu Platli Hver verður lárviðar- skáld? TED Hughes, lárviðarskáld Breta, lést sem kunnugt er í lok október. Hann var lárviðarskáld Bretlands og ekki bara þaö held- ur eitt af mestu skáldum ensku- mælandi þjóða á þessari öld. Nú bollaleggja menn um hver verði arftaki hans, hreppi lárviðartign- ina. Mörg nöfn eru nefnd, meðal þeirra eru skopskáldið Wendy Cope, „leirskáldið" Benjamin Zephaniah og „stand-up“ skáldið John Hegley. Aðeins einn fulltrúi úr ríkisstjórninni hefur látið í Ijós álit sitt, sá er írskur og vill að næsta lárviðarskáld verði Paul McCartney. J. C., einn af þeim sem skrifar NB-þátt Times Literary Supplement, biður við- kvæma lesendur að halda fyrir augun áður en þeir komi að þessu í fyrrnefndum kjallara blaðsins. J. C. fer háðulegum orðum um Lisu Jardine prófessor sem hann segir halla undir alþýðudýrkun, en hún stingur upp á „Dennis“ Walcott. Vitanlega er rétta nafn skáldsins Derek og átt við karíbíska skáldið sem fékk Nó- belsverðlaun fyrir nokkrum ár- um. Gamanlaust var það mikið áfall fyrir enskar bókmenntir að missa Ted Hughes. Síðustu afrek hans á sviði ljóðlistarinnar voru bækurnar Birthday Letters, ljóð sem hann orti um konu sína, bandarísku skáldkonuna Sylviu Plath og Tales from Ovid, út- leggingar á ljóðum rómverska skáldsins Óvid. Sjaldan var rödd hans hljómmeiri. Þögular samræður orðanna Skáldsagan hefur verið í deiglu undanfarna áratugi og nú segja sumir að allt sé leyfilegt, fjöl- hyggjan ríki. Þröstur Helgason rifjar upp nokkur orð um þróun skáldsögunnar á síðustu árum. / G UPPLIFÐI expressionis- mann í Þýskalandi og súrr- ealismann í Frakklandi. Hver hefur heyrt um það nú? Það eina sem lifir er vel skrifaður texti,“ sagði Halldór Laxness í einu af fjölmörgum sjónvarpsviðtölum sem við hann voru höfð. Islending- ar trúa þessum orðum: „Það eina sem lifir er vel skrifaður texti.“ Og þá gildir einu hvaða fyrirvarar eru settir við orð Halldórs um íróníu eða ýkjur. Menn trúa því og treysta að það sem haldi lífi í bók- um - ef ekki þjóðinni - sé vel skrif- aður texti, og þá er yfirleitt átt við vel stílaðan texta, vel orðaðan, vel byggðan. Það er handverkið sem blífur. Gott handverk tryggir var- anleikann. Arfurinn er erkimynd hins vel skrifaða texta; sögustíllinn, hin hreina epíska saga. Dýrkun þessarar frummyndar íslensks skáldskapar, hins vel skrifaða, hins rétta forms, hefur verið leiðarstef í íslenskum bókmenntaskrifum allt fram á þennan áratug. Eins og svo margt annað er sú tugga hins veg- ar að leysast upp í fjaðrafoki sam- tímans. Örlög hnykils Thor Vilhjálmsson gerðist svo djarfur að gagnrýna formdýrkun íslenskra bókmennta í viðtali við Tómas R. Einarsson í Tímariti Máls og menningar (TMM) árið 1994: „Það vildi nú verða í dýra kveðskapnum okkar um aldir að formið réði ferðinni á kostnað skáldskaparins, formleikurinn tók ráðin. Málið fór að verða sjálf- stætt, fríttstandandi, en það má aldrei verða viðskila við líf, ekki einhver flottheit bara. En mér finnst synd að nota sér ekki þau færi sem búa í íslensku máli til að töfra, til að galdra svolítið.“ (4.’94) Ljósmynd/Keith Carter „MENN höfðu spunnið söguþráð í sjö hundruð ár og hnykillinn orðinn höfundum þung byrði. Það var því ekki seinna vænna að vinda ofan af honum. Úr varð flækja sem var mörgum lesandanum ofviða að leysa úr.“ Myndin heitir Ball of String og er eftir bandaríska ljósmyndarann Keith Carter. Sigurðardóttur, Tangasögum Guð- bergs og I djúpinu eftir Steinar sem að vissu leyti gekk einna lengst í hefðarbrotinu. (Sjá nánar um formgerðarbyltingu módern- istanna í grein Matthíasar Viðars Sæmundssonar, „Myndh' á sandi“, í samnefndri bók hans frá 1991.) Sögulegir og and-sögulegir þættir í umræðu um þróun sagnaritun- ar níunda áratugarins fyrir nokkr- um árum var þetta tiltölulega stutta skeið róttæks módemisma hér á landi í miðdepli. Annars veg- ar var talið að höfundar hefðu gert uppreisn gegn formgerðarbylting- unni og farið að skrifa sögur aftur en hins vegar var því haldið fram að farið hefði fram skapandi endur- mat á módernismanum. í grein sinni „Sagan blífur“ (TMM 3.’91) hélt Halldór Guð- mundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, því fram að „aftur- hvarfið til frásagnarinnar [væri] eitt megineinkennið í íslenskum bókmenntum síðasta áratugar." Halldór fjallar um verk höfund- anna Einars Más Guðmundssonar, Einars Kárasonar, Péturs Gunn- arssonar, Gyrðis Elíassonar og Steinunnar Sigurðardóttur máli sínu til stuðnings. Gísli Sigurðsson, bókmennta- fræðingur, tók í sama streng stuttu síðar í grein sem hann hóf á orðun- ■ SJÁ BLS. 2 Thor er af þeirri kynslóð sem braut upp formið í ís- lenskri sagna- ritun á sjöunda áratugnum. Þetta voru módernistar sem tóku að segja sögur sem sumir töldu sko alls ekki vera neinar sögur, heldur sundurlausan texta sem flæddi út um allt, formlaus, gott ef ekki merkingarlaus líka. Menn höfðu spunnið söguþráð í sjö hundruð ár og hnykillinn orðinn höfundum þung byrði. Það var því ekki seinna^ vænna að vinda ofan af honum. Ur varð flækja sem var mörgum lesandanum ofviða að leysa úr. En hvað bjó þarna á bak við? Við getum sagt upplausn sjálfs og heims ef við viljum sleppa auð- veldlega frá erfiðri spurningu. Þessu fylgdi uppgjör við tungu- málið. Bilið milli orða og hluta jókst og varð að meginviðfangs- efni skáldskaparins. Orð miðluðu ekki lengur vitund um veraleika heldur hringsnerust um sjálf sig í leit að festu. Stundum fundu þau hana í lesandanum sem allt í einu hafði fengið aukið vægi í merking- arsköpun bókmenntanna. Stund- um hittu þau ekkert nema önnur orð, vísuðu í önnur orð, tengdust öðrum orðum, orðum sem svo urðu að enn öðrum orðum. Segja má að ríkt hafi hálfgert upplausn- arástand í íslenskum bókmennt- um. Af öðrum módernískum höf- undum má nefna Guðberg Bergs- son, Svövu Jakobsdóttur, Steinar Sigurjónsson og Þorstein frá Hamri. Tilraunir módernistanna héldu áfram fram á miðjan átt- unda áratuginn í bókum eins og Lifandi vatninu eftir Jakobínu Eitraður kaleikur GERALD Mangan er teiknari, skáld og gagnrýnandi (sjá teikn- ingu) sem hefur nú ásamt John Whitwortli valið í sýnisbókina From the Sonnet History of Modem Poetry (útg. Paterloo, 7,95 pund) þar sem birt eni svip- myndir í ljóðum af þekktum skáld- um. Whitworth þykir fremur háðskur í Ijóði um Seamus Heaney sem nefnist Rödd skáldsöngvar- ans. Skáldinu er líkt við kardinála, rödd hans er sögð þykk og reyk- þrungin líkt og dökkkur írskur bjór og kaleikur hans eitraður. Amiars þarf Seamus Heaney ekki að kvarta yfir skorti á aðdá- endum þótt breskir gagnrýnend- ur, einkum hinir yngri, fari stund- um óvarlega að honum. Nýlega kom út bók um hann, Seamus Heaney (útg. Harvard University Press, 22,95 dollarar) eftir skáld- konuna og bókmenntaprófessor- inn Helen Vendler sem kennir við Harvardháskóla í Cambridge í Massachusetts þar sem Heaney heldur líka fyrirlestra. Bókin sem er hin merkasta tengist sextugsafmæli Heaneys 13. apríl næstkomandi. Vendler segir frá því þegar hún uppgötvaði Heaney. Þá var hún fyrirlesari við Yeats School í Sligo um miðjan áttunda ái-atug og hlustaði á skáld lesa úr ljóðum sínum. Ungur mað- ur að nafni Seamus Heaney sem hún kannaðist ekki við flutti sér- stæðustu ljóð sem hún hafði nokkum tímann heyrt. Hún tók skáldið tali sem lánaði henni ljóð sem hann sagðist eiga frillt af. Ljóðin vora stofn einnar kunnustu bókar skáldsins, North (1975) sem Vendler skipar í röð helstu ljóða- bóka aldarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.