Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 3
MORGUNB LAÐIÐ
BÆKUR
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 B 3
Sannleikurinn
verður að ráða
í blekkingunni
í NÝJUSTU skáldsögu Fríðu Á.
Sigurðardóttur, Maríugluggan-
um tekst höfundur m.a. á hendur
að lýsa þeim veruleika, sem blas-
ir við augum þegar gróin hug-
myndakerfi, sem veitt hafa
manninum öryggi og aðhald eru
hrunin. Fríða segir að ekki sé
einu sinni víst að tala megi um
veruleika í þessu samhengi því
skáldsagnagerð sé þversagnar-
kennd í eðli sínu og því sé „veru-
leikinn" í skáldsögunni í raun
blekking. „Það er ákveðin þver-
sögn fólgin í því að skrifa, vegna
þess að þú veist að þú ert að
skapa blekkingu og lifir og hrær-
ist í henni meðan þú ert að búa
hana til. Hins vegar verður sann-
leikurinn að ráða í blekkingunni
og þar kemur til hluttekning les-
enda á aðstæðum persóna og
þeirra raunum og gleði. Þótt les-
endahópurinn knýi mig ekki til
skrifta heldur eigin tjáningar-
þörf er samt gleðilegt ef bækurn-
ar ná til lesenda og viðbrögð
þeirra hverju sinni hafa viss
áhrif á vinnu mína þegar ég
tekst á við nýja bók, þannig að
þversögnin í sköpunarferlinu
endurspeglast líka þar.
-Ein aðalsögupersónan, Hildur
er í ákafri leit að hinni sönnu fyr-
irmynd Maríu með soninn fyrir
kirkjuglugga, sem hún ætlar að
vinna og fer ekki auðveldustu
leiðina þar sem hún telur sig
geta fundið hana í svip gamallar
kærustu unnusta síns. Hví leggur
hún þessa áþján á sig?
„Vegna þess að í allri sköpun
felst ákveðin sannleiksleit. Vitan-
lega náum við aldrei nema brot-
um, en öll sköpun er leit að þeim.
Ég held að það sé okkur öllum
eðlislægt að leita að einhveiju til
að styðjast við í lífinu og skáld-
skapurinn er ein leiðin, eða
þannig horfir það við mér, bæði
sem lesanda og söguhöfundi.
-Inn í leit Hildar fléttast svo til-
finningaheitt samband Páls,
unnusta hennar, við foreldra sína
frá æsku til fullorðinsára.
„Páll segir frá uppreisn sinni
gegn foreldrum sínum þótt þau
séu hippar og afar fijálslynd og
ég held að það skipti litlu máli
hvernig foreldrar ala börn sín
upp því það er börnum eðlilegt
að taka hugmyndir foreldra
sinna til gagnrýnnar athugunar.
Það hefur tiðkast í gegnum ald-
irnar og þótt ósköp eðlilegt, þótt
því fylgi vissulega oft mikill há-
vaði og særindi.“
S
minningunm finnst mér ég hafa
verið umkringdur æstu og
hálfóðu fólki alla mína æsku,
stanslaus orðaflaumurinn við það að
drekkja mér, alls staðar dimmt, og
ég fastur í æðandi mannmergð, og
einhvers staðar yfir fljúgandi ráð-
leysislegar englamyndirnar hennar
ömmu.
Þessir krakkar eins og strák-
bjálfmn með skáldsöguna sína sjá
þetta í fjólubláum hillingum, tíma-
bilið svo gaasalega athyglisvert,
segja þau, svo margt að gerast mað-
ur, svoo spennandi! Þau hefðu átt
að prófa hvernig það var að hanga
hríðskjálfandi af kulda og skelfingu
1 síðpilsum móður sinnar meðan hún
stimpaðist argandi við lögregluna.
Furðufuglarnir foreldrar mínir,
einu skiptin sem mér fannst þau
nálgast það að vera normal var þeg-
ar þau fóru í skíðaferðir. En jafnvel
þær tókst þeim að sveipa blekking-
arljóma, gera að einhvers konar
himnaríki á jörð, og tókst að hand-
leggsbrjóta mig strax í fyrstu ferð-
inni. Og eyðileggja að auki um alla
framtíð fyrir mér englamyndir.
Þau skildu sem sagt þegar ég var
ellefu ára.
tír Maríuglugganum
Nýjar bækur
Fríða Á
Sigurðar-
dóttir.
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
Fólk mikilla
örlaga
• BROTASAGAer
eftir Björn Th.
Björnsson.
„Anna Sveinsdóttir
fæddist árið 1867 og
var óskilgetin, hór-
bam, eins og slík börn
voru nefnd í þá tíð.
Hún ólst upp hjá
vandalausum en varð
seinna saumakona í
Reykjavík og í ensku
hafnarborginni Hull
uns hún fluttist til
Vestmannaeyja þar
sem hún varð seinna
kunn sem Anna í
Björgvin. Hún þótti
ekki mjög kvenleg,
reytandi lundann milli
þess sem hún rúllaði sér sígarettur
og púaði, og hún varð minnisstæð
öllum þeim Eyjapeyjum sem horfðu
stóreygir á þessa miklu og úfnu
konu.“
Einn þeirra var Björn Th.
Björnsson, sem hér hefur ski'áð
stormasama og viðburðaríka ævi
Önnu. Þar styðst hann bæði við rit-
aðar og munnlegar heimildir, en
eins og í mörgum fyi-ri sögum sín-
um leyfir hann sér að skálda í
skörðin þar sem þær þrýtur. „Úr
dauðum bókstaf kirkjubókanna
jafnt sem lifandi frá-
sögn afkomenda Önnu
fléttar Björn raunsanna
mynd af svipsterku
fólki og miklum örlög-
um“,segir í kynningu.
„Hann tengir brot við
brot svo úr verður trú-
verðug lýsing á
mannsævi sem spannar
tvær aldir, mestu um-
brotatíma íslandssög-
unnar.“
Björn Th. Björnsson
nam listasögu í Edin-
borg. Eftir hann liggur
fjöldi bóka um listasögu
og aðra sagnfræði en
einnig hefur hann unnið
fjölmarga þætti um
sama efni fyrir útvarp og sjón-
vai'p. Hann hefur hlotið marg-
víslegar viðurkenningar fyrir
verk sín, m.a. fyrstu verðlaun
skáldsagnasamkeppni Mennta-
málaráðs 1959, Menningarverð-
laun DV og verið tilnefndur til
íslensku bókmenntaverðlaun-
anna fyrir 1993.
Útgefandi er Mál og menn-
ing. Brotasaga er 202 bls., unnin
í Prentsmiðjunni Odda hf.
Kápuna gerði Guðjón Ketilsson.
Verð: 3.680 kr.
Björn Th.
Björnsson
BÆKUR
Ljóð
7 ÆVIDAGAR
eftir Kjartan Árnason. Örlagið.
1998 - 55 bls.
HRINGRÁS tilverunnar er
mörgum skáldum hugleikið við-
fangsefni. í henni er fólgið hald-
reipi, regla í heimi sundrungar og
áttleysis. Vikan er slík hringi;ás því
að ný hefst þá er einni lýkur. í þetta
samhengi ber að setja bók Kjartans
Árnasonar 7 ævidagar. Hún hverf-
ist meira og minna um þessa hring-
hugsun. í kvæðinu Nafn mitt dreg-
ur skáldið fram ýmsar andstæður
tilverunnar, fæðingu og upprisu,
bæn og byssu, Krist og Hitler, og
samsamar þær sjálfi sínu því að til-
veran er hringur og við erum hlekk-
ir í henni. Ljóðsjálfið er
hringur í hring
í hring
sporbraut
um allt sem er
nafn mitt er núll
En núll er auðvitað hringur
hringa, í senn allt og ekkert.
Nafn mitt
er núll
Fæðing og dauði eru
áleitin yrkisefni, ekki
síst nálægð dauða.
Þrátt fyrir það er ástin
á lífinu og jörðinni
meginstefið líkt og lesa
má út úr kvæðinu Urð-
arbrot: „ég elska þig
jörð þessvegna / er
ég ..."
Kjartan hefur gott
vald á sterkum miðlum
í list sinni,_ ekki síst
myndmáli. í kvæðinu
Skifting er t. a. m.
áhrifasterk mynd af
sólarsýn að morgni.
Undir liggur einhvers
konar heimsendasýn.
Skáldið er nývaknað og sól fellur of-
an:
hinsti geislinn
krækir blikandi kló
efst í augað og
rífur sig niður hornhimnuna
skilur eftir sig rispu í
miðju auga
sem skiftir
heiminum í tvennt.
Skáldinu er tíðrætt
um þann tækni- og
neysluheim sem við
búum við. Hann er
gagnrýninn á tengslin
við vélarnar og tilbún-
ar þarfirnar. í einu
kvæði segir einungis:
„Þig vantar eitthvað - /
ERUM VIÐ SÍMANN
NÚNA! / Tökum
kreditkort“. Hvað
speglar betur sölu-
mennsku tímanna sem
við lifum á en slík upplifun í ljóði?
Kvæðaheimur Kjartans einkenn-
ist af léttleika þrátt fyrir að mörgu
leyti alvarleg yrkisefni. Hann hefur
auga fyrir hinu kímilega í tilverunni
Kjartan
Árnason
og oft snýr hann kímninni að sjálf-
um sér. Kvæðið Haustar að finnst
mér ákaflega vel heppnuð athuga-
semd um yrkisefni margra skálda
og kannski ofnotað ljóðmálið líka:
Nú smýgur skáldið
í anorakkinn sinn
hnébuxumar og þykka sport
sokkana, gönguskó
setur harðfisklufsu í bakpokann
smjörklípu
og kakóflösku í ullarsokk
minnisblokk og blýant
Heldur til skógar að lesa
fólnuð blöð af greinum trjánna
yrkja litskrúð hrungjamra laufa
inní angurblíð ljóð um fegurð
og dauða
ó þú einsemd
- þú hverfula líf!
Hikarviðjaðarinn
Skógurinn fúllur af skáldum
7 ævidagar er vel heppnuð bók.
Byggingin er mai'kviss og mörg
ljóðin góð. Það er létt yfir þessari
bók þótt tekist sé á við ýmis erfið og
knýjandi viðfangsefni.
Skafti Þ. Halldórsson
Nýjar bækur
• BLIKKTROMMAN er eftir
Gtinter Grass, í þýðingu Bjarna
Jónssonar, leikhúsfræðings. Þetta
fyrsta bindi af
þremur.
Blikktromm-
an er saga
Óskars sem rifj-
ar upp sérkenni-
lega og við-
burðaríka ævi
sína en aðeins
þriggja ára
ákveður hann að
hætta að vaxa.
Hann verður
vitni að upp-
gangi nasismans í Þýskalandi, upp-
lifir þýska efnahagsundrið og lend-
ir í hringiðu síðari heimsstyrjaldar.
í kynningu segir: „Lífssýn
Óskars er einstæð, hann stendur
utan og ofan við umhverfi sitt og
berst við örvæntingu sína og ótta
með því að slá blikktrommu ákaft
og af mikilli ástríðu í tíma og
ótíma. Þessi snjalli og meinfysni
dvergur segir sögu sem býr yfir
furðulegu seiðmagni og lýsir
mannlífi og atburðum frá sjónar-
horni sem er engu líkt.“
Gunter Grass er einn af þekkt-
ustu núlifandi rithöfundur Þjóð-
verja og hafa bækur hans verið
þýddar á fjölmörg tungumál.
Blikktromman var fyrsta skáld-
saga Grass og varð metsölubók í
mörgum löndum. Hún er talin eitt
af höfuðverkum heimsbókmennt-
anna á 20. öld en hefur ekki áður
komið út á íslensku.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin 286 bls., prentuð í Odda hf.
Wilfried Bullerjahn hannaði kápu
en Ragnar Helgi Olafsson útlit.
Verð: 4.280 kr.
Giinter
Grass
• ÉG er skínandi sól er eftir Eh'-
as Hauk Snorrason.
í kynningu segir að hann skrifí
og miðli leið-
beinanda sínum
Dívu. Bókin er
um líf hans og
leiðir til að lifa
kærleiksríkara
lífí, í trú á sjálf-
an sig, í traustrí
gleði og kær-
leika. Einnig er
kennt að hug-
leiða með innra
ljósi.
„Díva hefur opnað augu mín fyr-
ir kærleika og leiðbeinir mér inn á
kærleiksríkari vegí lífínu, hún hef-
ur fengið mig til að skilja að ég er
yndislegur eins og ég er núna.“
Útgefandi er „Elias och inre
kállorna“. Bókin er 169 bls., prent-
uð í Svíþjóð. Verð: 2.750 kr.
Elías Haukur
Snorrason
• VERTU er ljóðabók eftir Kópa-
vogsskáldið Eyvind P. Eiríksson.
I bókinni er að finna 36 ljóð í
fjórum aðalþátt-
um, s.s. rúna-
kviðu í þrisvar
sinnum átta er-
indum, eða
þrem ættum
hins uppruna-
lega rúnastaf-
rófs norrænna
þjóða, ný Völu-
stef. Þá eru þýð-
ingar á ljóðum
fjögurra af
helstu skáldum
Filistea og Drúsa.
Eyvindur hefur sent frá sér
þrjár skáldsögur, nokkrar smásög-
ur, Ijóðakver, barna- og unglinga-
sögur, þýðingar og leikþætti. í
fyrra hlaut hann Bókmenntaverð-
laun Halldórs Laxness fyrir skáld-
söguna Landið handan fjarskans.
Útgefandi er Andblær. I bókinni
eru myndskissur eftir Eyjólf Berg
og Erp Þórólf. Bókin er prentuð á
vistvænan pappír í Isprenti, Isa-
fírði og bundin í Flatey, Reykjavík.
Hún fæst í helstu bókabúðum og
hjá höfundi.
Eyvindur P.
Éiríksson