Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 B 7
BÆKUR
F r æ ö i r i t
STÚLKUR í INNHEIMUM
um sagnaskáldskap Vigdísar Gríms-
dóttur eftir Kristfnu Viðarsdóttur.
Bókmenntafræðistofnun Háskdla Is-
lands. Ung fræði 1. Reykjavík 1997.
133 blaðsíður.
ÁÐUR en lengra er haldið er
ástæða til að geta þess að ritgerð sú
sem hér verður fjallað um er fyrst
til birtast í nýrri ritröð Bókmennta-
fræðistofnunar sem fengið hefur
nafnið Ung fræði. Þar verða fram-
vegis birtar framúrskarandi lokarit-
gerðir í bókmenntum við Háskóla
Islands. Óhætt er að fullyrða að hér
sé vel að verki staðið bæði í útliti og
innihaldi og verður vonandi fram-
hald á því. Einnig vill gagnrýnandi
koma því á framfæri að samning
þessa ritdóms hefur dregist úr
hömlu og biðst hann velvirðingar á
því.
Getur verið að listin sé hluti af
hinu illa, að hún beri í sér óreiðu
sem vinni gegn skynsemi og skipu-
lagi guðs og valdi merkingarhruni
hins „sanna“ og „hreina“ heims? Ef
svarið við þessari spurningu væri
jákvætt og í anda heimspekingsins
Platons: að listin væri andstæða
skynseminnar og ætti ekkert erindi
í fyi'irmyndarrikinu - þá væri hún í
hlutverki líkamans sem ógnar
stjórn hugans og hýsir hið órök-
ræna, synduga og dýrslega: allt það
sem leiðir manninn af réttri braut
sannleikans og guðs, gi-efur undan
vissu hans og villir honum sýn. (KV:
71-73)
Umræðan um listaverkið og
skáldskapinn, hlutverk listarinnar,
stöðu listamannsins og höfundarins
í heiminum setur lifandi mark sitt á
Að leita sjálfs
sín í öðrum
þá umfjöliun og grein-
ingu sem birtist í rit-
gerð Kristínar Viðars-
dóttur um skáldsögur
Vigdísar Grímsdóttur.
Umræðan sem vitnað
er til hér að ofan er
sótt í einn frjóasta
hluta ritgerðarinnar:
um Stúlkuna í skógin-
um (1992) og til að
ljúka henni í bili er
ekki úr vegi að vitna
aftur til orða Kristínar
þegar hún (þ)ræðir
saman af kunnáttu
kenningar Platons og
Juliu Ki'istevu um
hlutverk listarinnar.
Platon taldi listina hefta þroska
mannsins og áleit hana leik sem
ekki bæri að taka alvarlega, meðal
annars vegna þess að hún gerði til-
finningum of hátt undir höfði. A
hinn bóginn lítur Kristeva á listina
„sem birtingarmynd hvata og þrár
sem séu óhjákvæmilegir hlutar af
sjálfsveru mannsins en menningin
leitist við að bæla og þá ekki síst í
tungumálinu." (KV:72)
í ritgerð sinni beinir Ki-istín sjón-
um sínum að þremur eftirtöldum
skáldsögum Vigdísar Grímsdóttur:
Ég heiti ísbjörg Ég er ljón (1989),
Stúlkan í skóginum (1992) og
Grandavegur 7 (1994). Að auki
dregur hún vissa þætti úr fyrstu
verkum Vigdísar, Tíu myndir úr lífi
þínu (1983), Eldur og
regn (1985) og Kalda-
ljós (1987) inn í umfjöll-
un sína. Aðferð hennar
er fólgin í því að tengja
saman texta þessara
verka, skapa samræðu
þeirra á milli með það
að markmiði að skýra
þá hugmyndalegu þró-
un sem á sér stað frá
verki til verks. Einkum
er athyglinni beint að
„innri heimi“ aðalper-
sóna og hvemig þeim
tekst eða tekst ekki að
greina sig frá eða fella
sig að hinum „ytri
heimi“ sagnanna. Heiti
ritgerðarinnar er einmitt sótt í
þessar móthverfur: til stúlkna í inn-
heimum sem loka sig af, „skapa sér
kima eða sérheim sem þær geta
horflð til [og] upplifa sig heilar, þar
staðfesta þær tilveru sína [. . .] þar
sem manneskjan kemst út fyrir lík-
amlega tilveru sína og þær skorður
sem henni eru settar í mannlegu
samfélagi." (KV:12-13). Ennfremur
segir Rristín:
Verk Vigdísar Grímsdóttur fjalla
gjarnan um persónur sem skera sig
úr fjöldanum og eru á jaðri samfé-
lagsins í einhverjum skilningi, utan-
garðsfólk og einfara sem eiga ekki
eða telja sig ekki eiga samleið með
öðru fólki. Þannig er Grímur í
Kaldaljósi ofurnæmur og viðkvæm-
Kristín
Viðarsdóttir
ur listamaður sem fer sínar eigin
leiðir og fellur að lokum saman við
myndheim sinn, ísbjörg er „öðru-
vísi“ en annað fólk [. . .] í stöðugri
uppreisn [...] samhliða því sem hún
reynir á öivæntingarfullan hátt að
standast þær kröfur sem gerðar eru
til hennar, og Guðrún í Stúlkunni í
skóginum er utangarðsmanneskja
[...] líkamlega fötluð og „afbrigði-
leg“ í útliti og litin hornauga af sam-
ferðafólki sínu. [...] Einfríður, aðal-
persóna Grandavegar 7, sker sig
einnig úr því hún sér það sem aðrir
sjá ekki; hún er skyggn stúlka sem
ferðast um í fylgd látinna íbúa húss-
ins að Grandavegi 7. (KV:12)
I greiningu sinni á sögum Vigdís-
ar beitir Kristín þeirri póst-
módernísku aðferð að skoða og skil-
greina „textann“ sem hluta af lif-
andi neti texta þar sem engin ein
„rödd“ eða merking er yfirskipuð
heldur tjáir textinn margradda
veruleika óháð viðhorfi eins höfund-
ar eða skapara. Textann má þannig
skilja sem „lífrænt" fyi-irbrigði sem
kallast stöðugt á við aðra texta í
sögum Vigdísar og utan þeirra, vís-
ar til og sækir sér efni og hugmynd-
ir í aðrar bókmenntir, og annan
vei-uleika. Með þessari aðferð skap-
ar Ki'istín Viðarsdóttir frjóa sam-
ræðu við sögur Vigdísar Grímsdótt-
ur. Hún les með textanum, hefur sig
yfir hann, skyggnist undir yfirborð-
ið, kafar ofan í hann og kemst ansi
langt inn að kjarnanum - ef til vill í
líkum tilgangi og sögupersónur Vig-
dísar: „að leita sjálfs sín í öðrum.“
(KV:105). Að minnsta kosti er um-
fjöllun hennar, gi-eining og túlkun
glögg og ber jafnt vott um öguð, ná-
kvæm og vísindaleg vinnubrögð og
lifandi og frjóa sýn á innihald verk-
anna.
Jón Özur Snorrason
Nýjar bækur
Sögur af villtum
íslenskum dýrum
• VARGATAL er eftir
Sifrfús Bjartmarsson.
I bókinni er brugðið
upp mynd af íslensku
vörgum og sagðar sögur
af harðneskjulegu lífi
þessara dýi'a: Hvíta-
björn, valur, minkur,
brandugla, tófa, svart-
bakur, landselur, útsel-
ur, kjói, hrafn, smyrill,
skúmur, haförn, há-
hyrningur, sílamáfur,
brúnrotta, snæugla.
í kynningu segir:
„Sigfús Bjartmarsson
hefur lengi verið í
fremstu röð íslenskra
Sigfús
Bjartmarsson
rithöfunda og hefur
áður sent frá sér smá-
sagnasafn, ljóðabæk-
ur og þýðingar. Þetta
er kjörgi'ipur fyrir
alla unnendur ís-
lenski'ar náttúru,
veiðigarpa og þá sem
kunna að meta ís-
lenska frásagnarlist."
Útgefandi er bóka-
útgáfan Bjartur. Bók-
in er 180 bls., prentuð
í prentsmiðjunni Gu-
tenberg. Kápugerð
annaðist Snæbjörn
Arngrímsson. Verð
er 3.280 kr.
Kunnar persónur
lifna á ný
• ALDREI að vita! er
barnabók eftir Guð-
rúnu Helgadóttur.
Aðalpersónur sþg-
unnar, þau Eva, Aki og
Ari Sveinn, eru lesend-
um að góðu kunnar úr
fyrri bókum Guðrúnar,
Ekkert að þakka! og
Ekkert að marka! Að
þessu sinni fara krakk-
arnir í heimsókn út á
land þar sem þeir kom-
ast á snoðir um gi-un-
samlegar mannaferðir í
kringum slysavarna-
skýli. Áður en þeir vita
af eru þeir lentir í
æsispennandi ævintýrum um miðjar
nætur.
Guðrún Helgadóttir hefur um
árabil verið einn vinsælasti barna-
bókahöfundur landsins og hefur
hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir
verk sín, bæði hér heima og erlend-
is, þar á meðal Nor-
rænu barna-bókaverð-
launin. Bækur hennar
eru hátt í tuttugu tals-
ins og hafa verk henn-
ar verið gefin út víða
um lönd.
í kynningu segir:
„Aldrei að vita! hefur
allt sem prýða má góða
sögu: atburðarásin er
spennandi, uppá-
komurnar spaugilegar
og persónurnar lifandi.
Það gengur á ýmsu
hjá Evu, Áka og Ara
Sveini og það er aldrei
að vita hvað gerist, því
hugmyndaríkum krökkum dettur
margt í hug.“
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin er 120 bls., prentuð í Noregi.
Myndir í bókinni eru eftir Kristínu
Rögnu Gunnarsdóttur sem einnig
hannaði bókarkápu. Verð: 1.980 kr.
Sveinn
Einarsson
„Orlögin eru
stundum
undarleg“
BÆKUR
Viðíalshok
LÍFSGLEÐI VII
Frásagnir og minningar. Þórir S.
Guðbergsson. Viðmælendur: Halldór
S. Gröndal, Jóna Rúnar Kvaran,
Rannveig Böðvarsson, Róbert Arn-
finnsson og Sigríður Þorvaldsdóttir.
167 bls. Ljósmyndir: Nærmynd,
Reykjavík, Prentvinnsla Oddi hf.
Hörpuútgáfan 1998.
GÓÐVILD og umburðarlyndi
virðast áberandi hjá viðmælendum
Þóris S. Guðbergssonar í bókinni
„Lífsgleði“ sem er ný-
komin út hjá Hörpuút-
gáfunni.
Viðmælendur eru
fimm og eiga það sam-
eiginlegt að í frásögn-
um þeirra felst hug-
þekk lífsskoðun, sem
getur verið lærdómsrík
lesendum á öllum aldri.
Áföll og sorgir hafa
mætt hverjum og ein-
um þótt í ólíkum mynd-
um sé.
Aðstæður í bernsku
hafa verið ólíkar: „Við
komum bæði úr brostn-
um aðstæðum,“ „Allt
frá bernsku- og æskuár-
um blasti lífið við mér sem seiðandi
og ögi-andi afl.“ Svo ólík geta spor-
in til manndómsáranna verið.
Mikil trú á mátt bænarinnar og
guðlega handleiðslu varpar sterk-
um, hugljúfum blæ á frásögn:
„Bænin er mikill leyndardómur og
getur verið dásamleg trúarreynsla
sem á stundum er á mörkum hins
yfirnáttúrlega."
Hin mikla örlagatni þjóðarinnar
blandast víða í frásagnir: „Það er
enginn vafi á því að við áttum að
mætast og vinna saman úr ákveðn-
um þáttum tilveru okkar.“ Viðhorf
viðmælanda til hinna öldruðu og
lífsreyndu, sem voru þeim sam-
ferða á bernsku- og æskuárum ber
hér að sama brunni: „Amma var
hlý í viðmóti og veitti mér mikið ör-
yggi og gott athvarf."
Lífssýn byggist á visku, þegar
horft er til baka: „Hamingjan er
ekki eingöngu fólgin í velgengni,
hún fæst oft með erfiðri fjallgöngu
þar sem ekki er æðrast en haldið
áfram á brattann eða með þreng-
ingum sem við
komumst í gegnum
og sigrumst á.“
Þótt lífsafkoma og
skilyrði til þátttöku í
spennandi lífi, sem
eykur víðsýni og
hamingju, lýsi upp
sum viðtölin í byrjun,
dregur ský fyrir sólu
fyrirvaralaust. „Mér
var skyndilega kippt
út úr hi'ingiðu mann-
lífsins."
Að mati lesanda
eru þessi viðtöl líkleg
til þess að vekja til
vitundar um það hve
höfundur tilveru beit-
ir miklum jöfnuði þegar ástvina-
missir og lífsreynsla eru annars
vegar. Enginn verður þar útundan.
Þetta er sjöunda viðtalsbók Þór-
is S. Guðbergssonar í bókaflokkn-
um „Lífsgleði“. Þær hafa allar
sannað gildi sitt. Hönnun og frá-
gangur eru til fyrirmyndar.
Jenna Jensdóttir
Þórir S.
Guðbergsson.
Nýjar bækur
• GEFÐU mér veröidina aftur -
Um sjálfsævisöguleg skrif íslend-
inga á átjándu og nítjándu öld með
hliðsjón af liugmyndum Michels
Foucault er eftir
Eirík Guð-
mundsson. Bók-
in er 55. bindi í
ritröð Bók-
menntafræði-
stofnunar Studia
Islandica, en rit-
stjóri er Vé-
steinn Ólason.
Bókin fjallar
um ólík viðhorf
til sjálfs og
heims eins og
þau birtast í íslenskum sjálfsævi-
sögum og bréfum á átjándu og nítj-
ándu öld. Eru textamir einkum
skoðaðir í ljósi greiningar Michels
Foucault á sjálfsveru mannsins og
sögu þekkingar.
I kynningu segir: „Túlkun
mannsins á sjálfum sér og heimin-
um tekur róttækum breytingum á
þeim fáu áratugum sem skilja að
meinlæti Jóns Steingrímssonar og
nístandi efa Konráðs Gíslasonar.
Líf Fjölnismanna einkennist frem-
ur af grun en vissu, eins og eitthvað
hafi glatast eða orðið úti. Tungu-
málið kemur upp á milli manns og
heims. Mannhverf hugsun nútím-
ans jafnt sem kristin sjálfsafneitun
og píslarvætti setja mark sitt á það
hvernig maðurinn breytir lífi sínu í
texta.“
Eiríkur Guðmundsson er með
MA-próf í íslenskum bókmenntum
og er bókin unnin upp úr lokaverk-
efni hans við Háskóla íslands.
Útgefandi er Bókmenntafræði-
stofnun Háskóla íslands og Há-
skólaútgáfan. Bókin er208 bls. með
ágripi á ensku. Verð: 2.100 kr.
• RIST í' mold og mar eru
æviminningar Ragnars Þorsteins-
sonar skipstjóra, bónda og rithöf-
undar en han er nýlátinn.
I kynningu segir: „Æviminningar
Ragnars Þor-
steinssonar
greina frá harðri
lífsbaráttu og
miklum kjarki
óvenjulegs
manns. Átta ára
tekur Ragnar að
vinna fyrir sér
hjá vandalausum.
Sextán ára er
hann orðinn erf-
iðismaður á ísa-
firði, þar sem
hann tekur þátt í að sjá stórum
systkinahópi farborða. Senn hefst
viðburðaríkur sjómennsku- og skip-
stjórnarferill, sem ekki linnir fyrr en
hann, árið 1943, kaupir jörðina
Höfðabrekku í Mýrdal og lætur
gamlan draum um að yrkja jörðina
rætast. Þá hefst nýtt tímabil, sem
lýsir linnulausri baráttu við óblíð
náttúruöfl, ekki síst stórfljót og
sanda Suðurlands, en höfundur var
um árabil fonnaður björgunai'sveit-
ar SVFÍ í Vík. Sextugur bregður
hann búi og tekur að njóta lífsins í
ríkum mæli. Hann kvænist æskuást
sinni, hefur eigin útgerð og ferðast
til 40 landa.“
Ragnar Þorsteinsson er höfundur
fjölda bóka, skáldsagna, ljóða og
barnabóka.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
295 bls., prentuð í Singapore.
Umbrot og frágangur: Skjaldborg.
Verð: 3.480 kr.
• FÓRNFÚS ást er eftir Bodil
Forsberg í þýðingu Skúla
Jenssonar.
í kynningu segir að höfundur sé
löngu kunnur fyrir bækur sínar sem
einkennast af hraða, spennu og ást.
Ung stúlka neyðist til að flýja
föðurland sitt. Á flóttanum verður
hún fyrir voðaskoti og missir
sjónina. Hún þarf að berjast við
myrkrið og óttann sem umlykur
hana hvert sem hún fer. Hún lifír
fyrii' vonina um að fá sjónina aftur.
Sá sem elskar hana veit að hún er
ætluð öðrum.
Útgefandi er Hörpuútgáfan á
Akranesi. Bókin er 182 bls., prentuð
í Odda hf. Verð: 2.180 kr.
Eiríkur
Guðmundsson