Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Lífíð heldur
áfram
ÞAÐ sem enginn sér er nýút-
komin bók Gunnhildar Hrólfs-
dóttur. Aðalsögupersónurnar
eru tveir krakkar á þrett ánda
ári, þau Laufey og Benni, sem
eiga heima í blokk í Breiðholt-
inu.
Hér er á ferð ellefta bók
Gunnhildar fyrir börn og ung-
linga og að þessu sinni tekur
hún á erfiðum málum eins og
kynferðislegri misnotkun,
óreglu á heimili og föðurmissi.
„Þetta eru viðkvæm og erfíð
mál en eins og kemur fram í
sögunni má þó leysa þau með
góðum vilja og sameinuðum
kröftum,“ segir hún.
Við vinnslu bókarinnar naut
Gunnhildur aðstoðar starfs-
manna Stígamóta og Unglinga-
athvarfs, kennara og annars
fagfólks. „Mig langaði til að
lyfta þessu aðeins upp, vegna
þess að lífið heldur áfram og við
höfum alltaf einhver spil eftir á
hendi sem við verðum að spila
úr. Samt sem áður er ekki hægt
að þurrka út upplifunina og lífs-
reynsluna, þannig að þá er auð-
vitað mjög mikilvægt að hafa
fagfólk sem getur stutt,“ segir
hún. „Með þessu langar mig til
að benda unglingum á að það
eru til aðrar leiðir, því við höf-
um alltaf einhver spil á hendi.“
Aðspurð segir Gunnhildur að
bókin fjalli um tilfinningar, hún
reyni að skyggnast undir yfir-
borðið og gefa innsýn í líf
þeirra Laufeyjar og Benna þar
sem skiptist á skin og skúrir.
Boðskapurinn sé fyrst og fremst
sá að lífið haldi áfram þrátt fyr-
ir erfiðleika og í raun og veru
geti manneskjan ráðið miklu um
það sjálf, jafnvel þó að hún sé
barn eða unglingur.
Að undanförnu hefur Gunn-
hildur farið um og lesið upp úr
bók sinni fyrir fólk og segist
hún hafa fengið gríðarlega mik-
il viðbrögð. „Það eru svo margir
sem koma til mín og spyija
hvort þeir megi aðeins tala við
mig.
Svo kemur bara frásögn beint
frá hjartanu,“ segir hún og bæt-
ir við að margir hafí spurt
hvers vegna ekki hafi verið
skrifuð svona bók fyrir löngu.
„Það er ýmislegt sem enginn
sér.“ Hún segist fá viðbrögð frá
fólki á öllum aldri, körlum og
konum. „Þetta virðist vekja um-
ræðu,“ segir Gunnhildur.
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Ut, hún varð að komast út.
Gluggarnir voru lokaðir og
reykjar- og áfengisstybba lá
eins og þykk ábreiða yfir öllu. Þegai’
hún hugsaði um mat kúgaðist hún.
Borgin var að vakna og umferðin að
aukast. Án þess að líta á klukkuna
klæddi hún sig, tók skólatöskuna,
opnaði útihurðina og steig út í nýjan
dag. Afmælisdaginn.
Frostnæðingur strauk blokkina og
hrollur fór um grannan líkama henn-
ar þegar hún gekk hægt í áttina til
skólans. Enginn var mættur, þögn
og kyrrð yfh' lokuðum dyrum svo
hún ráfaði út af lóðinni og gekk hægt
eftir gangstéttinni. Ekki stíga á
strik, ekki stíga á strik. Ein brotin
hella, önnur brotin hella, ekki stíga á
strik. Hönd hennar sem hélt um
skólatöskuna var orðin ísköld og hún
sneri við og hélt sömu leið til baka.
Ekki stíga á strik, ekki stíga á strik.
Hún hímdi í skjóli þar til skólinn
var opnaður og var fyrst inn í stof-
una.
Ur Það sem enginn sér.
Nýjar bækur
Trú á tækni
og framfarir
• RAFMAGNS-
MAÐURINN - Nú
birtir í býlunum lágu
er fyrsta skáldsaga
Sveins Einarssonar.
Undirtitill bókarinnar
er sóttur í Vorvísur
Hannesar Hafstein frá
1911.
Um síðustu aldamót
er ungur piltur að vaxa
úr grasi austur í
Skaftafellssýslu. Hann
er settur til mennta og
lætur hrífast af fyrir-
heitum upprennandi
tæknialdar. Hann
kemst utan og verður
rafmagnsverkfræðing-
ur í Berlín. Sögu hans og ferli er
lýst í bréfum milli hans og foreldra
hans, sem selja ofan af
sér kotið svo hann geti
lært, milli hans og
bernskuvina úr sveit-
inni og milli hans og
vina sem hann kynnist
í námi og starfi í
Þýskalandi. En leikur-
inn berst líka til
Skotlands og Kanada.
I kynningu segir að
þetta sé saga af alda-
mótakynslóðinni sem
lifði í þeirri trú að
framfarir mannkynsins
væru óendanlegar og
tæknin myndi þjóna
okkur að eilífu.
Sveinn Einarsson
hefur skrifað um íslenska leiklist og
samið nokkur leikrit, s.s. Fjöreggið,
Ég er gull og gersemi, sjónleikinn
Amlóða sögu og leikritið Dóttir
skáldsins sem frumflutt var í Lund-
únum sl. vor. Barnasögur tvær hef-
ur Sveinn samið, Gabríelu í Portú-
gal og Dordingul, en sú fyrrnefnda
var verðlaunuð sem besta bamabók
ársins 1985.
Útgefandi er Ormstunga. Bókin
er 288 bls., prentuð hjá Steinholti
og Fiatey annaðist bókband. Soffía
Árnadóttir hannaði kdpu. Verð er
3.590 kr.
Sveinn
Einarsson
BÆKUR
Endiii'minningar
STEINGRÍMUR HERMANNSSON
Ævisaga I eftir Dag B. Eggertsson.
333 bls. Vaka-Helgafell. Prentun:
Oddi hf. Reykjavík, 1998.
STEINGRÍMUR Hermannsson
var löngum þekktur maður og um-
deildur. Ævisögu hans hefur því
verið beðið með eftirvæntingu.
Hvað segir hann? Og hvað segir
hann ekki? Þannig er að vonum
spurt. Ef átt er við orð og athafnir á
stjómmálaferli sjálfs hans er svars
ekki að vænta fyrr en í seinni hluta
því að þessu fyrra bindi lýkur við
upphaf þess ferils. Það tekur semsé
til bernsku og æsku og yngri ára og
getur þar með kallast uppvaxtar-
saga, saga mótunar og þroska.
Steingrímur ólst upp á nægtaheim-
ili á tímum kreppu og allsleysis.
Margur lét þá baslið smækka sig.
En pilturinn naut þess að eiga
glæsilegan og valdamikinn föður.
Og móðir hans hafði alist upp við
öryggi og þar með notið alls hins
besta undirbúnings íyrir veglegt
húsmóðurhlutverk sem hæfa þótti
ungri konu í þá daga. Hún var líka
af efnuðum komin, átti sjálf nær
þrjátíu þúsund krónur í peningum
þegar þau Hermann giftu sig sem
þá var stórfé. Og húsgögnin og bús-
áhöldin lagði hún sjálf til heimilis-
ins. Síst að furða þó þvílíkum eign-
um væri haldið á hennar nafni með
kaupmála þar sem brúðguminn var
eignalaus.
Arið 1934 urðu mikil tíðindi hjá
fjölskyldunni. Hermann vinnur
stórsigur yfir Tryggva Þórhallssyni
í Alþingiskosningunum í Stranda-
sýslu. Og frami hans varð skjótur.
Að kosningum loknum verður hann
forsætisráðherra í stjórn hinna
vinnandi stétta. Jónas Jónsson frá
Hriflu var þá nýkjörinn formaður
Framsóknarflokksins og átti því
venju samkvæmt að setjast í það
sæti. En svo varð ekki. Jónas var
útilokaður. Hver bægði honum frá?
Um gang þessara mála segir Stein-
grímur:
»Alþýðuflokkurinn brást vel við
hugmyndum um stjórnarmyndun
en hafnaði því hins vegar algerlega
að Jónas yrði í forsæti.« Hér er af-
dráttarlaust að orði kveðið. Víst er
þó að ekki stóðu kratar einhuga að
þessari höfnun, samanber ævisögu
Hagalíns, Þeir vita það fyrir vestan.
Skipulagður og
sigurviss
Steingrímur Dagur B.
Hermannsson Eggertsson
Því hefur oft verið haldið fram,
einkum manna á meðal, að Her-
mann og Eysteinn hafi haft í
frammi leynileg bolabrögð gegn
Jónasi, beðið krata að hafna forsæti
Jónasar. Aldrei hefur sú skoðun þó
fengist staðfest né heldur mun hún
vera á rökum reist. Allt um það olli
þessi fræga stjórnarmyndun sár-
indum og síðar klofningi. Alllöngu
síðar, þegar Jónas var horfinn úr
flokknum, varð honum tíðrætt um
Hermann og vandaði honum síst
kveðjurnar. Þótt Steingrímur fari
fögrum orðum um hæfileika Jónas-
ar sýnist ekki örgrannt að hann taki
nú upp þykkjuna fyrir fóður sinn.
»Varla verður fundinn ófyrirleitnari
andstæðingur en Jónas,« segir hann
til dæmis. Það eru þung orð. Og
nafngiftin Hriflu-Jónas, sem kemur
fyrir nokkrum sinnum? Var hún
ekki aðeins viðhöfð í niðrunarskyni
af andstæðingum Jónasar meðan
hann var og hét?
Nú ber flestum saman um að
Jónas hafi verið bæði ráðríkur og
skapmikill auk þess sem hann var
eldheitur hugsjónamaður. Líkast til
eru þeir eiginleikar ekki sem heppi-
legast veganesti fyrir stjórnmála-
mann. En miklu réð hann meðan
völd hans voru mest. Meðal annars
því að Hermann og Eysteinn urðu
það sem þeir urðu! Það viðurkennir
Steingrímur.
En stöldrum sem sagt við árið
1934 þegar Hermann sest í valda-
stólinn og fjölskyldan flyst í Ráð-
herrabústaðinn við Tjarnargötu.
Næstu árin eru stjórnmálin samofin
heimilislífinu. Róðherrasonurinn er
orðinn sex ára og tekur að festa í
minni fólk og atburði. »í æsku
minni var mamma skjólið en pabbi
hetjan,« segir hann. Hermann var
vel að manni, og meir en svo, lands-
frægur glímukappi. »Ég varð vitni
að því þegar pabbi og gestkomandi
lögregluþjónn reyndu með sér í
jafnfætis-stökki upp á ríkisstjórnar-
borðið í Stjórnarráðinu,« segir
Steingrímur. Og ráðheiTasonurinn
mátti sjálfur bregða á leik með vin-
um sínum í virðulegasta húsi lands-
ins: »Feluleikir fóru fram um allt
hús og stráka mátti finna uppi á
hanabjálka, ofan í kjallara eða undir
hjónarúmi foreldra minna.« Það var
ekki fyrr en þeir tóku að fela sig í
fataskápnum bak við samkvæmis-
kjóla ft'úarinnar að hastað var á
ólátabelgina!
Alvara lífsins var enn fjarri. Lex-
íuna þá fékk pilturinn síðar í bréfi
frá föður sínum, þá kominn vestur
um haf (skáletrað í bókinni): »Lífið
hefur aldrei verið og verður ekki -
þess dæmi eru ljós nú - neinn leikur
heldur barátta og þeir, sem ekki
skilja það í tíma, verða undir.«
Nógu kappsamur og fylginn sér var
ungi ráðherrasonurinn. En hann
var jafnframt ærslafenginn og upp-
átækjasamur og leiksvæðin voru
jafnt kjallari hússins, ef ekki húsið
allt, Tjörnin og næstu götur og
garðar. Leikfélaganna minnist
Steingi'ímur hlýlega, lýsir þeim eins
og þeir voru þá og getur þess einnig
hvað um þá varð síðar. Vorið 1940
hófst stríð og hernám. Það kom í
hlut föður hans að mótmæla land-
göngu breska hersins sem Stein-
grímur segir að haft hafi lítil áhrif á
sig. Nokkru síðar hvarf faðir hans
úr ráðherrastóli. Fjöiskyldan flutt-
ist úr ráðherrabú-
staðnum, unglingurinn
gekk fyrh' gafl og sett-
ist í menntaskóla og
þar með hófst í raun
annar og annars konar
kapítuli í lífshlaupinu.
Menntaskólakafl-
amir eru í raun
skemmtilegasti hluti
bókarinnar. Stein-
grímur minnist áranna
þar með sól í sinni.
Hann þurfti engan að
öfunda, honum gekk
vel í náminu, hann
eignaðist góða vini og
féll vel við rektor og
kennara. Að lokum
var hann kosinn inspector scholae
með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða. Kveður hann vináttuna frá
ámnum þeim hafa enst mun betur
en kunningskap þann sem stofnað
var til í pólitíkinni löngu síðar. Á
sumrin var hann í vegavinnu norður
á Stóra-Vatnsskarði undir stjórn
Jóhann Hjörleifssonar. Jóhanns
hefði hann mátt minnast nánar því
hann var landskunnur eins og aðrir
vegaverkstjórar á þeim árum; mik-
ils háttai’ maður í sjón og raun.
Að stúdentsprófi loknu hélt
Steingrímur til náms í Bandaríkjun-
um og dvaldist þar næstu árin.
Mjög reyndi sú dvöl á þolgæði hans
um það er lauk og dró síðan langan
slóða persónulegra erfiðleika. Heim
kominn hóf hann svo störf sem
tengdust verkfræðimenntun hans
en tók jafnframt smásaman að fikra
sig í átt til stjórnmálanna. Hann
minnist vinstri stjórnarinnar 1956-
58 sem faðir hans veitti forstöðu.
Hann minnist samtaka ungra fram-
sóknarmanna og átakanna í þeim
herbúðum. Þetta voru tímar upp-
gjörs og deilna. Nokkrum árum
seinna kom t.d. fram harðsnúinn
hópur ungra flokksmanna, Möðru-
vellingar svo kallaðir. Þeir munu
flestir hafa verið pólitískir farfuglar
sem tylltu sér á stefni Framsóknar-
skútunnar á leið sinni til hærri met-
orða hjá öðrum flokkum þar sem
betri tækifæri buðust. Sem ungum
manni og upprennandi var Stein-
grími boðið þriðja sætið á flokkslist-
anum á Vestfjörðum. Ekki leist
honum á það. Syni fyrrverandi for-
sætisráðheiTa þótti lítt sigurstrang-
legt að láta þannig skipa sér í eitt-
hvert varalið! En þarna steig sögu-
hetjan í raun inn fyrir þröskuld Is-
landssögunnar. Frá framhaldi þess
verður væntanlega sagt í siðara
bindi.
Þótt þetta sé persónusaga fyrst og
fremst gengui' pólitíkin eins og blá-
þráður í gegnum fi’ásögnina. Einkalíf
sögumanns! Varla getur það talist
merkilegi'a en annarra. En landslag
stjómmálanna, sem hvarvetna blasir
við í bakgrunni, lyftir sögunni til þess
sem hún er. Sá hlutinn skarast við
sögu þjóðarinnai'. Það er mergurinn
málsins. Til hennar verður vitnað
þegar stundh' líða. Það hefur höfund-
urinn sýnilega gert sér ljóst. Þess
vegna hefur hann vandað til verksins
eins og kostm- var. Tilvitnanh- eru
margar og heimildaski’ái' ítarlegar.
Og þeir sem lásu yfir handrit og leið-
beindu eru, samkvæmt því sem segir
í eftirmála, flem en talið verði á
fingrum sér, miklu fleh-i. Höfundur-
inn, sem sýnist vera gæddur prýði-
legu sjálfstrausti, hefur því gert sér
fullijóst að eftir þessari bók yrði tek-
ið!
Skemmtigildi er svo sér á blaði og
algerlega einstaklingsbundið. Ef
undirritaður á að lýsa skoðun sinni
þá er hún þessi: Bókin er notaleg af-
lestrar og næsta áhugaverð, einkum
hvað stjómmálasöguna áhræm-.
Myndirnai-, margai1 og fjölbreytileg-
ar, minna á að sögumaður hefur oft
og víða staðið í sviðsljósinu, um-
kringdur fólki. Að öðru leytinu
kynnir hann sig sem hlédrægan
mann og iðjusaman, unnanda ljóða
og óspilltrar náttúru. Og löngum
stundum hefur hann unað sér við
hefilbekkinn með verkfæri í hendi!
Steingrímur er ekki fullkominn.
En hann er sennilega engum líkur! _
Að lokum smáathugasemdir: í
texta og nafnaskrá er farið rangt
með nafn Páls Eggerts Ólasonar;
hann er sagður Ólafsson. Á bls. 102
segir frá einhverjum Sveinbirni:
»Eg fór í íslenzkutíma hjá Svein-
birni.« Ekki er auðráðið hver sá
Sveinbjörn er og ekki er hans getið
í nafnaskrá enda þótt þar séu að
sönnu Sveinbirnir tveir.
Erlendur Jónsson