Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
c
1998
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER
BLAÐ
Thompson setti
tvö heimsmet
JENNY Thompson, sundkona frá Bandaríkjunum,
setti tvö heimsmet á heimsbikarmóti sem lauk í
Texas í gær. Fyrst í 100 metra flugsundi er hún
synti á 56,90 sekúndum en gamla metið átti hún
sjálf, 57,97 sek., frá því á móti í Stokkhólmi 1997.
Hún synti 100 metra skriðsund á 53,53 sek., og
bætti heimsmetið um 0,46 sekúndur. Eldra metið
var 53,99 sek. og það setti þýska stúlkan Birgit
Meineke fyrir rúmlega ellefu árum. Þá bætti hún
eigið landsmet í 50 metra flugsundi, synti á 26,05
sekúndum.
Thompson er 25 ára og er að hefja undirbúning
fyrir Ólympíuleikana íSydney árið 2000. Hún á
fimm gullpeninga frá Ólympíuleikum og virðist
ætla að íjölga þeim eitthvað í Ástralíu ef marka má
þennan frábæra árangur hennar. „Þetta hefur verið
ólrúlegt mót og árangurinn segir að æfingarnar
hafi gengið vel,“ sagði Thompson.
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR
ÞESSI skemmtilega
mynd var tekin er
Galatasaray og Juvent-
us mættust í Meistara-
deild Evrópu í Istanbúl
á miðvikudagskvöldið.
Rúmeninn Gheorghe
Hagi (10) er búinn að
taka aukaspyrnu,
Leikmenn Juventus
sem mynda „múr“ fyr-
ir framan hann eru
Antonio Conte (8),
Jacelyn Bianchard, Fil-
ippo Inzaghi, Zinedine
Zidane og Paolo
Montero. Ekki tókst
Hagi að skora úr auka-
spyrnunni, leiknum
lauk með jafntefli 1:1.
AKreð til Magdeburg
Alfreð Gíslason, þjálfari Hameln í
2. deild í Þýskalandi hefur verið
ráðinn þjálfari þýska handboltastór-
veldisins Magdeburg. Hann tekur við
liðinu eftir líðandi keppnistímabil og
er samningurinn út tímabilið 2001.
Margir þjálfarar voru kallaðir, þar á
meðal Georgi Swiridenko, sem varð
Ólympíumeistari með rússneska
landsliðinu í Seoul 1988 og nú þjálfari
2. deildar liðsins Spandau í Þýska-
landi, Sead Hasan, þjálfari Pivovama
Celje í Slóvaníu og Velimir Kljaic,
landsliðsþjálfari Króatíu, en félagið
vaidi Alfreð og verður hann með í
ráðum þar til hann tekur við í vor.
„Þetta hefur verið að þróast undan-
farnar vikur en nú hefur verið gengið
frá öllum smáatriðum og aðeins á eft-
ir að skrifa undir,“ sagði Alfreð við
Morgunblaðið. „Ég er mjög ánægður
með að fá þetta tækifæri og þótt því
fylgi gífurlegt álag er það skemmti-
legt álag. Þegar WassiH Kudinow
meiddist hjá okkur í fyrra hrundi allt
og við féllum en hjá Magdeburg er
mjög stór og sterkur hópur, mikil
breidd og mikil barátta um stöður.“
Magdeburg hefur verið í hópi efstu
liða í Þýskalandi undanfarin ár en
ekki náð takmarkinu. „Ávallt hefur
vantað herslumuninn og mér er ætlað
að ná honum en allir vita að sam-
keppnin er mikil og ekkert er sjálf-
gefið í þessu,“ sagði Alfreð. Lands-
liðsmaðurinn Ólafur Stefánsson leik-
ur með Magdeburg en fyrir líðandi
tímabil gerði hann samning til
þriggja ára við félagið. Alfreð sagði
að hann yrði áfram og bætti við að
þótt hópurinn væri öflugur yrði hann
styrktur fyrir næsta keppnistímabil.
„Þegar er frágengið að markvörður-
inn Christian Gaudin fari með mér
frá Hameln og síðan eru tveir aðrir
leikmenn sem áhugi er að fá en ekki
er tímabært að nefna nöfn.“
Alfreð tók við Hameln í íyrrasumar
og er með liðið á toppnum í norður-
riðli 2. deildar. Efsta liðið fer beint
upþ en liðið í öðru sæti leikur um sæti
í 1. deild. „Þetta er barátta tveggja
liða en markmiðið er að koma liðinu
upp áður en ég flyt til Magdeburgar
þar sem ég á spennandi verkefni fyrir
höndum."
Reuters
samdi við
Blackburn
BRIAN Kidd var í gær ráðinn
knattspyrnustjóri enska úrvals-
deildarliðsins Blackburn og
skrifaði hann undir samning
sem gildir út júní 2002. Kidd
tekur við af Roy Hodgson, sem
var látinn fara eftir að liðið
tapaði heima fyrir Sout-
hampton en við tapið fór
Blackburn í neðsta sæti deild-
arinnar.
Kidd hefur verið aðstoðar-
maður Alex Fergusons hjá
Manchester United síðan í
ágúst 1991, en hann hóf feril-
inn hjá United og skoraði m.a.
í 4:1 sigri á Benfica í úrslita-
leik Evrópukeppninnar á 19
ára afmælisdegi sínum 29. inaí
1968. „Ég er ánægður með að
Brian tók tilhoði okkar því við
vilduin helst fá hann,“ sagði
Jack Walker, eigandi Black-
burn.
Manchester United vildi ekki
sleppa Kidd og Ferguson sagði
að félagið missti mikið ef hann
færi. Hann vildi ræða við
Blackburn, gerði það að fengnu
leyfi í gær og ekki þurfti lang-
an tíma til að ná saman.
Blackburn mætir Charlton á
inorgun og sér Tony Parks um
undirhúninginn og stjórnina í
leiknum en Kidd verður kynnt-
ur fyrir stuðningsmönnum fyr-
ir leik og hann mætir á blaða-
mannafund að leik loknum.
Jolin Williams, framkvæmda-
stjóri Blackburn, sagði að mikl-
ar væntingar væru gerðar til
Kidds. „Hann hefur mikla
reynslu, er ákafur og færir
okkur vonandi mörg stig.“
Brían Kidd
HANDKNATTLEIKUR: SÓKNARLEIKUR LANDSLIÐSINS / C2,C3