Morgunblaðið - 04.12.1998, Page 2

Morgunblaðið - 04.12.1998, Page 2
2 C FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Sóknarleikurínn var banabitinn Sigmundur Ó. Steinarsson skrífar ÖLLUM er Ijóst að íslenskur handknattleikur hefur orðið fyrir miklu áfalli við það að komast ekki á HM í Egypta- landi. ísland hefur aðeins tvisvar sinnum ekki náð því að komast í lokakeppni HM síðan íslenska landsliðið tók fyrst þátt í heimsmeistarakeppninni í Austur-Þýskalandi 1958. ís- land var ekki með í Svíþjóð 1967 og í Þýskalandi 1982. Eftir frábæran árangur í heims- meistarakeppninni í Kumamoto í Japan 1997 hefur íslenska lands- liðið ekki náð sér á strik. Liðið sat eftir þegar keppt var um þátttöku í Evrópu- keppni landsliða á Italíu í sumar og nú situr það eftir þegar 24 þjóðir halda til Egypta- lands. Ég varð þess aðnjótandi að taka þátt í stemmningu liðsins í Kumamoto, þar sem leikmenn unnu hug og hjörtu landsmanna með létt- leikandi og skemmtilegum leik. Heildarsóknarnýting liðsins vai- þá 55,2%. Nýtingin fór aðeins einu sinni niður fyrir 50% í leik. Það kom ekki að sök, leikurinn gegn Litháen vannst. Ég hef áður sagt að það sé eins og íslensku leikmennirnir séu ekki komnir heim frá Kumamoto - leikur þeirra hefur verið óþekkjanlegur. Þegar að er gáð er sóknarleikur liðs- ins höfuðverkurinn. Hann hefur ver- ið þunglamalegur, lítt spennandi og óskipulegur, þannig að agaleysi hef- ur brotist út þegar sóknin hefur „frosið“ - enginn leikmaður hefur tekið af skarið. Stöðugar „Rússa- stimplanir" duga ekki lengur í alþjóðlegum handknattleik, það verður að bjóða upp á léttleikandi skipulagðan leik og leikfléttm-, sem á að koma í veg fyrir að leikur frjósi. Það var ljóst strax þegar lagt var af stað að takmarkinu - HM í Eg- yptalandi, að ekki var allt með felldu í leik landsliðsins. Eftir fyrsta leik- inn, gegn Finnum, kom í Ijós _að ís- lenska liðið lék ekki vel. „Ég er þokkalega sáttur, sigurinn var mikil- vægastur,“ sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, í sjónvarpsviðtali. Við hlið hans stóð Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, sem sagðist ekki vera sáttur. „Við vorum einfald- lega lélegir." „Margt sem veldur mér áhyggjum“ Er „Svarta bókin" með rangar upplýsingar um mestu skyttu íslands, Róbert Julian Duranona? Svisslendinga. Þegar lið leika sterka vöm geta þau leyft sér þann munað að gera fleiri mistök í sókninni. Við náðum ekki að fylgja varnarleiknum eftir í seinni hálfleiknum og sóknar- leikur okkar batnaði ekki. Við þurf- um nú að setjast niður og ræða mál- in, finna út hvað er að og hvernig við getum ná okkar fyrri styrk,“ sagði Geir. Duranona út í kuldann Það vakti athygli að eftir leikinn í Sviss var Róbert Julian Duranona settur út í kuldann, þrátt fyrir að hann hafi lítið fengið að spreyta sig og litla hjálp til að komast upp í skot- stöðu. Duranona er einn af örfáum leikmönnum íslands sem getur skorað mörk af ellefu metrum. Það á að nýta þannig leikmenn. Duranona var heldur ekki valinn til að leika með gegn Ungverjum. Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna ekki eru not fyrir eina öflugustu langskyttuna í þýskum handknattleik, sem gaf tóninn frá Þýskalandi fyrir leikina gegn Ungverjum, með því að skora níu mörk gegn meistaraliði Kiel. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn yinna það afrek. Fylgjast menn hér á Islandi ekki með alþjóðlegum hand- knattleik? Þegar Þorbjöm var spurður um Duranona eftir leikinn í Ungverja- landi, sagði hann að hann hefði farið í svörtu bókina hans Boris Bjarna, sem hefur að geyma skotnýtingu leikmanna. Eftir þá lesningu hafí hann ákveðið að gefa Duranona frí, þar sem leikstíll hans hentaði ekki vamarleik eins og Ungverjar léku. Mátti virkilega ekki finna í „svörtu bókinni“ að Duranona hafi verið frábær í leik gegn Ungverjum í Kumamoto, þar sem hann skoraði 9 mörk! - fjögur mörk í röð þegar ís- land náði að minnka muninn úr 16:11 í 17:15? Það var hann sem braut varnarleik Ungverja á bak aftur er hann var settur inná í fyrri hálfleik, er hann breytti stöðunni úr 10:6 í 10:8 með tveimur þrumufleygum. Duranona vann það afrek áður með KA að skora 22 mörk í tveimur Evrópuleikjum gegn ungverska liðinu Fotex Veszprem, en ung- verska landsliðið er byggt upp á leik- mönnum frá Veszprem, sem leika nákvæmlega sömu vöm og þeir leika í ungverska landsliðinu. Það getur enginn þjálfari sagt leikmanni að fara út á völl til að skora tíu mörk. Aftur á móti getur þjálfari látið lið sitt leika þannig að leikmaður geti skorað tíu mörk! Handknattleikur er flokkaíþrótt, sem byggist upp á því að ná því besta fram úr einstaka leikmönnum. Þjálfari og meðspilarar eiga að sjá til þess. Duranona er skytta af guðs náð, sem getur tekið af skarið - það hentar honum ekki að vera í „vél“ sem byggist upp á „rássa-stimplun.“ Var það þess vegna sem hann var látinn víkja? Efla þarf sóknarleikinn Eins og sést hér á kortinu á síðunni, þá er ljóst að efla þarf sókn- arleikinn hjá landsliðinu. Nýtingin hefur ekki verið eins góð og í Kumamoto og þá sérstaklega í loka- leikjum í undankeppni EM og HM - leikjum þegar mest á reyndi. Nýt- ingin í tveimur leikjum gegn Júgóslövum í fyrra var 49% og 47%, en botninum var náð í leikjunum tveimur gegn Ungverjum, þar sem ekki náðist nema 41% og 40% sókn- arnýting. Sóknarleikur höfuðverkurinn íslenska landsiiðið í handknattleik hefur ekki náð sér á strik frá HM í Kumamoto 51 49 SiguRf^p^ HM í Kumamoto 1997 Leikur Úrslit Mörk/sóknir Nýting I Gegn Japan Gegn Alsír 24:20 27:27 24/45 27/44 53% 61% I Undankeppni EM 1997 | 1 Undankeppni HM 1998 | Gegn Júgóslaviu 27:18 27/50 54% Leikur Úrslit Mörk/sóknir Nýting Leikur Úrslit Mörk/sóknir Nýting Gegn Litháen 21:19 21 /46 46% Gegn Sviss 27:27 27/48 56% Gegn Finnlandi 24:19 24/53 45% Gegn Saudi-Arabíu 25:22 25/48 52% Gegn Sviss 29:27 29/47 62% Gegn Finnlandi 27:19 27/50 54% Gegn Noregi 32:28 32/49 65% Gegn Litháen 29:32 29/59 49% Gegn Sviss 23:25 23/45 53% Gegn Ungverjal. 25:26 25/48 52% Gegn Litháen 25:18 25/49 51% Gegn Sviss 25:19 25/44 60% Gegn Spáni 32:23 32/54 59% Gegn Júgóslavíu 21:24 21 /43 49% Gegn Ungverjalandi 22:19 22/54 41% Gegn Egyptalandi 23:20 23/45 51% Gegn Júgóslavíu 26:30 26/55 47% Gegn Ungverjalandi 20:24 20/50 40% Nú á að huga að framtí Eftir tvo sigurleiki gegn Finnum, komu gleðitíðindi frá Sviss - Sviss- lendingar höfðu lagt Ungverja óvænt að velli. íslendingar voru með pálmann í höndunum, en ekki lengi - þeir máttu síðan einnig þola tap í Sviss í döprum leik. „Þetta voru gífurleg vonbrigði. Ég verð hreinlega að segja eftir þennan leik að það er margt sem veldur mér miklum áhyggjum. Það er greinilega margt sem við þurfum að bæta í leik okkar, ef við ætlum okkur að ná fyrri styrk,“ sagði Geir vonsvikinn og hélt áfram: „Það er ekki nægilegt að leika góðan leik í þrjátíu mínútur. Sóknarleikur okkar var ekki neitt sérstakur í fyrri hálfleik, en þó nægi- lega góður til að vera þremur mörk- um yfir. Það var eingöngu vegna þess að við lékum sterkan varnarleik og fengum þannig hraðaupphlaup á í kvöld HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, 16-liða úrsiit: Vestmannaeyjar: ÍBV - HK...20 1. deild kvcnna: Framhús: Fram - KA......18.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Borgames: Stafh. - Stjaman ... .20 Hveragerði: Hamar - Selfoss ... .20 Páll Ólafsson, fyrrum landsliðsmað- ur, segir það áfall að íslenska landsliðið skuli ekki hafa komist á HM í Egyptalandi. Hann Valur B. segir að nú sé rétti tím- Júnatansson inn til að staldra aðeins skrífar vjg 0g huga að framtíð landsliðsins, sem hann telur bjarta þrátt fyrir þetta skipbrot í undankeppni HM. „Islenska hand- boltalandsliðið hefur áður lent í áföllum og unnið sig út úr þeim. Það er enginn heimsendir hjá okkur og það kemur dagur eftir þennan dag. Það má að mörgu leyti segja að við séum núna komnir á byrjunarreit, en það er oft gott að fara þangað til að byggja upp að nýju,“ sagði Páll. Hann telur að lykilmenn liðsins hafi leikið illa eftir HM í Kumamoto. „Sér- staklega lykilmenn liðsins í sókn eins og Ólafur, Dagur og Patrekur, sem all- ir léku glimrandi vel í Kumamoto. Þeir hafa ekki spilað eins og þeir eiga að sér. Sóknarleikurinn hefur byggst upp á einstaklingsframtaki þeirra. Ólafur og Patrekur eiga að gera sex til átta mörk í leik og Dagur þrjú til fjögur. Ástæðan fyrir því að þeir gerðu það ekki í undankeppni HM er kannski sú að þeir urðu allir fyrir meiðslum fyrir tímabilið og spurning hvort þeir hafi verið í nægilega góðri leikæfingu. Þeir eru ekki einu lykilmennimir sem hafa klikkað í landsleikjum í gegnum árin. Það þekkjum við í gegnum söguna. En þetta eru strákar sem eru á besta aldri og eiga mörg ár eftir í handboltanum. Þess vegna þurfum við ekkert að ör- vænta þó þetta dæmi hafi ekki gengið upp að þessu sinni.“ Um leikskipulag liðsins sagði Páll: „Varnarleikurinn hefur verið styrkasta stoð liðsins undir stjórn Þorbjöms. Hann hefur greinilega lagt mikla áherslu á vamarleikinn og það skilaði sér m.a. í því að Guðmundur Hrafnkels- son hefur staðið sig gríðarlega ve í markinu. Ég er mjög sáttur við framfar- imar í vamarleiknum og það er stór plús fyrir liðið. En það má hins vegar ekki gleyma algjörlega sóknarleiknum. Við emm með sterka einstaklinga og Þorbjöm hefur lagt áherslu á að þeir fái að njóta sín og klári sóknimar. Oft þeg- ar í harðbakkann hefur slegið ná leik- menn ekki að klára sig af sóknarleikn- um, eins og gegn framliggjandi vöm Ungverja á dögunum. Þá gekk einstak- lingsframtakið ekki upp. Þá vantaði að hafa eitthvað í bakhöndinni, leikkerfi eða ákveðnar hlaupaleiðir sem ekki vora til. Einnig hefur vantað meiri hreyfmgu í sóknina, leikmenn eru of staðir. Nú hefur Þorbjörn ákveðið tækifæri til að laga til sóknarleikinn. Ef hann heldur áfram að vinna með vörnina eins og hann hefur gert og gefur sér meiri tíma í sóknarleikinn held ég að þetta verði í góðu lagi. Hingað til hefur íandsliðið fengið mjög stuttan tíma til undirbúnings fyrir hvern leik og það er miður. Þjálfarinn hefur ekki fengið nægilegan tíma til að fara yfir sókn- araðgerðir. Liðið hefur fengið um einn til tvo daga saman fyrir mikilvæga leiki, eins og á móti Ungverjum hér heima. Við þurfum að búa betur að landsliðinu þannig að það fái allan þann tíma sem þarf fyrir mikilvæga leiki. Það segir sig sjálft að tveir dagar duga ekki til. Ég hef alltaf verið talsmaður þess að nota alltaf sterkustu leikmennina án tillits til aldurs. En þegar svona staða kemur upp eins og hjá liðinu núna er spurning hvort ekki sé rétt að staldra við, horfa fram á veginn í uppbyggingu liðsins. Það styttist sá tími sem þeir Geir, Júlíus og Valdimar eiga eftir í landsliðinu. Spuming hlýtur að vakna um hvaða tíma ætla þjálfarinn og leik- mennirnir sjálfir að velja til að Ijúka landsliðsferlinum. Er þetta rétti tíminn að gefa öðrum tækifæri? Ég er ekkert frá því að þetta sé góður tími til að skipta þeim elstu út. Þjálfarinn verður að ræða við þessa leikmenn og spyrja hvað þeir séu tilbúnir að fórna miklu, og hvað mikið lengur? Ég held að við ættum að fara að huga að uppbyggingu liðs íyrir HM árið 2001.“ Páll segir að helst skorti góða mark- verði í íslenskum handbolta. „Mark- +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.