Morgunblaðið - 04.12.1998, Page 3

Morgunblaðið - 04.12.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 C 3 HANDKNATTLEIKUR RÓBERT Julian Duranona er búinn að rífa sig frá József Éles, lyftir sér upp og þrum- ar knettinum yfir Miklós Rosta og í netinu hafnaði knötturinn - f Kumamoto. Þessir tveir leikmenn eru öflugustu leikmenn Ung- verjalands. Þeir réðu ekkert við Duranona í HM í Kumamoto, þar sem hann skoraði níu mörk. Er ekkert að finna um þann leik í „svörtu bókinni“? varslan hefur verið aðal vandamálið hér á landi. Þó Guðmundur Hrafnkels- son sé kominn á efri ár í boltanum vil ég helst ekki missa hann út strax. Hann er í sérflokki markvarða og ég hef ekki séð neinn ungan mai-kmann sem er nálægt því að jafnast á við Guð- mund. Yfirleitt þurfa markverðir mik- inn tíma og reynslan skiptir höfuðmáli. Ég er hræddastur við markmanns- stöðuna af þessu öllu. Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum sem geta tekið við í hinum stöðunum í lands- liðinu. Línan er vel mönnuð með þá Róbert og Sigfús. Sama má segja um hornin, en þar eru þeir Gústaf Bjai-na- son og Bjarki, sem enn á einhver ár eftir í hinu horninu. Fyrir utan erum við með Patrek, Dag og Ólaf, sem allir eiga eftir að bæía sig enn meira. Ég fullyrði því að framtíðin er björt hjá landsliðinu þó einhverjir tveir til þríi- eldri leikmenn detti út. Ég treysti Þor- birni tii að koma landsliðinu aftur á þann stall sem það á heima, á meðal þeirra bestu,“ sagði Páll. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Sóknin ekki nógu hugmyndarík „ÉG sá það strax í leikjunum við Finna að sóknarleikurinn hjá landsliðinu var ekki nógu góður, alls ekki nógu hugmyndaríkur," sagði Axel Axelsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, er Morgunbiaðið innti hann álits á stöðu landsliðsins og leikjum þess í undankeppni HM. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Axel benti á að landsliðið hefði æft í fímm vikur í sumar og þá hefði áherslan verið á kraftæfingar. „Þar fannst mér gott tækifæri fara for- görðum til að æfa sóknaraðgerðir. Megináherslan var á líkamsvinnu en ekki á tækniæfíngar, hvorki í vörn né sókn. Strax í fyrstu leikjunum í for- keppninni, við Finna, sá maður hættumerkin. Sóknin var einhæf og engin leikkerfi virtust vera fyrir hendi, aðeins frjálst spii. Það útaf fyrir sig er í lagi þai’ til einstakir leikmenn ná sér ekki á strik. Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson, Duranona og þannig mætti halda áft-am lengi. All- ir þessh- strákar gerðu hverja vit- leysuna af annarri og þegar þannig er verður að vera hægt að giápa til einhverra skipulagðra leikkerfa. Það keyrði síðan um þverbak í Ungverjalandi því þar var bai’a gamla „rússastimplunin“ eða hvað við eigum svo sem að kalla þessa tegund af sókn, ekkert annað. Ekki vai- reynt að hjálpa skyttunum og þær lentu því í miklum vanda, jafn- vel með að koma boltanum frá sér. Ég skildi sjónai’mið Þorbjarnar fyrir leikinn við Ungverja í Höllinni, að velja léttari og sneggri leikmenn á móti 3-2-1 vöm Ungverja. En eftir leikinn í Laugardalshöll tel ég óskilj- anlegt að velja ekki Duranona í síð- ari leikinn, þó ekki væri nema til að hafa þann valkost að geta látið hann inná til að dúndra á markið. Patrekur var slakur í Ungverja- landi og Sigurður Bjarnason lék svona og svona, en hvorugur þeÚTa er þungavigtarmaður í stöðu skyttu eins og Duranona getur orðið ef sá gállinn er á honum. Unverska vömin mætti skyttum okkar um 8 metra frá marki og það er með ólíkindum að eina íslenska rétthenta stórskyttan sem til er skuli ekki vera með lands- liðinu. Það hefur talsvert verið rætt um þetta og mér sýnist að ég sé ekki sá eini sem skilur þetta ekki,“ sagði Axel. Spurður um nánustu framtíð sagði Axel: „Handbolti byggist mikið á þeim leikmönnum sem leika fyrir ut- an enda eru þeir með boltann í hönd- unum 75% þess tíma sem liðið er í sókn. Ég held að við verðum að byggja á þeim leikmönnum sem nú eru í landsliðinu, en þeir verða að vinna í sínum málum og ef þeh’ gera það verða þeir mun betri leikmenn og framtíðin ætti því að vera ágæt- lega björt.“ „Hvaða aðra leikmenn eigum við? Enginn íslenskur leikmaður, sem leikur erlendis, virðist eiga erindi í landsliðið að svo stöddu. Hér heima má nefna Gunnar Berg Viktorsson, en mér sýnist hann eiga langt í land þar til hann geti leikið almennilegan landsleik, leiki á meðal þeirra bestu. Sven-h- Bjömsson hjá KA kemur ef til vill til greina ef eitthvað rætist úr honum. Það er því ekki um auðugan garð að gresja og því virðist mér nokkur ár í að við eignumst betri menn í þessar stöður. Guðmundur Hrafnkelsson hefur trúlega sjaldan verið betri en í ár. Hann er tveimur þrepum ofar en aðr- ir íslenskh- markverðir og á nokkur ár eftir. Mér sýnist, eða vona altént, að Birkir ívar sé leiðinni eins og mað- ur segir,“ sagði Axel. Axel benti á að þeir Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stefánsson og Sigui'ður Bjamason ættu það sam- merkt að enginn þeirra væri fyrsti maður í sína stöðu með félagsliði. „Ólafur á eitthvað erfitt þessi misser- in og það er mjög skiljanlegt. Hann er alinn upp hjá Val og allt gekk hon- um í haginn þar og síðan fer hann til Wuppertal og er þar undir hand- leiðslu Viggós Sigurðssonar. Það er í rauninni fyrst núna sem hann er að kynnast hinum harða heimi atvinnu- mennskunnar, hann er kominn í nýj- an heim. Ólafiu’ hefur ekki verið nógu stöðugur að undanfórnu og það held ég megi rekja til þess að hann er kominn til liðs þar sem kröfurnar era gríðai’lega miklar og ekkert nema sigur og titill kemur til greina. Það má kannski einfalda þetta og segja að Ólafur sé kominn úr „vernduðu" umhverfi út 1 hinn gallharða heim at- vinnumennskunnar. Það þarf sterk bein fyrir ungan mann til að standast það andlega álag sem sett er á hann þegar illa gengur í upphafi tímabils hjá nýju liði. Þjálfarinn er væntanlega að hjakka í honum vegna þess að ekki gengur eins vel og búist var við. Ölafur þarf aðeins lengri tíma til að venjast þessu öllu og þegar það verð- ur er ekki nokkur vafi á að hann get- ur orðið meðal bestu handknattleiks- manna heims. Patrekm- er ef til vill einkennandi íyrh’ leik liðsins í þessari keppni. Hann nær venjulega ekki að einbeita sér allan leikinn og það sama hefur gerst hjá liðinu. Það byrjar vel, en síðan kemm- slakur kafli þar sem allt mistekst, en undir lokin er reynt að klóra í bakkann. Leikmenn halda ekki einbeitingu í 60 mínútur. Patrekur leikur venjulega vel í vörn- inni en er líða fer á leikinn fer hann að hlaupa úr stöðunum og hann hef- ur ekki þá þolinmæði og aga sem nauðsynlegur er. Takist honum að vinna í sínum málum verður hann mjög góður því Patrekur er bæði stór og sterkur leikmaður sem getur mun meira en hann hefur sýnt að undanfórnu. Sama á við um Dag Sigurðsson, hann hefur leikið illa með landsliðinu að undanförnu. Dagur hefur gríðar- legt keppnisskap og á að geta miklu meira en hann hefur sýnt að undan- förnu. Mér sýnist að verði rétt haldið á spilunum með þessa stráka þannig að þeir nái að rífa sig upp þá muni landsliðið ná sér upp á meðal þeirra bestu á ný,“ sagði Axel Axelsson. Leikaðferðin brást ekki, heldur leikmennimir Ivar Benediktsson skrifar Slök sóknarnýting er ein af- leiðing af því hversu lítinn tíma liðið fær til undirbúnings fyrir leiki,“ segir Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi lands- liðsmaður í hand- knattleik og hand- knattleiksþjálfari. „Önnur ástæða fyrir slakari sóknarleik er að leyfð hefur verið meiri harka í varnar- leik nú en var fyrir nokkrum áram. Ekki er tekið eins fast á ýmsum leikbrotum, eins og peysutogi. Varnarmenn fá að komast upp með meiri hörku og það kemur niðm- á sóknarleiknum. A móti þessum sóknarleik kemur að varnarleikur landsliðsins hefur upp á síðkastið verið betri en áður. Því miður vill það oft vera að þegar eitt atriði er komið í lag þá kemur það niður á öðrum þáttum.“ Nú hefur landsliðið leikið frjáls- an handknattieik sem byggist á svokölluðum „Rússastimpiunum" og ái-angurinn liggur fyru\ Þarf ekki að blanda frjálsum leik saman við kerfisbundinn leik þannig að menn hafí eitthvað í handraðanum, bregðist önnui■ hvor aðferðin? „Þessi frjálsa leikaðferð hentar liðinu vel, en það má spyrja sig að því hvort eingöngu eigi að treysta á hana því þegar illa gengur getur verið gott að hafa leikkerfi. Ég held samt að landsliðið hafi einhver leikkerfi, en undir lokin í leiknum á sunnudaginn virtist allt fara í handaskolum og spurning hvort menn hafi getað náð þeim fi-am undir þessum kringumstæðum. Þá má ekki gleyma því þegar verið er að gagnrýna leikaðferð liðsins að með þessum „frjálsa bolta“ náði það 5. sæti á HM í Jap- an. Það er alltaf hægt að velta vöng- um yfir vali á liðinu og hvaða leikaðferðir það leikur en ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að þessi leikaðferð hafi tekist. Þegar fimm mínútur vora eftir átti lands- liðið í tvígang möguleika á að jafna en það tókst ekki, fyrst og fremst fyrir klaufaskap leikmanna." Hvers vegna bregðast menn? „Leikmaður eins og Patrekur Jóhannesson hafði gert mikið af mistökum í leiknum og þar með var sjálftraustið farið og erfítt að bæta það undir álagi. Gústaf sendir boltann í hendur andstæðinganna á óskiljanlegan hátt og Dagur fer að stinga niður boltanum í kring- um Eles sem hafði nokkrum sinn- um unnið boltann af liðinu. Þessi atriði hafa sést áður og setja svip á íþróttina. Reynslan skín ekki alltaf af mönnum þótt þeir hafi leikið marga leiki." Gunnar segist vera þeirrai’ skoðunar að það hafi verið upp- sveifla hjá landsliðinu undanfarin ár ásamt því að margir leikmenn hafi farið utan. Ætti það ekki að styrkja lands- liðið þegar leikmenn leika sem at- vinnumenn erlendis? „Það ætti að gera það en gerir það ekki í öllum tilfellum. Sumir leikmenn hafa ekki bætt miklu við sig. Einhverjir leika nær eingöngu vörn og þá eru leikmenn einnig með lélegri liðum sem væru ekkert veir settir þó þeir væru að leika með félagsliðum hér heima.“ Landsliðþjáifarinn velur ekki Róbert Julian Duranona. Er það ekki gagnrýnisvert? „Vali liðsins á hverjum tíma má alltaf velta fyrir sér, en það er landsliðþjálfarans að segja til um hverja hann velur. Hins vegar verður aldrei hægt að segja hvað hefði gerst ef Duranona hefði leik- ið eða þá Gunnar Berg Viktorsson sem var í hópnum og er skytta eins og Duranona. Fyi-irfram var búist við að Ungverjarnir lékju vörnina framar og þá taldi landshðsþjálfar- inn að sá hópur sem hann væri með hentaði betur.“ Duranona gekk vel með KA gegn ungverska liðinu Veszprém fyrir tveimur árum og gerði 22 mörk. Það lið lék framliggjandi vörn. Eins náði hann sér á strik gegn Ungverjum á HM. Hefði hann ekki hiklaust átt að vera í liðinu? „Duranona hefur ekki átt marga stórleiki með landsliðinu og Þor- björn Jensson fór til Þýskalands og sá hann leika. 1 frámhaldi af þeirri ferð ákvað hann að velja hann ekki. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi ekki skipt sköpum hvernig liðið var skipað heldur sú staðreynd að liðið fékk stöðu til þess að ná betri úrslitum, en fyrir klaufaskap tókst ekki að nýta hana.“ Er ekki rétt að blanda meira saman frjáisum leik og kerfís- bundnum leik? Er ekki ástæða til að breyta til? „Ég treysti Þorbirni manna best til þess að stjórna landsliðsskút- unni áfram. Hann hefur sýnt það í gegnum árin að hann er maður sem veldur vel þessu starfi. Nú lítur hann eflaust yfir farinn veg og horfir til framtíðar. Ég í-eikna hins vegar ekki með því að hann breyti miklu í leikstfl liðsins."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.