Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 6
46 B ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Njrjar bækur • MANNLÍF við Sund - býlið, byggðin og borgin er eftir Þorgrím - Gestsson. I kynningu segir m.a.: „Saga Laug- arness í landnámi Ingólfs er samofin sögu Reykjavíkur frá fyrstu tíð. Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróða- dóttir koma ofan Heiði til þess að setjast að í nýjum heimkynnum. Af holtunum ofan Elliðaánna sjá þau reykinn frá Laugunum í dalverpi - þar sem Laugarnes teygir sig út í Sundin og nefna staðinn Reykjarvík. Sögusviðið er Laugarnes, nágranna- jörð Reykjavíkur, býlið sem var í eigu einnar mestu höfðingjaættar þjóðarinnar fram eftir öldum, kirkjustaður þar sem tíu bæir lágu til sóknar. Laugarneslaugar voru helsti þvottastaður Reykvíkinga, oftast nefndar Þvottalaugarnar; bæjar- menn lærðu sund í baðlóni neðan Lauganna og þar var síðar gerð sundlaug. Laugamýri, sem síðar nefndist Laugardalur, varð verð- mætt beitarland Reykvíkinga eftir að bæjarbúum fjölgaði og eftir að Reykjavíkurbær keypti Laugar- , nesjörðina, árið 1884, varð hún verð- mætt byggingarland." Utgefandi er Islenska bókaútgáf- an. I bókinni eru 400 ljósmyndir, kort og teikningar sem varpa skýru ljósi á ritverkið. Hún er 430 bls. Verð: 6.980 kr. • ÍSLENSKUR annáll 1990 er í samantekt Þorgríms Gestssonar. Þetta er 12. bókin í þessum bóka- flokki og er í samantekt stuðst við dagblöð. Sem fyrr eru fréttirnar settar- fram eins og þær koma mönn- um fyrir sjónir þegar þær gerðust. Útgefandi er íslenska bókaútgáf- an. Islenskur annáll er ekki seldur í bókabúðum heldur beint til áskrif- enda. Bókin er prentuð hjá prent- smiðjunni Viðey en bundin inn hjá Félagsbókbandinu - Bókfelli. Verð: 5.890 kr. • SÍÐASTA innsiglið - úr lieimi einhverfra er eftir Þorstein Antons- I kynningu segir að bókin innihaldi þætti af einkenni- legu mannlífí og almennri umfjöll- un um spurnarefn- ið hver þessi svo- kallaða alhliða þroskaröskun að mati sérfræðinga sé í raun réttri. Spurt er um tengslin við ýmis önnur svið mann- lífsins, svo sem miðilsgáfu, skáld- skapargáfu og önnur bókmennta- málefni, afbrotahneigð, erfðastjórn- un og hið dýrslega í fari okkar allra. Útgefandi er Ormstunga. Bókin, sem er243 bls., er prentuð hjá Steinholti. Flatey annaðist bókband. Verð: 2.490 kr. ' • VERALDAR húsið - Ritgerð um fslensk dulfræði er eftir Þorstein Antonsson. I kynningu segir: „Skilning á sannleikanum öðlast maður með tvennum hætti, fyrir vísindalega rannsókn og fyrir innlifun trúarinn- ar, samkvæmt niðurstöðum þessarar bókar um íslenska dulfræði." Útgefandi er Sigurjón Þorbergs- son. Bókin er 96 bls. Prentvinnsla: Fjölföldun Þorbergs Siguijóns. • UNGFOLAHROKI er fyrsta skáldsaga Guðjóns Sigvaldasonar. Aður hefur hann samið leikrit og gefið út ljóðabækur. I kynningu segir að Ungfolahroki sé unnin með eldri ungmenni í huga. Leitast er við að gera unglingana sér meðvitandi um íslenskt rit- og talmál, skynja muninn. Söguþráður- inn er reynsluheimur ungs manns, eftir að hann flytur utan af landi til borgarinnar. Sýn hans á Reykjavík og samskipti við ömmu sína, sem hann býr hjá, og vinina. Höfundur gefur bókina út. Hún er 128 bls., myndskreytt af Ásu Heiði f Rúnarsdóttur. Verð: 1.950 kr. son. Þorsteinn Antonsson BÆKUR Barnabók FRÆNKUTURNINN eftir Steinunni Sigurðardóttur. Mál og menning. 1998 - 61 bls. ÞAÐ er lofsvert þegar okkar fremstu skáldsagnahöfundar taka sig til og skrifa barnabækur. Yngstu lesendunum þarf að þjóna líka. Svo er það annar handleggur hvort slík iðja gangi alltaf upp. Steinunn Sigurðardóttir sendir um þessar mundir frá sér bamabók sem hún nefnir Frænkutuminn. Þetta er fremur einföld frásaga úr Skjólunum í Reykjavík. Sagan segir frá strák sem heitir Oskar, foreldr- um hans, frænkum og kunningjum og vinum. Fjölskyldan, foreldrar Oskars og frænkur hans búa saman í sama húsi, sem pabbi Óskars kall- ar Frænkuturninn af því að það er hátt og mjótt í hans huga og frænkurnar eru þar áberandi. Frænkurnar hafa þvílíkt dálæti á Óskari að þær ætla hann lifandi að éta og nokkur átök eru um hann milli þeirra innbyrðis og þeirra og foreldranna. Svo koma aðrar per- sónur til skjalanna, vinir Óskars, hi’ekkjusvínið i hverfinu og svo fara dularfullir atburðir að gerast, sem reynast svo ekkert dularfullir, tröll kemur við sögu sem reynist vera stjarneðlisfræðingur, Guðbjártur að nafni. Ef til vill má segja að þessi skáld- saga fjalli þvi að nokkru um það að ekki er allt sem sýnist og bömunum sé ætlað að draga þann lærdóm af sögunni. Það er ákveðinn leikur með persónur og söguþráð í þessari sögu og hafa má gaman af sumu. Steinunn leikur sér með nöfn, aðstæður og tilsvör. Hún er hæfur rithöfundur og texti hennar er að mörgu leyti góður. En því miður þykir mér þessi saga ekki ganga upp sem skyldi. Þetta er þeim mun ergilegra í mínum huga þar sem Steinunn er reyndur og umfram allt hjartahlýr höfundur sem hefur alla burði til að skrifa góða barnasögu. En sem barnasaga gengur hún ekki upp því að sú tví- ræðni sem liggur í textanum kemst ekki nógu vel til skila. Megináherslu leggur Steinunn á að lýsa mannfólkinu. Þó er það svo að lesanda finnst eins og eitthvað sé óútskýrt í fari persónanna. Þannig er með frænkurnar Snarbjörtu og Hagbjörtu. Þær eru smáskrítnar vaktavinnukonur, karl- mannslausar en þrá greinilega að eiga börn, svo hændar eru þær að Óskari og öllum smáu vinunum hans. Þær eru vissulega skoðaðar með augum piltsins en á bak við augu hans vaka kátínufull augu höfund- ar. Hins vegar eiga les- endur, ekki síst ung börn, erfitt með 'að átta sig á hinu kátlega í fari þeirra. Það er t.d. dálít- ið erfitt að láta sér þykja það skemmtilegt aftur og aftur að vakta- vinnukonur skuli eiga erfitt með að ná sér í karlmenn. Sama gildir um Guðbjart stjarneðlisfræðing sem er í algjöru þunglyndi af því að hann fær ekki vinnu við sitt hæfi og kemur inn í söguna til þess að krydda hana. Hann er upphaf persónu en ekki endir. Öðru gegnir .að vísu með yngstu persónuna, Dísu Ljósbrá, sem dregin er skýrum og einföldum dráttum, ákveðinn þrjóskuhnútur og gefur sögunni lit þegar hún kem- ur við sögu. Sumt er líka illskiljanlegt, ekki bara persónum sögunnar heldur einnig lesendum. Þannig breytist aðalhrekkjusvínið í skólanum hans Óskars, Amanda Rós, en í hennar persónu býr reglulega gott sögu- efni, í engil og fyrirmyndarbarn í einu svipleiftri við það eitt að fótluð stúlka kemur í bekk hennar. Upp frá því er hún gjörbreytt svo að ekkert verður úr þeirri sögu. Söguþráðurinn einkennist allur af ólíkindalátum þar sem strákurinn Óskar er miðpunkturinn og foreldr- ar hans og frænkurnar slást um að njóta samveru við hann. Hann er aftur á móti hinn rólegasti yfir þess- um látum og nýtur þess besta í hvert sinn. Önnur sögubrot eins og rekur á fjörur sögunnar og allt í einu er sagan búin. Frænkuturninn breytist þá í stjörnuskoðunarturn. Guðbjartur stjarneðlisfræðingur á stjörnukíki og íbúar hússins koma saman eina kvöldstund að horfa á stjörnurnar og hlýða á visku Guð- bjartar um það að alheimurinn endi hvergi: „En þótt alheimurinn endi kannski hvergi þá verður þessi saga að enda einhvers staðar, og það er hér.“ Saga Steinunnar ef á engan hátt alvond. Af sumu má hafa gaman. Ymsar hugmyndir fara á flug í bók hennar, stíllinn er tvíræður og stundum má hafa gaman af hug- myndum hennar. En hún hefði þurft að vinna betur úr þeim. Það vantar einfaldlega meira kjöt á beinin. Skafti Þ. Halldórsson Frænkur, tröll og hrekkjusvín Steinunn Sigurðardóttir Maður er ekki einn, heldur margur BÆKUR K i n i’ ;i“ ð ii r FYLGJUR Haraldur Jónsson tók saman. Prent- un: Gutenberg hf. Bjartur, Reykjavík 1998. RITDÓMARI stendur frammi fyrir svolítilli flokkunarspurningu í þessari fyrstu bók Haraldar Jónssonar sem nefnist Fylgjur og hefur undirtitilinn Einræður. Að vísu mætti halda því fram að spurningin væri óþöi'f vegna þess að höfundurinn hafi tekið ómakið af ritdómaranum og flokkað eða greint bókina sem einræður en ritdómari vill fá nákvæmari skil- greiningu, enda hafa einræður hingað til ekki flokkast undir það að vera bókmenntagrein heldur stílbragð. Bókin samanstendur af stuttum prósatextum sem sprengja í raun utan af sér öll hefðbundin bókmenntaform, falla ekki undir neitt hugtak svo vel sé, hvorki ljóð, smásögu né skáld- sögu; þeir eru of hugleiðinga- kenndir til að geta talist ljóð, jafn- vel prósaljóð - eða einfaldlega ekki nógu Ijóðrænir - og það skortir frásagnarframvindu í þá til þess að þeir geti talist smásögur í hefð- bundnum skilningi. Hugsanlegt væri að kalla þá örsögur. Nú og svo gæti verið að hin ofurlíberala póstmóderníska skáldsaga væri tilbúin til þess að taka þá undir sinn verndarvæng, innan hennar rúmast einmitt ýmislegar tilraunir með form. En ætli þrautalending- in verði ekki hugtakið texti sem er jafnvel fordómalausara en hin póstmóderníska skáldsaga, gleyp- ir allt sem er sagt og ritað og meira til. Niðurstaðan af vanga- veltum ritdómarans um flokkun- arspurninguna er sem sé sú að Fylgjur sé ekki hefðbundið bók- menntaverk. (Niðurstaðan sýnir raunar hversu slíkt flokkunarbrölt er tilgangslaust og að vissu leyti leiðir hún í ljós takmarkanir hinn- ar hefðbundnu hugtakanotkunar í bókmenntafræði.) Orðið fylgja þýðir í daglegu máli verndarandi, fylgiandi, vofa eða aft- urganga sem fylgir einhverjum. I stuttum aðfararorðum að bók- inni segir Haraldur meðal annars: „Skyn- færi okkar eru stöðugt vitni að ólíkum atburð- um í umhverfinu. Sumar skynjanir og hugsanir dvelja síðan í hugarlundinum allt líf- ið á enda og berast hvorki fyrir augu né eyru annarra." Enn- fremur segir Harald- ur: „Mannshugurinn er jafn ókannaður og himingeimurinn." Þetta mætti skilja sem svo að Haraldur gengi út frá svipuðum skilningi á orðinu fylgja og var orðaður hér að fram- an en svo er hins vegar ekki þegar textarnir eru skoðaðir. Fylgjur Haraldar eru meira eins og ólíkir fletir á persónuleika manns. „Stundum held ég að það búi miklu fleiri inni í mér en ég mun nokkurn tímann geta komist að,“ segir í upphafi fyrstu einræðu bókarinnar. Maður er ekki einn, heldur margur. Inni í hverjum manni tala margar raddir. Harald- ur leikur sér með þessa hugmynd á titilsíðu bókarinnar þar sem seg- ir: „Haraldur Jónsson tók saman.“ Þessari bók er stefnt gegn hinni húmanísku hugmynd um hinn heila mann. í Fyrstu einræðunni segir ennfremur: „Þegar ég velti því fyrir mér þá er ekki til neitt sem heitir heilsteyptur persónu- leiki. Mér finnst að hann sé meira eða minna fljótandi og mótin eru líka alltaf að breytast og hreyfast til. Maður harðnar bæði og mýkist með aldrinum og það er heldur aldrei hægt að sjá heildarmyndina alla í einu. Ef hún er þá á annað borð til.“ Þetta er sem sagt margradda verk í óvenju bókstaflegri merk- ingu þess orðs. Og einræðumar lýsa vissulega mismunandi sjónar- homum á heiminn. Hér eru raddir karla og kvenna, ástfangnar raddir og óhamingjusamar, athugular raddir, glaðar raddir, fyndnar og pirraðar. Hér er til að mynda ein örvhent: „Eg er örvhentur. Það er ekki örorka en getur samt verið erfitt hlutskipti þó það hái mér ekki beint. Skrifi ég með blýanti verður allt að svartri móðu eftir að höndin hefm' strokist yfir blaðið og ég sjálfur drallugur á handarbakinu. Bara eintóm þoka. Eg held að það lýsi því best. Það er ömurlegt." Að sumu leyti eru einræðurnar eins og slitur úr dagbók eða minn- isbók; þarna era hugleiðingar, minningar og lýsingar á hvers- dagslegum viðburðum svo sem matarboðum eða á venjum, duld- um, hvötum, tilfinningum, vonum, þrám. Meginþema bókarinnar er samskipti eða bara beinlínis sam- ræður sem „geta auðveldlega orðið að beinu samræði" eins og segir í fyrrnefndum aðfararorðum höf- undar. Raddirnar lýsa oft mismun- andi aðstæðum eða uppákomum sem þær hafa lent í sem hafa með samskipti að gera. Og spurningin er að ná sambandi, tengja, svo úr verði eitthvað - líf, merking. Stund- um verða samræður hins vegar að sadómasókískri upplifun: „í staðinn fyrir að hlusta á hann virti ég fyrir mér fæturna á hon- um, bar saman hendurnar, mældi út hálsinn og renndi að lokum aug- unum óreglulega yfir vel greitt hárið þannig að hann breyttist í fjarlægan hlut og gat ómögulega einbeitt sér að því sem hann var samt byrjaður að tala um.“ Stíllega er bókin einsleit. Að því leyti er hún ekki margradda, held- ur mónótón; hér er ekkert háa C og heldur engin veik, tær lýrík. Hefði það vafalítið aukið gildi bók- arinnar að vinna betur með hug- myndina um hinar mörgu ólíku raddir í tungumálinu og stílnum. Þröstur Helgason Nýjar bækur • BROT úr hugarheimi mínum er önnur ljóðabók Helgu Jennýjar Hrafnsdóttur sem út kemur á árinu. Fyrri bókin hét Líf mitt í hnotskurn. I þessari bók eru 52 númeruð ljóð. I kynningu .segir að bókin fjalli í megindrátt- um um tilfinning- ar, ást, vináttu og söknuð eftir ást- vini. Á forsíðu bókar- innar er mynd af púsluspili teiknuð af systur Helgu Jennýjar, Bryndísi, og á að tákna líf höfundarins. Höfundur gefur bókina út. • ÍSLENSK knattspyrna 1998 er árbók knattspyrnunnar efth' Víði Sigurðsson Bókin kemur nú út í 18. skipti en þessi bókaflokkur hóf göngu sína árið 1981. í henni er ítarleg umfjöllun um allt sem gerðist í íslenskri knattspyrnu á þessu ári. Þar eru umsagnir um alla leiki í úrvalsdeildum kai-la og kvenna og 1. deild karla, og úrslit í öllum öðrum deildum, og flokkum á Islandsmótinu, ásamt ítarlegum upplýsingum um lið og leikmenn. Þá eru sérstakir kaflar um bikarkeppni KSI, landsleiki Islands, Evrópukeppni félagsliða og atvinnumennina erlendis, auk margs konar annars fróðleiks. Ennfremur eru í bókinni fjölmörg viðtöl, þau stærstu við Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfara, Hlyn Stefánsson, fyi'irliða IBV, og við bestu leikmenn Islandsmótsins, KR-ingana David Winnie og Olgu Færseth. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 176 bls. með um 240 myndum. Hún er prentuð í Grafík. Verð: 3.980 kr. • ÞÖGN einbúans er fyrsta bók Þóris Björns Lúðvikssonar. í kynningu segir að í bókinni tak- ist höfundur á við sjálfan sig, samfé- lagið og heiminn í heild sinni. Ljóðin séu áleitin og einlæg. Bókin skiptist í fjóra hluta, er saman mynda samstæða heild. Höfundur gefur bókina út. Hún er 80 bls., prentuð í Prentverki Akra- ness. Teikning á kápu er eftir Ar- mann Gestsson. Verð: 1.480 kr. Haraldur Jónsson Helga Jenný Hrafnsddttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.