Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR PRIÐJUDAGUR15. DESEMBER 1998 B 3 Saumað að systrum BÆKUR Skáldsaga EITRUÐ EPLI eftir Gerði Kristnýju. Mál og menning 1998. 111 bls. KALDHÆÐNI er það orð sem fyrst kemur upp I hugann við lestur smásagnanna í Eitruðum eplum: Bindiefni safnsins er einkum kald- ranalegur húmor og eitruð írónía. Grínið minnir stundum á John Cleese í andstyggilegasta essinu sínu og ekki er laust við að Ros- eanne bregði fyrir með sitt (lág)millistéttargrín. Adeila á smá- borgaralega hugsun er heldur ekki langt undan. Gerður Kristný er greinilega enginn engill í textagerð. Sögunum ellefu í Eitruðum epl- um er þannig raðað upp að þær skipast í þrjá hluta. Eftir íyrstu fjórar sögurnar um konur á ýmsum aldri koma þrjár sögur undir kafia- heitinu „Sögur af saumaklúbbi" um fimm vinkonur í saumaklúbbshelsi. Bókin endar síðan á fjórum sögum þar sem samskipti konunnar við aðrar konur, og sjálfa sig (sic), eru í brennidepli. Pótt sögurnar séu fjölbreyttar og þótt söguhetjur séu konur á öllum aldri, frá 6 til 66, eiga þær þó svip- aðan „stéttarlegan" bakgrunn sam- eiginlegan. Engin kvennanna stend- ur í jaðri samfélagsins; þær eru kii'filega með báða fætur á millistétt og hættan sem að þeim steðjar býr í hversdagslegasta umhverfi (smá)- borgarans. I sögunni „Mengele var misskilinn húmoristi" býr sjálft heimilið yfir þúsund hættum: „Þær eru margar hætturnar í heimahús- um. Ef það eru ekki kökudropamir eru það matarvinnsluvélarnar sem tæta hörðustu húsmæður ofan í degið ef þær eru ekki nógu fljótar að grípa í eldhússkápana" (104). Ekki er heldur örgrannt um í sög- unni að mömmur geti reynst við- sjárverðar eins og kvikmyndagerð- armaðurinn John Waters hélt reyndar fram í mynd sinni um „rað- mömmuna" (Serial-Mom). Veikustu sögurnar í annars þéttu smásagnasafni koma fyrir í fyrsta hlutanum og er sú fyrsta kannski síst. „Eseape íyrir karl- menn“ segir frá ástar- sambandi í upplausn. Heiti sögunnar er heiti á ilmvatnstegund fyrir karla og gefur einnig til kynna að þeir eigi alltaf fleiri undankomuleiðir úr samböndum og frá ábyrgð en konur. Kon- an stelur ilmvatninu fyrir sjálfa sig og tekur á sig gervi örlaga- kvendisins eða „femme fatale“. En þessi saga um ástríður og afbrýði kemst ekki út fyrir klisjuna sem Gerður Kristný er að „vinna með“. Ekki frekar en örlagakvendið kemst spönn frá rassi þótt hún þykist al- deilis hafa karlmanninn í vasanum. Saumaklúbbssögumar þrjár í miðri bók bera af og gefa góð fyrir- heit. í sögunum er sagt frá vinkon- unum Dísu, Tótu, Þyrí, Maju og þeirri sem segir söguna. Eftir tutt- ugu ára úthald er eins og annarleik- inn haldi innreið sína og reynist ekki allt sem sýnist í sadó-másókís- kum ofurveruleikanum sem blasir við. Þetta eru tvímælalaust áhuga- verðustu sögurnar og tilefni í sjálf- stætt smásagnasafn eða skáldsögu. Þær eru frumlegar og í þeim leynist meinfyndin ádeila á „saumaklúbba- hugsun“. Napurt háðið sem Gerður Kristný vill gera að aðalsmerki sínu nýtur sín hvergi betur. Það kemur á óvart hvað kven- hlutverkin í sögunum eru hefðbund- in; söguhetjurnar næsta njörvaðar í sitt kyngervi. Nýútskrifaði dönsku- fræðingurinn i „Enginn engill“ reynir að standa uppi í hárinu á körlum og brýst um en er föst í mótinu; hún er og verður engill hvort sem hún vill eða ekki. Sama gildir um nær allar konur í bókinni; þeirra bíður ýmist innantómt líf ör- lagakvendisins, einsemd, grámi hversdagsins, leiði vanans, slen eða dauði. Litla stúlkan í sögunni „Orói“ lýtur í lægra haldi í baráttu við kyn- systur sínar og jafnaldra og ákveð- ur „að láta lítið fyi’ir (s)ér fara það sem eftir væri dagsins. Ársins. Ævi (s)innar“ (40). Það er því ekki nýtt hörkukvendi sem stígur fram á sjónarsviðið í Eitruð- um eplum og á alls kostar við karlmann- inn. Enda þarf kannski vísindaskáldskap eða fantasíu til að slík per- sóna verði sannfær- andi og „lífvænleg“. Sögumar sýna „kúgað- ar konur“ og eru þannig séð ádeila á ástand. En harkan og kuldinn er meiri í orði en á borði og beinist inn á við, að konunni sjálfri. Það er helst að Maja og sögukona í „Sögum af saumaklúbbi“ eygi möguleika á því að brjótast undan kyngerviskvöðum og snúi þannig kerfinu á hvolf (saga þeirra leysist enda upp í fantasíu). Konumar eiga ýmist í átökum við sjálfar sig, aðrar konur eða karl- menn. Síðastnefndu andskotarnir eru að mestu fjarverandi (en ekki langt undan) þótt þeir komi aðeins við sögu, einkum í fyrsta hlutanum. Sögurnar eru þvi í vissum skilningi „masókískar": Andstyggðin og illindin beinast fyrst og fremst gegn kynsystrum: I „Ulfasögu" kljást systur, í síðustu sögunni mæðgur. í „sögum af saumaklúbbi" em það saumasystur sem ganga í skrokk hver á annarri. Kannski höfundur sé með ofbeldinu í og með að freista þess að hrista upp í kynsystrum og vekja þær til umhugsunar? Sögurnar í Eitruðum eplum em vandlega uppbyggðar og engin þeirra er léleg né leiðinleg. Þær em allar fagmannlega skrifaðar, ef svo má segja. Kannski einum of. Sumar þeirra jaðra við að vera pínulítið gerilsneyddar og því ekki líklegar kveikjur nýrra hugmynda og spurn- inga. Þetta á sérstaklega við um sögur í fyrsta hlutanum. En sauma- systur bæta fyrir, með flatsaumi, kappmellu og demantsspori, og gera Eitruð epli bitastæð: Þau auka varla skilning manna á mun góðs og ills en lítil hætta er á að höfgi sæki á þá sem lesa þau af menningarmót- uðu tré. Er nokkur von til þess að Mjallhvít rumski? Geir Svansson Gerður Kristný yfirvegaður í skoðun- um sínum sem leitaðist við að sjá hvaða breyt- ingar væru eðlilegar og óhjákvæmilegar og hverjum bæri að leggj- ast gegn. Hann var til dæmis enginn stuðn- ingsmaður Sjálfstæð- isflokksins fyrst efth- að hann varð til en varð síðar þingmaður hans. Pétur fór í laga- deildina eftir stúdents- próf og varð starfs- maður í utanríkisþjón- ustu Dana fyrsta ára- tug starfsævinnar. Hann bjó þá í Kaupmannahöfn og lærði til verka á því starfssviði. Hann varð síðan fyrsþi íslenzki sendifulltráinn þegar íslendingar tóku utanríkismálin í sínar hendur 10. apríl árið 1940, daginn eftir að Þjóðverjar réðust inn í Danmörku. Síðar varð hann sendiherra í London og 1 lok seinni heimsstyrj- aldarinnar varð hann sendiherra í Moskvu. Hann leitaði eftir viðskipt- um í Austur-Evrópu á fyrstu árun- um eftir stríð og varð nokkuð vel JakobF. Ásgeirsson ágengt. Síðar tók við tími sem sendi- herra í París. Árið 1956 kom hann heim alkominn ásamt fjölskyldu sinni. Hann varð bankastjóri Lands- bankans og gegndi því starfi til dauðadags og síðustu tvö árin var hann auk þess þingmaður. Pétur Benediktsson hefur verið óvenjulega samsettur maður. Hann var skarpgreindur eins og sjá má af mörgu því sem vitnað er til í þess- ari bók. Til að nefna eitthvert dæmi þá má sjá það af því sem hann segir Pétur Benediktsson um stóru bombuna og Hriflu-Jónas og Vilhjálm Þór. Hann hefur líka verið vel fallinn til vinnu og lagt sig fram í utanríkisþjónustunni. Hon- um hefur líka þótt gaman að lifa en það virðist ekki hafa komið niður á vinnusemi hans. Tengdur vinnu- seminni er glöggur skilningur hans á aðstæðum á hverjum tíma en hann virðist hafa verið óvenju glöggur á það sem í vændum var. Síðan er það höfuðeinkenni hans, fyndnin og andríkið, sem tekur á sig ýmsar myndir í bókinni, er stundum græskulaust gaman, er stundum beittasti hluti ádeilu, og, þegar bezt lætur, er fyndnin inn- gróin vitsmunum hans. En það er ekki bara greint frá op- inberu lífi Péturs heldur einnig einkalífi hans. Það er óvenjulega vel gert. Það er ekki reynt að yfirdrífa það heldur greint frá því af látleysi, heiðarleika og virðingu. Einkalíf Péturs eykur umtalsvert sjarma hans og er sennilega helzta forsenda þess hve samferðamönnum þótti og þykir mikið til um hann. Höfundurinn hefur lagt mikla vinnu í þessa bók. Hann lætur söguhetjuna tala og hefur valið vel þær heimildir sem hann notar. Mér virðist sú ákvörðun höfundarins hafa verið hárrétt að láta Pétur segja mikið frá sjálfan. Jakobi tekst að tengja söguna af Pétri við sögu aldarinnar og sögu íslands. Þótt stundum verði frásagnir af samn- ingaviðræðum nokkuð langar þá hefur höfundurinn góð tök á efninu. Mér virðist þetta bók sem Pétur Benediktsson verðskuldar. Eg vona að sem flestir lesi hana af athygli. Bæði bókin og söguhetjan eiga það skilið. Guðmundur Heiðar Frímannsson Hef alltaf heill- ast af heimi geðveikinnar „MIG langaði til að draga upp ákveðna veröld þar sem orðið vseri fullkomlega frjálst. Þar sem venjuleg manneskja stígur strax á bremsurnar en sjúkur maður aft- ur á móti lætur vaða. Ég leitaðist við að skrifa út fyrir ramma hins hefðbundna siðferðis og skapa heim þar sem sögupersónan geng- ur þvert á siðferðisleg mörk,“ seg- ir Einar Orn Gunnarsson rithöf- undur þegar hann er spurður hvað hafi vakað fyrir honum þeg- ar hann skrifaði bókina Tár para- dísarfuglsins, sem kom nýverið út hjá Ormstungu. Þetta kveðst hann jafnframt hafa reynt að gera á gamansaman hátt. Sagan er byggð upp sem játn- ingabréf ungs geðsjúks manns til látinnar móður sinnar og hefur undirtitilinn „bréf til mömmu“ en fyrsti kafii hennar kom út sem sjálfstæð smásaga árið 1986 og „fékk vægt til orða tekið rosaleg viðbrögð" að sögn höfundarins. „Þá fann ég fyrir þessu vandamáli sem oft vill koma upp þegar les- endur taka bókina of bókstaflega og selja samasemmerki milli höf- undarins og söguhetjunnar," seg- ir Einar Orn, sem hefur áður sent frá sér skáldsögumar Næðing, Benjamm og Draugasinfóníuna, auk þess sem smásögur hans og greinar hafa verið birtar í blöðum og tímaritum. „Ég hef alltaf heillast af heimi geðveikinnar og því hvað lífið er málað sterkum litum í huga hins geðveika," segir höfundurinn sem vann um skeið á Kleppi auk þess að vera alinn upp af geðlækni, eins og hann orðar það. Hann tekur þó fram að hann sé ekki að lýsa nein- um dæmigerðum geðsjúklingi. „Þó að ég hafi aldrei komist í tæri við sjúkling af þessu kalíberi, þá em þeir vissulega til og oft vill veru- leikinn skáka skáldsögunni. Sem dæmi um það get ég nefnt að sögupersónan í þessari bók geymir dauðan hund í frystikistu en dag- inn sem ég fékk bókina í hendur las ég frétt um konu í Svíþjóð sem hafði geymt bamið sitt í frystikistu í tólf ár. Þannig að jafn- vel þó að maður haldi að maður sé að fara út fyrir mörkin þá er veru- leikinn oft lygilegri en nokkur skáldsaga,“ segir Einar Orn. Einar Öm Gunnarsson Manstu síðustu jólin þín? Þá var ég vondur við þig. Ég ætlaði aldrei að berja úr þér tönn. Mig langaði bara til að heyra þig gráta, því veikur grátur gamallar konu er það yndislegasta sem ég veit í allri ver- öldinni. Engin tónsmíð jafnast á við sársaukaíúllan grát, því að hann er hreinn og náttúrulegur. Þú grést fallega, mamma. Enginn grátur var ljúfari en þinn. Ég meinti ekkert með því þegar ég sagðist ætla að skera af þér hausinn. Það var bara grín. Búr- hnífurinn var aðeins til að hræða þig. Að ég stakk var óvart - eða kannski gafst þú mér ástæðu til þess? - Eg man það ekki. Einasta sem ég minnist var að þú grést, un- aðurinn hríslaðist um mig og mér leið um stund eins og ég væri að endurfæðast. Það var himneskt en skyndilega vai'ð það jarðneskara en dauðinn. Ég skammaðist mín og þá leið mér illa. Mamma, sjaldan veldur einn þegar tveir deila. Ég var ekki alltaf sanngjarn og þú varst stundum dá- lítið kvikindi. TJr Tári paradísarfuglsins. Goðsögn í nýju ljósi GUNNLAÐAR saga eftir Svövu Jakobsdóttur kom nýlega út á litháísku í þýð- ingu Rösu Ruseckiene. Ut- gefandi er Tyto Alba. Á laugardaginn birtist rit- dómur um bókina í blaðinu Siaures Atanai og er höf- undur hans Aiste Urboniene háskólakennari í skandína- vískum nútímabókmenntum. í upphafi stendur að bókin muni verða gómsætur munnbiti fyrir bókmennta- sælkera. Svava Jakobsdóttir sé einn af kunnustu sam- tímahöfundum Islendinga, verk hennar einkennist af frumlegum stíl og kvenfrels- ishugmyndum. Síðan segir m.a.: „Mál skáldsögunnar virð- ist í fyrstu vera einræða konu við mann sinn, en get- ur einnig skilist sem aðferð/leið sögumannsins til þess að átta sig á flóknum atburðum sögunnar, skilja sjálfan sig, lifa forna goðsögn með meðvitund nútímamanns þar sem sjálfur skáldskapurinn, hvert orð hefur merkingu og líf. í sögunni fléttast saman nokkrir þræðir sem tengjast kvennaumræðu og í fyrsta lagi er fjallað um lélegt sam- band móður og dóttur. Þeim tekst smám saman að ná gagnkvæmum skilningi." Gagnrýnandinn skrifar að höfundurinn gagnrýni heim- inn frá sjónarhorni kvenna, heim sem karlmenn stjórna og þar sem vald og ofbeldi riki. Höfundurinn sjái goð- sögnina um Óðin og Gunn- löðu í nýju ljósi, endurlesi norræna goðafræði og setji Gunnlöðu á veldisstól, ekki Óðin. Höfundurinn ætli kon- um það vandasama hlutverk í skáldsögunni að endur- skapa heiminn svo að friður, ást og samræmi ríki í hon- um. Það sé engin tilviljun að sögunni ljúki með sköpun nýs heims samkvæmt nor- rænni goðafræði. Að lokum skrifar gagnrýnandinn: „Skáldsagan töfrar ekki bara með spennandi frásögn og brýnum spurningum, hún er þýdd á mynd- rænt og auðugt mál af Rösu Ru- seckiene, kennara við Háskólann í Vilnius."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.