Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 2
10 ráð frá
Heilsuhúsinu
til betri heilsu
á nýju ári
1. Hreyfðu þig reglulega.
Reyndu á líkamann minnst 3 x í viku 20
mínútur í senn. Notaðu hugmynda-
flugið og reyndu eitthvað nýtt. Við
stingum upp á sundi, afríkönskum
dönsum, tennis, skokki, yoga, kín-
verskri leikfimi, borðtennis, badminton
eða einfaldlega röskum göngutúrum.
2. Endurskoðaðu mataræðið.
Dragðu úr kaffineyslu. Nú er í boði fjöl-
breytt úrval af jurtatei sem getur kom-
ið í staðinn fyrir kaffi, einnig Ijómandi
gott kaffilíki eins og Bambu. Prófaðu
þig áfram. Auktu neyslu á grænmeti,
ávöxtum og fiski. Hvernig væri að
prófa baunir? Við erum með upp-
skriftabæklinga sem gefa þér góðar
hugmyndir. Minnkaðu neyslu á kjöti,
harðri fitu og sykri. Það hefur hjálpað
mörgum sem vilja minnka sykurneyslu,
að taka cromium picolinate. Það jafnar
blóðsykur og heldur sykurátsskrímslinu
í skefjum.
3. Dekraðu við húðina.
Burstaðu húðina á hverjum degi. Með
því örvar þú blóðrásina, sogæðakerfið
og vinnur gegn appelsínuhúð. Farðu í
bað með jurtabaðolíu eða ilmolíum og
berðu svo á þig gott húðkrem. Heilsu-
húsið er með mikið úrval af vönduðum
jurtasnyrtivörum. Þetta ættu karlmenn
líka að athuga, því hvaða kona fúlsar
við stinnum og silkimjúkum karlmanni.
4. Drekktu vatn.
Það hjálpar líkamanum að hreinsa sig
og er mjög gott fyrir húðina. Hafðu
flösku af vatni hjá þér í vinnunni.
5. Taktu vítamín.
Rannsóknir sýna, að jafnvel þegar heil-
brigt fólk sem sýnir engin einkenni
vítamínskorts tekur fjölvítamín, minnka
tilfelli smitsjúkdóma hjá því stórlega. Ef
þú reykir þarftu meira C-vítamín.
Einnig væri gott fyrir þig að taka önnur
andoxunarefni, svo sem beta-karótín,
E-vítamín og selen.
6. Brostu.
Notaðu hvert tækifæri til að brosa og
hlæja því þá framleiðir líkaminn endor-
fín. Endorfín styrkir ónæmiskerfið, ver
þig gegn sýkingum og er sársauka-
deyfandi. Hugsaðu jákvætt því það
hefur áhrif á líkamlega líðan þína. Sum-
ir segja kímnigáfuna vera 6. skilningar-
vitið.
7. Slakaðu á og sofðu vel.
Að kunna að slaka á er lífsnauðsynlegt
til að geta notið lífsins. Hraði og streita
nútímalífs er líkama okkar óholl og
veikir ónæmiskerfið. Finndu út við
hvernig aðstæður þú slakar best á.
Farðu t.d. í heitt bað með baðolíu, við
kertaljós og Ijúfa tónlist. Hitaðu þér
góðan tebolla og lestu bókina sem þú
varst búin að hlakka svo mikið til að
lesa. Reyndu að fara fyrr að sofa, lík-
aminn þarf hvíld. Ef við fáum ekki
nægan svefn, kemur það niður á heils-
unni fyrr eða síðar.
8. Víkkaðu hugann.
Farðu á námskeið eða lestu bók um
eitthvað sem þú þekkir lítið sem ekkert.
( dag er boðið upp á ótal námskeið í
nánast hverju sem er. Heilsuhúsið er
með heilmikið úrval af bókum um heil-
brigða lífshætti.
9. Nýttu birtuna til útiveru.
Þar sem dagsbirtu nýtur svo stutt hér á
norðurhveli á þessum árstíma, þurfum
við að vera meðvituð um að nýta okk-
ur hana til útiveru. Dagsbirta er nauð-
synleg líkamanum til framleiðslu á
D-vítamíni og vinnur gegn skammdeg-
isþunglyndi. Þar sem þorri þjóðarinnar
vinnur úti á meðan bjart er, þarf að
nýta helgarnar þeim mun betur.
10. Sýndu væntumþykju.
Faðmaðu þína nánustu, því það er hollt
fyrir líkama og sál. Fáðu þér góða
nuddolíu og bjóddu maka þínum nudd.
Það eflir kærleika og samkennd og gef-
ur báðum aðilum andlega og líkamlega
næringu.
□
Ólífuolía er afbragð
ví aðgengilegri sem hinar
ólíklegustu matvörutegund-
ir verða, þeim mun meiri
verða kröfurnar. Segja má að þær
gangi aðallega í tvær áttir. Annars
vegar er krafan um sem ódýrastar
vörur sem hefur verið mjög áber-
andi og skiptir enda sköpum fyrir
barnmargar fjölskyldur og önnur
fjölmenn heimili. í allt aðra átt
ganga kröfur þeirra vandlátu sæl-
kera sem tilbúnir eru að greiða
mun hærra verð fyrir vörur sem
taka öðrum fram í gæðum.
E.t.v. er hinn mikli munur á ódýrri
vöru og þeirri sem hærra er verð-
lögð einna greinilegastur á léttvín-
um. Erlendis má víða kaupa ódýr-
ustu vín fyrir um kr. 100,- flöskuna,
en vandaðri vín nálgast það verð
sem ódýrasta léttvín kostar hér-
lendis. Sé um verulega góð vín að
ræða getur verðið hlaupið á þús-
undum króna fyrir flöskuna. Til að
leiðbeina almenningi um gæði
vandaðri vína, eru gefnar út bækur
sem fjalla skipulega um þau og
gefa þeim einkunnir.
Til eru matvörutegundir sem lúta
svipuðum lögmálum og vínin. Ein
er sú sem hvað mestrar hylli nýtur
hjá sælkerum víðast hvar, en það er
ólífuolía. Ólífan er einhver mikil-
vægasti ávöxtur landanna um-
hverfis Miðjarðarhafið. Hún er not-
uð heil eða maukuð, ein sér eða í
margvíslegum réttum. Tilbrigði við
ólífuna í matargerð eru raunar ó-
tæmandi. En sú afurð ólífunnar
sem mestri útbreiðslu hefur náð er
ólífuolían. Olían skiptist aðallega í
tvo hópa. Annars vegar er venjuleg
olía á lágu verði, sem yfirleitt er
framleidd af stórum fyrirtækjum í
miklu magni, þar sem lágt verð
skiptir höfuðmáli. Hins vegar er
: svonefnd Extra Jómfrúar ólífuolía
(Extra Virgin Oil), kaldpressuð olía
! með sýrustigi undir 1 %.
Ólífutréð hefur fylgt manninum i
árþúsundir og um þetta sígræna
: siifurgljándi tré hafa spunnist sagn-
ir og þjóðsögur. Þegar grísku guð-
irnir deildu um yfirráð yfir ákveðnu
svæði, ákvað Seifur að sá skildi fá
stjórnina sem færði íbúunum eitt-
: hvað óforgengilegt sem kæmi
þeim að sem mestum notum. Aþ-
ena sigraði þessa deilu með því að
j færa þeim ólífutré sem hún plant-
aði, svo að ávöxtur þess mætti
veita þeim lífsnauðsynlega nær-
! ingu, en jafnframt vera balsam
þeirra til að viðhalda fegurð hör-
undsins, smurningsolía við helgiat-
hafnir og uppistaða í ilmolíum til
hátíðabrigða. ( bók bókanna grein-
ir frá því að þegar syndaflóðið rén-
aði, hafi Nói sent út dúfu sem kom
til baka með ólífugrein til tákns um
að líf væri komið í eðlilegt horf á
jörðinni aftur. Hefur dúfan með ó-
lífugreininni orðið að tákni friðar
og Picasso gert þessa táknmynd
fræga.
Þótt einu ólífutré svipi til annars og
allar ólífur séu fyrst grænar en
verði svartar með auknum þroska,
er olían úr þessum undursamlega
ávexti miðjarðarhafslandanna
margbreytileg í bragði, lykt og lit.
Því ræður tegund ólífunnar, veður-
far, jarðvegur, loftslag, uppskeru-
tími og ótal aðrir þættir. Endanlegt
útslag um gæði olíunnar gerir
meðhöndlun við vinnslu hennar.
Nú hafa menn tekið sig til og gefið
út bók með svipuðum leiðbeining-
um um ólífuolíuna og áður hefur
tíðkast um vín. Valdar voru 115
bestu ólífuolíurnar frá Grikklandi,
Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Portú-
gal, allt Extra Jómfrúar ólífuolíur
framleiddar í heimahéraði ólífunn-
ar, þar sem einn aðili fylgist með
öllu ferlinu. Yfirleitt koma slíkar ol-
íur frá fjölskyldufyrirtækjum eða
litlum samvinnufyrirtækjum þar
sem ein kynslóð sömu fjölskyldu
hefur tekið við af annarri, kynslóð
fram af kynslóð. í umræddri bók
eru síðan valdar 10 olíur sem sér-
staklega skara fram úr, 10 bestu
ólífuolíur sem fáanlegar eru að
mati þeirra sem að bókinni unnu.
Svo skemmtilega vill til að ein þess-
ara tegunda fæst í Heilsuhúsinu, ó-
Hér kemur uppskrift af sérlega hollum og
góðum hrísgrjónarétti frá Norður -Ítalíu.
Risotto Parmigiano
Forréttur eða létt miltíð
41« d| grænmetissoð (t.d. Planta-
force)
1 laukur, fínt saxaður
4 msk smjör
1/2 dl ólffuolía til steikingar
21/2 dl Arborio hrísgrjón
1/2 dl Parmesan, niðurrifinn
svartur pipar úr kvörn
1/2 dl ólífuolía
Leysið 1 tening af grænmetiskrafti upp
í 41/2 dl af vatni. Bræðið smjörið í pott-
inum. Bætið 1/2 dl af ólífuolfu i pottinn
og svitið laukinn í þessari blöndu þar til
að hann er orðinn mjúkur. Setjið hrís-
grjónin í pottinn og léttsteikið þau
þangað til að þau fara að skipta um lit.
Bætið svo hægt og rólega grænmetis-
soði í pottinn, 1/2 dl í einu. Þegar hrís-
grjónin hafa dregið í sig vökvann er
meira soði bætt í pottinn. Þetta tekur
um það bil 15 mínútur. Potturinn er nú
tekinn af hellunni og ostinum hrært vel
saman við hrísgrjónin og þau krydduð
með svörtum pipar. Hrísgrjónin eru
skömmtuð á diska og ólífuoliu hellt yfir.
lífuolía frá ítalska fjölskyldufyrir-
tækinu Crespi & Figli sem hefur
framleitt ólífuolíu í 5 kynslóðir.
Umrædd olía er úr ólífu sem heitir
Taggiasca og vex eingöngu á litlu
svæði í Liguria nálægt landamær-
um Frakklands, í um 200-700 m
hæð. Bragðið er milt með keim af
kryddjurtum, eilítið sætt og örfínt
eftirbragð af beiskum möndlum.
Þetta gróna fjölskyldufy ri rtæki
framleiðir jafnframt einhverja
bestu sólþurrkuðu tómata í
kryddolíu sem völ er á, pestósósu
með kröftugra basilbragði en ann-
ars þekkist, auk nokkurra annarra
hliðstæðra afurða. Þar er höfuðá-
hersla lögð á gæði, enda láta fræg-
ustu sælkeraverslanir heims eins og
Fouchon í París og Harrods í
London þetta litla fyrirtæki fram-
leiða vörur undir sínum merkjum.
Hérlendis fást vörur þessa ítalska
framleiðanda í Heilsuhúsinu.
í löndunum í kringum Miðjarðar-
hafið eru hjartasjúkdómar fátíðari
en í Norður-Evrópu. Vísindamenn
telja að ein ástæðan fyrir því sé hin
mikla neysla þessara þjóða á ólífu-
olíu. í Suður-Frakklandi, ftalíu,
Grikklandi og á Spáni er ólífuolía
snar þáttur í allri matargerð.
Nýtt líf á nýju ári
Nú þegar nýtt ár gengur í garð, stíga menn á stokk og strengja sín
heit. Áramótaheitin ganga oft út á það að laga lífsmunstrið, hætta
að reykja, draga úr óhollustu, vanda fæðuvalið, auka þrekið
með aukinni hreyfingu, stuðla markvisst og meðvitað að betra lífi.
í aldarfjórðung hefur markmið Heilsuhússins verið að hafa gott
úrval af bestu fáanlegu hollustuvörum og að veita ráðgjöf um
þessar vörur og neyslu þeirra. í þessu blaði eru fróðleiksmolar um
þessar vörur og nokkur ráð sem stuðlað geta að bættri heilsu.
Vanti þig upplýsingar um ákveðnar hollustuvörur eða viljirðu leita ráða,
vinsamlega leitaðu til starfsfólks Heilsuhússins.