Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 6
^Lífolía, Birkiolía og Blágresisolía eru græðandi nuddolíur unnar úr 100% lífrænt ræktuðum og villtum jurtum. Ástúð og snerting er andleg næring sem fær okkur til að líða betur í 1 ífinu. Nudd er góð leið til snertingar og með því getum við tjáð ástvinum okkar þá ástúð og blíðu sem okkur reynist oft erfit að tjá með berum orðum. Olíurnar frá Móður Jörð hafa auk þess góð áhrif á m.a. húð, sogæðakerfi, vöðva og liði. Sjá nánar um verkan í olíu- bæklingi okkar sem liggur frammi á sölustöðum. %f)œtt melting með byggi. Byggmjöl og Bankabygg er lífrænt ræktað og meðhöndlað samkvæmt ströngustu kröfum til rotkunar í bakstur og matargerð. Bygg er bragðgott korn og íslenskt. í því eru verðmæt næri ngarefni og trefjar sem hafa góð áhrif á meltinguna. Sjá uppskriftir og leiðbeiningar í korn- bæklingi Móður Jarðar á sölustöðum. . Lífrœnt rœktaðar kartöflur og grœnmeti Viðvörun! Lífrænt ræktaðar kartöflur og grænmeti er svo bragðgott og hollt að þeir sem bragða það einu sinni ánetjast því. Vörurnar frá Móður Jörð fást í öllum Heilsuhússbúðunum, apótekum og heilsubúðum víða um land. Móðir Jörð, Vallanesi, Fljótsdalshéraði, sími: 471 1747, netfang: motherearth @simnet.is OMEGA-3 HEILSUTVENNA inniheldur mikið af fjöl- ómettuðum Omega-3 fitusýrum. Þekktastar í þeim flokki eru EPA og DHA fitusýrur. Þar sem mannslíkaminn getur ekki framleitt nema að hluta til þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur, er mikilvægt að fá þær úr fæði eða fæðubótar- efnum. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Omega-3 fitusýra á heilsu manna. í upphafi beindist athygli vísindamanna að fyrirbyggjandi áhrifum EPA á hjarta- og kransæðasjúkdóma. Á síðari árum hefur sjónum verið beint að DHA en komið hefur í Ijós að DHA er að finna í miklu magni í heila og augum manna. Einnig eru í gangi fjölmargar rannsóknir á áhrifum Omega-3 fitusýra á ýmsa sjúkdóma og kvilla svo sem liðagigt. Lýsi hefur áhrif á gáfnafar ungviðis Hópur vísindamanna við háskólann í Dundee í Skotlandi hafa framkvæmt tilraunir sem sýna að kornabörn verða hæfari til að leysa þrautir ef þau fá barnamat með fjölómettuðum fitu- sýrum sem einkum finnast í lýsi og feitum fiski. Niðurstöður vísindamannanna birtust í breska læknatímaritinu Lancet nýlega. Vísindamenn- irnir rannsökuðu 44 nýfædd börn. Þeir gáfu helmingnum barnamat með fjölómettuðum fitusýrum en hinum mat án þessara fitusýra. Við 10 mánaða aldur voru börnin prófuð með því að láta þau leysa verkefni og þá kom í Ijós að þau sem höfðu fengið fitusýrurnar voru umtalsvert fljótari. Þar sem hæfni til að leysa verkefni á þessum aldri er tengd gáfnavísitölu barna þegar fram í sækir, er mikilvægt að gefa börnum fæðu með fjölómettuðum fitusýrum svo sem DHA sem einkum er að finna í feitum fiski og lýsi. DHA fitusýran hefur áhrif á þroska heila og miðtaugakerfis. Móðurmjólkin er rík af löngum fjölómettuðum fitusýrum sem er ekki reyndin varðandi barnamat. Magn fitusýranna í móðurmjólk endurspeglast að hluta til af mataræði móðurinnar. Þessar fitusýrur safnast saman í heilavef fósturs á síðustu þremur mánuðum meðgöngu og á fyrsta ári lífs þeirra. Nýlega ritaði Hildur Atladóttir meistararitgerð sem fjallaði um næringu kornabarna á íslandi. Hildur bendir á í ritgerð sinni að auk áhrifa á þroska heila bendi rannsóknir eindregið til þess að omega- 3 fitusýrur, einkum DHA, séu mikilvægar fyrir sjónþroska manna. Kornabörn á íslandi fá of lítið af D vítamíni f könnuninni kemurfram að D-vítamín inntaka var lægri en ráðlagt er. Þar sem móðurmjólk og kúamjólk innihaldi ekki mikið af D vítamíni er þeirri spurningu varpað fram hvort aukin lýsisneysla þungaðra kvenna myndi auka magn D-vítamíns í móðurmjólk- inni. Einnig kemur fram í könnuninni að korna- börnin fá E-vítamín fyrstu 6 mánuðina einkum úr brjóstamjólk og barnamat en við 9 og 12 mánaða aldur sé þorskalýsi og kúamjólk helstu E-vítamíngjafarnir. Neyslan sé þó heldur lægri en ráðlagt er. Lýsi hf. setti á markaðinn fyrir um ári síðan sérhannað lýsi fyrir börn, Krakkalýsi. Um er ræða þorskalýsi sem er meðhöndlað þannig að náttúrulegt magn A og D vítamína er lækkað svo að börnin geti tekið stærri skammt af lýsi og fengið þar með hinar lífsnauðsynlegu DHA fitusýru í meira magni. í lýsið er einnig bætt náttúrulegu E-vítamíni. Lýsið hentarekki síður þunguðum konum og gigtarsjúklingum en rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif omega- 3 fitusýra á gigtarverki. þQW€R GX 2500+ Unnið úr Kóresku Panex ginseng rótinni „Ef ginseng afurðir eru ósviknar innihalda þær ginsenosíð. Því meira þeim mun betra. Mönnum er því ráðlagt að kaupa aðeins afurðir með stöðluðu ginsensoíð innihaldi,,. Úr bókinni Lækningamáttur likamans bls. 192 birt með leyfi útgefaanda og þýðanda bókarinnar, Þorsteins Njálssonar læknis. Ginsensoíð er hið virka efni gingsengrótarinnar. Power gingseng inniheldur 30% ginsenosíð. Aðeins 1 hylki á dag Innfl. Cetus, sími 551 7733 UNDÁ EHF Sími: 544 8200 Fax: 544 8210 Netfang: linda@itn.is * * Orval af vörum fyrlr sykursjúka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.