Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islensk málnefnd fjallar um atvinnuauglýsingar frá HI Eðlilegt að umsóknir séu á íslensku ÍSLENSK málnefnd, stjómskipuð nefnd sem veita á stjómvöldum og almenningi leiðbeiningar um mál- farsleg atriði, fjallaði óformlega um atvinnuauglýsingar frá Háskóla Is- lands á fundi sínum sl. þriðjudag en athygli hefur vakið að í auglýs- ingunni, sem birtist í Morgunblað- inu í lok desember sl. er tekið fram að umsóknum, um prófessorsstöðu í læknadeild annars vegar og þrjár dósent- og lektorsstöður við jarð- og landfræðiskor raunvísindadeild- ar hins vegar, beri að skila á ensku. Guðrún Kvaran, varaformaður Islenskrar málnefndar og starfandi formaður, segir í samtali við Morg- unblaðið að nefndinni hafi komið á óvart að óskað hafi verið eftir íyrr- nefndum umsóknum á ensku. Hún teldi eðlilegra, m.a. vegna þess að um íslenskan háskóla væri að ræða, að umsóknum skyldi skilað inn á ís- lensku, þótt fara mætti fram á að þær yrðu einnig þýddar yfir á ensku eða þá að þeim fylgdi út- dráttur á ensku. „Ég legg áherslu á að nefndin ræddi einungis óform- lega um þetta mál,“ segir Guðrún en kveðst gera ráð fyrir því að Is- lenska málnefndin taki málið til formlegrar umfjöllunar á fundi sín- um í byrjun næsta mánaðar. Útlendingar í dómnefnd Jóhann Agúst Sigurðsson, for- seti læknadeildar, og Aslaug Geirs- dóttir, skorarformaður við jarð- og landfræðiskor, segja að óskað hafi verið eftir umsóknunum á ensku vegna þess að aðilar í dómnefnd, sem dæma eiga um hæfi umsækj- endanna, séu útlendingar. Þau segja það enga nýlundu að óskað sé eftir umsóknum á ensku, eink- um þegar auglýstar séu lausar til umsóknar stöður við læknadeild og raunvísindadeild Háskóla Islands. I slíkum tilfellum tryggi erlendir umsagnaraðilar m.a. faglega og betri umfjöllun um umsækjend- uma. „Þegar auglýst er laust til um- sóknar starf prófessors við lækna- deild reynum við yfirleitt að fá einn útlending til þess að sitja í dómnefndinni og sá aðili verður að geta lesið umsóknargögnin," segir Jóhann Agúst. Aðspurður segir hann að það hafi ekki komið til tals að láta umsækjendur senda inn umsóknir á íslensku og þýða þær síðan yfir á ensku. „Umsóknin sjálf eru tvö eða þrjú bréf og þau geta náttúrulega verið á íslensku," segir hann en bendir jafnframt á að með umsókninni eigi að skila gi'einargóðri skýrslu um vísinda- störf umsækjanda, rannsóknir og ritsmíðar. Til þess að geta látið útlendan dómnefndarmann lesa þá skýrslu þurfi hún að vera á tungumáli sem menn geti ráðið við og yfirleitt sé það þannig í læknadeild að menn muni ekki um að skrifa á ensku. Að sögn Aslaugar hefur það að undanförnu tíðkast innan raunvís- indadeildar að óska eftir umsókn- um á ensku. „Við eram ekki með það marga [íslenska] sérfræðinga á mörgum sviðum, þannig að til þess að fá sem besta umfjöllun um um- sækjendur höfum við bragðið á það ráð að fá útlendinga í dómnefndina. Þess vegna þurfum við að hafa um- sóknirnar á ensku,“ útskýrir hún og segir ennfremur að á deildar- fundum og á öðram fundum innan Háskólans hafi ítrekað komið fram kröfur um hlutlausa aðila til að meta hæfi umsækjenda. Sparar peninga og tíma Þegar Áslaug er spurð að því hvort komið hafi til greina að óska eftir íslenskum umsóknum og fá síðan löggiltan skjalaþýðanda til að þýða þær yfir á ensku segir hún að þannig hafi það reyndar verið áður fyrr, en vegna skorts á fjármunum innan deildarinnar hafi verið ákveðið að fara þá leið að óska eftir umsóknum á ensku. Það spari einnig tíma, því það geti tafið um- sagnarferlið ef bíða þarf eftir því að umsóknir verði þýddar yfir á annað tungumál. í GRASAGARÐINUM í Laug- ardal var hvít slæða yfir öllu og Ivar lék sér í snjónum eins og hinir krakkarnir. Loksins snjór! LANDIÐ breytir um ásýnd þegar hvítur fannarfeldur leggst yfir jörð og gróður. Menn kunna snjónum mismunandi vel en börnin og þeir sem njóta útivist- ar hafa engan ama af honum. Snjó kyngdi niður árla sunnu- dags og er langt síðan svo glæsi- Iega ofinn feldur hefur glatt úti- vistarmenn á suðvesturhorninu. BÖRNIN höfðu loksins ástæðu til að taka fram snjóþoturnar og skíðin og ánægjan skein úr svip þeirra þegar þotan komst á skrið. Morgunblaðið/Ásdís FÉLAGAR í Hundaræktarfélagi Islands viðruðu vini sína í árlegri blysfór við Tjömina á sunnudag. Síðasta mikilvæga vitnið í málverkafölsunarmáli yfírheyrt 22. janúar Fyrri eigandi þekkti tvö mál- verk sín í dómsal AÐALMEÐFERÐ í ákærumáli ríkislögreglustjóra gegn Pétri Þór Gunnarssyni, eiganda Gallerís Borgar, fyrir fjársvik og skjalafals var frestað til 22. janúar í gær. Ekki verður unnt að ljúka mál- flutningi fyrr en vitnið Patricia To- by Aagren hefur verið yfirheyrt, en hún seldi að sögn ákærða honum eina hinna umdeildu mynda í Dan- mörku árið 1994 á flóamarkaði, en ákærði lýsti því yfir á fyrsta degi réttarhaldanna. Aðalmeðferð átti að ljúka fyrir héraðdsómi í gær en sakflytjendum þótti ekki fært að ljúka henni fyrr en vitnið hefði komið fyrir dóm. Til stóð að hún kæmi fyrir dóm í gær en hún af- boðaði komu sína á þeim grandvelli að frestur sem henni var gefinn til að mæta væri of stuttur. Þekktu málverkin sem verk Wils Vitnaleiðslur héldu áfram fyrir héraðsdómi í gær í sex klukku- stundir og komu fyrir dóminn með- al annarra, þrjú dönsk vitni, tveir uppboðshaldarar og einn fyrri eig- andi tveggja málverkanna. Sá síð- astnefndi, Hans Jensen, kannaðist við tvö málverkanna í dómsal, sem vora í eigu hans fyrir 1994 og sýndi gögn sem staðfestu að þau væra eftir Wils en ekki Jón Stefánsson. Úr hendi hans fóra verkin um hendur annars vitnis, Svens Jörg- ensens, framkvæmdastjóra upp- boðsfyrirtækis í Vejle í Danmörku, sem seldi verkin fyrir Jensen. Klaus Poulsen, forstjóri upp- boðsfyrirtækisins Braun Rasmus- sen, sem mjög hefur komið við sögu í málinu, bar vitni og sagðist þekkja Pétur Þór sem viðskiptavin Braun Rasmussen. Þrátt fyrir að segjast hafa þá þekkingu til að bera til að geta metið verðmæti blaðgullsramma tveggja hinna um- deildu málverka sem honum voru sýnd í dómsal vildi hann ekki úttala sig um verðmæti þeirra eftir að hafa handleikið þá og skoðað grannt. Beið þingheimur í ofvæni eftir að heyra niðurstöðu hans, sem virtist innan seilingar, minnugur þess að á fyrsta degi réttarhald- anna sagðist ákærði einkum hafa ásælst téð málverk vegna rammanna. Hann kannaðist við myndirnar þrjár sem honum voru sýndar í dómsal og staðfesti að eina þeirra hefði fyrirtæki sitt selt sem málverk Wils. Málverk keypt í nafni annars Hann staðfesti að Jónas Freydal Þorsteinsson hefði keypt eitt téðra málverka á uppboði Braun Rasmussen í gegnum síma og látið setja það á reikning Péturs Þórs. Fyrir dóminn kom einnig Jónas Freydal Þorsteinsson og sagði að hann hefði tíðkað það að kaupa málverk í Danmörku með þeim hætti að kaupa þau í nafni annars til að losna við virðisaukaskatt af þeim. Forsendan er sú að ekki þarf að greiða virðisaukaskatt ef verkin era flutt úr landi. Hins vegar sé leyfílegt að flytja málverkin aftur inn í landið ef þau era flokkuð sem innbú án þess að greiða skattinn. Sagði vitnið að það hefði þannig komið verkum á ýmsa aðila á íslandi, sem ættu leið til Danmerkur og tók fram að þetta væri í samræmi við lög og reglur í Danmörku þegar sækjandi spurði hann hvort hann væri að líkja því ferli sem átti sér stað við skattsvik. Hann sagði að mynd á bakhlið eins verksins, sem sýnir módel- stúdíu, væri ekki sama mynd og er talin vera eftir Wils heldur væri í stíl við Júlíönu Sveinsdóttur list- málara og því væra hugsanlega til tvö málverk sem málað er á fram- hlið og bakhlið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.