Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Merkingar á grænmeti og ávöxtum Upprunaland og afbrigða- heiti skiptir miklu máli sem vísum í langflestum tilfellum þegar þeir kaupa ávexti eða græn- meti.“ Herta Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri 10-11 búðanna, segir að í 10-11 sé þess ávallt getið ef varan er íslensk en ann- ars er hún flokkuð sem erlend. Þá er alltaf tekið fram ef varan er lífrænt ræktuð enda segir hún þá verðið hærra en ella sem þarfnist útskýringa. Verðkannanir oft villandi TÓMATAR eru mismunandi eftir uppruna- löndum og því skiptir máli að vita hvaðan þeir koma. Einar Jónsson, kaup- maður í Nóatúni, segir að merkingar á græn- meti og ávöxtum séu mjög brýnt verkefni sem verið sé að skoða af fullri alvöru hjá Nóa- túni. „Appelsínur eru ekki bara appelsínur og við höfum hug á að upplýsa viðskiptavini okkar um vörumerki í ávöxtum og grænmeti. Með því að vita um uppruna vöru og afbrigðaheiti geta neyt- endur áttað sig á gæðum vörunn TYRKNESKT greip smakkast allt öðruvísi en greip frá Flórída. LÁRPERA er ekki bara lárpera. Þrjú al- gengustu afbrigði hennar eru hass, fuer- te og ettinger. Morgunblaðið/Golli ANANAS frá Costa Rica er allt öðruvísi á bragðið en ananas sem kemur t.d. frá Fflabeinsströndinni. Gullni ananasinn frá Costa Rica er síðan ólíkur öðrum af- brigðum frá sama landi. ÞAÐ er gjörólíkt bragð af ananas eftir því hvort ávöxturinn kemur frá Costa Rica eða Fílabeins- ströndinni og bragðið af greip frá Tyrklandi og Flórída er varla hægt að bera saman. Upplýsingar um upprunaland ávaxta og grænmetis kemur þó sjaldnast fram í verslun- um. Þá er langur vegur frá að hægt sé að sjá afbrigðaheiti á því sem kaupa á eða fá upplýsingar um hvort vistvænum aðferðum er beitt við framleiðsluna eða ekki. Það skiptir þó töluverðu máli því ef var- an er ræktuð vistvænt er eiturefn- um ekki úðað á hana. Oftast kemur þó fram hvort varan er lífrænt ræktuð. Engin merkingarákvæði eru í gildi fyrir óinnpakkaða vöra eins og ávexti og grænmeti sem selt er í lausasölu. Kaupmönnum er því í sjálfsvald sett hvort þeir merkja ávexti og grænmeti með þessum hætti. Á að breyta merkingum Láras ísfeld, innkaupamaður í ávöxtum og grænmeti hjá Ný- kaupi, segir að hjá Nýkaupi standi til að upplýsa um uppranaland og afbrigðaheiti á sem flestum teg- undum grænmetis og ávaxta svo og tilgreina ef varan er lífrænt rækt- uð. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort sérstaklega verður tekið fram ef ræktunin er vistvæn. „Um miðjan næsta mánuð eiga viðskiptavinir okkar að geta gengið að þessum upplýsingum ar. Einar segir að þegar verðkann- anir hafí verið gerðar hafí aldrei verið tekið tillit til þessara þátta. „Tekið er verð á appelsínum og þá skiptir engu hvaða tegund er um að ræða. Verðið er nefnilega mis- munandi og því geta slíkar kannan- ir gefíð afar villandi mynd.“ Hann segir að upplýsingar sem þessar sé auðvelt að nálgast og ein- ungis tæknileg atriði hafa staðið í vegi fyrir að búið sé að hrinda þessu í framkvæmd hjá Nóatúni. Lárpera er ekki bara lárpera Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna segir að upp- runalands og afbrigðaheitis sé alltaf getið á reikningum til heild- sala og því sé lítið mál íyrir kaup- menn að fá þær upplýsing- ar. -Er æskilegt að neyt- endur geti gengið að slík- um upplýsingum? „Já, ég tel svo vera og auðvitað finnst mér hvað mikilvægast að sérstak- lega sé tekið fram ef vör- urnar eru íslenskar. Það skiptir til dæmis miklu máli fyrir neytendur hvort tómatar era íslensk- ir, spánskir eða hollensk- ir.“ Kolbeinn segir að auk þess sem uppranaland vör- unnar skipti miklu máli sé ekki síður mikilvægt að vita hvaða afbrigði ávaxta eða grænmetis sé verið að kaupa. „Gott dæmi um þetta er lárpera eða avocado. Lárpera er ekki bara lárpera. Þrjú algeng- ustu afbrigði hennar eru hass, fuerte og ettinger. Hass-afbrigðið er grófara og ljótara á að líta en fuerte og ettinger. Það afbrigði er þó miklu betra á bragðið. Þá eru appelsínur mjög mismunandi að gæðum og bragðið afar ólíkt eftir af- brigðum og upprunalönd- um. Hin ólíku afbrigði eru ræktuð á mismunandi árstímum. Stundum þeg- ar fersk afbrigði koma á markað eru þau dýrari en þáu sem hafa verið á markaðnum um tíma. Kaupmenn eru oft smeykir við að kaupa nýju appelsínurnar þar sem þær eru dýrari en eldri afbrigði. „Með greinargóðum merkingum ættu þessi vandamál að vera úr sög- unni. Þá geta neytendur valið um mismunandi afbrigði og borga þá einnig mismunandi kílóverð eftir því hvað verið er að kaupa.“ Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: ■ Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur ■ Glærugerð ■ Mannleg samskipti ■ Tölvubókhald ■ Internet ■ Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær I öllum aimennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Islands. Par bætti ég kunnáttuna f Word- ritvinnslu og Exceltöflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er var vel skipuiagt og kennsla frábær. Kennt var 3 kvöld í viku f 4 mánuði og enginn heimalærdómur. Nú finnst mér ég vera fær f flestan sjó! Guðrún Skúladóttir, deildarstjóri, iðnaðar- og viðskiptaráöuneyti. Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli íslands Bíldshöfða 18 Sími 567-1466 Velinek Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, slmi 551 4473. Byrjendanámskeið í karate að hefjast. Upplýsingar í síma 551 4003 www.itn.is/thorshamar Lykilmerkið Nýtt evrópskt gæðamerki NEYTENDUR munu að öllum líkindum taka eftir Lykilmerkinu í framtíðinni. Merkið verður á ýmsum vörum sem framleiddar era í Evrópu. Lykilmerkið er valkvætt evrópskt gæðamerki sem þróað hefur verið af staðla- samtökum Evrópu, CEN og CENELEC. Að sögn Birnu Hreiðarsdóttur deild- arstjóra markaðs- gæsludeildar hjá Lög- gildingastofu er inn- leiðing lykilmerkisins mikilvægt skref í átt að öruggara umhverfí fyr- ir neytendur, en tryggt er að vörur sem bera merkið uppfylla kröfur sam- kvæmt samhæfðum evrópskum stöðlum. „Ennfremur felst í merkinu að framleið- andi vörunnar styðst við viðurkennt gæða- kerfí við framleiðsl- una og er framleiðslu- ferlið skoðað með reglulegu millibili af þriðja aðila til að tryggja einsleitni framleiðslunnar. Merkið hefur verið tekið í notkun á nokkrum tegundum rafmagnsheimilis- tækja en áhugi er á að merkið verði einnig sett á leikvallatæki, barnavörur, leikföng og gastæki svo nokk- uð sé nefnt. Þar sem merkið er valkvætt eins og áður sagði ræðst það af markaðnum hversu almenn nokt- unin á því verður.“ „Reynslur og örtög í Daníelsbók“ - Biblían er auðshilúari en þig grunar! 'oðunarkirkjan Við höfum ánægju af því að hjálpa fólki að kynnast Biblíunni betur og sýna hvað hún hefur að segja um spurningar, sem leita á fólk. mm ]9arinnar Miðvikudagar ki. 20.00. Hittumst einu sinni i viku. Við byrjum á morgun! Þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður, er skynsamlegt að innritast sem fyrst. Með einu símtali tryggir þú þér þátttöku. Þátttaka og litprentuð námsgögn í möppu, ókeypis. Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson, sem hefur staðið fyrir slíkum námskeiðum áratugum saman á fslandi og erlendis. Innritun og nánari upplýsingar alla daga í símum 554 6850,421 4474 og 861 5371.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.