Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ fjöllun um listir, og þá alveg sérstaklega myndlist. Þykir Braga Ásgeirssyni við hæfí að nota hana í upphafi greinaflokks um niðurstöður rannsókna hans á vett- vanginum í Kaupmannahöfn, Hamborg, París og Berlín, aðallega þó París hvar hann dvaldi nær tvo heila mánuði, október og nóvember. Hyggst rýnirinn kveða viðhorfíð, sem hinn grunnfærnislegi framsláttur svo neyðarlega afhjúpar, rækilega í kútinn. LÖNGUM hefur vafíst fyrir íslendingum, að kyngja því að landið er lengst á hjara veraldar, og að þeir verði að sætta sig við þá sérstöðu sem lega þess markar þeim. Taka tillit til aðstæðna, þá afmörkuðu og stað- bundnu möguleika sem þeir hafa handa á millum, vinna úr þeim eftir þörf og metnaði. Lifa síður í þykjustuheimi oflætis og græðgi, sem eru helstu einkenni þrálátrar minnimáttarkenndar útkjálkabúans. Rúmum fimmtíu árum eftir lýð- veldisstofnunina er ekkert lát á að menn reyni í einu og öllu að draga dám af margfalt stærri þjóðum, með allt annan menningargrunn og allt aðrar þarfír. Einangrun og lega landsins er þó helsti styrkur íbúa þess er svo er komið, landsgæðin ótvíræð og á heimsvísu, en þeir verða þó að læra að sníða sér stakk eftir vexti, vera heimsborgarar af eigin raun. Fyrir að vera hugum- stórir fslendingar, en ekki fyrir að hafa svarið af sér upprunann og ein- angrunina með því að skafa yfir- borðið af framandlegri menningu, jafnvel hundraðfalt stærri þjóða. Fátt undir sólinni er þó smáþjóð hollara, en að draga dám af því eftir- sóknarverðara í fari stærri og vold- ugri þjóða, en æskilegt er að hún geri það innan ákveðinna jarðbund- inna marka, það heitir að þekkja sitt gangverk. Helstu annmarkarnir eru fjarlægðimar frá heimsviðburðun- um, hinum stóru söfnum og sýning- arhöllum, ásamt því takmarkaða upplýsingastreymi sem hingað nær frá þeim hliðum stórþjóðanna er skara háleit markmið, þar sem svo margt er til eftirbreytni og lífsfyll- ingar. Sýnu verra er þó, að ekki er leitast við að vekja áhuga ungs fólks og hins breiða fjölda á grunneining- um öflugra þjóðríkja, meðan allt flýtur yfir bakka af efni sem skarar léttvægt yfirborð, hismi og hjóm, sem hvarvetna er grunnfærnisleg dægradvöl illa upplýsts og ómeðvit- aðs múgs. Þeir sem hér eru í fyrirsvari láta einmitt hafa eftir sér, að listir skaffi ekki, ásamt öllum þeim ráðamönn- um sem er annara um völd og at- kvæði en allt annað á þessu himin- tungli. Mæta sköpunarþörfinni af andvaraleysi nema þá ávinnings er von. Mörkuð menningarstefna eng- in, og neisti hugsjóna utan skreyti á jólatré fáfengileikans naumast sýni- legur. Afleiðingamar eru að tugir milljóna af beinhörðum gjaldeyri fara í súginn á ári hverju, eins og ég hef áður fært rök að. tóra spurningin er viðvar- andi, hví ekki var tekið tillit til einangrunar okkar á svo mörgum mikilvægum og há- leitum sviðum er menntakerfið var mótað. Landsmenn alltaf að sníða það eftii' skikkan annarra þjóða, helst hvað varðar lágmenningu og meðalmennsku, síður okkar eigin staðbundnu þörfum og forna metn- aði? Hér hafa sjónlistir, allar teg- undir sjónmennta, mætt afgangi, þrátt fyrir að við búum í einu sér- KASIMIR Malewitsch, Kiew 1878, Leningrad 1935. Skurðarkona, 1912, olía á léreft, Kustodiev safnið, Astrakhan. Frá sýningunni Rúss- nesk framúrstefnulist í Listahöll Hamborgar 9. oktdber 1998 til 10. janúar 1999 og ZUrich 29. janúar til 25. aprfl 1999. stæðasta og fegursta landi jarðar hvað form og liti varðar auk margræðra veðrabrigða, en það sem landfast hefur orðið í myndlistum hefur verið og er að stórum hluta til fengið að láni frá útlandinu. Hvort heldur hlutlægt sem óhlutlægt, jafn- vel svo að á stundum má líkja við orð án innra samhengis. Jafnframt þótti lengstum yfiiTnáta hallærislegt að snúa sjónum að umhverfinu og arfleifðinni, alveg þar til fyrir fáum árum að útlendum núlistamönnum tókst að opna augu manna fyrir auð- legð íslenzkra sjónminna. Þó ekki fyrr en þeir sjálfir fóru að fiska í okkar menningarlegu landhelgi, hún líka galopin og mikið til óvarin eins og fiskilögsagan var fyrrum. Upp- runaleg skynjunin og sálin hafa mætt afgangi, nær einungis hugað að tilbúnum umbúðum og ytra byrði, menn horfa en sjá ekki, hlusta en heyra ekki. Gleyma að til eru innri augu og að eina ólæknandi heymarleysið er heyrnarleysi sálar- innar, eins og Victor Hugo orðaði það í frægu bréfi til Ferdinands Berthiers, dagsett 25. nóvember, 1845. Iðulega hef ég vísað til þess í skrifum mínum, að Platon sem stofnaði heimspekiakademíuna í Aþenu, taldi skapandi hugsun grunn menntunar, og við það má bæta að lærimeistari hans, Sókarates, minntist sérstaklega á móður sína er hann talaði um mótunarferli hug- mynda. Hún var ljósmóðir, og Sók- arates sagðist fyrst og fremst í upp- lagi sínu og lífsverki búa að arfinum frá henni. Hefði gengist undir sömu köllun, og gegndi sömu þjónustu. Vildi hjálpa mönnum til að fæða þær hugsanir sem með þeim bærðust og þeir gengu með hið innra en visu minna um, hugmyndir, sem gerðu þá að sannari mönnum, ef þær fengju að fæðast til vitundar og lífs. eimspekingarnir eru hér á ljósan og einfaldan hátt að útlista grunn og landslag allrar hugmyndasköpun- ar, sem byggist á sömu lífrænu lög- málunum og náttúran framber, að viðbættum þeim vitsmunum sem manninum einum eru gefnir. Sók- arates skynjaði það sem nú er ný uppgötvun hátækninnar, að andi mannsins er efniskennd fyrirferð sem stöðugt er á hreyfingu. Að mögulegt er að þjálfa sálina og minnið iíkt og sýnilegri og formfast- ari vöðva líkamanns. Fyrirbærin lúta að vísu öðrum lögmálum en þurfa þó ekki síður eldneytis og end- urnæringar við. Vitsmunarleg sam- líking þetta með ljósmóðurina, því hlutverk uppfræðarans er ekki að hindra að nýtt líf komist í heiminn, því siður að troða klónuðum stein- börnum í legið - eitt stykki af til- búnum fjarstýrðum verkfræðingi, lögfræðingi, presti eða listamanni. Hið háskalegasta í menntunarkerfi síðari ára, er að einingar og áfangar eru takmarkið, sem allt snýst um en ekki almenn þekking sem átakan- lega er ábótavant, jafnvel hjá skól- uðustu mönnum, um leið er frum- leikinn orðinn að múgefli og tízku- fyrirbæri, miðstýrðu af höndlurum lágkúrunnar. Það eru svo jafnaðarlega stór- þjóðirnar og valdablokkirnar, sem viðkvæmastar eru varðandi menn- ingarlega landhelgi sína, langsam- lega mest voldugasta og ríkasta þjóð í heimi, jafnvel svo að hún gerir eng- an erlendan samning á efnahags- sviði án þess að menningin komi þar við sögu. Þannig eru Bandaríkin bú- in að fá Marshall-aðstoðina við Evr- ópu eftir stríð margfalt til baka í beinhörðum peningum, meður því að þau gerðu samning um nær óheft flæði amerískrar menningar til þiggjendanna. Hinir framsýnustu þar í landi höfðu uppgötvað að allar tegundir menningar mala gull. Hér á útkjálkanum var það lágmenning- in sem hafin var til vegs, enda lá landinn vel við höggi vegna okkar misþroskaða menntakerfis, og á nýj- um tímum aðfengna og rangformaða grunns, fátt um varnir, ónæmiskerfi sálarinnar iamað. vo vel hafa Bandaríkjamenn komið ár sinni fyrir borð, að þeir sem í mörgu tilliti voru hálfgerðir moldarklumpar fyrir heimsstyrjöldina fyrri, og í flestu eftirbátar Evrópumanna, rétt farnir að taka við sér fyrir þá seinni, eru nú leiðandi í heiminum. Sóttu hugmyndirnar til evrópskrar há- menningar, virkjuðu og veittu út í hagkerfið, breyttu í gull. Málverk nafnkunnra amerískra myndlistar- manna eru til að mynda þau lang- dýrustu í heiminum er svo er komið, þannig stækkar sá hópur óðfluga sem komin er yfir milljón dollara markið og þykir naumast lengur til- tökumái. Það er þó engan veginn aðalatriðið, heldur hin snjalla mark- aðssetning, skilningurinn á gildi og verðmæti hugvits og nýsköpunar. Jafnframt þykir myndlist og þá einkum málverkið öruggasta og arðbærasta fjárfestingin þar vestra. En þjóðir Evrópu hafa líka tekið við sér margar hverjar, eftir nokkurn afturkipp í kjölfar iðnbyltingarinn- ar, og hér er Þýskaland ótvírætt í fararbroddi með nýbyggðar lista- hallir og nýbyggð söfn í flestum stærri borgum landsins. Auk þess sem Berlín, sem færist óðfluga nær því takmarki sínu að hrifsa til sín frumkvæðið meðal stórborga heimsins, fer létt með að komast á toppinn í ljósi þess að um eina SJÓNMENNTAVETTVANGUR „Listir skaffa ekki“ Fyrirsögnin, sem tekin er upp úr dagblaði, mun vera lýsandi fyrir afsökun nær allra íslenzkra fjölmiðla fyrir takmarkaðri um- UNDIR SAMA ÞAKI „FIÖLMENNT“ OG „DÖNSKUSKÓLINN" í nýju og glæsilegu húsnæði í Skeifunni 7 hefja fyrirtækin Fjöl- mennt og Dönskuskólinn kennsluna á nýju ári. Boðið verður upp á hágæða námskeið fyrir alla á öllum aldri DÖNSKUSKÓLINN Fyrir fullorða : - samstalshópar þar sem hagnýt mál- notkun er þjálfuð markvisst (fyrir norræn samskipti/viðskipti) - bókmenntahópar - hádegistímar (snarl og danska) Fyrir börn og unglinga: - kennsla fyrir börn sem tala dönsku - undirbúningur fyrir börn sem ekki hafa lært dönsku - unglinganámskeið fyrir þá sem vilja bæta sig í málfræði og orðaforða Dönskuskólinn Skeifunni 7 -108 Rcykj>vik->: 5 1 0 0 9 0 2 Skeifunnl7,2Ji., 108Reykjavlk,8lml5100 900,fax5100 901,e-mall:brefnsk@lsmennl.ls Auður Leifsdóttir Cand.mag. s. 510 0902/567 6794 sími 510 0900 FJÖLMENNT ehf.: - Markaðs- og sölunám - Bókhaldsnám - Enska - Þýska - Spænska - Pólska - íslenska fyrir útlendinga - Hraðlestur - Bréfaskólinn fjárnám Nýjar • SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR Að byggja land eftir Þorvald Gylfason hafa verið gefnir út á bók og myndbandi. Efnið er sett fram í þremur þáttum og fjalla þeir um hagstjómarhugmyndasögu íslend- inga á síðustu öld og þessari í gegn um samfellda frásögn af þremur mönnum, þeim Jóni Sigurðssyni, Einari Benediktssyni og Halldóri Laxness. Fyrsti þáttur ber heitið Braut- ryðjandinn. Þar er Jóni Sigurðs- syni forseta lýst sem einörðum málsvara frjálsra viðskipta og er- lendrar fjárfestingar á Islandi: sem hagfrelsishetju, fyrsta hag- fræðingi íslands. Hann átti undir högg að sækja í innanlandsmálum, svo að forustu hans og hugmynd- um var hafnað í hverju málinu eft- ir öðru. Annar þáttur heitir Ofurhuginn og flallar um Einar Benediktsson skáld. Hann kynnti hugmyndir sínar um fjárhags- og framfaramál þjóðarinnar í beinu framhaldi af frelsisbaráttu Jóns forseta, en við- horf hans urðu undir í orrahríð stjómmálamanna á fyrri hluta þessarar aldai'. Island tók þá aðra stefnu en þeir höfðu markað. bækur Þriðji þátturinn heitir Gagn- rýnandinn. Þar er því lýst, hvern- ig Halldór Laxness rithöfundur brást við haftastefnu stjórnvalda á fimmta áratug aldarinnar. Rök- um hans fyrir frjálsum viðskipt- um, skynsamlegri landbúnaðar- stefnu og öðrum efnahagsumbót- um er lýst til að kasta ljósi á efna- hags- og þjóðlífið á Islandi allt fram á okkar daga. Inn í frásögnina er fléttað ýmsu efnahags- og menningarsögulegu efni, sem vai'ðar þessa þijá menn og hagstjórnarhugmyndir þeirra. Þættirnir vom frumsýndir í Sjónvarpinu í nóvember sl. Pálmi Gestsson fer með hlut- verk þremenninganna. Vignir Jó- hannsson býr til leikmynd. Kari R. Lilliendahl kvikmyndaði. Jón Egill Bergþórsson stjórnaði gerð myndanna. Höfundui' textahand- rits, framleiðandi og þulur er Þor- valdur Gylfason en hann er pró- fessor í hagfræði í Háskóla Is- lands. Útgefandi er Háskóiaútgáfan. Verð á kilju er kr. 1.000, verð á spólu er 1.500 kr. ogpakki sem inniheldur bæði spólu og kilju kr. 2.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.