Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 64
84 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
*•
Guðmundur Kjart-
ansson Norður-
landameistari
SKAK
IV u r í) ii r I a n il a m ó l
í skólaskák
GAUSDAL, 6.-9. janúar
Keppt var í fimin aldursfiokkum.
Guðmundur Kjartansson sigraði
í yngsta fiokki.
GUÐMUNDUR Kjartansson
varð Norðurlandameistari í
skólaskák 11 ára og yngri. Mótið
fór fram í Gausdal í Noregi dag-
ana 6.-9. janúar. Sigur Guð-
mundar var afar öruggur og var
hann búinn að tryggja sér titilinn
þegar ein umferð var eftir af
mótinu. Þegar upp var staðið var
hann með IV2 vinning í forskot á
næstu keppendur:
1. Guðmundur Kjartansson 5‘/2 v.
2. Drazen Dragicevich, Svíþj. 4 v.
3. Marta Nestorow, Svíþj. 4 v.
4. Víðir Petersen 3/2 v.
o.s.frv.
Annar íslenskur keppandi lenti
einnig í verðlaunasæti á mótinu,
en það var Stefán Kristjánsson,
sem náði öðru sæti í flokki
fæddra 1982-3:
1. Pontus Carlsson, Svíþjóð 5 v.
2. Stefán Kristjánsson 4 v.
3. Harald Borchgrevink, Noregi 4v.
o.s.frv.
Davíð Kjartansson sem tefldi í
sama flokki og Stefán fékk 3
vinninga og lenti í fimmta sæti. í
elsta flokki (fæddir 1979-81)
kepptu þeir Bergsteinn Einars-
son og Bjöm Þorfinnsson. Þeir
fengu báðir 3 vinninga og lentu í
7.-9. sæti. I aldursflokknum
1984-5 tefldu fékk Guðjón H.
Valgarðsson 3Vz vinning og lenti í
fjórða sæti, en Stefán Bergsson
fékk vinningi minna og lenti í ní-
unda sæti. í næstyngsta flokki
(fæddir 1986-7) fékk Dagur Arn-
grímsson 3'/2 vinning og endaði í
fimmta sæti, en Helgi Egilsson
fékk 2V2 vinning og hafnaði í átt-
unda sæti.
Þegar vinningar einstakra
landa eru lagðir saman fær Sví-
þjóð flesta vinninga eða 39, en ís-
land er í öðru sæti með 34 vinn-
inga. Finnar eru síðan í þriðja
sæti með 33 vinninga. Athyglis-
vert er að ekkert Norðurland-
anna náði að sigra í fleiri en ein-
um flokki.
Firmakeppni TR
Taflfélag Reykjavíkur stendur
fyrir firmakeppni í hraðskák dag-
ana 12.-15. janúar. Tefldar verða
undanrásir þar sem keppendur
draga um fyrir hvaða fyrirtæki
þeir tefla. Efstu fyrirtækin kom-
ast síðan í úrslit sem tefld verða
mánudagskvöldið 1. febrúar. Öll-
um er heimil þátttaka í firma-
keppninni og er þátttaka ókeypis.
Veitt verða peningaverðlaun fyr-
ir bestan árangur úr samanlagt
fjórum mótum sem hér segir:
1. verðlaun kr. 15.000
2. verðlaun kr. 10.000
3. verðlaun kr. 5.000
Veitt verða sérstök unglinga-
verðlaun (14 ára og yngri) fyrir
bestan árangur úr samanlagt
fjórum mótum sem hér segir:
1. verðlaun kr. 5.000
2. verðlaun kr. 3.000
3. verðlaun kr. 2.000
í úrslitakeppninni sem fram
fer mánudaginn 1. febrúar verða
veitt sérstök verðlaun:
1. verðlaun kr. 8.000
2. verðlaun kr. 5.000
3. verðlaun kr. 3.000
Arangur í úrslitum getur
einnig talist til árangurs í heild-
arkeppninni. Ávallt verða tefldar
7 umferðir eftir Monrad kerfi,
tvær skákir við hvern andstæð-
ing. Umhugsunartími er 5 mínút-
ur. Taflmennskan hefst stundvís-
lega kl. 20 öll kvöld.
Fullorðinsmót Hellis
Taflfélagið Hellir hefur nú með
nýju ári ákveðið að hleypa af
stokkunum nýjum þætti í starf-
semi félagsins þar sem boðið verð-
ur upp á skákmót fyrir 25 ára og
eldri. Þessi skákmót verða einu
sinni í mánuði til að byrja með.
Fyrsta Fullorðinsmót Hellis
verður haldið mánudaginn 18. jan-
úar. Mótið hefst kl. 20. Teflt verð-
ur í Hellisheimilinu, Þönglabakka
1 í Mjódd. Tefldar verða 7 skákir
eftir Monrad kerfi með 10 mín-
útna umhugsunartíma. Þátttaka
er ókeypis á þessu fyrsta móti.
Eins og áður segir eru mótin
einungis ætluð 25 ára og eldri.
Félagið hvetur alla skákmenn á
besta aldri að fjölmenna á þetta
fyrsta Fullorðinsmót Hellis.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
ISIS IIIS ef er stundvíslega fyrir kl.
-------------------------- 19.30. á mánudagskvöldum í
I! 111 s j ó 11 Ar 11 ó r (1. Þönglabakka 1. Spilastjóri er ísak
Ragnarsson Örn Sigurðsson.
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Við höfum ákveðið að fresta Að-
alsveitakeppni félaganna til 1.
mars nk. Þangað til munum við
spila tvímenningskeppni öll mánu-
dagskvöld.
Mánudaginn 18. jan. nk. verður
spilaður 1 kvölds tvímenningur,
" Mitchell. Mánudaginn 25. janúar
nk. hefst 5 kvölda Aðalbarómeter.
Upplýsingar hjá BSI, sími
587 9360, hjá Olínu í síma
553 2968, og hjá Ólafí í síma
557 1374. Þá er hægt að skrá sig
- Reykjanesmót
í sveitakeppni
Reykjanesmót í sveitakeppni,
sem jafnframt er undankeppni Is-
landsmótsins, verður haldið um
næstu helgi, 16. og 17. janúar. Spil-
að verður í félagsheimili bridsspil-
ara á Suðurnesjum á Mánagrund
og hefst spilamennskan kl. 10 á
laugardag.
Fimm sveitir munu komast í
undanúrslit fslandsmótsins í vor og
verða spiluð a.m.k. 140 spil.
Keppnisgjald á sveit er 10 þúsund
krónur. Spilað er um silfurstig.
Indversk matreiðsia
Sykur-, ger-, hveiti-, gluten-
og mjólkurafurðalaus.
Mánudaginn 10. janúarkl. 18.30-21.30.
Námskeið á góðu verði.
Skráning hjá Shabönu í símum 899 3045 og 581 1465.
í DAG
Með morgunkaffinu
ÞRJÁ grautar-
diska! Einn of
heitan, einn of
kaldan og einn
mátulegan.
HÖGNI HREKKVÍSI
COSPER
GETURÐU ekki flautað eitthvað annað en
„Úr 50 senta glasinu...“?
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Ógleymanleg
fagmennska
og hjartahlýja
VIÐ, undirrituð, biðjum
Morgunblaðið að koma á
framfæri þakklæti til
allra þeirra er aðstoðuðu
okkur er faðir okkar og
afi, Abel D’alencar, veikt-
ist hastarlega í þotu
Flugleiða skömmu fyrir
lendingu í Keflavík að
morgni 6. janúar. Faðir
okkar fékk hjartaáfall en
við vorum á leið frá
Bandaríkjunum til Stokk-
hólms með viðkomu í
Keflavík. Höfum við
aldrei kynnst viðlíka fag-
mennsku og einkenndi
viðbrögð starfsmanna,
bæði flugfélagsins og Fé-
lagsþjónustunnar, sjúkra-
flutningamanna og starfs-
fólks sjúkrahússins. Sá
mikli mannkærleiki og sú
mikla hlýja sem allt þetta
fólk sýndi okkur við þess-
ar erfiðu aðstæður mun
aldrei hverfa okkur úr
minni.
Sérstaklega viljum við
þakka Sigrúnu Ólafsdótt-
ur hjá Félagsþjónustunni
fyrir þá miklu hjálp er
hún veitti okkur. Hún
annaðist alla skipulagn-
ingu og var okkur innan
handar að öllu leyti. Eins
viljum við þakka starfs-
fólki Hótels Esju kærlega
alúðlegt viðmót. Þar
dvöldum við fram á
mánudag en þá töldu sér-
fræðingar þeir sem ann-
ast höfðu föður okkar að
honum væri óhætt að
halda áfram förinni heim
til Svíþjóðar.
Kynni okkar af Islend-
ingum verða okkur öllum
ógleymanleg. Orð fá ekki
lýst þakklæti okkar en
þau verða að duga.
Kærar kveðjur til allra
þeirra er aðstoðuðu okk-
ur og komu föður okkar
og afa til hjálpar.
Virðingarfyllst,
Abel D’alencar,
Blanca Azero,
Ana María D’alencar
og Martín Azero,
Stokkhólmi.
Leit að kremi
KONAN sem benti á
krem í Velvakanda líklega
í desember er beðin að
hafa samband við Ernu í
síma 552-1068.
Tapað/fundið
Barnagleraugu
týndust
í NÓVEMBER sl. týnd-
ust barnagleraugu, stæm
gerð. Spangirnar eru kop-
argulllitaðar, einlitar.
Finnandi vinsamlega haf-
ið samand við Maiíu í
síma 557 6621 eða
569 9032. Fundarlaun.
Dýrahald
Ronja
er týnd
SVARBRÚN og gulyrjótt
læða, blandað skógar-
kattakyn, týndist um
mánaðamót nóvember-
desember frá Grettisgötu.
Hún er ómerkt og ekki
með ól. Þeir sem hafa orð-
ið hennar varir hafí sam-
band í síma 869 0905.
Margrét.
SKAK
Umsjón Margeir
I’étursson
Rh5+ - Kg6 20. Dd4 og Kín-
verjinn gafst upp, því hann
getur ekki varið mát á bæði
g7 og f6.
STAÐAN kom upp í
opna flokknum á al-
þjóðamótinu í Gron-
ingen fyrir áramótin.
Skákkonan A.
Skriptsjenko (2.420)
frá Úkraínu hafði hvítt
og átti leik gegn kín-
verska stórmeistaran-
um Ye Rongguang
(2.535)
18. Rxg7! - Kxg7 19.
HVITUR leikur og vinnur.
Víkverji skrifar...
MYND Páls Steingrímssonar
um lundann, sem sýnd var í
ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld, er ein-
hver bezta mynd, sem sýnd hefur
verið í íslenzku sjónvarpsstöðvunum
um langt skeið. Myndin sýnir með
skemmtilegum og á köflum ótrúleg-
um hætti lifnaðarhætti þessa fugls,
sem er hafður í svo miklum háveg-
um í Vestmannaeyjum og annars
staðar, þar sem hann kemur við
sögu. Um leið og myndin er
skemmtileg fyrir fullorðna er hún
ekki síður fróðleg og gagnleg fyrir
börn og unglinga.
Mynd sem þessi vekur spurningar
um, hvort kvikmyndaefni af ýmsu
tagi úr íslenzkri náttúru geti ekki
verið eftirsótt útflutningsvara. Við
þekkjum sjálf hvað náttúrulífs-
myndir frá öðrum löndum eru vin-
sælt sjónvarpsefni hér. Það sama
hlýtur að eiga við um íslenzkar nátt-
úrulífsmyndir í öðrum löndum.
AD er ánægjulegt að sjá, að ís-
landsflug hyggst hefja reglu-
legt leiguflug til Kaupmannahafnar
á þessu ári, tvisvar í viku hluta úr
ári. Samkeppni er nauðsynleg á
flugleiðum á milli íslands og ann-
ari-a landa en því miður hefur orðið
minna úr henni en ástæða væri til.
xxx
ORKAN auglýsir benzínlítrann á
10 krónum lægra verði en gildir
hjá olíufélögunum á hinum almennu
benzínstöðvum þeirra. Slíkur verð-
munur bendir óneitanlega til þess,
að eitthvert svigrúm sé til lægra
benzínverðs en við búum við.
xxx
STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR
eru nú bersýnilega að hefja und-
irbúning að kosningabaráttu, sem
búast má við að verði býsna hörð og
verður háð við gjörbreyttar aðstæð-
ur miðað við það, sem tíðkazt hefur
frá lýðveldisstofnun.
Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir um
þessar mundir opna fundi hjá mál-
efnanefndum flokksins, sem eru að
undirbúa ályktanir landsfundar,
sem haldinn verður í marz.
Framsóknarflokkurinn virðist
samkvæmt auglýsingu, sem birtist í
Morgunblaðinu um helgina, ætla að
helga sér miðjuna og lendir þá
væntanlega í hörðum slag um það
við Samfylkinguna.
Augljóst er að vinstri hreyfing
fyrrverandi þingmanna Alþýðu-
bandalagsins hefur styrkzt við þá
ákvörðun Kristínar Halldórsdóttur
að ganga til liðs við hana og Sveirir
Hermannsson hefur boðað til fundar
sinna stjórnmálasamtaka nú í janú-
ar. Framundan eru prófkjör á veg-
um Samfylkingarinnar.
Allt er þetta vísbending um að
harður pólitískur vetur sé framundan.