Morgunblaðið - 12.01.1999, Side 69

Morgunblaðið - 12.01.1999, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 69 FÓLK í FRÉTTUM Hlátur ekkert aðhlátursefni ►MEÐLIMIR í hláturfélagi í Indlandi taka hláturinn alvar- lega enda er hann ávísun á góða heilsu. Hróp á borð við „ég er ham- ingjusamasti maður í heimin- um“ og hláturrokur eins og „ho ho, ha ha ha“ ómuðu um almenningsgarð í miðborg Bombay á sunnudagsmorgun þegar 2 þúsund manns héldu upp á „Heimshláturdaginn“ með því að hlæja sig máttlausa. Fólkið var með skringilegar derhúfur og í stuttermabolum, margir voru komnir á áttræð- isaldur og áttu allir það sam- eiginlegt að hlæja af engu til- efni og sveifla sér við tónlist hljómsveitar sem flutti vinsæl hindi-lög. Ho ho, ha ha ha Vegfarendur sem áttu leið hjá voru gott dæmi um hversu smitandi hlátur getur verið. „Hærra, ennþá hærra,“ kallaði einn af skipuleggjendunum frá Alþjóðlega hláturfélaginu. .>Við viljum að hláturkeppni verði tekin upp á Ólympíuleik- unum ... Verkamenn ættu að hefja daginn í verksmiðjunum á því að hlæja í 15 til 20 mínút- ur.“ Alþjóðlega hláturfélagið býður upp á „hasya yoga“ eða hláturnámskeið í 300 félags- miðstöðvum á Indlandi, þar af 60 í Bombay. Æfingin felst meðal annars í því að hlæja 15 til 20 mínútur á dag án þess að grípa til brandara. Hún hefst á djúpum öndunaræfingum og „ho ho, ha ha ha“-æfingu. Þessu fylgir Qölbreytilegur hlátur sem á að koma beint frá hjartanu, þögull hlátur, Ijóns- hlátur o.s.frv. Gott við streitu Læknirinn Kataria sem þró- aði æfingarnar segir að hlátur sé bóluefni gegn streitutengd- um krankleika á borð við of háan blóðþrýsting og hjarta- sjúkdóma. Lærisveinar Kataria segjast vera mun hamingju- samari eftir að þeir byrjuðu á námskeiðinu. „Ég er ferskur allan dag- inn,“ segir N.B. Pise, raf- magnsverkfræðingur á sex- tugsaldri sem stundað hefur æfingarnar í næstum tvö ár. Kataria sagði að streitan sem fylgdi nútímanum gerði hlátur að algjörri nauðsyn. „Hláturfé- lagið er ekkert aðhlátursefni. Það er algjör nauðsyn í nú- tímalifnaðarháttum," segir hann og bætir við að stefna hans sé að kynna námskeið sín um allan heim. KNITTING FACTORY - TELARC - CPU - HÁNSSLER - ASV - SONGLINES Eina útsala 12 Tóna á öldinni er hafin! o o rr» '2 u. cc s B óperur tónlistarsögunnar 12 Tónar í 24ra diska pakka á horni Barónsstígs og Grettisgötu Sími511-5656 CiflffB (WI'l'Iíi* 12tonar@islandia.is: Ariston kæliskápur EDF 245 Verö áöur: 44.900,- á 6V'aiu0.n' AA-.15. _ tenperu; 1.984,- 100x45x188 cm ir: 4.950,- sturtusett: <ki- Verö ác járnhiHur Virkir dagar Laugard. Sunnud. Janúar BreiddirvVerslun Sími: 515 4001 8-18 10-16 Brelddin-Tlmbursala Sími: 515 4030 (Lokaö 12-13) 8-18 10-13 Brelddin-Hólf & Qólf Sfmi: 515 4030 8-18 10-16 Hringbraut Sfmi: 562 9400 8-18 10-16 11-15 Virkir dagar Laugard. Hafnarfjöróur Sími: 555 4411 8-18 9-13 Suóurnes Sími: 421 7000 8-18 9-13 Akureyri Sími: 461 2780 8-18 10-14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.