Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 16

Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 16
*6 B SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ævintýra- legkvik- myndagerð Kvikmyndaframleiðandinn Helgi Felixson stjórnar nú hverjum ævintýraleiðangrinum y------------——.. á fætur öðrum. Sænski konungurinn, sem í fyrsta sinn var viðstaddur frumsýn- ingu á kvikmynd, lýkur miklu lofsorði á nýjustu mynd Helga um frumbyggja í Amazon. Kormákur Þ. Bragason kynnti sér gerð myndarinnar. EÐAL þeirra fjöl- mörgu íslenslcu kvik- myndagerðarmanna sem starfa erlendis er -Helgi Felixson í Stokkhólmi. Helgi hefur rekið kvikmyndafyrirtækið Idé Film Felixson AB á annan ára- tug og framleitt fjölda heimilda- og auglýsingamynda bæði fyiir nor- rænan og alþjóðlegan markað. Hér á landi eru eflaust myndir eins og Sænska mafían, Bóndi er bústólpi, DóDó og Baráttan í Barentshafi mörgum í fersku minni enda vöktu þær talsverða athygli og í mörgum tilfellum heitar umræður. Sýning- um á Sænsku mafíunni fylgdi fjöldi ^blaðagreina bæði í Svíþjóð og hér- lendis um menningarlegt samband þjóðanna og áhrif sænskmenntaðra Islendinga á menningarlíf hérlend- is. Eins vakti Bóndi er bústólpi sterk viðbrögð hér heima og Bændasamtökin svöruðu með eigin myndaflokki, sem átti að verja ríkj- andi landbúnaðarstefnu. Baráttan í Barentshafi hefur farið víða og meðal annars verið sýnd á besta sýningartíma í Noregi, Svíþjóð og í þýsku sjónvarpsstöðinni Arte þar sem talið er að hátt í 2 milljónir manna hafi séð myndina. Alþjóðleg viðfangsefni A seinni árum hefur áherslan á uslenskan veruleika vikið úr mynd- um Helga og færst yfir á viðfangs- efni með evrópska eða alþjóðlega skírskotun enda fjármögnun slíkra mynda mun auðveldari. Samtímis hefur Idé Film Felixson stöðugt aukið samvinnu við önnur fram- leiðslufyrirtæki á Norðurlöndum, í Evrópu og Bandaríkjunum og byggt upp víðtækt net samstarfs- aðila víða um heim. Árið 1996 gerði Helgi, ásamt sænska leikstjóran- um Torgny Anderberg, myndina Raroia - The Paradise Island, sem fjallar um áhrif kjamorkutilrauna Frakka á líf frumbyggja Suður- hafseyja. Myndin hefur verið sýnd í fjölmörgum sjónvarpsstöðvum og •'fdrið víða á kvikmyndahátíðir og áætlanir eru uppi um að fylgja myndinni eftir innan skamms með mynd um afkomendur og örlög þessa fólks sem nú gistir fátækra- hverfi Tahiti. I desember á síðasta ári var frumsýnd í sænska sjónvarpinu ljóðræn heimildarmynd þýska leik- stjórans Kristoph Mitchold Kor oeh Mánniskor, sem Helgi fram- leiddi og hlaut sú mynd fyrstu verðlaun nú í vor í samkeppni Circom, sem eru samtök svæðis- *sjónvarpsstöðva í Evrópu. Kor och Mánniskor keppti þar í úrslitum við 136 myndir víðsvegar frá Evr- ópu. Þá var á ráðherrafundi Svíþjóð- ar og Eystrasaltsríkjanna í Tallinn í desember 1997 frumsýnd myndin The Baltic Challenge, framleidd af Idé Film, um framtíðarsýn Ásænskra tölvu- og símtæknifyrir- tækja á þróun læknisþjónustu, ör- yggis- og samskiptamála við Eystrasalt og er um þessar mundir unnið að amerískri útgáfu af þeirri mynd. Síðast sáum við svo í Ríkis- sjónvarpinu á dögunum í tengslum við Jasshátíð Reykjavíkur mynd Idé Film um trommuleikarann Pétur Östlund, sem búið hefur í Svíþjóð við góðan orðstír undanfar- in ár. Með íjórar myndir í takinu Um þessar mundir eru að minnsta kosti fjórar alþjóðlegar myndir í framleiðslu undir stjórn Helga auk annarra verkefna. Sem dæmi má nefna: Zamarkands fiol, merkilega tilraunamynd ungs kól- umbísks leikstjóra, Santiago Pinto, þar sem stefnt er saman fílmu og háþróaðri tölvutækni. Sú mynd er framleidd með stuðningi Sænsku kvikmyndastofnunarinnar í sam- vinnu við fleiri framleiðslufyrir- tæki, sem vilja ná tökum á nútíma- tækni í kvikmyndaframleiðslu. Þá er Helgi framleiðandi myndar sænska leikstjóraparsins Ulf og Áse Hultberg um veruleika og ör- lög gleðikvenna í Mexikóborg. Minnstu munaði að illa færi við tökur þeirrar myndar í Mexikó- borg síðasta sumar en Ulf og Áse áttu fótum fjör að launa þegar melludólgar gerðu skotárás á tökuliðið. Þá hefur Idé Film yfir- tekið framleiðslu myndar ung- verska leikstjórans Elisabet Márton um Sabine Spilreiner, sem fjallar um stormasamt samband hennar við C.G. Jung og Sigmund Freud og þátt hennar í kenningum þeirra. Sabine Spilreiner hefur af mörgum verið talin eiga mun stærri þátt í hugmyndafræði þeirra beggja en hingað til hefur verið viðurkennt. Konungurinn á frumsýningu Þann 23. september síðastliðinn var nýjasta mynd Idé film svo frumsýnd í viðurvist sænsku kon- ungshjónannana og er það í fyrsta sinn í sögunni sem sænski konung- urinn er viðstaddur frumsýningu á kvikmynd. Fjölmiðlar í Svíþjóð tóku myndinni afar vel, konungur- inn hvatti fólk til að sjá myndina og hældi henni á hvert reipi. Öll kynning á myndinni hefur verið í höndum Idé Film sem er fremur óvenjulegt. Venjulega þurfa framleiðslufyrirtækin að koma með uppáskrifaða samninga við dreifíngaraðila til að fá stuðn- ing kvikmyndastofnunarinnar. Hins vegar hefur Sænska kvik- myndastofnunin lýst mikilli ánægju með árangurinn og líklegt er að Idé Film sjái í framtíðinni um kynningu og dreifingu íyrir fleiri kvikmyndafyrirtæki í Svíþjóð enda hafa dreifingaraðilar staðið í biðröð eftir að koma höndum yfir mynd- ina. I framhaldi af velheppnaðri Ljósmynd/Georg Kristiansen UNGUR drengur með föður sínum í skóginum. Masjetas-hnífurinn er alltaf tiltækur. Ljósmynd/Hallgrim 0degaard FRÁ vinstri: Georg Kristiansen, ljósmyndari frá Noregi, Helgi Felix- son framleiðandi, Torgny Anderberg leikstjóri, Sylvía Svíadrottning, Carl Gustav Svíakonungur. í bakgrunni Louise Felixson, kona Helga, Marianne Anderberg, kona Torgnys. Ljósmynd/Georg Kristiansen KONA af Ashaningas-ættbálki undirbýr Torgny Anderberg fyrir vígsluathöfn. kynningarherferð í Svíþjóð hefur frumsýning verið ákveðin í Lima höfuðborg Perú þann 10. desem- ber, sem verður upphafið að kynn- ingarherferð í Suður-Ameríloi í samvinnu við sænsku sendiráðin þar. Inn í frumskóginn Þessi nýjasta heimildarmynd Helga og Torgny Anderberg, er af- rakstur alþjóðlegs leiðangurs kvik- myndagerðarmanna inn í frum- skóga Perú gegnum yfirráðasvæði skæruliða Hins lýsandi stígs (Sendero luminosa) til móts við As- haningas indíánana, sem eru frum- byggjar af stofni Campa indíána við upptök Amasonfljótsins í hlíð- um Ándesfjalla. Myndin er fram- leidd með stuðningi Sænsku kvik- myndastofnunarinnar, Sænska sjónvarpsins SVT Kanal 1, fínnska sjónvarpsins YLE í samvinnu við Mika Kaurismaki, TV2 í Noregi, norska símafyrirtækisins Telenor og sænsku hjálparstofnunarinnar Diakonia. Ævintýramaðurinn Torgny And- erberg, sem nú nýlega varð átt- ræður og er við ótrúlega góða heilsu, hafði áður gert heimilda- myndir í Perú og dvalið langdvöl- um meðal indíána í frumskógum Amason. Minnstu munaði reyndar að hann snéri baki við „hinum sið- menntaða heimi“ og yrði eftir í frumskóginum þegar hann var vígður inn í samfélag Campa indíána á áttunda áratugnum. Ár- um saman hefur hann úr fjarlægð fylgst með ófórum indíánahópa Campa í viðureign þeirra við vægð- arlaus stjómvöld, óbilgjarna land- nema og skæruliða Sendero luminosa. Mannrán, nauðganir og morð eru daglegt brauð í frum-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.