Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 17

Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 B 17 skóginum og í mörgum tilvikum hafa heilu þorpin verið þurrkuð út. Margir Campa indánar hafa yfir- gefið þorp sín og dregið sig dýpi'a inn í frumskóginn þar sem þeir eru óhultir fyrir hryðjuverkum skæni- liða. Aðrir hafa verið neyddir til samvinnu við Sendero og eru þess vegna iðulega álitnir réttdræpir af „contra“- hersveitum stjórnarinnar og landnemum. Flestir skærulið- anna eru borgarbúar og því alger- lega háðir aðstoð Campa um vista- öflun og leiðsögu í frumskóginum. Samtímis ei-u skæraliðar Sendero luminosa, sem réðu svæðinu þar til fyiir skömmu, nú svo aðþrengdir vegna framrásar stjórnarhersins að þeir svífast einskis í viðskiptum sínum við frambyggjana. Draumurinn rættist Þrátt fyrir þessar erfiðu að- stæður hefur Torgny í gegnum ár- in tekist að halda sambandi við nokkra af vinum sínum meðal As- haningas indíánanna. En þó svo að samskiptin færu dvínandi hélt Torgny vakandi draumi um að snúa til baka til Ashaningas og gera mynd um aðstæður og örlög þessa fólks sem þrátt fyrir örbirgð sína og endalaust harðræði barð- ist við að halda lífi í ævafornri menningu og lifnaðarháttum. Árið 1996 opnaðist svo langþráður möguleiki fyrir Torgny að heim- sækja svæðið. Hei'inn hafði náð nokkram tökum á svæðinu þó svo enn væri það yfirlýst hættusvæði og lokað ferðamönnum. Torgny og Helga tókst að afla fjár til könn- unarferðar sem Torgny fór ásmt aðstoðarmanni sínum, Bandaríkja- manninum Flynn Donovan, þá um sumarið. Á meðan hélt Helgi áfram fjáröflun fyrir myndina heima í Svíþjóð og víðar og í júní 1997 var öllum undirbúningi lokið og förinni heitið til Perú. I hópn- um voru auk Torgnys og Helga, Flynn Donovan, kvikmyndatöku- maðurinn Hallgrim 0degaard, og ljósmyndarinn Georg Kristianseh, báðir frá Noregi, og brasilískur læknir að nafni Oscar Rodreguez. Vonbrigði Það var löng þrautarganga að fá leyfi til að fara inn á svæðið og enn erfiðara að fá leyfi fyrir kvik- myndatökurnar. Þegar upp var staðið höfðu þeir félagarnir uppá- skrifuð leyfísbréf frá sjö mismun- andi ráðuneytum og ríkisstofnun- um í Perú. Frá Ayacucho, sem liggur um 500 kílómetra sunnan við Lima, var haldið í þyrlu hersins að fyrstu bækistöð leiðangursins í Otara við fljótið Rio Apurimac þar sem þeim var fengin fylgdarsveit vopnaðra hermanna áleiðis inn á landssvæði indíána. Fljótlega kom þó í ljós að nærvera hermannanna ýfði upp áralanga tortryggni indíánanna í garð hersins og tökuliðinu gekk erfiðlega að ná tránaði þeirra með- an hermennirnir vora nálægir. Eft- „ Ljósmynd/Georg Kristíansen FRÁ vinstri: Hallgrim Odegaard tökumaður, Torgny, Helgi og Flynn Donovan á leið til baka úr frumskóginum. Vegurinn lá yfir fjallaskarð í Andesfjöllum í 4.500 metra hæð yfir sjávarmáli. BÖRNIN voru stöðugt í mikilli nálægð við mæður sínar. i-uijii.Æ.';.. HELGI fær boga að gjöf frá ungum Ashaningasdreng. ir mikla rekistefnu tókst þeim að fækka hermönnunum niður í tvo óvopnaða eftirlitsmenn meðan far- ið vai- á „kanóum“ eftir Ap- urimacfljótinu, og loks tókst þeim að fá leyfi til að halda einir áfram inn í framskóginn í fylgd gamals vinar Torgnys, Ashaningashöfð- ingjas Amadeo og manna hans. Burðarmenn og aðstoðai'menn á hans vegum vora um 45 talsins meðan mest var en hópurinn smá- þrengdist eftir því sem innar dró í framskóginn. Upphaflega hugmynd Torgnys var að leita uppi unga stúlku, Chabuka, sem hann hafði tekið ást- fóstri við meðan hann dvaldi í þorpi Ashaningahöfðingjans Femandos tuttugu árum áður. Stúlkan var þá sjö ára og hugmyndin var að byggja myndina í kringum örlög hennar og líf í framskóginum. En „siðmenningin" hafði gleypt Chabuka til hálfs og vonbrigði Torgnys yfir endurfundunum voru mikil. Áður en þeir félagamir vissu af sigldu þeir annað hvort ófær fljót á balsastokkum og kanóum eða bratust yfir leiraga stíga í gegnum laufþykkni framskógai'ins í hamslausri leit gamla mannsins að þeirri paradís sem hann hafði yfirgefið tuttugu áram áður. Vonbrigðin vora ekki minni þeg- ar þeir hittu Fernando sjálfan, höfðingjann, sem hafði vígt Torgny inn í Áshaningasættbálkinn tutt- ugu ámm áður. Fernando, sem verið hafði áhrifamikill Ashan- ingashöfðingi, stoltur maður og leiftrandi af lífsgleði, var nú ekki svipur hjá sjón. Hann hafði orðið að beygja sig og þorp sitt undir Sendero til að halda lífi. Af mörg- um indíánahópum era „Sender'- þorpin“ hunsuð og indíánar sem starfa með Sendero álitnir svikar- ar. Femando vai' niðurbrotinn maður. Þannig lá ferð þeirra félaga sífellt lengra inn í framskóginn í leit að „ómenguðu" Ashaninga- sþorpi. Hvarvetna hittu þeir fyiir indíána sem vitnuðu um morð o£ hryðjuverk í þorpunum. Jafnvel böm, konur og gamalmenni höfðu verið skotin eða brytjuð niður með „masjetas“ (stóram framskógar- sveðjum) hvar sem til þeirra náðist og þorpin jöfnuð við jörðu. Óbreytt lífssýn En þrátt fyrir allt hefur lífssýn indíánanna ekki breyst og skógur- inn er enn þá stærsti áhrifavaldur- inn í lífí þeirra og jákvæð lífsspek- in, sem er einhverskonar hagkvæm skynsemi blönduð andatrá og galdri, vai' og er enn grandvöllur hins daglega lífs. Ashaningas indíánar, en Ashaningas þýðir mitt fólk, lifa nær eingöngu á veiðum og söfnun. Eina plantan sem þeir rækta er manjúka, stór rótarvöxt- ur sem gefur mikla næringu og er grannfæða þeirra ásamt fiski sem þeir veiða í ánum. Við veiðamar er notað curare eitur sem lamar fisk- inn og hann er síðan tíndur upp þar sem hann flýtur í yfírborðinu. Áhöld og verkfæri era nær eng- in. Masjetas-sveðjan, sem þeir út- vega sér gegnum einhver óræð vöraskipti er notuð bæði sem hníf- ur, öxi og skófla en boga og örvar, gera þeir sjálfir og beita af mikiili' fimi. Húsakynni eru litlir kofar úr trjábolum og ofnu laufi. Maturinn er eldaður yfir sprekum sem era dregin saman í þeim tilgangi en raunveraleg eldstæði era engin. Indíánamir lifa með ljósinu, stíga upp við dagrenningu og leggjast til svefns við sólsetur. Ymsir hitabeltissjúkdómar hrjá indíánana og nærvera Oscars var afar velkomin þó ekki hefði hann önnur lyf en pensilín til að liníj. þjáningar þeirra. Kvikmyndavélin, videóvélin, ljósmyndavélamar og hljóðnemamir gengu án afláts í þær 6 vikur sem þeir félagar dvöld- ust meðal indjánanna. Þrotlausri vinnu mánuðum saman við að ljúka myndinni lauk fyrir nokkrum vik- um eins og áður sagði þegar hún var framsýnd í Scandia kvik- myndahúsinu í Stokkhólmi í viður- vist Carl Gustavs 16. Svíakonungs, Silvíu drottningar, íslenska sendi- herrans og fleiri stórmenna en konungurinn og Torgny Ander- berg era einmitt félagar í sama landkönnuðarfélagi, háæraverðug- um klúbbi sem Helga hefur nú ver- ið boðin innganga í. En á meða vicþ hér heima bíðum spennt eftir ao sjá þetta nýjasta afkvæmi Idé Film hafa þeir félagar þegar hafið undir- búning að næsta verkefni, sem áætlaðar tökur era á næsta vetur, djúpt inni í framskógum Brasilíu. Höfundur er kvikmyndafræðingur. - Qv-^-Árf-1 MG-701 DAF 95, Ati, 6X4 stell bíll, 420 hp, kojuhús. Áng. 1993, ekinn 490,000 km. Flutningabíll með kassa. Astand mjög gott. Vferð 3.705.000 + VSK. HJ-270MAN 19.281,4x4 aidrifsbíll, 320 hp. Árg. 1994, ekinn 420,000 km. Með gámagrind, daghús. Bfll í mjög góðu ástandi. Verð 1.270.000+ VSK. W-786 SCANIA 143,6X4 stell bfll, 450 hp, CR19 kojuhús. Arg. 1993, ekinn 520.000 km. Flutningabíll með kassa og frystivél. Ástand mjög gott. Verð 4.750.000 + VSK, ST-585 SCANIA 112H,6x4stellbíll, Arg. 1988. SkráðurVrst 1990. Daghú Ekinn 750.000 km. Ásamt tveggja öxlr malarvagni. véladeild sími 569 5700 www.hekla.is 1SSÉÉ® Til sýnis á bilasölunni Braut, Borgartuní 26 hhhmh [gwgrTO J!;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.