Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MÉR ætlar ekki að verða kápan úr því klæðinu að færa fram tillögu mína til að ýta burtu úr málinu orðskrípinu „markaðssetning“. I tvígang hefir prentvillupúkinn, og kenni ég þá engum um nema hon- um, eyðilagt helminginn af tillögu minni. Pess vegna ætla ég að end- urtaka þetta í þriðja sinn: Mark- aðssetningu legg ég til að við köll- um mörkun, en að markaðssetja vil ég nefna „að merka“ ekki að merkja, eins og púkinn hefír tví- vegis prentað. Nóg um það. Móðir náttúra minnti á sig á ár- inu eins og endranær og fórum við hér í Flórída, ekki varhluta af því. Unga fólkið, sem vinnur við fjöl- miðlana á Fróni, fylgist feikilega vel með slíku, hvar sem er í heim- inum, og hringir þá gjaman í ræð- ismenn landsins til þess að afla upplýsinga um, hvort náttúrham- farirnar hafí á einhvern hátt skað- að íslenzka borgara líkamlega eða efnahagslega. A síðasta ári þurftu þeir í þrígang að hringja í frétta- mann ykkar. Fyrst voru það skýstrokkarnir, sem þeystu eftir austanverðum miðjum skaganum 22. febrúar. Fjölmennt þorrablót hafði verið haldið á svipuðum slóðum daginn áður. Nokkrir landar höfðu „hér um bil“ lent í ósköpunum, en sem betur fór sluppu allir. Ung fjöl- miðlakona sagði við mig í síman- um, að það hlyti að vera að ein- hverjir Islandsmenn hefðu búið á svæðinu, sem strokkamir lögðu í rúst. Hún varð hálfsúr, þegar ég fullvissaði hana um að svo hefði ekki verið. I júlí komu svo skógareldarnir á svipuðu svæði og strokkarnir höfðu áður geisað. Þeir, sem misst höfðu hús sín í þeim náttúruhamförum, þurftu a.m.k. ekki að hafa áhyggj- ur af því, að eldurinn myndi skaða Minnisvert frá liðnu ári þá. Fjölmiðlafólkið hringdi ótt og títt af Fróni og birtust misjafnlega glöggar fréttir í miðlunum heima. I fyrirsögn í einu blaðinu sagði að eldarnir ógnuðu Orlando. Stað- reynin var sú, að þeir voru meira en 50 km í burtu. Myndi eldur í Þingvallaskógi geta ógnað Reykja- vík? Alla vega var ég mjög ánægð- ur að geta sagt þeim, að ís- lenzk/bandarísk fjölskylda hefði orðið að yfirgefa hús sitt, þegar eldurinn ógnaði. Allir voru ánægð- ir og þó mest fjölskyldan, sem gat flutt heim aftur í óskemmt hús, þegar búið var að slökkva eldana. Svo kom fellibyljatíminn, en þá stendur stormguðinn í klofstígvél- um í Suður-Atlantshafinu og mið- ar byljabyssu sinni á Flórída og hleypir af hverjum fellibylnum á fætur öðrum. Sem betur -fer er hann ekki hittinn, því stormarnir hans bruna tvist og bast og fara oftast fyrir sunnan eða norðan okkar heittelskaða skaga, þótt auðvitað geri þeir mikinn usla og valdi mannsköðum annast staðar. Þeir, sem fara norður fyrir, bruna svo norður AUantshafið og ráðast á eymingja Island, sem á ér einskis ills von og er náttúrlega ekkert ánægt að fá allan þennan vind, sem Flórída átti að fá. En svona er nú lífið og í því ekkert réttlætið. Fellibylurinn Georg komst næst Þórir S. Gröndal skrifar frá því að heimsækja Flórída í sept- emberlok. Hann stefndi lengi vel næstum beint á okkur og voru fjöl- miðlarnir hér búnir að hræða líf- tóruna úr mörgum manninum og flúði fjöldi fólks norður á bóginn. Kaupmenn voru himinlifandi, því hlutir eins og rafhlöður, vatn, dósamaður, krossviður, kerti og margt annað seldist eins og heitar lummur. En á síðustu stundu sprakk Georg á limminu og sigldi suður fyrir skagann. I þriðja sinn sluppum við landar hér með skrekkinn. Eins og þið vitið, hafa viðskipti með frystan fisk orðið fyrir stór- kostlegum breytingum eftir að það fór að tíðkast, að heilfrysta fisk og selja hann til vinnslu, stundum í öðrum löndum. Islenzk frystihús hafa t.d. þannig keypt mikið af heilfrystum þroski af Rússum, sem þau hafa þítt upp, flakað, fryst aft- ur og síðan flutt út. í fyrra gerðum við viðskipti, sem í fór með sér höfðu lengra ferðalg fyrir dauðan þorsk, en ég hafði heyrt um áður. Frystihús í Taílandi keypti farm af heilfrystum þorski frá Rúss- landi. Eftir að búið var að flaka, pakka og endurfrysta fiskinn, keyptum við hann og var hann fluttur alla leið hingað til Flórída. Skömmu seinna seldum við hann svo aftur til fyrirtækis hér, sem var með lægsta tilboðið, þegar Sa- meinuðu þjóðirnar leituðu eftir matvælum fyrir friðargæslusveitir sínar. Var fiskurinn nú settur í frystigám og fluttur alla leið til Sýrlands! Var hann endanlega matreiddur og étinn uppi á Gólan- hæðum, þar sem hermenn frá ýmsum þjóðum stía sundur gyð- ingum og aröbum. Lauslega áætl- að ferðaðist þessi þorskur um 38.000 kílómetra eftir að hann hætti að synda! Skiljanlega erum vér hér í Suð- ur-Flórída hálfvængbrotin eftir að Flugleiðir skildu okkur eftir eins og skít í polli, þegar þeir felldu niður flug til Fort Lauderdale. í staðinn hafa þeir flogið gi-immt til Minneapolis og skilst mér, að þeir hafi boðið svo mikil kostakjör þangað, að fjöldi fólks hafi ekki haft efni á að hafna þeim boðum. Og nú er líka hætt að fljúga til Lúxemborgar og tilkynnt hefir verið að hætt verði líka að sjá um þjónustu til Helsinki. Hvar fellur öxin næst? Vonandi ekki á Kefla- vík! í fyrra var fyrst, fyrir alvöru farið að tala um að nota 1000 ára afmæli landafunda Leifs heppna og annarra íslenzkra kappa til að gera mikið kynningarátak í Amer- íku og koma íslandi endanlega inn á kortið. Þetta verður hægara sagt en gert því meirihluti bandarísku þjóðarinnar er mjög ófróður í sögu og landafræði og það sem verra er, fólk hefur takmarkaðan áhuga á slíku. Það er svo margt, sem kepp- ir um að ná athygli hins almenna borgara og fólk virðist eiga bágt með að einbeita sér að einu eða neinu. _Um daginn útlistaði ég áform Islendinga fyrir árið 2000 fyrir amerískum manni, sem ég taldi vel menntaðan og framsýnan. Þegar ég hafði lokið máli mínu, leit hann upp, yppti öxlum og sagði: „Who cares?“ Svo er það spurningin um frændur okkar Norðmenn. Enginn veit, hvort þeir ætla að halda til streitu eignarrétti sínum á Leifi og stela „glæpnum“ frá okkur hérna í henni Ameríku á 1000 ára afmæl- inu. Ég var minntur á þetta, þegar ég fór fyrir jólin í norska búð, sem rekin er í Fort Lauderdale, að kaupa síld, reyktan lax og aðrar kræsingar fyrir hátíðaborðið. A skilti sem hékk á veggnum fyrir of- an peningakassann stóð: „Okkur líkar ljómandi vel í Ameríku - norskri nýlendu síðan 1004.“ Þeg- ar ég var að fara, renndi inn á bfla- stæðið silfurlitaður mestmegnis Benz af stærstu gerð. Ut úr honum steig prúðbúið par, sæt kona og lágvaxinn maður með kúluvömb. I stað talna á bílnúmerinu stór SIR ERIK. Hér virtist vera á ferðinni norskur aðall. Ég var ekki viss um hvort ég ætti að hneigja mig. Accelerated Training for MSCE Core Microsoft Windows NT 4.0 (combined Core & Admin), (MS 983). Lengd fimm dagar. Tími 25. - 29. janúar. Verð kr. 125.000,- Undirbúningur undir Microsoft próf nr: 70-067 og 70-073. Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við Windows NT, svo sem umsjónarmönnum tölvukerfa og þeim sem setja upp, stýra og leysa vandamál við Microsoft Windows NT. Þetta námskeið hefur verið mjög vinsælt þar sem farið er frekar hratt yfir, f rauninni er farið yfir námsefni tveggja námskeiða (NT Core og NT Admin). System Administration for Microsoft SQL Server 7.0( MS832) Lengd fimm dagar. Tími 1. - 5. febrúar. Verð kr. 125.000,- uppselt Undirbúningur undir Microsofl Námskeiðið er ætI^ð»þe%jpim^Bfjakmr^^?ðhalda og þjónusta Microsoft® SQL SgrwMhglm 7.fl^pámskeiðið er heildaiuppfærsla af námskeiði {m.wæm Awministration for Microsoft SQL Server 6.5. Efni námskliðangTiefur verið breytt í samræmi við breytingar á kerfinu og einnig er lögð meiri áhersla á verkefnavinnslu. Implementing Microsoft Internet Explorer 4.0 (MS 956). Lengd tveir dagar. Tími 8. - 9. febrúar. Verð kr. 60.000,- Námskeiðið er ætlað þeim sem þurfa að þekkja byggingu og lykil- atriði Microsoft® Intemet Explorer version 4.0. Námskeiðið hjálpar þeim að setja upp, viðhalda og þjónusta Intemet Explorer í netumhverfi með með sérstaka áherslu á notkun innranets. Creating and Configuring a Web Server Using Microsoft Internet Information Server 4.0 (MS 936) Lengd þrfr dagar. Tími 10. - 12. febrúar. Verð kr. 90.000,- Námskeiðið er ætlað þeim sem setja upp, þjónusta og skrifa fyrir Microsoft® Intemet Information Server (IIS). Mastering Web Site Fundamentals. (MS1009). Lengd fimm dagar. Tími 15. -19. febrúar. Verð kr. 125.000,- Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa unnið að eða eru að hefja vefsíðugerð. Farið er f grundvallaratriði í gerð lifandi HTML síðna, fjallað um Intemet og innranet og kennt á Microsoft tól og tæki sem nauðsynleg em í veíþróun. Notað er Microsoft Frontpage og búnar til síður með ýmsum stýringum, s.s. ActiveX™ stýringum, Java og biðlaraskrift. Nemendur munu einnig læra að gefa út og prófa vefsíður á vefþjóni. Kennsluaðstaða Kennt verður á fyrsta flokks tölvubúnað í mjög fullkominni nám- skeiðaaðstöðu á fjórðu hæð í húsnæði EJS hf við Grensásveg 10. Allir kennarar á Microsoft sérfræðinámskeiðum skólans em með viðurkenningu frá Microsoft (Microsoft Certified Trainer). Það er breski tölvuskólinn Pygmalion sem sendir okkur sérmenntaða kennara sfna og fer námskeiðið fram á ensku. Hádegisverður er innifalinn í verði námskeiða! Námsefni frá Microsoft Education Services fylgir námskeiðunum. Lýsinqu á námsefninu er að finna á heimasíðu okkar. www.ejs.is. undir skóli Skráning og fyrirspurnir Tekið er við skráningum og fyrirspurnum hjá skólastjóra Tölvuskóla EJS í síma 563 3000 (Margrét Guðjónsdóttir) eða með tölvupósti á netfang margret@ejs.is. Grensásvegi 10 * Sími 563 3000 • Fax 568 8487

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.