Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 22

Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 22
fB2 B SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST TÓNLISTARMAÐURINN Pétur Einars- son, sem kallar sig P6, fer gjarnan ótroðn- ar slóðir við útgáfu og kynningu á tónlist sinni. Pétur hefur helst komið fyrir sjónir manna í myndböndum, en hann hefur einnig sent frá sér stök lög og kynningar- efni. Fyiir stuttu gaf hann út diskinn Colors sem inniheldur nokkur lög Péturs, auk þess sem talsvert tölvuefni er að fínna á disknum. Pétur segir að tilgangur sinn með útgáf- unni sé að koma sér upp aðstöðu til að vinna allt sjálfur, tónlist, hönnun ofl., læra á ferlið og komast að því hversu vel gengi að sameina áhugann á tónlist, tölvum og list- rænan metnað miðað við þann tíma sem hann hafi gefið sér og þau íjárráð sem hann hafði. „Diskminn var bara markmið. Ég er um 20% ánægður með útkom- una, eins og sjá má í dagbók sem fylgir á disknum, og nokkuð sátt- ur yfír heildina, enda er þetta ör- lítið betra á köflum en ég bjóst við,“ segir Pétur. Hann segir að með þessum diski sé hann langt í frá að full- nægja öllum þeim kröfum sem hann geri hvað stefnu í tónlist, hljómgæði og flutning. „Lögin á þessum diski eru frekar í ein- faldari og rólegri kantinum og standa betur undir sér í einföld- um útsetningum eins og þau eru á Colors en mörg þeirra laga sem ég á og krefjast mun betri vinnslu, betri flutnings, betri hljóðfæra o.s.frv. Þannig á ég t.d. nokkurt safn af rokklögum, danstónlist, kammertónlist og jafnvel stöku jazzhugmyndir.“ Pétur segir að upptökurnar hafí íyrst og fremst verið æfing, „full af málamiðlunum, eins og næstum allt sem ég hef gert hingað til, því miður. Fyrir um áratug hafði ég um tvennt að velja, ann- aðhvort að hjakka í sama farinu með kröfu um fullkomnun á bakinu og gera ekki neitt, eða reyna að taka þessu með ró og vinna mig upp. Með Colors lít ég svo á að æfmg- um og tilraunum hjá mér sé lokið.“ Colors kom út 27. desember sl. og Pétur segir að daginn eftir hafi hann lagt drög að næsta diski, valið á hann um 12 til 15 lög, sem öll eru útsett og til í prufuupptökum, nafn disksins sé tilbúið, hugmynd að hönn- un og svo megi telja. Hann býst við að íyrsta lagið verði tilbúið með vorinu og hyggst hann fullvinna þann disk í sumar. „Sá diskur mun innihalda nær eingöngu rokktónlist og jafnvel öskrað og æpt í ein- staka lögum. Almennt séð stefni ég að því að gera disk á ári, ef ég mögulega get. Þetta var tímafrekt, kostnaðarsamt, erfítt og flókið ferli, en útkoman mjög gefandi." Reggiskald Lmt on Kwesi Johson. Bellatrix á ferð og flugi HLJÓMSVEITIN Bellat- rix hefur í nógu að snú- ast nú um stundir, leikur til að mynda á tuttugu tónleik- um ytra í janúar. Fyrir rúmri viku hófst tónleikaferð sveit- arinnar um Evrópu og í kvöld leikur hún í Blackwood skólanum í Wales. Tónleikaferðin hófst í þeim fomfræga stað Paradiso í Amsterdam 7. janúar sl. og síðan lá leiðin á Eurosonic útvarpshátíðina í Groningen í Hollandi til Brussel, Eid- hoven, Lundúna, Reading, Bristol, þá tO Exeter og í kvöld leikur Bellatrix í Blackwood-skólanum í Wales eins og áður er getið. A morgun heldur sveitin til Newport í Wales og leikur í v.3, og síðan er ferðinni fram haldið svo: 19. verður leikið í Waterford-tækniskólanum á Irlandi, 20. í Nancy Spains í Cork á írlandi, 21. í tónlistar- miðstöð Dyflinnar, 23. í Bo- ardwalk í Manchester, 25. í Bullingdon Ai-ms í Uxavaði, 26. í Boat Race í Cambridge, 27. í Y klúbbnum í Chelms- ford, 28. í The Albert í Brighton, 29. í Borderline í Lundúnum og 30. í The For- um í Tunbridge Wells. Þá fá sveitarlimir stutt frí því 24. febrúar er sveitin aftur kom- in af stað ytra, nú í Kroa í Noregi, Joá eru tónleikar 25. í Mars í Osló, 26. í ASJ í Björgvin, 27. í ByLarm í Stafangri, 4. mars í Stengade 30 í Kaupmannahöfn, 5. í Rytmeposten í Óðinsvéum og lokatónleikar að sinni verða væntanlega á ótilgreindum stað í Árósum. MARGIR minnast heimsóknar reggískáldsins Lintons Kwesis Johnsons og dub-sveitar Dennis Bowell hingað til lands fyrir löngu og tónleikum í því sem þá kallaðist Kiúbburinn. Linton var þá með áhrifamestu ljóðskáldum Bret- landseyja og tónlist hans vinsæl, en einnig var hann virtur sem óþreytandi baráttumaður fyrir réttindum lítilmagnans. Island-út- gáfan sendi á dögunum frá sér tvöfalda safnskífu þar sem finna má helstu verk Johnsons í bland við sjaidheyrt efni sem gefur gott færi á að h'ta yfír feril hans. Linton Kwesi Johnson fæddist á Jamaica fyrir bráðum fímmtíu áram. Hann ólst upp við guðsótta og gamla háttu á býli ömmu sinnar og hefur sagt svo frá að hann hafi ákveðið að verða ljóðskáld fyrir kjmni sín af skáldskapnum í Gamla testament- inu. Ellefu ára gamall fluttist Johnson með móður sinni til Englands og bjó eftir það í Brixton-hverfinu í Lundúnum og býr þar reyndar enn. Eftir því sem Johnson jókst þroski og skilningur á lífinu í kringum sig fékk hann meiri áhuga á réttindabaráttu litra og drakk í sig innblástur frá þeldökk- um rithöfundum vestan hafs, ekki síst meðlimum Svörtu hlébarð- anna. Liður í starfi hans í samtök- um blökkumanna í Brixton var ljóðalestur og fyrir hvatningu áheyrenda sinna tók hann að troða upp með slagverkssveit rastafari- manna. Fyrsta ljóðbók Johnsons kom út 1974 og 1975 kom bókin Dread Beat and Blood sem vakti gríðarlega athygli í Bretlandi og gerði Johnson að bókmennta- stjörnu. Hann langaði þó að feta sig lengra í átt að tónlistinni og fékk Dennis Bowell til að setja saman með sér plötu byggða á ljóðunum í Dread Beat and Blood. Johnson gerði útgáfusamning við Island árið 1979 og fyrsta Is- land-platan, Forces of Victory, náði miklum vinsældum í Bret- eftir Árno Matthíasson landi, en ekki voru textarnir á plötunni síður áhrifamiklir. Þótt marxísk sannfæring Johnsons hljómi sem gamaldags rómantík í dag, gefur hún textunum sannfær- ingarhljóm líkt og trúarkveðskap- ur; í stað innblástursins frá Gamla testamentinu sem kom honum af stað í ljóðasmíðinni kemur inn- blástur frá glænýja testametinu, Kommúnistaávarpinu. Tvær plötur komu út 1980, Bass Culture og LKJ in Dub, sem er með bestu dub-skífum og fjóram árum síðan Making History. John- son hefur lýst því að smám saman hafi honum þótt frægðin óþægi- legri og einnig var starf hans að réttindabaráttu litra æ umfangs- meira og krefjandi. Han hefur og látið þau orð falla að smám saman hafi sér þótt erfiðara að skrifa ljóð fyrir plöturnar, ekki síst vegna þess að hann leggi mikla áherslu á að engar tvær plötur séu eins. Making History var síðasta platan sem Johnson gaf út á veg- um Island þvi vinslit urðu þegar Island-stjórar létu endurhljóð- blanda skífuna að honum for- spurðum. Eftir að slitnaði upp úr sam- starfi Johnsons og Island hefur verið hljótt um hann að mestu, en þó kom út breiðskífa fyrir fáum árum. Island-safnið sem sem hér er gert að umtalsefni heitir Independant Intavenshan og hef- ur að geyma safn laga af plötunum hans þremur fyrir Island og dub- plötunni sem áður er getið. Einnig eru á henni nokkur lög sem sjald- an eða ekki hafa heyrst áður, þar á meðal 12“ útgáfur laga. Geta má þess að á plötunni eru lögin af Making History eins og þeir félag- ar Johson og Bowell hugðust hafa þau, þ.e. í upprunalegri hljóð- blöndun. Linton Kwesi Johson naut mik- illar hylli á sinni tíð eins og rakið er og á safninu má glöggt heyra hvers vegna. Dubsveit Dennis Bowell var skipuð framúrskarandi tónlistarmönnum og Bowell frá- bær lagasmiður, útsetjari og upp- tökustjóri. Aðal platnanna er þó Linton Kwesi Johson og ljóðalest- ur hans, kraftmikill kveðskapurinn þrunginn pólitískri sannfæringu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.