Morgunblaðið - 21.01.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.01.1999, Qupperneq 2
2 C FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 C 3 * ÚRSLIT KANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Valur - Afturelding 25:28 fþróttahús Vals að HUðarenda, 16. umferð ís- landsmótsins í handknattleik karla, Nissan- deildaiinnar, miðvikudaginn 20. janúar 1998. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 4:4, 4:6, 6:6, 8:8, 8:12, 9:12, 11:14, 11:16, 12:17, 14:17, 15:18, 15:22,21:22,21:25,22:26,24:26, 25:27,25:28. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 6/4, Ari Allans- son 5, Daníel Ragnarsson 4, Júlíus Gunnars- son 3, Einar Örn Jónsson 3, Freyr Brynjarsson 1, Theodór Valsson 1, Erlingur Richardsson 1, Davíð Ólafsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 7/2 (þaraf 3/2 til mótherja), Svanur Baldursson 6 (þaraf 2 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sigurðsson 10/1, Savukynas Gintaras 5, Magnús Már Þórðarson 4, Galkauskas Gintas 3, Sigurður Sveinsson 3, Jón Andri Finnsson 3/2. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 21 (þaraf 8 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Bjarni Viggósson og Valgeir Ómarsson. Áiiorfendur: Um 150. Grótta/KR - Fram 20:21 íþróttahúsið á Seltjamarnesi: Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 4:4, 4.5, 5:6, 6:6, 6:9, 8:9, 8:10, 10:10, 11:10, 11:11, 14:13, 14:15,15:16,18:16,19:18,19:19, 20:20, 20:21. Mörk Gróttu/KR: Magnús Magnússon 6, Armandis Melderis 5, Gylfi Gylfason 3, Agúst Jóhannsson 2, Zoltán Belánýi 2/1, Aleksandr Peterson 1, Davíð B. Gíslason 1. Varin skot: Sigurgeir Höskuldsson 15/1 (þaraf 6 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur, þaraf fékk Magnús Magnússon útilokun þegar ein sekúnda var eftir af leiknum fyrir að slá til Njarðar Arnasonar. Mörk Fram: Njörður Árnason 6/3, Andrei Astaflev 5, Magnús A. Arngrímsson 5, Björgvin Þór Björgvinsson 2, Guðmundur Helgi Pálsson 1, Kristján Þorsteinsson 1, Oleg Titiov 1. Varin skot: Sebastían Alexandersson 19/1 (þaraf 7/1 tii mótherja). Utan vallar: 12 mínútur, þaraf fékk Njörður Ámason rautt spjald fyrir hefndarbrot þeg- ar ein sekúnda var eftir af leiknum. Dómar- ar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartans- son. Áhorfendur: 200. ÍR - ÍBV 25:24 íþróttahúsið Austurbergi: Gangur leiksins: 2:1, 2:5, 4:7, 11:7, 13:10, 14:12, 15:15, 18:18, 22:18, 24:19, 24:22, 25:22,25:24. Mörk ÍR: Ingimundur Ingimundarson 9, Ragnar Már Helgason 6, Róbert Þór Rafns- son 5, Finnur Jóhannesson 2, Jóhann Ás- geirsson 2/2, Erlendur Stefánsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 26 (þar af 6 til mótherja). Hallgrímur Jónasson 1/1. Utan vallar: 14 mín. Mörk ÍBV: Guðfinnur Rristmannsson 7, Valgarð Thorddsen 6/5, Daði Pálsson 4, Svavar Vignisson 2, Haraldur Hannesson 2, Gunnar Sigurðsson 1, Davíð Hallgrímsson 1, Gredreus 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 11 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Einar Hjartarson og Ingvar Reynisson. Áhorfendur: Um 300. Stjaman - Haukar 28:25 Iþróttahúsið Ásgarður í Garðabæ: Gangur leiksins: 2:0, 3:1, 3:5, 4:6, 7:6, 10:9, 10:11,10:13,14:14,18:14,19:17, 22:17, 26:20, 28:23, 28:25. Mörk Stjörnunnar: Einar Einarsson 7/6, Rögnvaldur Johnsen 6, Aiiaksandr Sham- kuts 5, Jón Þórðarson 4, Heiðmar Felixson 3, Arnar Pétursson 2, _Konráð Olavson 1. Varin skot: Birkir í. Guðmundsson 21/1 (þaraf 8/1 til mótherja). l'tan vallar: Enginn. Mörk Hauka: Jón Karl Bjömsson 12/6, Kjetil Ellertsen 3, Jón Freyr Egilsson 3, Sigurður Þórðarson 2, Sturia Egilsson 2, Sigurjón Sigurðsson 1, Halldór Ingólfsson 1, Einar Gunnarsson 1. Varin skot: Magnú sSigmundsson 20 (þaraf 7 til mótherja), Jónas Stefnánsson 1/1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Stefán Arnarldsson og Gunnar Viðarsson. Komust ágætlega frá leiknum. Áhorfendur: Um 500. FH - HK 24:24 Kaplakriki: Gangur leiksins: 1:0, 4:2, 7:5, 9:8, 12:9, 15:11,15:13, 18:14, 20:15, 22:17, 23:20, 23:22, 24:22, 24:24. Mörk FH: Valur Arnarson 5/1, Knútur Sig- urðsson 4, Guðjón Árnason 4, Guðmundur Pedersen 4, Gunnar Beinteinsson 3, Hjörtur Hinriksson 2, Sigurgeir Ægisson 1, Gunnar Narfi Gunnarsson 1. Varin skot: Elvar Guðmundsson 11/1 (þar af þrjú til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 9/1, Óskar Elvar Óskarsson 5, Alexander Arnarson 4, Guðjón Hauksson 2, Stefán Freyr Guð- mundsson 1, Már Þórarinsson 1, Heigi Ara- son 1, Hjálmar Vilhjálmsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 16 (þar af þrjú til mótherja). Utan vallar:12 mínútur (Helgi Arason fékk rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir). Dómarar: Guðjón L Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Vora samkvæmir sjálfum sér og dæmdu hreint óaðfmnanlega. Áhorfendur: Um 250 manns. Selfoss - KA 32:27 íþróttahúsið á Selfossi: Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 6:6, 9:10, 12:11, 14:12, 16:14, 16:15,19:17, 22:20, 25:23, 29:24, 31:25, 32:27. Mörk Selfoss: Valdimar Þórsson 14/7, Ro- bertas Pauzoulis 6, Atli Marel Vokes 5, Björgvin Rúnarsson 3, Davíð Guðmundsson 2, Sigurjón Bjarnason 1, Guðmundur Magn- ússon 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 21 (þar af 9 til mótherja), Jóhann Guðmundsson 4/3. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk KA: Lars Walter 7, Leó Örn Þorleifs- son 6, Halldór Sigfússon 3, Sævar Árnason 2, Hilmar Bjarnason 2/2, Jóhann G Jóhanns- son 2, Jónatan Magnússon 2, Svei*rir A. Björnsson 1, Guðjón Valur Sigurðsson 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 4. Utan vallar: KA 8 mín. (Sigtryggur fékk rautt eftir leik og Árni liðstjóri fékk rautt fyrir mótmæli á meðan leik stóð). Áhorfendur: Tæplega 200. Dómarar: Anton Gylfí Pálsson og Hlynur Leifsson. Fj. leikja U J T Mörk Stig UMFA 16 12 1 3 432:387 25 STJARNAN 16 11 1 4 397:387 23 FRAM 16 10 0 6 425:393 20 ÍBV 16 8 2 6 377:365 18 VALUR 16 8 1 7 365:349 17 KA 16 8 0 8 412:407 16 HAUKAR 16 7 1 8 434:429 15 ÍR 16 7 1 8 401:423 15 FH 16 6 2 8 394:391 14 HK 16 4 5 7 384:408 13 GRÓTTA/KR 16 2 4 10 384:418 8 SELFOSS 16 3 2 11 380:428 8 Knattspyma Vináttulandsleikir Tel Aviv, ísrael: ísrael - Noregur .................0:1 - Bent Skammelsrud (11. vítasp.) 5.500. Marseille, Frakklandi: Frakkland - Marokkó................. Youri Djorkaeff (47.) 55.000. Frakkland: Fabien Barthez - Lilian Thuram, Laurent Blanc (Frank Leboeuf 46.), Marcel Desailly, Vincent Candela - Di- dier Deschamps (Emmanuel Petit 46.), Ala- in Boghossian, Zinedine Zidane (Nicolas Anelka 67.), Youri Djorkaeff - Christophe Dugarry (Robert Pires 46.), Florian Maurice. Ítalía 1. deild: Feneyjar - Empoli.................3:2 Fabian Valtolina 53, Maniero 76, 90 - Art- uro Di Napoli 17. - vítas., 37. - vítasp. 7.000. Rautt spjald: Fabio Bilica (Feneyjum) 37. Spánn Bikarkeppnin, Qórða umferð - fyrri leikir: Athletic Bilbao - Racing Santander ... .2:2 Benidorm - Barcelona .................0:1 • 7.500 áhorfendur sáu Hollendinginn Ron- ald de Boer opna markareikning sinn fyrir Barcelona á 88. mín. Espanyol - Valladolid ................4:2 Real Betis - Mallorca ...............0:1 - Carlos (65.). Celta Vigo - Deportivo Coruna ........0:1 - Turu Flores (24.). Levante - Valencia ...................0:3 Real Sociedad - Atletico Madrid ......1:2 • Real Madrid og Villarreal leika í kvöld. Tennis Opna ástralska Einliðaleikur karla, önnur umferð - helstu úrsht: Christian Ruud (Noregi) vann 2-Alex Corretja (Spáni) 3-6 6-3 6-4 6-4 • Sigur Norðmannisns á Corretja vekur mikla athygli. Ruud hefur aldrei unnið tennismót á sjö ára keppnisferli sínum, en Corretja er í öðra sæti á styrkleikalista al- þjóða tennissambandsins. 14- Mark Phiiippoussis (Ástalíu) vann M. Chang (Bandar.) 7-6 (7-1) 2-6 6-3 5-7 7-5 9-Richard Krajicek (Hollandi) vann Mariano Zabaleta (Argentínu) 6-3 6-2 7-5 6- Tim Henman (Bretlandi) vann Sandon Stolle (Ástralíu) 4-6 7-5 4-6 6-1 6-4 7- Karol Kucera (Slóvakíu) vann Davide Sanguinetti (Ítalíu) 7-5 6-1 6-4 3-Pat Rafter (Ástralíu) vann Mark Woodfor- de (Ástralíu) 6-2 6-4 6-4 Einliðaleikur kvenna: 9-Conchita Martinez (Spáni) vann Brie Rippner (Bandar.) 6-0 6-4 3-Jana Novotna (Tékklandi) vann Henrieta Nagyova (Slóvakíu) 6-4 2-6 6-3 I- Lindsay Davenport (Bandar.) vann Flor- encia Labat (Argentínu) 6-2 6-1 15- Natasha Zvereva (H-Rússl.) vann Meilen Tu (Bandar.) 6-3 7-5 II- Dominique Van Roost (Belgíu) vann Seda Noorlander (Hollandi) 7-6 (8-6) 6-0 5-Venus Williams (Bandar.) vann Asa Carls- son (Svíþjóð) 6-2 6-1 í kvöld KÖRFUKN ATTLEIKU R Úrvalsdeild kl. 20 Grindavík: UMFG - ÍA Keflavík: Keflavík - Skallagrímur Sauðárkrókur: Tindastóll - KFl Hagaskóli: KR - Snæfell Strandgata: Haukar - Valur Hrafh helja inga EYJAMENN hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á úti- velli í vetur og það var engin undantekning frá því þegar þeir heimsóttu ÍR í Breiðholtið í gærkvöldi. ÍR-ingar með Hrafn Mar- geirsson í miklu stuði í markinu unnu nokkuð sannfærandi, 25:24. Valur B Jónatansson skrifar IR-ingar hafa verið að sæk.ja í sig veðrið að undaníomu og sigur þeirra í gær var staðfesting á því. Mikil barátta í vöm- inni vó þungt og Hrafn flaug á milli stanganna eins og hi-ægammur. Það leit þó ekki vel út hjá ÍR því ÍBV byrjaði betur og komst í 7:4. Þá tók hinn ungi og efni- legi Ingimundur Ingimundarson við aðalhlutverkinu í sókninni, gerði fimm mörk í röð og öll með þmmu- skotum. ÍR-ingar breyttu stöðunni í 12:7 og þá höfðu Eyjamenn ekki skor- að í 12 mínútur, en munurinn í hálf- leik tvö mörk, 14:12, fyrir ÍR. Síðari hálfleikur var jafn í byrjun eða þangað til 12 mínútur voru liðnar og staðan 18:18. Þá kom góður kafli hjá IR, en að sama skapi slakur hjá IBV, sem misnotaði átta sóknir í röð og flestar þeirra strönduðu á mark- verðinum Hrafni. Þegar fimm mínút- ur voru til leiksloka var munurinn fimm mörk, 24:19, og sigur ÍR blasti við. Þá léku Eyjamenn vörnina mað- ur á mann og við það riðlaðist sókn- arieikur ÍR-inga. Eyjamenn gerðu fimm af síðustu sex mörkum leiksins og náðu að minnka muninn í eitt mai’k áður en yfii- lauk. Það var fyrst og fremst stórleikur Hrafns í markinu sem skóp sigur ÍR-inga. Ingimundur fór einnig mik- inn og þrumuskot hans vöktu at- hygli. Ragnar Már Helgason, homa- maðurinn knái, sýndi skemmtilega takta. Vörnin var sterk og ljóst að ÍR-ingar ætla sér í úrslitakeppnina. Eyjamönnum, sem hafa unnið alla heimaleikina í vetur, hentar greini- lega illa að leika á útivelli. Það er spurning hvort flugferðin upp á land fari svona illa í leikmenn? Guðfinnur Kristmannsson var sá eini sem lék vel og Daði Pálsson átti góða kafla. Það munaði líka miklu að Sigmar Þröstur fann sig ekki í markinu. Hann varði aðeins fjögur skot í síðari hálfleik og 14 alls. Selfyssingar sýndu sparihliðina Selfyssingar stigu stríðsdans í íþróttahúsinu á Selfossi í gær- kvöldi eftir að hafa lagt KA að velli í i miklum baráttuleik. Sigurður F. Þessi sigur Selfoss var Guðmundsson sá fyrsti í langan tíma, skrifar lokatölur urðu 32:27. Leikurinn var hnífjafn framan af en slakar vamir beggja liða gerðu það að verkum að mikið var skorað í upphafi leiks og skiptust liðin á um að hafa forystu en þegar leið á hálf- leikinn náðu liðin að þétta vamirnar. Selfyssingar voru ákveðnari í vörn- inni og uppskám 2-3 marka forystu sem þeir héidu til loka hálfleiksins. Seinni hálfleikurinn var ákaflega kröftugur og á köflum stórskemmti- legur á að horfa, bæði lið sýndu mikla baráttu í vörninni en Selfyss- ingar höfðu þó ávallt frumkvæðið og KA gekk illa að minnka muninn. Valdimar Þórsson fór fyrir Selfyss- ingum í sókninni og á köflum sýndi pilturinn snilldartakta, hann virtist geta skorað að vild og KA-mönnum gekk illa að eiga við fjölbreytt skot hans og útsjónarsemi. Vörn Selfyss- inga var ákaflega þétt og ekki skemmdi fyrir að Gísli markvörður var í miklum ham og hirti fjöldann ailan af skotum KA manna, alls varði Gísli 21 skot og munai' um minna þegar markvarsla KA var samtals 4 skot allan leikinn. Eitthvað virtist mótlætið fara illa í KA menn sem eyddu miklum kröft- um í að mótmæla dómum. KA menn hefðu betur eytt kröftum sínum í leikinn sjálfan því á þessum kafla náðu Selfyssingar 5 marka forskoti sem þeir héldu til leiksloka og sigur þeirra var aldrei í neinni hættu. Það var helst Lars Walther sem sýndi á sér sparihliðina og hélt KA á floti á þessum kafla. Lokatölur eins og áð- ur sagði 32-27 og sanngjarn sigur Selfoss á KA var staðreynd. Sigurjón Bjarnason þjálfari Sei- foss var að vonum giaður í leikslok. „Við mættum til leiksins með breyttu hugarfari, staðráðnir í því að berjast til síðasta blóðdropa. Við vor- um vel stemmdh’ enda mikið búið að leggja rækt við andlegu hliðina nú síðustu dagana og við höfðum sjálfs- traust og sigurvilja sem skilar sér svo sannarlega.“ Eins og áðui’ sagði fór leikurinn illa í skapið á KA mönnum og til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Sigtrygg- ur Albertsson markvörður KA rautt spjald að leik loknum fyrir óprúð- mannlega framkomu og kjaftbrúk. Morgunblaðið/Golli ALIAKSANDR Shamkuts lék vel fyrir Stjörnuna í gær er liðið lagði Hauka. Hér skorar hann úr hraðaupphlaupi hjá Magnúsi Sigmundssyni. Mikil gleði í Garðabæ ÞAÐ ríkti mikil gleði í Garða- bænum í gærkvöldi þegar Stjarnan lagði Hauka 28:25. Garðbæingar hafa ríka ástæðu til að vera hreyknir af hand- boltaliðinu því það hefur sigrað í sjö leikjum í röð í deildinni og er í öðru sæti. Haukar sigi'uðu í fyrri leik liðanna með tíu marka mun og í gær höfðu gestirnir þriggja marka for- ystu, 13:10, er tvær mínútur voni liðnar af síðari hálfleik, gerðu fjögur mörk í röð, tvö hvorum megin leik- hlésins. Þá fóru heimamenn heldur betur í gang og áttu stórgóðan kafla þar sem liðið gerði átta mörk gegn einu marki Hauka á tíu mínútna kafla. Staðan var orðin 18:14 og fátt sem benti til þess að gestirnir næðu að stöðva sigurgöngu Stjörnunnar. Mestur varð munurinn sex mörk, 26:20, og öruggur sigur í höfn þó svo heimamenn létu minna reynda leik- Skuli Unnar Sveinsson sknfar menn spila síðustu mínúturnar. Það má með sanni segja að það hafi verið sviptingar í leiknum. Stjai-nan gerði fyrstu tvö mörkin og komst í 3:1 en gerði síðan ekki mark í tíu mínútur á meðan Haukar gerðu fjögur mörk. Síðan liðu rúmar sex mínútur í næsta mark heimamanna þannig að liðið gerði aðeins eitt mark í 16 mínútur og notaði tii þess 11 sóknir. Þá kom Einar þjálfari Ein- arsson inná, vörninni var breytt úr 5- 1 í fiata vörn og heldur tókst að halda aftur af Haukum. Síðari hálfleikur hófst með tveim- ur mörkum frá Haukum og var sér- lega glæsilega að því staðið. Boltinn gekk hratt manna á milli frá vinstri kanti yfir á þann hægri og aftur til baka og endaði með því að Jón Karl Björnsson skoraði úr horninu. Glæsi- leg sókn, en síðan ekki söguna meir. Nú var komið að heimamönnum. All- ar þeirra gerðir virkuðu svo einfald- ar og allir virtust hafa gríðarlega gaman af því sem þeir voru að gera - og þá ganga hlutirnir venjulega upp. Stjörnumenn sýndu í gær að þeir geta leikið vel, en lið sem ætlar sér á toppinn verður helst að leika jafn- ar en liðið gerði í gærkvöldi, það er ekki nógu gott að skora aðeins eitt mark í sextán mínútur, en kaflinn í síðari háifleik þar sem liðið gerði níu mörk í jafn mörgum sóknum var frábær. Allir áttu ágætis leik hjá Stjöm- unni en vert er að geta Birkis Ivars Guðmundssonar markvarðar, Rögn- valds Johnsen, Einars Einarssonar, Aliaksandr Shamkuts og ekki síst Arnars Péturssonar sem lék lengst- um sem leikstjórnandi og var mjög traustur í vöminni. Hjá Haukum stóðu tveir menn uppúr. Magnús markvörður Sig- mundsson og hornamaðurinn Jón Karl Björnsson, sem tók stöðu Þor- kels Magnússonar, sem var veikur. Jón Kai-1 er öruggur á vítalínunni, vai’ traustur í vörninni og fullur sjálfstrausts í vinstra horninu og gerði þrjú mörk þaðan, þrjú eftir hraðaupphlaup og sex úr vítum. Magnús í leikbann MAGNÚS A. Magnússon leikmaður Gróttu/KR var útilokaður þegai’ ein sekúnda var eftir af viðureiguinni við Fram og verður í leikbanni í næsta leik - gegn Haukum í Strandgötu nk. mið- vikudag. Ástæða útilokunarinnar var sú, að sögn Hákons Sigurjónssonar, eftir- litsdómara, að þegar Magnús hugðist taka frumkast eftir 21. og síðasta mark Fram hiudraði Njörður Arnason Magn- ús við það. Njörður hélt utan um Magn- ús, en sá síðarnefndi sneri hinn af sér en sló til hans um leið með olnboga. Fyrir það fékk Magnús útilokun en Njörður, sem svaraði fyrir sig með því að slá Magntis, lilaut að lnunum rautt spjald. Rautt spjald þýðir hins vegar ekki leik- bann heldur þrjú refsistig. Hefði ekki gefið frí ÞORBERGUR Aðalsteinsson, þjájfari ÍBV, sagði eftir tapleikinn gegn ÍR í gærkvöldi að hann hefði ekki vitað það fyrr en á mánudag að leikurinn ætti að fara fram í gærkvöldi. Það var búið að segja okkur það fyrir helgina að leikn- um liefði verið frestað til næsta laugar- dags og ætti þá að sýna hann beint í Sjónvarpinu. Ég gaf því leikniönnum mínum helgarfrí um síðustu helgi. Þetta að hann skuli hafa verið settur á aftur truflaði auðvitað undirbúning okkar fyr- ir þennan leik. Ég hefði ekki gefið lielg- aríeyfi og liefði hafið undirbúning fyrir þennan leik strax á laugardaginn," sagði Þorbergur og var óánægður með vinnubrögð HSÍ, sem hafði óskað eftir frestun. Meistaraefni Aftureldingar úr Mosfellsbæ Kafsigldu meistarana AFTURELDING sýndi meistaratakta þegar liðið vildi svo við hafa á móti Val á Hlíðarenda í gærkvöldi. Meistaraefnin náðu mest sjö marka forystu, 22:15, skömmu áður en seinni hálfleikur var hálfnaður, og þriggja marka sigur, 28:15, var í raun of lítill miðað við muninn á liðunum. w Islands- og bikarmeistararmr gerðu fyrsta markið, en forystan stóð aðeins yfír í 28 sekúndur. Þeii’ ■HBB náðu reyndar að Steinþór hanga í gestunum og Guðbjartsson jafnt var á flestum skrifar tölum upp í 8:8, en þá urðu kaflaskipti á liðlega fimm mín- útum. Magnús Már Þórðarson, sem fór á kostum á línunni, skoraði glæsi- lega eftir enn eina sendinguna frá leikstjórnandanum Savukynas Gin- tavas og Valsmenn misstu varnar- jaxlinn Erling Richardsson útaf í tvær mínútui’. í kjölfarið áttu heima- men lélega sendingu og Sigurður Sveinsson skoraði með langskoti úr hraðaupphlaupi. Enn misstu meist- aramir boltann og eftir að Guð- mundur Hrafnkelsson hafði varið vítakast frá Bjarka Sigurðssyni, besta leikmanni deildarinnar, náði Bjarki frákastinu, brotið var á hon- um og Jón Andri Finnsson skoraði úr vítakasti. Bergsveinn Bergsveins- son varði úr horni og Magnús Már skoraði af línu, að þessu sinni eftir sendingu frá Galkauskas Gintas. Staðan 12:8 og ljóst hvert stefndi. Valsmenn voru ótrúlega daprir og hugmyndasnauðir. Það vai’ eins og þeim leiddist verkefnið og uppgjöfin virtist algjör þegar Guðmundur sett- ist á bekkinn í stöðunni 20:15 og ekki 10 mínútur eftir af seinni hálfleik en landsliðsmarkvörðurinn lék ekki meir. Davíð Ólafsson byrjaði illa, var tekinn útaf og kom ekki aftur inná fyrr en í vonlausri stöðu undir lokin. Hins vegar var Júlíus Gunnai’sson ógnandi í fyrri hálfieik en var skipt útaf í hálfleik. Daníel Ragnarsson tók stöðu hans eftir hlé og þurfti þrjú skot og brottrekstur í tvær mín- útur til að finna réttu leiðina en gerði síðan fjögur mörk. Eina ógnunin var hægra megin þar sem JúKus og hornamaðurinn Einar Örn Jónsson náðu ágætlega saman í fyrri hálfleik. Umræðan er um Stjörnuna þessa dagana en Afturelding hefur engu að síður alla burði til að verða meistari. Hvergi er veikur hlekkur í vörn og sóknarleikurinn getur verið mjög ag- aður, öflugur og markviss. Hins veg- ar er visst veikleikamerki að missa sjö marka forystu niður í eitt mark. Kæruleysi var fyrst og fremst um að kenna en bestu liðum getur reynst dýrkeypt að missa einbeitinguna. Barátta á kostnað gæða Leikmenn Gróttu/KR misstu af upplögðu tækifæri til þess að krækja sér í að minnsta kosti eitt stig út úr viðureign ívar sinni við Fram á Sel- Benedíktsson tjamarnesi. Eftir að skrifar jafnt hafði verið á nær öllum tölum voru það Framarar sem náðu að gera síðasta markið 9 sek- úndum fyi’ir leikslok, lokatölur 21:20. Þar með er staða Gróttu/KR orðin erfið í næstneðsta sæti, liðið hefur átta stig þegar sex umferðir eru eft- ir, fimm stigum færra en HK, sem er í næsta sæti fyrir ofan. Fram tryggði hins vegar stöðu sína í 3. sæti 1. deildar með stigunum tveimur. Leikurinn var langt frá þvl að vera vel leikinn, baráttan var í algleym- ingi og greinilegt að bæði lið ætluðu sér ekkert annað en sigur. Eins og oft áður lék Grótta/KR ákveðna 3-2- 1 vörn sem leikmenn Fram áttu í mesta basli með að finna leiðir fram- hjá. Hinum megin vallarins réð íhaldsemin einnig ríkjum í vörn Fram sem eins og svo oft áður var flöt 6-0 með Andrei Astafjev og Oleg Titov sem lykilmenn. Lágvaxnir sóknarmenn heimamanna áttu fullt í fangi með að leita leiða framhjá þeim og félögum. Þetta þýddi að sóknar- leikur liðanna var afar snubbóttur lengst af og mistök svo mörg að nær ómögulegt var að hendur reiður á. Þegar við bættist að leikmenn fóru oft illa með kjörin færi svo sem hraðaupphlaup og dauðafæri af línu verður að segjast eins og er að það var mesta furða að mörkin skyldu þó verða 41. Þá voru markverðir lið- anna vel með á nótunum, einkum Sebastían Alexandersson hjá Fram. Hann var besti leikmaður liðsins. Jafnt var á með liðum á nær öllum tölum, fyi’ir utan að Fram náði þriggja marka forystu um miðjan íyrri hálfleik, en missti tökin á leikn- um og hleypti Gróttu/KR inn í leik- inn á ný. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, liðin fylgdust að og flausturslegur sóknai’leikur var áberandi. Sanngjöm úrslit hefðu því verið jafntefli. Ófyrirgefanlegur klaufaskapur FH-inga gegn FH í Kaplaki-ika í gærkvöldi. Heimamenn sem Hörður höfðu haft forystu all- Magnússon an leikinn þrjú til skrifar fjögur mörk glopruðu leiknum niður í jafn- tefli. „Við lékum illa í fyrri hálfleik og sérstaklega var vörnin léleg. Við fórum að berjast í síðari hálfleik og fundum að FH-ingarnii’ voru að gefa eftir. Þetta var sanngjarnt og lífs- nauðsynlegt fyrir okkur og reyndar líka fyrir FH,“ sagði ánægður Sig- urður Sveinsson eftir enn einn stór- leikinn. Sigurður Sveinsson var stór- kostlegur í þessum leik, var tekinn úr umferð nánast allan leikinn, en gerði samt níu mörk og gaf sex línu- sendingar sem gáfu mörk, þar af línusendingu á Alexander Arnarson tíu sekúndum fyrir leikslok er gaf stigið. FH-ingar réðu ekkert við Sig- urð og reyndu þeii’ þó margt. Sigurð- ur er einfaldlega í séi’flokki og það virðist ekkert lið geta stöðvað hann. FH leiddi allan tímann og virtist hafa leikinn í höndum sér. Þrátt fyrir forystuna var leikur liðsins langt í frá sannfærandi. Meðalmennskan var allsráðandi og leikmenn virtust hafa lítinn áhuga á verkefninu þrátt fyrir mikilvægi þess. Þegar staðan var 23:19 og skammt til leiksloka hrundi leikur FH. Reyndir leikmenn brugðust, virtust gersamlega búnir með allt þrek. Stjórnendur FH hefðu átt að bregðast við og skipta um leik- menn því þeii’ sem voru inn á voru óhæfir til að klára leikinn. Kæruleysi og ótrúlegt vanmat FH á stöðu leiks- ins hleyptu gestunum inn í leikinn og tvo síðustu mörkin voru HK-manna. Auk Sigurðar Sveinssonar var Hlynur Jóhannesson góður í marki gestanna og Óskar Elvar Óskarsson og Alexander Ai’narson voru spræk- ir og mörk hins síðastnefnda voru gulls ígildi. FH-ingar gáfu ekki kost á viðtöl- um eftir leikinn og var Kristján Ai-a- son að messa yfir þeim löngu eftir að leik lauk. Ekki veitir af, staða liðsins hefur ekki verið verri í deildinni í mörg ár og aðeins góðm- endasprett- ur gæti tryggt liðinu sæti í úrslita- keppninni. Það er töggur í FH-liðinu og liðið getur oft sýnt frábæran handbolta en aðeins ef leikmenn, all- - ir sem einn, leggja sig fram. ■ ZOLTÁN Belátiýi hornamaður * Gróttu/KR fór sér hægt gegn Fram, gerði 2 mörk, þar af eitt úr vítaksti. Hins vegar mislukkaðist honum í tveimur vítaköstum, en slíkt gerist ekki hverjum leik. Fyrra kastið varði Sebastian Alexandersson, mark- vörður Fram, en hið síðara fór fram- hjá. ■ OLEG Titov lék allan tímann í vörn Fram og var sterkur. Einnig kom hann við sögu í sókninni og vann m.a. vítakast sem Njörður Arnason skoraði úr og innsiglaði sig- urinn. ■ TITOV langaði mjög að taka vítakast í leiknum og loks var það látið eftir honum. Vítakastið var hins vegar alveg mislukkað. Hann reyndi að vippa yfir Sigurgeir Höskuldsson markvörð Gróttu/KR en vippan var laus og Sigurgeir þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að handsama knött- inn. ■ GUNNAR Berg Viktorsson er meiddur á vinstri öxl og var aðeins ráðgjafi hjá Guðmundi Þ. Guð- mundssyni þjálfara Fram á vara- mannabekknum. ■ HRAFN Margeirsson, markvörð- ur ÍR, stóð sig vel í leiknum gegn ÍBV og varði samtals 26 skot. Hann fékk tvisvar sinnum skot í andlitið, fyrst frá Daða Pálssyni úr vinstra horninu og síðan frá Valgarði Thoroddsen úr hægra horninu. Hrafn vankaðist eftii’ fyrra skotið, * en stóð fljótlega upp aftur og varði eins og berserkur. ■ RAGNAR Óskarsson hefur yfii’- leitt verið á meðal markahæstu leik- manna ÍR, en í gær brá svo við að hann skoraði ekki mark. Hann skaut sjö sinnum að marki ÍBV, þar af einu sinni úr víti, en allt kom fyrir ekki. (^) AÐALFUNDUR Knattspymufélags ÍA verður haldinn miðvikudaginn 27. janúar nk. Fundurinn verður haldinn í aðstöðunni á Jaðarsbökkum og hefst stundvíslega kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.