Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 4
KORFUNATTLEIKUR Leikmannaskipti aldrei verið fleiri hjá íslenskum liðum Brottfallið er merki um slæm vinnubrögð Leikmannaskipti hafa verið ör í körfu- boltanum hér á landi í vetur. Erlendir leik- menn koma og fara, ýmist eru þeir reknir eða fara að eigin frumkvæði. Valur B. Jónatansson kannaði ástæðurnar og ræddi við Sigurð Hjörleifsson, sem hefur verið umboðsmaður erlendra leikmanna síðustu fímm árin. „Vanda þarf valið á erlendum leikmönnum því félögin hafa ekki efni á þessu öllu lengur, það er dýrt að skipta um mann,“ sagði Sigurður. Aldrei hefur verið eins mikið um félagaskipti erlendra leikmanna í íslenska körfuboitanum og í vetur. Það hefur varla liðið sú vika að ein- hver leikmaður hafí ekki verið send- ur heim og annar komið í staðinn. Þetta hefur haft áhrif á íþróttina og eins komið mjög við pyngju félag- anna. Það er áætlað að það kosti um 300 þúsund krónur að skipta um er- lendan leikmann. Þá eru meðtalin flugfargjöld, sem eru um 100 þúsund krónur, félagaskiptagjald og laun. MeðalíFað 200 þús. ámánuði BANDARÍSKU leikmennirnir { sem spila körfuknattieik hér 1 á landi eru með allt upp í 220 j þúsund krónur á mánuði í - laun samkvæmt áreiðanleg- um heimildum Morgunblaðs- tFlestir leikmannanna i samninga tvo til þrjá tuði fram í tímann. Ef þeir : reknir á samningstíman- þarf viðkomandi félag að ða það upp sem eftir er af ; ningnum. Það er því dýrt eka leikmann og fá ann- því þá eru þeir jafnvel r á launum í ákveðinn i. tlendingarnir eru pieö frá 0 dollurum (140 þúsund íur) í mánaðarlaun og í rúmlega 3.000 dollara 1 þúsund krónur). Auk ; sem þeir fá frítt húsnæði afnvel eina fría máltíð á . Þessir leikmenn eru með ibundið leyfi rfkisins til ;ika körfuknattleik og l það að aðalstarfi. Þeir ;a ekki á sama tíma vera í | irri vinnu vegna þess að hafa ekki atvinnuleyfi á landi. —I Dæmi er um að félag hafi fengið íjóra leikmenn á tímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa 45 útlendingar komið til lands- ins það sem af er timabili, sem er þó aðeins rétt hálfnað. Gjald vegna fé- lagaskipta hvers leikmanns er 30 þúsund krónur, 20 þúsund til FIBA (Alþjóða körfuknattleikssambands; ins) og 10 þúsund til KKI (Körfuknattleikssambands Islands). Félögin hafa því greitt samtals um 1,4 milljónir fyrir félagaskipti í vetur vegna erlendu leikmannanna. Þetta er orðin stór tekjulind hjá KKÍ. „Tekjurnar af félagaskiptagjöldum í ár fara líklega 100% fram úr fjár- hagsáætlun. Þetta er ekki eðlilegt og við erum ekki stoltir af þessu,“ sagði Pétur Hrafn Sjgurðsson, fram- kvæmdastjóri KKÍ. Sigurður Hjörleifsson hefur verið umboðsmaður erlendra leikmanna sl. fímm ár. Rúmlega 60 leikmenn hafa komið hingað til landsins á hans vegum. Hann staðfestir að félaga- skipti leikmanna hafí aldrei verið tíð- ari en í vetur. Hann segir ástæðurn- ar margar, að umboðsmenn vandi vinnubrögð sín ekki nægilega vel og eins liggi þetta hjá félögunum sjálf- um. Þau skoði bakgrunn leikmanna ekki áður en þeir eru keypth- hingað heim. „Þau renna of blint í sjóinn og vita í raun ekkert hvemig leikmann þau eru að fá,“ sagði Sigurður. Hvaðan koma þessii• leikmenn og hvernig eru vinnubrögðin hjá þér sem umboðsmanni? „Eg er í sambandi við bandarískan umboðsmann sem er með fjölmarga leikmenn á ski-á, flestii- eru að koma úr háskólum. Þetta eru leikmenn sem vilja gera körfubolta að atvinnu sinni og framboðið er gríðarlegt. Þetta fer þannig fram að bandaríski umboðsmaðurinn sendir mér upplýs- ingar um leikmenn sem eru tiltsúnir að koma hingað. Eg kem þeim síðan á framfæri við félögin hér heima. Ef félögin sýna áhuga reyni ég að út- vega myndband af viðkomandi svo þjálfarinn geti betur gert sér grein fyrir tækni og hreyfingum leik- mannsins á velli. Eins legg ég mikla áherslu á að hafa persónulegar upp- MYRON Walker reið á vaðið með Haukum í byrjun keppnistíma- bils - 2. október. Sfðan hafa þrír aðrir útlendingar leikið með Hafnarfjarðarliðinu. lýsingar um leikmanninn. Það er líka mikilvægt að þekkja leikmannaferil- inn, ekki bara sl. ár heldur öll fjögur ái’in í háskólaboltanum." „Mörg félög hafa verið að velja leikmenn í fljótfærni. Það er að mörgu að hyggja þegar erlendur leikmaður er keyptur hingað. Það þarf að taka þannig á móti honum að hann nái að aðlagast breyttum aðstæðum sem fyrst. Margir af þessum strákum sem hingað koma eru frá stórborgum í Ameríku og hafa aldrei áður farið að heiman. Það er því mikil breyting fyrir þá að lenda hér á íslandi. „Ég hef lagt áherslu á að þeir leikmenn sem eru á mínum snærum séu ekki bara góðir leikmenn, heldur hafi þeir persónuleika til að bera sem falli í í kramið hér. Það hafa komið 18 leikmenn á mínum vegum í vet- ur og aðeins tveir verið reknir og sá þriðji kom ekki aftur eftir jól vegna þess að félagið gat ekki stað- ið við skuldbindingar sínar gagn- vart honum.“ Sigurður segir mörg dæmi þess að félög hafi komið illa fram við erlenda leikmenn. Þeir hafi jafnvel verið látnir afskiptalausir og því hafi þeir ekki náð að aðlagast aðstæðum, en auðvitað væri misjafn sauður í mörgu fé. „Það er ekki nóg að kaupa og kaupa nýja leikmenn. Félögin verða að styðja við bakið á þeim og gera þeim auðveldai’a með að dvelja hér. Er það tilviljun að það eru yfir- leitt sömu félögin sem eru að skipta um leikmenn?" Af þeim rúmlega sextíu leikmönn- um sem Sigurður hefur flutt inn seg- ir hann að aðeins fímm þeirra hafí farið heim aftur að eigin ósk. „Þetta ættu að vera meðmæii fyrir mig sem umboðsmann. Það hefur enginn leik- maður, sem ég hef flutt inn, stungið af, sem þýðir að þeir vita að hverju þeir ganga. Óvönduð vinnubrögð geta ekki gengið lengur hér á íslandi í þessum leikmannamálum. Félögin og þeir sem að þeim standa verða að hafa meiri metnað gagnvart íslensk- um körfubolta." Á MORGUN Viðtal við Einar Bollason um val á út- lendingum: „Mönnum verður að líða vel“ Johnson sló metið DAMON Johnson, körfuknatt- leiksmaður hjá Keflavík, sló met Páls Axels Vilbergssonar úr Grindavík í þriggja stiga skotnýtingu. Páll var með 80% nýtingu í leik á fimintudaginn, en þegar Kefivíkingar unnu KFI á sl. föstudagskvöld á ísa- firði skoraði Johnson 14 þriggja stiga körfur úr 17 skot- um, en ekki 18 eins og sagt var í blaðinu í gær. Nýting hans er því 82,4% og er það met. Johnson gerði 61 stig í leikn- um og skaust í fjórða sætið yfir flest stig skoruð í einum leik hér á landi. Metið er frá því 17. nóvember 1979 en þá gerði John Johnson 71 stig íyrir Framara í leik við ÍS. Joe Wright er í öðru sæti, gerði 67 stig fyrir Breiðablik gegn Njarðvíkingum 29. janúar 1993 og Dauny Shouse gerði 64 stig fyrir Njarðvík í leik við ÍS 15. janúar 1981. ■ ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, gaf til kynna í samtali við dagblaðið Manchester Evening News að hann myndi hætta 2003. „Hver veit? Ég gæti farið í fríið eftir fjögur ár,“ sagði hann. ■ FERGUSON, sem er 57 ára, hef- ur verið við stjórnvölinn hjá United síðan 1986 eða mikið lengur en nokkur annar stjóri í ensku úrvals- deildinni. Hann er samningsbund- inn út næsta tímabil. ■ DAVID Beckham hefur fengið grænt ljós á að leika við Liverpool í bikarslagnum á Old Trafford á sunnudag en um tíma var óttast að meiðsl í nára kæmu í veg fyrir það. Nicky Butt er líka tilbúinn í slaginn en mígreni hefur verið að angra hann að undanförnu. ■ HOWARD Wilkinson, tæknileg- ur ráðgjafí Knattspyrnusambands Englands, tilkynnti ensku félögun- um í gær að leikmenn, sem væru í eða við aðallið viðkomandi félags, yrðu ekki valdir í landslið Englands vegna Heimsmeistarakeppni leik- manna 20 ára og yngri sem verður í Nígeríu 3. til 24. apríl. ■ DAVID O’Leary, knattspyrnu- stjóri Leeds, var mjög ánægður með ákvörðun Wilkinsons og vildi að þetta yrði regla en ekki geð- þóttaákvörðun en formaður Leeds hafði áður gagnrýnt Wilkinson fyrir að valda óvissu hjá félögum varð- andi baráttu um titla. ■ JONATHAN Woodgate, helsti varnarmaður Leeds, og miðherjinn Alan Smith eru löglegir í U-20 ára liðið og hefðu að óbreyttu talist til lykilmanna. Auk þeirra má nefna Gareth Barry hjá Aston Villa, Joe Cole hjá West Hain og Wes Brown hjá Manchester United að ónefnd- um Michael Owen hjá Liverpool, sem er þegar orðinn fastamaður í A-landsliði Englands. ■ MARCO Branca, sóknarleikmað- ur frá Ítalíu, sem leikur með Midd- lesbrough, hefur verið ráðlagt að hætta að leika knattspyrnu vegna meiðsla í hné. Hann hefur aðeins leikið í 25 mín. síðan hann fór í hné- uppskurð í apríl í fyrra. Branca er 34 ára, fyrrum leikmaður með Inter. ■ SEBASTIANO Rossi markvörð- ur AC Milan hefur verið dæmdur í 5 leikja bann eftir að hafa verið rek- inn út af. Rossi skeytti skapi sínu á andstæðingi í leik um síðustu helgi er AC Milan mætti Perugia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.