Morgunblaðið - 22.01.1999, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 C 3
ÍÞRÓTTIR
GOLF
Ama Steinsen knattspyrnumaður skiptir úr KR í FH
íslandsmeistarinn Þórður Emil
Ólafsson flytur til Lúxemborgar
Morgunblaið/Björn Gíslason
ÞÓRDUR Emil Ólafsson dúðaður á þriðja teigi á landsmótinu í
Leirunni í fyrrasumar.
Ætla að vera
KR-ingur á
afmælisdaginn
„MIG langar bara til þess að halda áfram í knattspyrnu á meðan
ég hef gaman af og get miðlað einhverju til þeirra yngri,“ segir
Arna Steinsen knattspyrnumaður sem hefur ákveðið að skipta
yfir í FH eftir að hafa verið lengi í herbúðum KR-inga í þeirri
íþrótt. Síðast var Arna þjálfari meistaraflokks kvenna hjá vestur-
bæjarliðinu og undir hennar stjórn varði liðið íslandsmeistaratit-
ilinn sl. sumar.
Eg var að velta fyrir mér að
skipta yfir í Gróttu þar sem
margar á mínu reki eru að æfa, en
mér finnst bara svo
Eftirivar langt að keyra á æf-
Benediktsson ingar tvisvar til
þrisvar í viku vestur á
Seltjarnarnes þannig
að FH varð fyrir valinu,“ segir Arna
ennfremur en hún hefur búið í sjö ár
í Hafnarfirði auk þess sem eigin-
maður hennar, Magnús Pálsson,
þjálfar meistaraflokk karla hjá FH-
ingum. „Eflaust hafði það líka sitt að
segja að Maggi er að vinna hjá fé-
laginu, en það var ekkert úrslitaat-
riði. Einnig hef ég þjálfað hjá hand-
knattleiksdeild FH í sjö ár og kennt
við Lækjarskóla í jafn langan tíma.
Aðalmálið var hins vegar að mig
langar bara að æfa knattspymu og
halda mér þannig í æfingu.“
Arna segir það hafa verið mjög
ánægjulegt að þjálfa KR-liðið sl.
sumar eftir að hafa tekið sér frí árið
áður er hún átti sitt þriðja barn,
Ernu Guðrúnu. Auk hennar eiga
Ama og Magnús drengina Örn
Rúnar, 8 ára og Andra 6 ára.
„Eg æfði aðeins með KR en lék
lítið enda var það aldrei á dag-
skránni," segir Arna en hún lék síð-
ast með KR af fullum krafti sumar-
ið 1994. „Tvö næstu ár var ég ekk-
ert í knattspymunni og einbeitti
mér algjörlega að handknattleik
með Fram á þeim tíma.“
Arna er af mikilli KR-fjölskyldu
eins og hún segir sjálf. „Óneitanlega
er það svolítið einkennileg tilfinning
að vera komin í FH í knattspyrn-
unni eftir að hafa verið þar í mörg
ár, eða allt frá því að Fram hætti að
halda úti kvennaílokki."
Prátt fyrir félagsskiptin segist
Arna ekki fullkomlega hafa sagt
skilið við KR og í tilefni 100 ára af-
mælis félagsins í næsta mánuði
hyggst hún skipta tímabundið á ný í
raðir KR.
„Ég hef verið að velta því fyrir
mér að fara aftur yfir í KR fyi-ir af-
Tek settið með
ÞÓRÐUR Emil Ólafsson, sem varð Íslandsmeistari 1997 og hefur
verið í fremstu röð kylfinga hér á landi undanfarin ár, er að flytja
til Lúxemborgar og allsendis óvíst hvort hann getur leikið golf af
sama krafti og undanfarin ár.
Eg tek nú settið með,“ sagði
Þórður Emil í samtali við
Morgunblaðið. „Svo verður maður
bara að sjá til hvernig landið liggur
þegar út er komið.“ Hann hefur
starfað hjá Kaupþingi undanfarið
og fer til Lúxemborgar til að starfa
hjá dótturíyrirtæki þess. „Ég fer
að vinna hjá Kaupþingi Luxem-
borg SA, sem var stofnað í júní í
sumar. Við verðum sex starfs-
menn, þar af þrír Islendingar, og í
rauninni veit ég ekki hversu mikil
vinnan verður og þar af leiðandi
hvort ég get spilað eitthvað."
Að sögn Þórðar Emils eru fjórir
góðir golfvellir í Lúxemborg. „Það
era fínir vellir þarna þannig að það
ætti ekki að stöðva mann í að spila.
Ef ég hef tíma á ég frekar von á að
ég reyni að æfa eitthvað, en það er
rosalega dýrt að vera í golfklúbbi.
Ég hef heyrt að á elsta vellinum sé
inntökugjaldið ein milljón króna og
árgjaldið um 200 þúsund. Það er
eitthvað ódýrara á öðram völlum
en samt það dýrt að ég á ekki von á
að ég geti mikið valið á milli valla.“
Þórður Emil sagðist vera alveg
sáttur þó hann yrði að láta golfíð
bíða betri tíma. „Ég lít fyrst og
fremst á þetta sem gott tækifæri
fyrir mig í starfi og þar sem manni
hefur gengið vel hér heima í golf-
inu þá fer maður sáttur frá því þó
svo það verði að bíða betri tíma. Ég
er alveg sáttur við að prófa eitt-
hvað annað,“ sagði Þórður Emil,
sem fer til Lúxemborgar á mánu-
daginn ásamt unnustu sinni, Elínu
Dröfn Valsdóttur, og Emilíu
Björgu, tveggja ára dóttur þeirra.
SKIÐI/HEIMSBIKARKEPPNIN
Ortlieb
lærbrotnaði
PATRICK Ortlieb, fyrrverandi
heims- og ólympíumeistari í
bruni frá Austurríki, féll illa á
æfingu í brunbrautinni í Kitz-
biihel í gær og lærbrotnaði.
Robert Trenkwalder, þjálfari
brunliðs Austurríkismanna,
sagðist ekki geta fullyrt að
ferill hans væri á enda, en
taldi það líklegt. „Eg vissi að
hann hafði í hyggu að hætta
eftir þetta tímabil,“ sagði
þjálfarinn. „Hann var með
fullri rænu eftir fallið og bað
mig að hringja í ættingja sína
til að láta þá vita af slysinu."
Ortlieb, sem er 31 árs, missti
sljórn á skíðunum eftir að hann
kom fram af hengju á um 100
km hraða í neðri hluta brautar-
innar. Hann lenti illa, kútveltist
og missti bæði skíði og endaði
siðan í öryggisneti við hlið
brautarinnar. Læknar komu
strax á vettvang og var hann
fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið
í Innsbruck.
Brunbrautin í Kitzbuhel sem
nefnist Hanakambur, er ein sú
hættulegasta í heimi. Á mið-
PATRICK Ortlieb á fullri ferð
Reutcrs
i heimsbikarkeppninni.
vikudag varð einnig slys í braut-
inni þegar Kanadamaðurinn
Brian Stemmle féll illa og axlar-
brotnaði. Hann meiddist einnig
illa á sama stað árið 1989 og var
þá óttast um líf hans. En hann
náði sér, en keppti ekki í þessari
braut næstu fimm árin. Brun
heimsbikarsins fer fram í þess-
ari braut í dag og á morgun. Á
sunnudag verður siðan keppt í
svigi í Kitzbúhel og þar verður
Kristinn Björnsson á meðal
keppenda.
mælið og vera KR-ingur rétt á með-
an veislan er haldin," segir Arna og
hlær dátt og spyr hvar blaðamaður
hafi heyrt þetta. „Kannski er þetta
vitleysa hjá mér, en ætli ég láti ekki
verða af þessu og skipti síðan yfir í
raðir FH-inga að afmælisfagnaðin-
um loknum.“
Ama segist ekki ætla að fara að
æfa af fullum krafti með FH-liðinu.
„Hjá FH ræð ég alveg hvað ég æfi
mikið og það er alveg á hreinu að ég
ætla ekki að æfa af sama krafti og
þær sem era í eldlínu liðsins. Hins
vegar hef ég lofað Arnari Ægissyni
þjálfara að vera til taks óski hann
eftir aðstoð auk þess sem ég er glöð
að geta miðlað af reynslu minni til
stúlknanna gerist þess þörf. Aðalat-
riðið er bara það að ég er ekki tilbú-
in að hætta í íþróttum á meðan ég
hef ánægju af.“
Arna var á sínum tíma ein af
burðarásum Fram í handknattleik
og æfir ennþá með eldri hópi liðsins
sem tekur þátt í 2. deild kvenna og
er þar í efsta sæti. Þá hefur hún
ásamt Guðríði Guðjónsdóttir hlaup-
ið í skarðið hjá 1. deildarliðinu í
tveimur leikjum. „Gústaf Björnsson
þjálfari var í vandræðum vegna
meiðsla og hann bað okkur Gurrý
að vera til taks í tveimur leikjum og
við urðum að sjálfsögðu við því, en
það er ekki ætlunin að fara að leika
með að nýju í fyrstu deildinni. Við í
eldri hópnum æfum ekki eins mikið
og þær yngri. Fyrst og fremst erum
við í þessu ánægjunnar vegna auk
þess sem við höfum áhuga á að
halda okkur í æfingu. Þá eru leik-
irnir í 2. deild ekki nema 12 til 14 og
hraðinn ekki eins mikill og í efstu
deild, þannig að allt er þetta á ró-
legu nótunum hjá okkur. Allt fyrir
ánægjuna og holla hreyfingu."
Ur HK til
Bolton
ÍSLENDINGALIÐIÐ
Bolton Wanderers virðist
sanka að sér leikmönnum
þessa dagana og í sl. viku
bættust tveir í leikmanna-
hóp félagsins til reynslu. Er
þar um að ræða danska
varnarmanninn Peter Degn,
leikmann danska unglinga-
landsliðsins og Árósa, og svo
ungan og efnilegan fram-
herja frá Leyton Orient,
Danny Brown.
Hið síðarnefnda væri
máske ekki fréttnæmt,
nema fyrir þær sakir að
þarna er kominn sá hinn
sami Danny Brown og lék
sjö leiki með liði HK úr
Kópavogi í 1. deild á síðustu
leiktíð.
Brown kom til landsins
síðasta vor á vegum Ólafs
Garðarssonar umboðsmanns
og lék með HK frameftir
sumri, eða allt þar til hann
fór til Leyton Orient í júlí.
Þar með er ljóst að auk
fimm íslenskra leikmanna
Bolton er nú aukinheldur
kominn einn sem kann eitt
og eitt orð í íslensku.