Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
t
KÖRFUKNATTLEIKUR
Einar Gunnar Bollason segir mikilvægt að vanda valið þegar erlendir leikmenn eru kallaðir til íslands
Umhyggja og
sfjörnur skipta öllu
Einar Gunnar Bollason hefur tekið virkan
þátt í íslensku körfuknattleikslífi í áratugi
og er öllum hnútum kunnugur. I samtali
við Steinþór Guðbjartsson sagðist hann
alla tíð hafa verið fylgjandi því að erlendir
leikmenn spiluðu með íslenskum liðum en
jafnframt lagt ríka áherslu á að mjög mik-
ilvægt væri að vanda valið og leggja
áherslu á félagslega þáttinn,
Einar sagði að tíð félagaskipti í
körfuknattleik einskorðuðust
ekki við Island heldur væru áberandi
í allri Evrópu. „Menn verða að gera
sér grein fyrir því að ungir, banda-
rískir körfuknattleiksmenn eru um
alla Evrópu og þeir eru látnir fara af
minnsta tilefni,“ sagði Einar, spurð-
ur um umrædd félagaskipti. „Einnig
virðast þessir bandarísku strákar oft
fá heimþrá og vilja fara sjálfir
þannig að erfitt er að alhæfa í þessu
frekar en öðru.“
Miklar breytingar
Einar hefur haft mikil áhrif á
framgang íþróttarinnar í landinu,
fyrst sem afburða leikmaður á sjö-
unda og áttunda áratugnum og síð-
an þjálfari og stjórnarmaður. „Mér
virðist sem þó nokkrar breytingar
hafi orðið á framkvæmd þessara
. mála frá þvi ég var leikmaður og
þjálfari. Aður hikuðu félögin ekki
við að leggja út í nauðsynlegan
kostnað til að senda menn til
Bandaríkjanna á sumrin til að skoða
leikmenn í æfingabúðum. Ég fór til
dæmis tvisvar fyrir KR í svona ferð-
ir og ef við komumst ekki sjálfir
höfðum við samband við okkar
mann ytra, sem hafði engra hags-
muna að gæta, og hann skoðaði
menn fyrir okkur. Svona fyrirkomu-
lag, persónuleg kynni áður en tíma-
bil hefst, tryggir að fulltrúi félags-
. ins hittir viðkomandi mann áður en
lagt er út í kostnað samfara því að
fá manninn til íslands. Með þessum
hætti getur fulltrúi félagsins líka
gert viðkomandi leikmanni grein
fyrir um hvað sé að ræða en greini-
legt er að margir þessara manna,
sem hingað hafa komið, vita ekkert
um landið, vita ekki við hverju má
búast hérna, gera sér ekki grein
fyrir skammdeginu og þar fram eft-
ir götunum.
Menn mega aldrei gleyma per-
sónulega þættinum en rauði þráður-
inn í þessu öllu saman er að sum fé-
lög gera sér alltof litla grein fyrir
félagslegu hliðinni. Ekki er nóg að
kaupa góða leikmenn heldur verða
þeir að finna að þeir séu velkomnir.
Þetta eru ekki einhver 100 kíló af
kjöti sem þarf að fá sem mest út úr.
Strákarnir eru að koma beint úr
skóla, hafa aldrei farið að heiman og
ávallt lifað í vernduðu umhverfi þar
sem hugsað hefur verið um þá frá
morgni til kvölds. Svo eiga þeir allt í
einu að koma á framandi slóðir þar
sem dagsbirtan er kannski fimm til
sex tímar á dag og allt er öðruvísi
en þeir eiga að venjast. Við verðum
að horfa ískalt á málið: Hírist meiri-
hluti þessara leikmanna afskipta-
laus og sambandslaus allan daginn
inni í herbergi eða á gistiheimili?
Þetta er stórmál og ég hef á tilfinn-
ingunni að það sé erfiðara fyrir fé-
lög á Reykjavíkursvæðinu en úti á
landi þar sem leikmenn eiga meiri
möguleika á að kynnast í fámennara
samfélagi.“
Einar sagði að heimsóknir í æf-
ingabúðir í Bandaríkjunum hefðu
skilað bestu leikmönnunum sem
hefðu komið til íslands. „Þegar við
Kolbeinn Pálsson fórum til Banda-
ríkjanna náðum við í tvo farsælustu
leikmenn sem KR hefur fengið,
Andy Piazza, sem gerði liðið að Is-
landsmeistara 1978, og hinn eina
sanna John Hudson. Þeir voru far-
sælir og skiluðu félaginu miklu en á
þessum árum voru margir mjög góð-
ir leikmenn sem skildu mikið eftir
sig og komu ár eftir ár. Menn eins og
Tim Dwyer hjá Val, Dirk Dunbar hjá
Stúdentum, sem margir vilja meina
að sé besti leikmaður sem hér hefur
spilað, og Danny Shouse sem gerði
Njarðvík að Islandsmeistara ár eftir
ár, sá albesti, segja sumir. Reyndar
voru leikmannaskipti miklu sjald-
gæfari áður, valið var yfirleitt vand-
að og það heyrði til algjörra undan-
tekninga ef það mistókst. I þessu
sambandi má samt benda á að nú eru
margir mjög góðir erlendir leikmenn
hérna, samanber Keith Vassell hjá
KR, sem er á öðru ári hjá félaginu."
Tóm vitleysa
Engum dylst að þessi tíðu félaga-
skipti koma við pyngju félaganna og
Einar sagði að í raun væri rekstur-
inn á villigötum.
„Þessir tíðu brottrekstrar þjálf-
ara og leikmanna þegar illa gengur,
sverta almennt ímynd íþrótta. Ki'öf-
urnar eru óhugnanlegar og stjórn-
armenn persónulega ábyrgir fyi'ir
útgjöldum. Allir vita að þetta er
komið út í tóma vitleysu. íþrótta-
hreyfingin í landinu hefur ekki efni
á rekstrinum sem hún sinnir. Mér
þætti gaman ef einhver gæti bent
mér á handknattleiks- eða
körfuknattleiksdeild sem væri rekin
eins og á að reka fyrirtæki? Og hvað
ætli margar knattspyrnudeildir séu
réttum megin við strikið? Ég vil
ekki vera einhver dómari í þessu
máli, sem á sér margar hliðar. Hins
vegar hlýtur að vera ódýrara fyrir
félögin að eyða meiri tíma og aðeins
meiri peningum í undirbúning og
val á viðkomandi manni áður en
tímabil hefst heldur en að vera að
standa í þessu hvað eftir annað.
Með þessu er ég ekki að kasta rýrð
á umboðsmennina og eftir sem áður
er full þörf á þeim en hlutverk
þeirra gæti meðal annars falist í því
að benda félögunum á menn og stað
og stund þar sem hægt væri að
ræða við þá.“
Góðir íslendingar
Einar sagðist ekki skilja kaup á
erlendum meðalmönnum því nóg
væri til af góðum íslenskum
körfuknattleiksmönnum en íyrst og
fremst vantaði stjörnur.
„Ég hef alltaf verið fylgjandi því
að vera með erlenda leikmenn en
menn verða að gera sér grein fyrir
því að góðum íslenskum Ieikmönnum
hefur fjölgað mjög mikið. Því er enn
JOHN Hudson reyndist KR-
ingum mjög vel.
ríkari ástæða til að vanda valið á er-
lendu leikmönnunum en óskiljanlegt
er hvað menn hafa í sumum tilfellum
verið að borga fyrir á undanförnum
árum. Mikið nær væri að greiða
mörgum íslensku landsliðsmönnun-
um betur. Með öðrum orðum hefiir
verið pottur brotinn í þessum málum
en hafa verður hugfast að góður leik-
maður, sem heillar áhorfendur, er
fljótur að skila peningum til baka til
viðkomandi deildar því fólkið, áhorf-
endur og við öll, viljum sjá stjörnur.
Vandamálið í íslensku íþróttalífi er
að stjörnurnar vantar.“
Karl
hættur
hjá ÍR
KÖRFUKNATTLEIKSDEILD
IR hefur sagt upp þjálfarasamningi
sínum við Karl Jónsson, en hann sá
um þjálfun meistaraflokks kvenna,
unglingaflokks kvenna og 11. flokks
drengja hjá félaginu auk þess sem
* hann var yfirþjálfari yngri flokk-
anna. Aðalsteinn Hrafnkelsson, fpr-
maður körfuknattleiksdeildar IR,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
deildinni hefði verið nauðugur kosfc-
urinn. „Skuldsetning deildarinnar
er það mikil að hún leyfði ekki frek-
ari skuldasöfnun. Þetta er auðvitað
mjög alvarlegt en við urðum að
gera eitthvað því körfuknattleiks-
deildin hefur misst fjáröflunarleiðir
sem hún hefur haft undanfarin ár
og því urðum við að gera eitthvað,“
sagði Aðalsteinn.
Hann sagði að þjálfarar yngri
flokkanna yrðu nú að mæta því
aukna álagi sem brotthvarf Karls
hefði í fór með sér auk þess sem
stjórnarmenn yrðu að taka á sig
aukin störf. Riccardo Mascheroni
mun taka við þjálfun meistara-
flokks kvenna en hann þjálfar
einnig nokkra yngri flokka félags-
ins.
Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ, hefur ekki miklar áhyggjur af brotthvarfi erlendra leikmanna
Óeðlilegt, en skaðar ekki
Körfuknattleikssamband íslands hefur
í hyggju að kanna hvers vegna brottfall
erlendra leikmanna í íslenskum körfu-
bolta er jafn mikið og raun ber vitni.
---------------------------------7----
Valur B. Jónatansson ræddi við Olaf
- ———-----------—---7---------— ■
Rafnsson, formann KKI, um þessi mál
og komst m.a. að því að skuldir
félaganna við KKI hafa vaxið.
Eins og kom fi'am í Morgunblað-
inu í gær hafa aldrei fleiri er-
lendir leikmenn komið hingað til
lands, eða 45 talsins. Þar sem stöðu-
gildin eru ekki nema 23 hafa 22
horfið á braut aftur rétt j>cgar tima-
bilið er hálfnað. Auk þess sem fjórir
þjálfarar í úrvalsdeildinni hafa verið
reknir.
„Ég hef ekki mjög miklar áhyggj-
ur af því að þessi auknu félagaskipti
erlendra leikmanna hafi slæm áhrif
á ímynd kört'uboltans hér á landi.
Ég held að það sé alltaf spennandi
að sjá ný andlit. En við erum ekki
hrifnir af þessum miklu breyting-
um. Ég viðurkenni að þetta er ekki
eðlilegt. Við hjá KKÍ munum skoða
þessi mál nánar. Það hlýtur að vera
okkar hlutverk að bregðast við með
ráðgjöf,“ sagði Ólafur Rafnsson,
formaður KKÍ, spurður um hvort
það hafi jafnvel ekki neikvæð áhrif á
ímynd íþróttarinnar að erlendir
leikmenn skuli mai'gir hverjir
staldra svo stutt við.
Hann sagði að það gætu legið
mjög ólíkar ástæður að baki því er
leikmaður fer frá félagi. „Sumir eru
ekki nægilega góðir og eru látnir
fara, aðrii- fara af persónulegum
ástæðum og enn aði-ir hreinlega
stinga af. Við hjá KKI getum í sjálfu
sér lítið gert við þessu. Við höfum
rætt það ínnan stjórnar KKÍ hver
þáttur umboðsmanna er í þessu. Ég
tel það ekki fráleita hugmynd að
KKI viðurkenni ákveðna umboðs-
menn. Og það væri líka hugsanlegt
að þeir legðu fram ákveðna trygg-
ingu og fengju þannig viðurkenn-
ingu KKÍ.“
Ólafur segir að margar ástæður
kunni að liggja að baki jiessu mikla
brotthvarfi. „Þetta geta verið félög-
in, leikmennimir sjálfir eða að um-
boðsmennirnir séu ekki nægilega
vandvirkfr. Þetta getur líka verið
sambland af öllum þessum þáttum.
Við höfum ekki gert úttekt á því
hvort þau félög sem lenda í þessu
séu með sama umboðsmann. Þetta
getur líka verið vísbending um að
þau félög sem lenda í þessu aftur og
aftur geri eitthvað vitlaust. Svo get-
ur þetta líka verið óheppni. Mér
finnst tilefni til að við hjá KKÍ ger-
um einhverskonar rannsókn á ein-
stökum dæmum. Finnum þannig
orsakimar svo að við getum komið í
veg fyrir að þetta endurtaki sig.“
Hafa erlendír leikmenn sídlað því
seni til er ætlust, þ.e.as. að koma ís-
lenslaim körfubolta á hærri stall?
, Já, ég held það. Landsliðið hefur
aldrei verið betra. Það er að leika
núna við toppþjóðimar í riðlakeppni
Evrópumótsins í fyrsta sinn. Aður
höfum við eingöngu leikið á Smá-
þjóðaleikum og í undankeppni Evr-
ópumótsins annað hvert ái% Liðið
hefur staðið sig vel í keppninni, þó
það hafi ekki unnið leik. Ég tel að
erlendir leikmenn hér hafi skilað
miklu, en hvort þeir hafa staðið
fyllilega undfr væntingum veit ég
ekki.“
Eru þeir erlendu leikmenn, sem
eru hér í dag, betri en þeir sem
komu hingað fyrir rúmum áratug?
„Já, ég held að þeir séu mun
betri leikmenn. Það hafa aldrei ver-
ið jafn mai'gir og jafn góðir útlend-
ingar og undanfarin þrjú ár. Fyrir
fimmtán árum vom hér leikmenn
sem vora yfirburðamenn í sínum
liðum og gátu nánast unnið leiki
upp á eigin spýtur. Enginn, sem
hefui' verið hér undanfarin tvö til
þrjú ár, getur það. Ástæðan er fyrst
og fremst sú að íslenskir körfu-
boltamenn eru miklu betri en fyrir
fimmtán árum. Þeir hafa í fullu tré
við erlendu strákana í vöra og sókn.
Breiddin í íslenskum körfubolta er
meiri nú en nokkru sinni fyrr.“
Nú hlýtur að kosta mikið fyrir fé-
lögin að skipta um leikmenn, jafn-
vel þrisvar til fjórum sinnum yfír
tímabilið. Leyfír fjárhagur félag-
anna þetta?
„Það er spuming hversu mikinn
kostnað körfuboltahreyfingin ber
af þessu. Okkur í stjóminni sámar
það auðvitað að sjá að sum af þess-
um félögum sem era að skipta um
leikmenn sí og æ skulda okkur
stórfé og geta ekkert borgað. En
það verður tekið á því á ársþingi
KKÍ í vor. Ég og framkvæmda-
stjóri KKÍ heimsóttum félögin fyr-
ir þremur árum og þá var staðan
þokkaleg, hvergi mjög alvarleg og
dæmi um að félög væru skuldlaus.
Ég veit ekki hvernig staðan er hjá
félögunum í dag, en ég veit að
skuldfr félaganna við KKÍ hafa
aukist.“