Morgunblaðið - 22.01.1999, Síða 5

Morgunblaðið - 22.01.1999, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 C 5 KÖRFUKNATTLEIKUR Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari og þjálfari Keflvíkinga í sex ár: Full frakkir við að reka menn ÞAÐ eru ekki bara erlendir körfuknattleiksmenn sem koma og fara hjá úrvalsdeildarliðum því síðustu fjögur keppnistímabil hafa félögin skipt tólf sinnum um þjálfara á miðju keppnistíma bili. Fjórtán lið hafa leikið í úrvalsdeildinni á þessum tíma og hafa átta þeirra séð ástæðu til að skipta um þjálfara en sex aldrei; Keflavík, Valur, KFÍ, Tindastóll, Þór frá Akureyri og Breiðablik. Jón Kr. Gíslason núverandi landsliðsþjálfari og þjálfari Keflvíkinga í sex ár, segir að vissu- ■■■■■■I lega sé þetta dálítið Eftir Skúla mikið, en skoða verði Unnar við hvaða aðstæður Svemsson menn séu látnir fara. „Það hefur verið ör þróun í körfuknattleiknum hér og margir ungir og líttreyndir þjálfar- ar að hefja störf síðustu árin og þeir eiga eftir að sanna sig. Menn eru ekki alltaf tilbúnir að gefa sér tíma, bæði hvað varðar þjálfara og ekki síður leikmenn. Síðan sýnist mér mögulegt að hlutirnir séu orðnir þannig að menn séu orðnir ansi frakkir við að reka og þá virðist sem þeim finnist ekkert tiltökumál að reka einhverja fleiri. Menn hugsa of skammt fram í tímann, sérstaklega varðandi leik- menn. Það er stutt í næsta leik og það verður að fá mann strax, mann sem síðan stendur ekki undir vænt- ingum. Það hefur ekki lítið að segja þegar verið er að fá erlenda leik- menn að þeir falli inn í mannlífið á þeim stað sem þeir eru. Ég held til dæmis að þeir sem hafa verið í Njarðvík og Keflavík séu á vissan hátt nær sínum heimahögum vegna nálægðar við Keflvíkurflugvöllinn og Bandaríkjamenhina þar. Leik- mennirnir fara mikið þangað, hitta landa sína og fá sér bandarískan mat. Félagslegi þátturinn í þessu öllu er mjög mikilvægur og ég fagna því að farið er að ræða þessa hluti því þetta er dýrt spaug fyrir félögin," sagði landsliðsþjálfarinn. KR-ingar reknir þrjú ár í röð KR-ingar koma oft við sögu þeg- ar brottrekstrar þjálfara eru athug- aðir því vesturbæingar ráku þjálf- ara þrjú keppnistímabil í röð. Axel Nikulásson var látinn fara 1995/96 og við tók Benedikt Guðmundsson. Honum var sagt upp störfum árið eftir og Hrannar Hólm tók við. Arið eftir, 1997/98 var Hrannar rekinn og Jón Sigurðsson tók við. í vetur hafa Keith Vassel og Ingi Þór Steinþórsson haldið um stjórnvölinn hjá KR og eru enn að. Tvö félög hafa tvívegis rekið þjálfara á þessum tíma. Haukar ráku Reyni Kristjánsson 1996/97 og Einar Einarsson tók við. Hann var síðan látinn fara í haust og Jón Ai-n- ar Ingvarsson tók við. Skallagríms- menn ráku Terry Upshaw 1996/97 og Tómas Holton tók við þjálfun liðsins og hélt áfram með það í fyrra. Fyrir áramótin var Henning Henningsson rekinn og Eric Fran- son tók við. Fimm félög hafa rekið einn þjálf- ara á umræddum tíma, Njarðvík rak Hrannar Hólm 1996/97, Grind- víkingar Guðmund Bragason í vet- ur og við tók Einar Einarsson, ÍR rak Antonio Vallejo í fyi'ravetur og Karl Jónsson tók við. Veturinn 1995/96 ráku Skagamenn Hrein Þorkelsson og Milton Bell tók við og nú nýverið var Birgir Mikaels- son rekinn frá Snæfelli og Bob Wil- son tók við. Veturinn 1995/96 voru tveir þjálf- arar reknir, Axel frá KR og Hreinn frá ÍA. Næsta vetur voru fjórir þjálfarar látnir taka pokann sinn, Hrannar hjá Njarðvíkingum, Reyn- ir hjá Haukum, Benedikt hjá KR og Upshaw hjá Skallagiími. I fyrravet- ur voru það Hrannar hjá KR og Vallejo hjá ÍR og í vetur hafa fjórir þjálfarar misst starfið, Guðmundur hjá Grindvíkingum, Einar hjá Haukum, Henning hjá Skallagrími og Birgir hjá Snæfelli. Erfitt er að meta hversu mikið það kostar lið að skipta um þjálf- ara, fyrst og fremst vegna þess að svo virðist sem þjálfarar í úrvals- deildinni séu með mjög mismun- andi laun. Algeng laun þjálfara virðast þó vera rétt um 130 þúsund krónur en þó heyrðust tölur allt upp í um 300 þúsund fyrir leik- mann og þjálfara. Hjá sumum fé- lögum eru laun þjálfaranna árang- urstengd, verða hærri eftir því sem betri árangur næst. Þeir sem rætt var við sögðu að ef þjálfara væri sagt upp störfum án þess að hann hefði brotið af sér yrði að gera starfslokasamning við hann ellegar yrði félagið að greiða honum laun út samningstímabilið. Flestir þeir sem þjálfa í úrvals- deildinni eru í annarri vinnu og þjálfunin því í raun „aukavinna“. Hjá mörgum félögum eru það inn- anbúðarmenn sem sjá um þjálfun- ina og þiggja því lægri laun en ella, gera þetta að hluta til fyrir félagið, og sögðu menn það mikilvægt ef hægt væri að fá menn sem aldir eru upp hjá félögunum til að þjálfa, menn sem þekktu innviði félagsins. Fjöldi erlendra leikmanna sem léku í úrvalsdeildinni hvert tímabil síðan erlendir leikmenn voru aftur leyfðir þar árið 1989 Samtals 189 leikmenn 1996 verða leik■ menn afevrópska efnahagssvæðinu utan takmarkana 1989- 1990- 1991- 1992- 1993- 1994- 1995- 1996- 1997- 1998- 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Morgunblaðið/Kristinn irinn sem leikur með Haukum i vetur, >g gerði 32 stig. Hér hefur hann betur arssyni Valsmanni. 17. Þá má segja að forysta heimamanna hafi ekki síst verið til komin vegna af- spyrnuslaks fyrri hálfleiks hjá erlenda leikmanninum í liði IA, Anthony Jones, en hann hitti einungis úr einni af átta til- raunum sínum í fyrri hálfleik og virtist fyrirmunað að skora. í síðari hálfleik rúlluðu heimamenn ein- faldlega yfir gestina, náðu að pressa þann sem kom með boltann fram völlinn hjá Skagamönnum þannig að þeir misstu boltann hvað eftir annað og gáfust gest- irnir raunar fljótlega upp enda forystan orðið 20 stig eftir 7 mínútur. Langbestur í liði gestanna var Dagur Þórisson en aðrir í liði þeirra voru ótrúlega áhugalausir og slakir. Grindavíkurliðið átti góðan leik, þó einkum í síðari hálfleik, en enginn spilaði betur en Pétur, sem spilaði lítið í þeim síðari. Þá hélt Warren Peeples uppá nýjan samning sinn með skínandi leik. Herbert var sterkur í síðari hálfleik efth- frekar rólegan fyrri hálfleik. Einar Einarsson þjálfari Grindvíkinga hafði þetta að segja að leik loknum: „Við lögðum upp með það að þreyta þá og það fór að bera árangur undir lok fyrri hálfleiks. Það er nefnilega ýmislegt hægt ef allir leggjast á eitt.“ íslenskur unglingur vekur athygli í menntaskólakeppninni í Bandaríkjunum Jón Amór í hópi 25 efnilegustu nýliðanna Jón Arnór Stefánsson úr KR hefur vakið mikla athygli í bandarisku menntaskólakeppninni í körfuknattleik. Hann er á fyrsta ári í Artesia menntaskólanum í Los Angeles og í nýjustu handbók- inni um körfuknattleiksmenn á skólastigi, The Blue Ribbon, er hann talinn einn af fimm efnileg- ustu nýliðum í menntaskóla í Kali- forníu og einn af 25 efnilegustu í Bandaríkjunum. Morten Þór Szmiebowicz úr Grindavík er líka nefndur til sögunnar en hann er á þriðja ái'i í menntaskóla í Virginíu og er í hópi 50 efnilegustu leik- manna ríkisins í þeim aldursflokki. „Ef Jón Arnór heldur rétt á spilunum á hann möguleika á að ná gríðarlega langt,“ sagði Axel Nikulásson við Morgunblaðið en hann hafði milligöngu um að pilt- urinn fór til Bandaríkjanna sl. sumar. Þá æfði hann og keppti með skólaliðinu víðs vegar um Bandaríkin í einn og hálfan mán- uð og var þegar boðin skólavist. Axel sagði að lið Artesia væri talið fimmta besta menntaskóia- lið Bandaríkjanna um þessar mundir og frá skólanum hefðu komið margir frábærir körfuknattleiksmenn. „Þetta er einn af „stóru“ körfuboltaskólun- um og til marks um það má geta þess að um jólin fór liðið á sterkt mót í Flórída en langflest lið fara í mesta lagi í næsta bæ í slíkum tilgangi. í liðinu er strákur sem heitir Jason Kapono, sem er tal- inn einn af fímm bestu leikmönn- um Bandaríkjanna í menntaskóla. Hann er gífurlega fjölhæfur og því beinist athyglin að honum og hans liði.“ Jón Arnór verður 17 ára í ár en þess má geta að hann er hálfbróð- ir Ólafs Stefánssonar, landsliðs- manns í handknattleik, sem er at- vinnumaður hjá Magdeburg í Þýskalandi. Bakvörðurinn var í sigursælu unglingaliði KR, sem m.a. varð tvisvar meistari á al- þjóðamóti í Stokkhólmi, svo- nefndu Scania-Cup, 1996 og 1998, en í bæði skiptin var hann kjörinn besti leikmaður keppninnar. „Hann er jarðbundinn eins og Ólafur bróðir hans og gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni," sagði Axel og bætti við að útsendarar helstu háskóla fylgdust með stráknum. „Með réttu hugarfari og réttum metn- aði á hann möguleika á að komast á hæsta stig í bandarísku háskóla- keppninni en auðvitað er ekkert sjálfgefið í þessu.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.