Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 4
TEKJUR ÓLYMPÍUHREYFINGARINNAR AF ÚTSENDINGUM í SJÓNVARPI Spillingin innan ólympíunefndarinnar Reuters JUAN Antonio Samaranch. Fjölmörg dagblöð kröfðust í gær afsagnar hans. öllu saman er réttast af víkja hon- um fyrir óheiðarleik,“ bætti blaðið við. Bild, söluhæsta dagblað Þýska- lands, hvatti Samaraneh einnig til að segja af sér. „Alþjóðaólympíu- nefndin hefur verið afhjúpuð sem svínastía. Sex fulltrúar seldu at- kvæði sín fyrir beinharða dollara og heitar unaðsnætur. Og Juan Anton- io Samaranch segist vilja rannsaka aðra sem grunaðir eru. Verst er að hann skuli ekki hafa sjálfur í hyggju að segja af sér. Spilling og mútu- greiðslur hafa blómstrað á valdatíma hans. Og hinir sex for- dæmdu eru aðeins nokkrir ferða- langar í ólympíumafíunni.“ Franska dagblaðið Le Monde tók í sama streng. „Samaranch leysti engin vandamál á sunnudag og lausn mun ekki fínnast meðan hann fer fyrir hreyfingu sem frá stofnun hefur kallað eftir hreinlyndi í íþrótt- um. Það þarf að móta ný ólympíu- gildi fyrir 21. öldina og Juan Anton- io Samaranch er ekki rétti maður- inn til þess.“ Tekjur af sölu sjónvarpsréttar vegna beinna útsendinga frá Ólympíuleikum hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Fyrir vikið er enn meiri ásókn í að halda leikana en áður. Tekjur vegna sjónvarpsútsendinga Milljarðar íslenskra króna Vetrarólympíuleikar Sumarólympíuleikar Krafist af sagnar Samaranch 1980 Moskva 1984 Sarajevo Calgary 1992 Albertville 1992 Barcelona Lillehammer 1996 Atlanta 1998 Nagano 2000 Sydney 2002 Salt Lake City 2004 Aþena 2006 óákveðið * miðað við umsamdar fjárhæðir fram til þessa 2008 óakveðið 114,1* Heimild: Alþj. ólympiunefndin KÍNVERJAR kröfðust í gær úrbóta á Alþjóðaólympíunefndinni - (IOC) og fyrirkomulagi því sem gilt hefur um staðarval fyrir Ólympíuleika. Peking beið, sem kunnugt er, lægri hlut fyrir Sydn- ey í kapphlaupi um sumarleikana árið 2000 og hefur nú komið í Ijós að áströlsk yfirvöld greiddu mútur til ellefu Afríkuríkja í því skyni að tryggja sér atkvæði. Björn Ingi Hrafnsson skrífar Talsmaður kínverska utanrílds- ráðuneytisins sagði tímabært að færa Alþjóðaólympíunefndina til nútímalegra horfs og ekki síður aðferðimar til að velja ólympíu- borgimar. Um leið þvertók hann fyrir að Kínverjar hefðu tekið þátt í spilling- unni og greitt mútur sjálfir. Juan Antonio Samaranch, forseti IOC, kvaðst ekki telja þörf á sér- stakri rannsókn á þætti Sydney- borgar, en sagðist þó ætla að bíða eftir skýrslum sinna manna áður en hann tæki um það lokaákvörðun. Augustu Quito, einn fulltrúanna sem vikið var tímabundið úr nefnd- inni, sagðist í gær ekki hafa í hyggju að segja af sér. „Fyrir því era tvær ástæður," sagði hann. „í fyrsta lagi þykir mér það ekld til- hlýðileg lausn á vandamálinu. í öðra lagi gæti afsögn mín gefið til kynna að ég telji mig sekan í þessu máii og viiji komast hjá rannsókn. Vil ég komast hjá slíkri rannsókn? - Nei, nei, slíkt get ég ekki fallist á,“ sagði hann. Ismail Bhamjee, gjaldkeri sam- taka afrískra ólympíunefnda, sagði að orðrómur um spillingu afrískra fulltrúa hefði lengi verið uppi og því væri gott að fá málið loks upp á yf- irborðið. Bhamjee, sem er frá Botswana og er fulltrúi og í fram- kvæmdastjóm IOC, sagði að ólympíuhreyfingin í Afríku hefði orðið fyrir miklu áfalli og þetta væri smánarblettur á álfunni. Formaður samtaka kenýskra íþróttamanna, Isaiah Kiplagat, vill að landi sinn, Charles Mukora, segi af sér tafarlaust, en Mukora var einn fulltrúanna sex. Hneykslismálin blandast inn í valdabaráttu innan íþróttahreyfing- arinnar í Afríku, þar sem Jean- Claude Ganga, forseti samtaka af- rískra ólympíunefnda, er einn þeirra fulltrúa sem vikið var tíma- bundið úr embætti. Bhamjee segir að Ganga haldi ákaft fram sakleysi sínu. „Hann segist saklaus og við höfum ekki séð allar staðreyndir málsins enn. Ganga er leiðtogi íþróttanna í Af- ríku og segist ekki ætla að segja af sér þar sem ásakanirnar séu ósann- ar. En séu fulltrúamir sekir, segi ég; fari þeir og veri. Allt þetta mál hefur vakið ótal spurningar um yfir- völd íþróttamála í Afríku og ég myndi gjarnan vilja sjá allsherjar hreinsun. Þetta hefur viðgengist lengi og það er gott að málin skuli loks vera komin upp á yfirborðið," sagði hann. Umdeilt er hvort staða Samar- anch, forseta Alþjóðaólympíunefnd- arinnar, hafi styrkst við brottrekst- ur fulltrúanna sex. Hann hefur sagst ætla að sækja stuðning til full- trúaþingsins í mars nk., en á það hefur verið bent að slíkt segi lítið eitt og sér, þar eð forsetinn hafi sjálfur skipað flesta fulltrúana og þeir séu því þegar á bandi hans. Fjölmörg dagblöð hvöttu í for- ystugreinum sínum í gær tii afsagn- ar forsetans. Bresk blöð vora einkar harðvítug í gagnrýni sinni og sögðu að hreingemingar innan ólympíu- nefndarinnar væru hjómið eitt ef forsetinn fylgdi ekki þar með í kaupunum. „Olympíugildið er haft að háði og spotti," sagði Didly Telegraph. The Times sagði að ákall Samar- anch um stuðningsyfirlýsingu á full- trúaþinginu í mars væri aðeins kaldhæðnisleg tilraun til að bjarga eigin skinni á kostnað þeirra sex fulltrúa sem mest væra viðriðnir málið. „Þar til hann [Samaranch] fer verður ólympíuhreyfingin áfram vængbrotin. Senjor Samaranch heldur því nú fram svo hrifandi falskur að hann hafi ekkert vitað um spillinguna og sé aðeins fórnar- lamb undirsáta sinna. Sé það stað- reyndin væri réttast að víkja honum fyrir afglöp. Hafi hann litið framhjá Gætu krafist endur- greiðslu YFIRVÖLD í Stokkhólmi ættu að krefja Alþjóða Ólympíunefndina um fulla endurgreiðslu útlagðs kostnaðar vegna umsóknar borgarinnar um sumarleik- ana 2004. Þetta segir Margar- eta Olofsson varaborgar- stjóri. Hún segist jafnframt vona að aðrar borgir, sem sótt hefðu um Ieika en tapað í staðarvali, geri slíkt hið sama. Svíar telja sig hafa varið hálfúm öðrum milljarði til þess að fá leikana til Stokk- hólmsborgar. Helmingur fjár- ins kom úr borgarsjóði en af- gangurinn kom frá ýmsuin styrktaraðilum. „Við ættum ekki að koma nálægt keppni milli borga á sviði íþrótta þegar vitað er að mútur eru hluti leiksins. Keppnin var ekki drengileg og það vita allir. Atkvæði voru keypt og þær borgir sem beittu ekki brögðum áttu því ekki möguleika," sagði Olofs- son ennfremur. Yfírvöld í fleirí borgum huga nú að stöðu sinni eftir að upplýst var um spillingar- mál innan ólympíuhreyfíngar- innar. Meðal þeirra eru -Pek- ing í Kína og Manchester á Englandi. Ekki er þó talið að forráðamenn þeirra borga fari fram á skaðabætur, enda munu þær hafa tekið þátt í spillingarleiknum af fullum krafti. The New York Times sagði vita- skuld jákvætt að reka fulltrúana sex úr embætti og herða reglur um staðarval leikanna. „En umfang hneykslisins verður sífellt meira og bendir til þess að Samaranch eigi að segja af sér. Þar sem mútur höfðu áhrif á staðarval fulltrúa undir hans stjóm er ekki trúverðugt að hann sjálfur hafi yfirumsjón með hrein- gerningunni. Allir þeir sem hafa mikilvægra hagsmuna að gæta varðandi Ólympíuleikana, þar með talið íþróttafólk, íþróttasambönd, ríkisstjómir og stórfyrirtæki sem veita tugmilljónir til leikanna í auglýsingaskyni, ættu að þrýsta á um tafarlausa afsögn hans,“ sagði blaðið. Samaranch sjálfur verst fimlega, en með hverjum deginum vex þrýst- ingurinn á þennan 78 ára Spánverja og vandséð er hvort hann heldur hann út. „Ég hef alltaf sagt að fulltrúaþing IOC hafi yfir framkvæmdastjórn- inni og þar með forsetanum að segja. Veiti fulltrúaþingið mér ekki stuðning mun ég hætta. Svo einfalt er það,“ sagði Samaranch við Le Monde í gær. Tony Banks, íþróttamálaráðherra Breta, sagðist ætla að hvetja til fundar ráðherra íþróttamála Evr- ópusambandsríkja um hneykslið innan ólympíuhi-eyfingarinnar. „Ég hef fylgst með atburðum undan- famar vikur og það er ekkert laun- ungarmál að orðsttr hreyfingarinn- ar hefur orðið fyrir miklu áfalli," sagði hann. „Ég er hins vegar enn þeirrar skoðunar að Samaranch forseti sé best til þess fallinn að hreinsa til innan ólympíunefndarinnar,“ sagði Banks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.