Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 B 3 DAGLEGT LIF að bera sig að. „Verður sól á morgun?" spyr hún, lét síðan völuna á hvirfílinn á sér, lokaði augunum og fór með þulu: „Segðu mér nú spákona mín, það sem ég spyr þig að. i Með gullinu skal ég Jg, gleðja þig og silfrinu seðja þig, KJÁLKI úr kind var gull hér áður fyrr. ef þú segir mér satt. En í eldinum brenna þig og keytunni kæfa þig, ef þú segir mér ósatt.“ Að því búnu beygði Gerður höfuð- ið og lét völuna detta. Holan á völ- unni sneri þá niður. „Valan segir það verði sólarlaust á morgun,“ segir Gerður. „Það sé ég af því að holan á völunni snýr niður. Ef hins vegar kúpta hliðin hefði snúið upp væri svar völunnar já. Ef valan lendir á hliðinni veit hún ekki svarið eða vill ekki svara.“ Fjöldi leikfanga Kornhúsið á Árbæjarsafni kemur frá Vopnfirði, en það var * eitt sinn pakkhús kaupmannsins LEGGURINN er gamalt leikfang. ' - stöðu barna. Það er ekki bara í dag sem börn eiga mismikið af dóti, það var líka í gamla daga,“ segir Gerður. Þegar afí og amma voru ung, bjuggu margir Reykvíkingar í bragga. í bragganum inni í Korn- húsinu á Ólafur heima. „Hann var átta ára árið 1955 og átti afa sem hjálp- aði honum að smíða leik- föng því hann átti ekki mikla peninga," segir Gerður. Börnin •* sýndu dótinu hans mikinn áhuga. , W „Rosalega er flott þessi flug- vél, smíðaði Óli hana sjálfur?" spyr Aðalsteinn Lárus. „Já, það gerði hann,“ svarar Gerður. „Er Óli dáinn?“ spyr Þórir Örn „Nei, hann er nú fullorðinn og orð- inn afi.“ „Hvar er þá Óli?“ spyr Aðalsteinn Lárus „Já, það er nú það. Eru ekki allir búnir að skoða? Við skulum þá næst skoða her- KUÐUNGUR úr Qörunni. Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull; nú er ég búin að brjóta og týna. (Jónas Hallgrímsson) Morgunblaðið/Ásdís ÓLI er orðinn afi í dag, en hann átti fullt af leikfóngum í gamla daga. þar og var byggt í kringum árið 1820. Litla fólkið naut greinilega ver- unnar í gamla húsinu þennan dag, enda úir þar og grúir af leikföngum, gömlum og nýjum, m.a. ýmsar teg- undir af barbídúkkum, tuskudúkk- ur, bangsar, bílar, boltar, spil og skopparakringla, næstum allt sem hægt er að láta sér detta til hugar. A sýningunni eru notuð leikfóng sem safninu hafa verið gefin í gegn- um tíðina og ætlunin er að bæta við fleiri leikfóngum nú í janúar. Þegar bömin koma í heimsókn vísa safnverðir oft til mömmu og pabba, afa og ömmu og langömmu og langafa og reyna þannig að dýpka tímaskilning þeirra og gera sýninguna meira lifandi. Þrjú barnaherbergi Þrjú barnaherbergi frá mismun- andi tímum hafa verið sett upp í Kornhlöðunni. Á elsta heimilinu frá árinu 1935 býr Sigríður ásamt for- eldrum sínum og litla bróður. Þá var kreppan ríkjandi með atvinnu- leysi og fátækt. Mörg börn bjuggu við kröpp kjör en Sigga litla var heppin, hún átti frænku í Dan- mörku sem sendi henni leikföng. Uppáhaldsleikfangið hennar var brúða úr postulíni. Krakkarnir frá Ægisborg fengu að skoða hana og hrifust af. „Við reynum að fá börnin til að velta fyrir sér mismunandi bergið hennar Gunnu," segir Gerður. Gunna var átta ára stelpa árið 1970. Hún á sérherbergi í Kornhlöð- unni og þar er mikið af leikföngum, meðal annars úr plasti sem þá var nýkomið til sögunnar svo sem legokubbar og lukkutröll. „Það er rusl á gólfinu, einhver hefur gleymt að laga til,“ segir Hera. „Maður kannast nú við ýmislegt hér; dívan- inn og hansahilluna og svona kommóðu fengu margir í fermingar- gjöf,“ segir Anna Kristín leikskóla- kennari og rekur upp stór augu. Börn mikil- vægir gestir Leikfangasýningin var fyi’st sett upp haustið 1997, en með henni var ætlunin að bæta þjónustu við börn- in. „Þau eru okkar mikilvægustu gestir," segir Gerður. „Mjög brýnt er að ala upp safngesti; fá börnin til að læra að vera á safni og njóta þess. Börn hafa mikla þörf fyrir að snerta og prófa og hér leyfum við þeim að taka þátt.“ Á leikfangasýningunni er tekið á móti hópum úr 1.-4. bekk grunn- skóla og elstu börnum í leikskólum. Aðsóknin hefur verið mjög góð, að sögn Gerðar. í fyrra komu um 9.000 börn í heimsókn á Árbæjarsafn. Það er langt frá því að Árbæjar^ safn liggi í dvala yfir vetrartímann. í boði er leiðsögn um safnið þrisvar í viku fyrir ferðamenn og aðra, á mánudögum, miðvikudögum og fóstudögum klukkan 13, en einnig geta hópar tekið sig saman og pant- að leiðsögn. Gucci og hipparnir LÍTIÐ lát virðist vera á vinsældum gallabuxnanna. Undanfarin ár hafa fremstu tískuhönnuðir heims jafnan kynnt ýmsar útfærslur þeirra á tískusýningum. Á einni slíkri . fyrir vorið og sumarið 1999, Jj sem haldin var í New York á | dögunum, vöktu nýstárlegar gallabuxur frá Gueci mikla athygli. Engu var líkara en hönnuðurinn, Tom Ford, hefði sótt innblástur sinn í blómaskeið hippanna. Um innlegg Gucci til sumartískunnar sagði tískuskríbent Vouge m.a.: „Gucci kemur á óvart. Hvar eru svörtu fötin? En borg- aralegu tískuklæðin? Núna snýst allt hjá Gucci um frjáls- ræði í klæðaburði, líkt og fötin séu hönnuð fyrir stúlkurnar í Kaliforníu; ísaumaðar hippa- gallabuxur, léttir sumarkjólar með blómamynstri og kakí- og leðurjakkar." Og skóbúnaður- inn þótti líka ólíkur því sem menn hafa átt að venjast úr smiðju Gucci; perluskreyttir hælbandaskór og svört hnéhá indíánastígvél. Olíklegt er að nokkur sannur hippi hafi efni á Gucci-galla- buxunum, en þær eru sagðar kosta ígildi um 260 þúsund ís- | • • • \ ttir j íhá j I lenskra króna í Bandaríkj- unum. Hins vegar gætu handlagnir og hugmyndarík- ir tekið sér skæri, nál og mislit bönd í hönd og klippt, bætt og stagað þar til gömlu gallabuxurnar verða eitthvað í lík- ingu við þær sem hér má sjá á mynd. GUCCI-gallabuxurnar kosta sem samsvarar 260 þús. ísl. kr. í Banda- ríkjunum. Karin Herzog snyrtístofa hefur opnað á Garðatorgi og þar færð þú sérstaka súrefuisineðferð fyrir aiullil, augnsvæði og líkaina. Við lijóðum sömu medferdir og eru í boði í Sviss, London og New York. Karin Herzog snyrtistofa, Garóatorgi, Garðabæ, símar 698 0799 og 565 6520.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.