Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 8
8 B FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
Hjónin Sigmundur
Dýrfjörð og Berglind
Guðbrandsdóttir hafa
nú í nærfellt fímmtán
ár verslað með te
og kaffí í sérverslun
sinni í miðbæ Reykja-
víkur. Geir Svansson
spjallaði við þau um te-
og kaffimenningu á
—---------------------
Islandi og hvernig hún
hefur þróast.
KAFFIMENNING á Is-
landi hefur þróast hratt á
undanförnum árum. Kaffi-
hús sem áður mátti telja á
fingrum annarrar handai- er nú nán-
ast að finna á hverju götuhomi í
höfuðborginni. Og á flestum stöðum
landsbyggðarinnar er að finna eitt
kaffihús eða fleiri. Mest er þó um
vert, og kannski er það forsenda fyrir
fjölgun kaffihúsa, hversu gæði kaffis-
ins hafa aukist. Nú leika ítalskir
straumar um kaffihús landsmanna og
allmargir, kannski flestir, kunna að
drekka expresso, cappuchino, cafe
latte og jafnvel machiatto.
Nær fímmtán ár eru nú liðin síðan
Berglind Guðbrandsdóttir og Sig-
mundur Dýrfjörð hófu að selja gæða
te og kaffi í lausavigt, sem ekki hafði
tíðkast í langan tima, úr búðarholu í
kjallaranum á Barónsstíg 18 í
Reykjavík. Verslunin þeirra var smá
í sniðum og sú eina á þessu sviði,
kaffihús enda fá og te, öðruvísi en í
grisjum, ekki mikið notað af lands-
mönnum. Nú hefur verslunin þeirra,
Te og kaffi, flust tvisvar um set; í
bakhús við Laugaveg 24 árið 1986 og
nú, sumarið 1997, í glæsilega verslun
með kafflhúsi að Laugavegi 27.
Te- og kaffitrúboð
Fyrir fimmtán árum vakti uppá-
tæki þeirra hjóna athygli og var sér-
kennilegt í augum margra. „Fólk
hafði ekki mikla trú á þessu hjá okk-
ur í upphafi," segir Berglind. Dag
einn, á fyrstu dögum verslunarinnar,
eftir að birst hafði frétt á baksíðu
Þjóðviljans með fyrirsögninni „Te á
íslandi", var Berglind við afgreiðslu
þegar hurðinni var skyndilega
hrundið upp. „í gættinni birtist
kápuklædd kona með hatt á höfði.
Morgunblaðið/Kristinn
BERGLIND Guðbrandsdóttir og Sigmundur Dýríjörð í „krambúð" sinni á Laugavegi 27.
Kaffi og te
á persónulegum nótum
Hún kallaði inn í búðina „kommún-
istapakk", rauk út og skellti á eftir
sér,“ segir Berglind og brosir. „Við
höfum sjálfsagt þótt eitthvað hippa-
leg á þessum árum,“ bætir Sigmund-
ur við og kímir.
En hvernig hvarflaði að Berglindi
og Sigmundi að hefja te- og kaffítrú-
boð meðal okkar kaffiskrælingjanna
hér á Fróni?
„Þetta byrjaði þannig að ég lærði
matreiðslu og við fluttum til Svíþjóð-
ar,“ segir Sigmundur. „Þar í landi, á
kaffihúsum, kynntumst við te- og
kaffimenningu í fyrsta sinn. Við urð-
um fljótt áhugasöm og fórum brátt
að kaupa kaffið óbrennt og brenna
heima sjálf og laga kaffi á annan hátt
en þá var vanalegt. Við byrjuðum
líka að nota þessar ítölsku könnur,
mokka-express, sem settar eru beint
á helluna.“
Þegar þau svo fluttu heim 1984 sáu
þau að hér vantaði mikið upp á í te-
og kaffímenningu. „Þetta áhugamál
okkar varð því til þess að við opnuð-
um verslunina á Barónsstígnum,
númer 18,“ segir Sigmundur. „Það
sem við vorum kannski að gera var
að bjóða te og kaffí á annan hátt og
af mun meirigæðum en tíðkast hafði
hér heima. A þessum tíma var þó
nokkuð um Islendinga sem höfðu
kynnst þessari menningu erlendis
og sumh- létu senda sér te og kaffi
hingað heim.“
ftalskir straumar
„Til að byrja með buðum við 30-40
tegundir af tei og 4 tegundir af kaffi;
KAFFIBAUNIR í lausavigt
“PPágamia mátann
Mynd eftir Thomas Vinterberg
^ 1V1 I i\ U Jir 1 Il\ L IVlVJÍVIO V 11\ 1 JIK
Veislan
pESTEN ALL'AR FJÖ.LSKYLDUR EIGA SIN LEYNDARMAL
„...AhoRFANPÍNN VEUÐUR VITNI AD RAFMÖGNUÐU DRAM.Á MEÐ BLÖNDU AF
SKEMMTILEGUM HIJMOR. Þ.ETTA E'R KVIKMVM) SEM L.-ÉTUR ENGAN ÓSNORTINN
★★★★ DV
„EldFJÖRUGT EN..RAM.MBYGGILEGT DR.AM.A MEÐ RAUNSÆISVIRKNI,
SKJÁLS-ANDIAF SNILLD GERENDAN NA.“
RÁS 2 ;
„...MjöG sterk og áhrifarík OG SKRSTAKLEGA-ýel lhíkin...1*
; . ;. . ★★★ Mougunklabid
„MeisTaralegt fjöeskyldudrama.“ The Guardian-
..Þessi mynd er-hueínlega kraftáverk.u Herai.d Tribune
eina expresso-tegund, kolumbíu-,
java- og santos-kaffi. Nú erum við
með yfir 100 tegundir af tei og 20
tegundir af kaffi, þar af 5 expresso-
tegundir. Þetta hefur því breyst gíf-
urlega."
Auk drykkjanna fluttu þau inn
ítalskar kalfikönnur, sem flestir
kaffiáhugmenn þekkja núorðið, auk
annars sem heyrir til te- og kaffi-
drykkju.
Te- og kaffiverslunin gekk betur
en á horfðist í upphafi og eftir aðeins
tveggja ára starfsemi fluttist versl-
unin í bakhúsið við Laugaveg 24 þar
sem Sigmundur og Berglind innrétt-
uðu verslun í gömlum krambúðarstíl.
.Afgreiðslan átti að vera í svona
„faktorsstíl“, á skjön við sjálfsaf-
gi'eiðslu stórmai'kaða. Við vildum ná
þessum persónulega tengslum; sýna
kúnnanum teið eða baunirnar, leyfa
honum að finna ilminn af telaufmu og
velja síðan sjálfur. Búðin þótti
óvenjuleg og skar sig dálítið úr í mið-
bænum,“ segir Sigmundur.
Eftir áratug í bakhúsinu var enn
kominn tími til að stækka við sig. Þau
hjónin gripu húsnæðið á Laugavegi
27 þegar það bauðst, innréttuðu í
sama stíl og fluttu verslunina í ágúst
1997. Jafnframt opnuðu þau verslun í
Suðui-veri.
Eigin kaffibrennsla
Auk verslananna tveggja hafa þau
Berglind og Sigmundur rekið kaffi-
brennslu í Hafnarfirði frá því 1987.
„Við fórum að brenna kaffið sjálf
fljótlega eftir að við fluttum á Lauga-
veginn," segh' Sigmundur. „Við höfð-
um fram að þeim tíma flutt kaffið inn
frá lítilli kaffíbrennslu í Danmörku.
En við vissum að til að gera þetta
eins vel og kostur er þá þyrftum við
að gera allt sjálf, frá grunni. Við
keyptum okkur því lítinn kaffibrenn-
ai'a og fórum að flytja inn hráefnið
sjálf. Þarmeð höfðum við möguleika
á því að brenna það dökkt eða Ijóst
eftir þörfum og kynntumst í raun
kafflnu miklu betur. Auk þess gátum
við farið að velja kaffi á stærri mark-
aði og bjóða upp á meira úrval.“
Sigmundur segir þau eiga trygga
viðskiptavini sem hafi fylgt þeim al-
veg fl-á Barónsstíg. „Fólk kemur
hingað reglulega og kaupir sitt
Kenya-kaffi eða Darjeeling-te. Hann
Stynnir þama,“ segir Sigmundur og
bendir á myndarlegan mann með six-
pensara á höfði, „er búinn að drekka
Keemun-te á morgnana síðan 1986.
Alla morgna. Eins og margir þá hef-
ur hann sitt grunnte en drekkur
kannski Earl Grey eða Darjeeling
þar á milli. Kannski síðdegis eða á
sunnudögum. Margh' drekka Ceylon
eða Keemun á morgnana en aðrar
tegundir á daginn."
Ódýrt kaffi óhollara
Berglind segir að margir haldi sig
við sínar tegundir. „Það er til fólk
sem drekkur eingöngu annaðhvort te
eða kaffi. En margir og flestir drekka
hvort tveggja. Mai'gh' byrja til að
mynda daginn á tei.“ Og Sigmundur
bætir við: „Hún komst ágætlega að
orði hún Auður Haralds í þessu sam-
bandi: Munurinn á þeim sem byrja á
kaffi og þeim sem byrja á tei er sá að
þeim síðamefndu líður eins og þeim
sé ýtt varlega af stað inn í amstur
dagsins. Þeim sem drekka kaffið sitt
er hins vegar sparkað af stað.“
Gæði kaffis skipta höfuðmáli að
mati þeirra hjóna. „Það er betra að
drekka einn bolla af góðu kaffi og
vatn á milli en að drekka marga bolla
af ódýru kaffi,“ segir Sigmundur.
„Ódýrt kaffi er kaffínríkara en gott
kaffí. Robusta-kaffí sem notað er í
iðnaðarkaffi er mun kaffínríkara en
arabica-kaffi og óhollara. Og þú færð
frekar brjóstsviða af ódýru
kaffi,“ bætir Berg-
lind við.
Hún bendir á að þó
sumum þyki sælkera-
kaífí dýrt sé það mun
ódýrara hér en víða
erlendis. „Tvö hund-
mð og fimmtíu grömm
af Celebes-kaffi sem
hér kosta undir 500
krónum kostar um
1.700 krónur úti í
London og er selt þar
sem ríka fólkið býr. Við
fáum ekki mikið fyrir
þessar dým tegundir en
viljum endilega bjóða
upp á þær. I dag erum
við að bjóða upp á búgarðsgreindar
tegundir. Sjaldgæfar tegundir sem
flokkast undir sælkerakaffi.“
Kaffimenning hefur haldið innreið
sína í íslenskt samfélag og landinn
hefur lært að drekka betra kaffi, að
sögn Sigmundar. „Hér áður fyrr var
gjarnan spurt: „Hvað geymist þetta
kaffí lengi?“ Fólk vildi kaupa fínt
kaffi hjá okkur til að bjóða upp á
spari. En kaffið er fersk vara. Allt
þetta brölt hjá okkur að brenna kaff-
ið sjálf, jafnóðum, brenna aldrei of
stóran skammt af hverri tegund,
þetta er bara eins og að baka sitt
brauð sjálfur. Þetta er fersk vara.“
Sigmundur segir líka að hér á
landi sé almennt framleitt kaffi úr
góðu hráefni. „íslensku framleiðend-
urnir hafa tekið sig verulega á og
það er eiginlega synd hvað erlend
vörumerki eiga stóran hlut í mark-
aðnum.“
Öflugra bæjarlíf
Báðum finnst þeim kaffihúsamenn-
ingin til bóta í borgarlífinu. „Þegar
við vorum að byrja tíðkaðist ekki að
fara á kaffihús, það þótti hálfgert
braðl. Maður gat dmkkið sitt kaffi
heima. I dag eru kaffihúsin á hverju
götuhorni. Og það tilheyrir bæjar-
ferðinni að fara á kaffihús, hitta fólk,
setjast og spjalla yfir bolla. Þetta er
þetta jákvæða. Það þarf ekki endi-
lega vín til að hittast.“
Berglind: „Það er ótrúleg aukning
á áhugsömu fólki um te og kaffi frá
því að við byrjuðum. Það er mjög
gaman að hafa tekið þátt í þessu frá
upphafi."
Sigmundur: „Það má kannski
segja að við höfum átt einhvern þátt í
því að stuðla að betri kaffimenningu.
Við höfum lagt okkar af mörkum til
þess með því að auka virðingu fólks
fyi'ir betra kaffi.“